Að slá sig til riddara.

 

Þegar öruggt er að engin hlustar á mann, og öll völd víðsfjarri, er einn versti plagsiður íslenskra stjórnmála.

Kallast gaspur, og sá sem ástundar, gasprari.

Gasprarinn treystir síðan á algleymi kjósenda, að þeir muni ekki fyrri gjörðir hans á valdastól, og lýgur svo uppá sig fylgi til að komast í valdstól, og þá mun jafnvel ekki glöggur sjá mun á honum og fyrri valdhöfum.

 

Látum það kjurt að flokkur Loga beitti sér fyrir Útburði fólks af heimilum sínum á árunum eftir Hrun, þó það sé engin ástæða til að gleyma þeirri nöturlegri staðreynd að ef Hæstiréttur hefði ekki haft kjark til að dæma gegn fjármálamafínunni í gengisdómi sínum að þá hefði Úburðurinn ekki staðnæmst í 10.000 heimilum, heldur kannski tugþúsundum.

Og látum það kjurt að núverandi ófremdarástand á sér rætur til ákvarðana sem teknar voru í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar, látum yfir höfuð fortíð flokksins liggja milli hluta.

Logi var þá hvort sem er peð sem engu réði, og hvað sem má segja um núverandi þingflokk Samfylkingarinnar, þá er þetta allavega ekki þaulsetið fólk, og ætti því að dæmast af verkum sínum en ekki svertu fortíðar.

 

En hvað er þetta fólk að gera á þingi??

Hverjar eru tillögur þess??

Aðrar en þær að Ísland gangi í Evrópusambandið?

 

Af hverju er rót vandans ekki greind og eitthvað raunhæft lagt til??

Eitthvað sem er þá hægt að ræða og takast á um.

 

Jú, svarið er einfalt, það fer ekki saman að vera gerandi og gasprari

Hæfnin eða getan til góðra verka er ekki til staðar.

 

Svona er arfleið jafnaðarhreyfingarinnar í dag.

Engin, hún er útdauð.

 

Hún dó þegar Önundur fór af þingi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Húsnæði ekki bara fyrir vel stætt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví ættu bretar að biðjast afsökunar??

 

Þeir voru einfaldlega að verja sína hagsmuni, sem var að reyna hindra keðjuverkun sem hefði endað með algjöru hruni breska fjármálakerfisins.

Og stórþjóðir búlla þær smærri telji þær sig þess þurfa .

Við Íslendingar ættum frekar að þakka fyrir breyttan tíðaranda, á árum áður hefðu fallabyssukjaftar herskipa séð um að koma skilaboðum áleiðis.

 

Hins vegar ætti Alþingi Íslendinga að krefja vinnumenn breta um afsökunarbeiðni, það er nærtækara, og það gæti byrjað á þeim vinnumönnum sem sitja á þingi núna.

Spyrja þá hvort stuðningur þeirra við fjárkúgun breta hafi stafað af illvilja gagnvart þjóðinni, eða voru þeir hreinir málaliðar??

Ef þriðji möguleikinn er til staðar, þá geta viðkomandi vinnumenn útskýrt hann, til dæmis að hugmyndafræðileg undirgefni hafið ráðið för, eins og hjá kommunum í gamla daga sem réttlættu öll óhæfuverk Stalíns.

 

Það þarf að taka þessa umræðu, það er engum greiði gerður með að taka Geirfinnsmálið á hana, að bíða þar til hinir seku er annað hvort orðnir elliærir eða farnir yfir móðuna miklu.

Einhver réttlæting hlýtur að vera á svikunum og illviljanum, einhver önnur en að menn hafi verið hreinir málaliðar.

Er til dæmis eitthvað hæft í þeirri sögn að ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi talið sig knúna að ganga að fjárkúgun breta því bak við tjöldin hafi þeim og þjóðinni verið settir slíkir afarkostir að fjárkúgunin var þó skömminni skárri.

Sagði ekki þýski sendiherrann í den, "gefist upp eða við sprengjum borgir ykkar í loft upp!"  Kannski annað orðalag í dag en meiningin sú sama.

 

Það gengur ekki að þegja og fyrst flokkurinn þurfti að styrkja Hannes með því að láta hann gera þessa skýrslu, þá verður hann að fylgja málinu eftir.

Annað er eitthvað svo gegnrotin spilling.

Og jafnvel samsekt sumra flokksmenn á ekki að koma í veg fyrir að hlutirnir séu loksins ræddir og gerðir upp.

 

Það er komið nóg af mjálmi.

Bjarni getur bara fengið sér kött.

Og tekið umræðuna eins og maður.

 

Af hverju??

Og svarið einu sinni eins og fólk.

 

Á mannamáli.

Af hverju?

Kveðja að austan.


mbl.is Spurði hvort krafist yrði afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragi er karl.

 

Og karlar eru sekir.

Það er ef þeir eru ásakaðir.

Staðreyndir eru ekki issjú í því máli.

 

Þess vegna mun enginn biðja Braga afsökunar.

Sanniði til.

Kveðja að austan.


mbl.is Tilefni til að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 334
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321420

Annað

  • Innlit í dag: 284
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband