Brask elur af sér brask.

 

Og það er jafn dapurlegt að lesa þessa frétt þó ekki sé vitað að Mogginn sé kostaður í þessum fréttaflutningi.

Vissulega sýndi Þorsteinn Már hyggjuvit þegar hann komst yfir aflóga skuttogara af lengri gerðinni út á krít, og seigla hans skilaði nothæfu frystiskipi.

Það má samt ekki gleymast að það eitt og sér dugði ekki til, refjar hinnar pólitísku klóru, a la Framsóknarflokkurinn og Halldór heitinn Ásgrímsson, skilaði því sem uppá vatnaði.  Það er aflareynslu þvert gegn leikreglum kerfisins.

Kallast spilling útí hinum stóra heimi, en á okkar harðbýla landi einfaldlega snilld.

 

Síðan var Þorsteinn frændi hans ágætur aflaskipstjóri, en í raun skipti það engu máli.  Fráhvarf hans má ekki merkja í ársreikningum Samherja.

Það aðeins staðfesti að Þorsteinn Már var heilinn í uppgangi þeirra frænda.

 

Síðan eru liðin mörg ár og núna fáum við fréttir af kostuðum stöðum hjá Eimskip, að kvótagróðinn hafi fundið sér sinn farveg.

Jafnvel mun einn og einn bjáni telja að hæfni ráði för en ekki arðsemi sjávarauðlindar okkar.

Og þó bent sé á hið augljósa eins og með þetta tvo plúss tvo, þá eru flestir þessir meintir bjánar í Sjálfstæðisflokknum.

Sem segir reyndar ekkert um hlutfallslegan fjölda flokksbjána í öðrum flokkum.

 

En kostað mont er samt óþarfi.

Vekur jafnvel upp andúð.

Sem gæti skilað sér í ofurskattlagningu á landsbyggðina.

 

Því þrátt fyrir allt er sjávarútvegurinn lífæð hennar.

Og sægreifinn á ekki heima í öðru hverju húsi, alveg satt.

 

En margur loddarinn telur þjóðinni trú um annað.

Og hann er sannarlega kostaður.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjölskyldur frændanna tengjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband