Vil ekki skíthæla á þingi.

 

Og þá spyr mig sig hverjir eru skíthælarnir??

Og það þarf ekki að íhuga þá spurningu lengi til að benda á að sá sem gerir grín að hetju, að hann þarf virkilega að athuga sinn gang.  Má jafnvel mæla með meðferð honum til handa.  Eins eiga menn að geta skitið út fólk án þess að kynfæri komi þar við sögu, hvað þá nota typpið á sér sem viðmið.  Síðan er það rosalega sjálfhverft að geta ekki rætt um keppinauta án þess að leggja þeim til allskonar orðaleppa.

Með eða án áfengis, skiptir ekki máli.

 

Síðan er það stærri spurning hvort menn sem hlýða á verða sjálfkrafa skíthælar.  Ef svo er þá erum við margir skíthælar þessa dagana, og án þess að ég vilji vera leiðinlegur, þá voru þeir margir á Austurvelli að mótmæla hinum.

Minnir á hið fornkveðna, brennuvargar vilja mæta skjótt til að hjálpa við að slökkva, hommar í felum hrópa hátt níð um þá sem höfðu kjark að vera ekki inní skáp, og meintir barnaperrar þekkjast oft á háværum hrópum um algjört miskunnarleysi og hámarksrefsigleði gagnvart þeim kollegum sínum sem voru afhjúpaðir.

En Bubbi mun örugglega segja að hann er ekki á þingi.

 

Sem er rétt, en á hann þá ekkert erindi á þing???

Eða byrjar bara skíthælateljarinn að telja þegar þú ert kominn á þing??

Er það þá sem þú verður sekur fyrir það eitt að hafa fengið þér bjór á öldurhúsi með mönnum sem áttu bágt, og þurfa sárlega á meðferð að halda?  Því svona vill enginn vera, hvað segir maður við ömmu sína hinum megin ef þetta er fylgja manns??

 

Eða verður maður sjálfkrafa skíthæll við það eitt að hafa ekki staðið á fætur þegar sorakjafturinn hóf sig á flug??  Veit ekki en ég veit hitt að sorakjöftum myndi fækka mikið ef svo væri.  Hvenær er nóg komið??, en hvenær nær maður að leiða umræðuna frá kuntu og klofi í eitthvað annað??, eða tekur maður fólki eins og það er, og lætur andóf sitt í ljós með því að samsinna sig ekki orðbragðinu??

Veit ekki, hef lent í öllum þessum aðstæðum og þarf því að sætta mig við að vera skíthæll.  Það er bara svo, og þarf því að sætta mig við úthrópanir hinna göfuglyndu, hinna hreinlyndu, þeirra sem hafa alltaf þekkt sitt vamm, og leyfa okkur hinum að vita af því, með góðlátlegum ábendingum, eða þaðan af harðari bendingum, en aldrei fordæmingunni, enda vammlausir inn að beini.

 

Um að gera að benda og benda, slíkt eykur aðeins hreinleikann, vammleysið.

Ekki verra ef vammirnar snerta tveggja manna tal þar sem legið er á hleri.  Enda slíkt alsiða í vammlausum samfélögum þar sem þörf er á að tukta til syndara, skíthæla og aðra þá sem halda að prívatið firri þá einhverja ábyrgð.  Ábyrgð á orðum sínum og gjörðum, enda virðir vammlaus maður ekki landamæri þess sem er einka og þess sem er opinbert.

Hvort sem hann vinnur fyrir Stasi eða rannsóknarréttinn, er Púrítani eða vammlaus Íslendingur, þá veit hann að sumt gerir maður ekki, og  ef eitthvað hrjáir hann, þá er það sú skelfing að í öll þessi ár sem hann hefur fylgst með náunganum, að þá er það fyrst núna sem tækni er komin sem getur mælt hugsanir, og jafnvel drauma. 

Hvað sluppu margir??, sem annars hefðu fengið dóm, bál eða Gulag.  Eða hinn íslenska gapastokk fordæmingar hinna vammlausu??

 

En þetta kallast að missa pistil út um víðan völl, það var bara svo erfitt að segja í fáum orðum að ég væri skíthæll.

Tilefnið var að ef þeir sem hlusta á fyllirísraus eru skíthælar og eiga ekki að vera á þingi, hvað með hina sem lugu beint til að þeir yrðu kosnir á þing??

Hvað með samgönguráðherra okkar sem boðar aukaskattlagningu í formi veggjalda, hvað sagði hann um slíka skattlagningu í aðdraganda kosninganna??

Eða hvað sagði Katrín um einhverja leiðréttingu á þeirri ómennsku sem kölluð er króna á móti krónu??  Eða eru allir búnir að gleyma bréfi Bjarna til gamalmenna, það var ekki langt, en mörgu var logið.

En reyndar logið opinberlega, það þurfti enga hlerun til að afhjúpa falsið.  Kannski liggur diffinn í því.

 

Og er kannski bara ljótt að hæðast að fötluðu fólki, en allt í besta að ljúga að því??  Að ekki sé minnst á að halda kjörum þess við hungurmörkin.

Ekkert skítlegt við það, engir skíthælar sem það gera.

 

Víkjum þá að neyðarópinu sem bergmálar um samfélagið.

Neyðaróp aðstandenda geðsjúkra, neyðaróp aðstandenda fíknista.

Og allt mannfallið. 

Sem mátti hindra, sem má hindra. 

En við notum peningana í annað.

 

Enda hvað er líf á milli vina, hvað eru svik á milli vina?

Skíthælar??, nei, nei, þetta eru stjórnmál. 

 

Og að lokum, hvað með fólkið sem er á þingi og ber beina ábyrgð á tugþúsundir voru hraktir af heimilum sínum eftir Hrunið 2008. 

Að ekki sé minnst á þá sem báru beina ábyrgð á að hrekja þessi tugþúsundir af heimilum sínum.  Með því að loka á allar tillögur sem komu fram um að hjálpa þessu fólki, með því að gefa siðblindum fjármálamönnum veiðileyfi á þetta fólk. 

Verst urðu fátækar fjölskyldur úti, og allra verst einstæðar mæður. 

Mannvonska liðinna alda í hnotskurn.  Í nútímanum, gegn náunga okkar.

 

Nei við mótmælum þeim ekki, við styðjum þessi góðmenni. 

Og tökum undir krókódílatár þeirra yfir hleruðu fyllirísrausi samþingmanna þeirra, ásamt því að við þökkum öllum góðum vættum að okkar fólk var ekki hlerað. 

Reynum samt að toppa vandlætingu þeirra.

 

Enda vammlaus.

Alveg laus við að vera skíthælar.

 

Miklir menn erum við.

Mikil er reisn okkar.

 

Á okkur er alltaf að treysta.

Kveðja að austan.


mbl.is „Vil ekki skíthæla á Alþingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband