Taktu sökina.

 

Þó það sé brotið á rétti þínum.

Því þú ert stjórnmálamaður.

 

Sættu þig við að vera þjófkenndur, hleraður, úthrópaður, niðurlægður.

Því það er barnalegt að krefjast réttar síns.

Þú ert jú stjórnmálamaður.

 

Hvað gungur og liðleskjur myndu þá að lokum stjórna þjóðinni??

Allavega ekki menn eins og Sigmundur, sem er eini stjórnmálamaðurinn sem fyrr og síðar hefur sótt ránsfeng í vasa auðsins.  Bæði bankaskatturinn uppá um 80 milljarða, sem og samningurinn við hrægammanna kennt við stöðugleika, en hann skilaði rúmum 300 milljörðum í ríkissjóð.

Hvorutveggja var alfarið niðurstaðan af hugmyndum og eftirfylgni Sigmundar.

Enda hafa hvorki hrægammarnir eða vinnumenn þeirra fyrirgefið Sigmundi þessa ósvífni að standa á rétti þjóðarinnar, enda er hýenum stanslaust sigað á hann.

Og stuðningsmenn vinnumannanna, sem innst inni eru alveg sammála kröfum Sigmundar, geta heldur ekki fyrirgefið honum, hata hann reyndar allmargir, því hann afhjúpaði þá, ekki vinnumennina því þeir sáu um það sjálfir, hann afhjúpaði hve aum þeirra pólitísk sannfæring væri.

 

Nei við hefðum kannski fólk eins og það sem er í núverandi ríkisstjórn.

Sem er svo auðmjúkt gagnvart Brusselvaldinu, að það lýgur orkupakka Evrópusambandsins inná þjóðina. 

Málstaðurinn er svo aumur að það er ekki einu sinni hægt að segja satt og rétt frá.  Vísa ég þar í kollega minn hér á Moggablogginu, Bjarna Jónsson, sem hefur margoft í greinum og pistlum hrakið hálfsannleik og beinar rangfærslur iðnaðarráðherra og hennar fólks sem telur sig lúta Brussel en ekki Austurvelli.

 

Nei Sigmundur er ekki barnalegur.

Vissulega klaufskur en hann hefur þann manndóm að standa á staðreyndum málsins.

Að einkasamtal var hlerað á ólöglegan hátt.

Og sú hlerun var nýtt í pólitískum tilgangi til að níða niður þingmenn, langtum fleiri en þá sem virtu ekki almennt velsæmi í drykkjutali sínu, og það er engin tilviljun að þeir sem sáu um níðið studdu ICEsave fjárkúgun breta á sínum tíma, þeir sem fyrir urðu er mjög líklegir andstæðingar þess fyrirsjáanlega þjófnaði á sameign þjóðarinnar sem orkuauðlindir hennar eru, og kenndur er við orkupakka 3.

Og ef það er hægt að tala um barnaskap, þá er það hjá því fólki sem fattar ekki hvaða hagsmunir knýja áfram svona úthrópun og svona Fár.

 

Við skulum gera okkur grein fyrir að í siðuðu samfélagi þá biðjast menn afsökunar á tali eins og viðhaft var af sumum þingmönnum á Klausturbarnum, og lofa síðan bót og betrun.

Og siðað fólk meðtekur þá afsökunarbeiðni þó það vissulega getur haft varan á sér gagnvart því að svona hegðun endurtaki sig ekki.

Harmur Klaustursmálsins er því miður sá að það afhjúpaði að það er ekki of mikið af slíku fólki í íslenskum stjórnmálum, íslenskum fjölmiðlum og meðal hinna svokölluðu áhrifavalda umræðunnar í netheimum.

Ekkert sem gerðist á Klaustri jafnast á við þann ljótleika sem síðar varð.

 

Og að lokum þetta.

Það er engin tilviljun að Sigrún Magnúsdóttir segir þetta, hún er að gegna skyldum sínum við flokkinn.

En það þarf ekki sérstaka glöggskyggni til að sjá hvernig Sigurður Ingi greip gæsina eins og hann greip Brútusarrýtinginn á sínum tíma.

 

Það að Mogginn skuli lepja þetta upp vekur hins vegar upp ugg um hvar blaðið stendur þegar orkuþjófnaðarpakkinn kemur bakdyramegin inní íslenska löggjöf.

Hann virðist ætla að feta slóð Björns Bjarnasonar.

 

Afhjúpa sig.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband