Veika kynið.

 

Spurning hvort konur ættu yfir höfuð að taka þátt í stjórnmálum miðað við þessi orð þingflokksformanns Flokk fólksins. 

"„Þetta er mjög leiðin­legt mál. Þeir virðast ætla að koma með offorsi inn á þingið aft­ur og þeim kon­um sem lent hafa á milli tann­anna á þeim líður ekki vel yfir því hvernig þeir haga sér,“".

Ef þetta er ekki kynfyrirlitning, ef þetta kallast ekki að tala niður konur, þá veit ég illa hvernig það er gert.

Minnir einna helst á róman sem fjallar um yfirstéttarkonur á 18. öld eða byrjun þeirra nítjándu.  Þar sem sterki karlinn greip yfirspennta kvenpersónuna þegar hún féll í yfirlið, og kallaði, við verðum að forða henni frá öllu áreiti.

 

En auðvitað veit þingflokksformaður Flokk fólksins betur.

Þetta er aðeins ómerkileg aðför að lýðræðinu.

Sjálfsagt veikburða tilraun til að endurheimta þingstyrk flokksins.

 

En það breytir því ekki að forseti Alþingis þarf að uppfræða nýgræðinga um leikreglur lýðræðisins og brýna fyrir formönnum þingflokka að þeir hagi sér eins og siðað fólk.

Sýni hvorki dónaskap eða leggi aðra þingmenn í einelti.

 

Hvað þeir segja síðan utan þings er ekki á hans ábyrgð.

Slíkt kallast stjórnmál og hefur sinn gang.

 

En vonandi eigum við ekki eftir að upplifa fleiri sögur af veikara kyninu.

Þetta er jú 21. öldin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Funduðu um endurkomu þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skamma fyllibyttur er í góðu lagi.

 

Ég hef sjálfur þurft stundum ærlega á slíku að halda.

Og hef oft skammast mín i þynnku minni.

 

Það er heldur ekki gott að vinna með fólki sem virti fá mörk í baknagi á samstarfsfólki sínu.

En þegar vinnustaðurinn er Alþingi þjóðarinnar þá þarf fólk að læra að lifa með því, bæði þeir sem voru gripnir í bólinu, sem og þeir sem fengu að heyra það sem þeim var ekki ætlað að heyra.

 

Og ekki hvað síst þurfa þeir sem eru kannski sárir að vera ekki það stórt númer að lenda ekki í nagkvörninni, að sætta sig við að þeir búi í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem þingmenn sitja í umboði kjósenda sinna.

Hlerað fyllerísröfl útí bæ réttlætir ekki dónaskap þeirra, eða það sem virðist vera aðför að lýðræðinu það er að beita andlegu ofbeldi til að hrekja samþingmenn sína af þingi.

 

Dónaskapurinn er lágkúra, og þú afsakar ekki þá lágkúru með því að vísa í að "þeir byrjuðu".

Þvert á móti, þá er fyllri ástæða til að sýna af sér siðaða hegðun.

Og aumur má þingforseti vera ef hann lætur slíkt viðgangast átölulaust.

 

En hins vegar á þingforseti að slíta þingfundi ef hann verður vitni að því í þingsal, að vegið sé að öðrum þingmönnum á þann hátt sem lýst er í þessari frétt.

Slíta þingfundi og boða formenn þingflokka á sinn fund.

Alla formenn, ekki bara hjá þeim þingflokkum þar sem eineltispúkar og dónar hafa hreiðrað um sig.

 

Og á þeim fundi á þingforseti að útskýra afdráttarlaust hvaða reglur gilda um samskipti þingmanna í þingsal.

Afdráttarlaust.

 

Einelti og dónaskapur er nefnilega ekki val einstakra þingmanna.

Og virði þeir ekki ábendingar þar um, þá á að víta þá og vísa þeim af þingfundi.

Það er nefnilega skrílræði að láta skrílshátt viðgangast.

 

Þetta er svo einfalt að það er ótrúlegt að það þurfi að benda á þetta.

Ótrúlegra en það að til skuli vera fólk sem áttar sig ekki á muninum á hegðun utan þingsals, og innan.

 

Og þó einstakir þingmenn átti sig ekki á þessu.

Þá á forseti þingsins að fatta þetta.

 

Annars er hann ekki hæfur.

Kveðja að austan.


mbl.is Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rógurinn um Ragnar.

 

Þann góðlátlega hægfara íhaldsmann, sem örugglega hefði fundið sér farveg í verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins ef hann hefði verið uppi fyrir þó nokkuð árum síðan, innan um menn eins og Magnús Sveinsson eða Pétur sjómann, er bæði Mogganum og Samtökum atvinnurekenda til vansa.

Hvað halda menn að þeir fái í staðinn??

Eru menn virkilega svo vitlausir að halda að vandinn sem Ragnar bendir svo kurteislega á, hverfi ef þeim bara tekst að grafa skurð undan honum??

 

Mogginn, sem virðist vera fastur í kviksyndi slúðurs og rógburðar, spilandi sig svo skinheilagan að hver meðal yfirstéttarfrú á Viktoríutímanum hefði tekið andköf af aðdáun, ýtandi undir múgsefjun og galdrafár, ætti í svona eina mínútu að íhuga, hvað peningamennirnir sem borga þar flest laun, fengju í staðinn.

Hver tekur að sér að finna óánægju samfélagsins farveg, ef þeir hógværu og skynsömu eru vegnir??

Hægri populisti??, vinstri öfgamaður??

Allavega ekkert gott.

 

Eða er þetta draumurinn um Trump??

Að skapa jarðveg fyrir hinn íslenska Trump?

 

Hvern skyldu menn sjá fyrir sér í því hlutverki??

Einhvern mann á besta aldri með reynslu??

 

Nei, það eru vandamál þarna úti sem þarf að leysa.

Skammist ykkar til að taka þátt í því.

 

Á meðan þið hafið einhver ítök.

Á meðan einhver hlustar á ykkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Enginn fjöldaflótti úr VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 1563
  • Frá upphafi: 1321455

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1330
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband