Hvað kostar stjórnmálamaður??

 

Hvað fær stjórnmálamann til að gera hávaða úr hugsanlegu gáleysi embættismanna, og klína því á þann ráðherra sem hina formlegu ábyrgð ber??

Látum heimskuna liggja milli hluta, því hvert væri kaosið ef ráðherra væri gerður ábyrgur fyrir öll mistök undirmanna sinna, jafnt viljaverkin sem óviljaverkin.

Spyrjum frekar af hverju eru þetta viðbrögð Samfylkingarinnar eftir fréttir gærdagsins þar sem Kjarninn birti upplýsingar úr leyniskjölum um innra virði Arion banka, sem væru langt yfir bókfærð verð bankans.

Þar sem þetta segir meðal annars;

"Í kynningu sem þeir héldu fyrir nokkra íslenska lífeyrissjóði í janúar, þegar þeir reyndu að sannfæra sjóðina um að kaupa um fimm prósent hlut í Arion banka, kemur fram að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til greiðslu á yfir 80 milljörðum króna út úr bankanum ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið samt 50 milljarðar króna.".

 

Og í ljósi umræðunnar sem var á Alþingi í gær um sölu ríkisins á eignarhluti sínum í Arion banka, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra, sá sem var hugmyndafræðingurinn að þeirri stefnu að fá hluta af ránsfeng banakanna til baka, sagði þetta;

 

"„Þegar vog­un­ar­sjóðir, al­ræmd­ir vog­un­ar­sjóðir jafn­vel, koma með kröf­ur um að snúið sé frá þeim áform­um sem starfað hef­ur verið eft­ir hér und­an­far­in ár, þá treysta menn sér held­ur ekki til þess að mót­mæla því,“ sagði Sig­mund­ur enn frem­ur og bætti við að það væri mikið áhyggju­efni að þjóðin sæti uppi með rík­is­stjórn sem gæti ekki varið hags­muni al­menn­ings.".

 

Nýr Landspítali er metinn á 80 milljarða.

Og menn rífast um hvort ráðherra eigi að lesa farmskrár eður ei.

Hvað fær menn til að rífast sífellt um aukaatriði á meðan þjóðin er sírænd??

 

Í suðrinu hefur þessu verið svarað.

Í Suður Afríku, Suður Ameríku, í Suður Kóreu hafa stjórnmálamenn verið sviptir embættum sínum og í sumum tilvikum lögsóttir, vegna þess að rökin um áunna heimsku, eða meðfædda heimsku er ekki viðurkennd, heldur spurt; hver hafði hag?

Og hvað borgaði hann?

 

Með öðrum orðum spilling.

 

Þess vegna endurtek ég spurningu mína.

Hvað kostar stjórnmálamaður.

 

Að ekki sé minnst á;

Hvað kostar stjórnmálaflokkur?

 

Og svarið er ekki að fyrst við eigum ekki heima í Suðrinu, þá er svarið ekki spilling.

Landfræði hefur ekkert með ósómann að gera.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 220
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 1320228

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 204
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband