Siðareglur eru fínar.

 

En öfgar eru verri.

Og ef Alþingi Íslendinga ætlar að setja sér þær siðareglur, að þingmenn megi ekki fá sér bjór eða vín á meðan þingfundi stendur, þá er það svo sem ágætis regla, fyrir púrítana.

Því líklegast hefði breska þingið um miðja sautjándu öld getað haldið þá reglu, enda réðu þá Púrítanar þinghaldi, og þeir voru lítt hrifnir að brosi, dansi, hlátri og víni.

Enda fer hrollur um Breta ennþá dag í dag þegar þeir minnast þessa skelfilegu ára trúarofstækisins.

En engin önnur þjóðþing, hvorki fyrr eða síðar, myndu setja þessa siðareglur, og ef hún væri sett í dag, þá væri hægt að loka þeim öllum.

 

Þess vegna má spyrja sig, og ég hef ítrekað spurt mig þessarar spurningar undanfarna daga og vikur, eða frá því að Klausturmálið komu upp, hvað fólk vinnur eiginlega á Morgunblaðinu í dag.

Eru þetta tímaferðalangar, eða finnst ennþá svona forpokað fólk??

Sem spyr svona spurningar um hinn meinta glæp sem öldrykkja er; "Þannig að ef aðrir gera eitt­hvað sem er rangt rétt­læt­ir það þá að þú ger­ir það?"

Hvaða miðaldamyrkur og ofstæki hefur lagst yfir blaðið.

 

Er það þetta sem fylgir framsókn femínismans??

Slúður, ofstæki, galdrafár??

 

Ég hélt ekki.

Einhvern tímann hélt ég að heimurinn yrði betri staður til að lifa á ef konur fengu áhrif til jafns við karla, og jafnvel taldi ég að heimurinn hefði gott af því að þær fengju meiri áhrif.

En ég efast í dag.

 

Stórlega.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðað samfélag ræðir ekki þessar kröfur.

 

Því um þær er ekki hægt að gera ágreining.

Og þá er ég að vitna í þessi orð Vilhjálms; "„Auðvitað mun skipta miklu máli hver aðkoma stjórn­valda að samn­ing­un­um verður því meg­in­stef okk­ar er að lag­færa kjör þeirra sem höllust­um fæti standa í ís­lensku sam­fé­lagi þannig að við get­um aukið ráðstöf­un­ar­tekj­ur þess­ara hópa með þeim hætti að þeir geti haldið mann­legri reisn og fram­fleytt sér frá mánuði til mánaðar,“"

Og þeir sem það gera ættu að fá frían tíma hjá sálfræðing til láta meta sig hvort þeir þjáist af ólæknandi siðblindu.

 

Við erum að tala um eitt af ríkustu hagkerfum heims, þar sem auðlegðin vellur uppúr vösum fjármagnseiganda, þar sem æðstu embættismenn eru með þeim betur borguðu í heiminum, þar sem millahverfin slaga hátt uppí millahverfi Beverly Hills, þar sem töluverður stór hluti þjóðarinnar er oftar að leika sér í útlöndum en á landinu, þar sem allt ber merki um ofgnótt og flottræfilshátt hjá mjög fjölmennum hátekjuhópum, að þá líðum við ekki að;

ÞAÐ ÞURFI AÐ GERA KRÖFUR Í KJARAVIÐRÆÐUM AÐ HLUTI ÞJÓÐARINNAR GETI HALDIÐ MANNLEGRI REISN OG FRAMFLEYTT SÉR FRÁ MÁNUÐI TIL MÁNAÐAR.

Því slíkt er aðeins til siðs í þrælaþjóðfélögum.

 

Við þurfum ekki að rífast um af hverju þetta varð svona.

En við skulum gera okkur grein fyrir því að það er siðblinda í bland við ómennsku að líða þetta.

Og ég trúi því ekki að ómenni stjórni atvinnulífinu eða ríkisstjórn landsins.

 

En það er auðvitað þeirra að skera úr um.

Kveðja að austan.


mbl.is „Verður ekki gefinn mikill tími“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regnhlífasamtök virka ekki.

 

En hafa virkað í VR vegna þess að það má deila um hvort VR hafi í mörg ár rekið einhverja verkalýðspólitík.

Og í samfelldum uppgangi eru raunverulega allir ánægðir.

Sérstaklega vegna þess að það er tiltölulega auðvelt að koma sér uppúr láglaunastörfum í betur borguð störf.

VR hefur því verið svona kjaftaklúbbur um samskiptareglur á vinnustað, og jú gætt réttinda félagsmanna.

Annað ekki.

 

Núna er bara kreppa.

Djúp kreppa.

 

Hjá stórum hluta launafólks duga ekki laun fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sem er fæði, klæði og húsaskjól.

Þar sem kostnaður við húsnæði er að sliga mjög marga.

 

Þá springa svona regnhlífasamtök.

Annað hvort fer láglaunafólkið, því eitthvað verða menn að gera ef þeir geta ekki lifað mannsæmandi lífi.

Eða hálaunafólkið, því ef það er eitthvað sem það getur ekki hugsað sér, þá er það að vera í félagi sem rekur verkalýðspóltík. 

Enda lýtur það ekki á sig sem verkalýð, heldur menntalýð.

 

VR er í dag stjórnað af fólki sem er í verkalýðsbaráttu.

Viðskiptafræðingarnir fara.

Ofsalega er VR heppið.

 

Laus við dragbítana.

Laus við hugmyndafræði frjálshyggjunnar.

 

Farið hefur fé betra.

VR er komið til að vera.

Kveðja að austan.


mbl.is Hætta í VR og ganga í KVH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 55
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 1320063

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband