Mikill er máttur peninganna.

 

Þeir geta jafnvel fengið faglega stjórnsýslunefnd vega heilu byggðarlögin.

En þeir geta samt ekki fengið fólk til að hverfa.

Og þeir sem eiga lífsafkomu sína undir, þeir ljúga ekki um hluti sem auðvelt er að sannreyna.

 

Það var ákaflega auðvelt fyrir Ruv. að bera fullyrðingar lögmannsins undir heimamenn fyrir vestan, fyrir utan eitthvað sem heitir hlutleysi og fagleg vinnubrögð, þá eru nefgjöld íbúanna þar hærri en þeirra örfáu auðmanna sem standa að aðförinni að byggðinni þar.

Peningar gátu kannski keypt allt fyrir Hrun, en það er ekki svo í dag.

Fólk hverfur ekki, Ruv á ekki að láta lögmann komast upp með að ljúga í beinni útsendingu, og stjórnsýslunefnd á ekki að vera handbendi auðmanna.

 

Ekki í dag.

Það er 2018, ekki 2008.

 

Og við sem eigum heima á landsbyggðinni erum líka fólk.

Alveg satt.

Kveðja að austan.


mbl.is Gera athugasemdir við frétt RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurskattlagning er ofurskattlagning.

 

Hvort sem hún er á vegum ríkisins, eða einkaaðila.

Og þegar ríkið er þegar búið að ofurskattleggja, þá er skattur ofaná það, ofurofurskattlagning.

 

Eitthvað sem allir skilja nema kommúnistar, og jú Sjálfstæðismenn.

Í þeirra huga hættir skattur að vera skattur, þegar einkaaðilar innheimta hann.

Því trúarbrögðin segja, það sem er gott fyrir auð og auðmenn, er gott fyrir okkur öll hin.

 

Sem er þannig séð, algjör þvættingur.

Sagan hefur löngu skorið úr þessari deilu.

 

Tollhlið, með reglulegu millibili á samgönguæðum, hafa alltaf dregið úr verslun og viðskiptum.

Vissulega hafa þau gert þann sem innheimtir tollinn, ríkan eða ríkari ef hann hefur verið ríkur fyrir, en hagkerfin og samfélögin  hafa alltaf liðið fyrir þau.

Bara það eitt að sameina Þýskaland á 19. öld, og loka öllum tollhliðum, hleypti ofurkrafti í efnahagslífið.  Skertar tekjur innheimtumanna veggjaldanna voru bættar upp með grósku og krafti í efnahagslífinu, og velmegun allra jókst.

Einstaklingsins, fyrirtækjanna, samfélagsins.

Eitthvað sem engin deilir um, nema jú kommúnistar, þó þeir leynist í ýmsum dulargervum.

 

Sagan segir líka að samgöngur, og samgönguæðar séu lykillin að öllu, þróun samfélaga, þróun siðmenningar, velmegunar og hagsældar.

Rómarveldi hefði ekki staðið í 800 ár ef menn hefðu ekki lagt vegi.

Og menn lögðu vegi, svo komu tekjurnar, ekki öfugt eins og sjálfstæðismenn allra landa virðast trúa í dag.

Leiðin uppúr fátækt er að leggja vegi, byggja brýr, reisa hafnir, ekki öfugt, að bíða eftir að menn séu nógu ríkir til að hafa efni á slíkum munaði.  Líkt og áar okkur gerðu, svo kom hitt. 

 

Og velmegun og velsæld er algjörlega háð því að samgöngur séu sem greiðastar, séu samgöngumannvirki látin grotna, þá grotnar annað fljótlega í kjölfarið.

Þetta er eins augljós staðreynd og að átta sig á að fjárfesting í húsnæði, hversu mikilvæg sem hún er, er ekki fjármögnuð með því að sleppa að borða.

 

Þess vegna eru samgöngumannvirki aldrei fjársvelt nema þar sem fífl stjórna.

Og fíflin eru ennþá átakanlegri þegar þau koma fram og spyrja hvernig þau eiga að fjármagna nauðsynlegt viðhald, og nauðsynlega endurnýjun og nauðsynlega uppbyggingu, þegar útflutningstekjur þjóðarinnar eru í hæstu hæðum, því það eina sem getur takmarkað uppbyggingu innviða, er skortur á aðföngum erlendis frá.

Velmegun og velferð byggist á grunni öflugra innviða, öflugs atvinnulífs, auk góðrar menntunar og heilsugæslu. 

Ekki öfugt.

 

Og þegar tekjur eru í hæstu hæðum, verða menn að spyrja sig, hvert fór viðskiptajöfnuðurinn, í vasa hverra fóru tekjurnar??

Þetta er svona eins og olíuleiðsla sem dælir 1000 tonnum á sólarhring, og það er magnið sem fer frá olíulindunum, en aðeins 300 tonn skila sér á leiðarenda, að þá er svarið að vita hvar verður rýrnunin, en ekki að leggja til að það sem skilar sér sé einkavætt, og verði að viðbótarféþúfu þeirra sem ábyrgðina bera af þeirri rýrnun sem varð á leiðinni.

Það leggja þeir aðeins til sem þiggja laun fyrir að láta rýrnunina óáreitta.

Verða svona keyptir kommúnistar.

 

En kommúnistar eiga ekki að stjórna landinu.

Sama hvaða nafni þeir kalla sig, sama hvaða dulargervi þeir hylja sig með.

 

Skynsamt fólk hlúir að atvinnulífi, hlúir að forsendum þess svo sem samgöngum, menntun og velferð launafólks.

Þetta hangir allt saman.

Og skynsamt fólk hindrar arðrán sníkjudýra og hindrar að þau sjúgi þrótt úr atvinnulífinu.

 

Það stjórnar ekki í dag.

En af hverju??

Kveðja að austan.


mbl.is Skorar á andstæðinga veggjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið var ekki um allt, alslæmt.

 

Við erum til dæmis nokkuð laus við fréttir af firrtum flottræfilshætti peningamanna, hvort sem það eru sukkveislur í anda hinnar fornu Rómverja, skutlast á þyrlu í sjoppu eftir pylsu, eða að útbrunnar tónlistarstjörnur séu fengnar í afmæli til að syngja afmælissönginn.

Við getum opnað fyrir útvarpið án þess að fá endalausar fréttir af verðbréfum, verðbréfagróða, verðbréfaguttum eða verðbréfamörkuðum.  Og í sjónvarpinu sjáum við eitthvað annað en bankamenn.

Við erum lausir við hirðskáldin sem ortu drápur í dagblaðagreinum eða komu fram í sjónvarpsþáttum þar sem þeir lofsungu hina nýju tíma og hina dugmiklu menn sem kunnu að nýta, þá jafnframt því að hnýta í íhaldið og hagsmunagæslu þess fyrir næstum útdauðar atvinnugreinar, landbúnað og sjávarútveg, sem með rótum sínum frá því á steinöld áttu fyrir löngu að vera útvistaðar til þriðja heimsins, eða þannig.  Reyndar hurfu þessi hirðskáld ekki við Hrunið, heldur mögnuðust upp sem draugar sinna löngu gleymdu hugsjóna, en þegar fjaraði undan fjárkúgun breta og hrægammarnir höfðu náð fram markmiðum sínum, þá hvarf sá draugagangur líka.

Í raun er lífið orðið ósköp keimlíkt og það var áður en þjóðin var eignfærð í bækur auðmanna á árunum um og uppúr aldamótunum.

 

Nema að allir eru bálreiðir.

Það sýður á fólki.

 

Og slíkt er alltaf þegar fólk hefur verið beitt órétti.

Og sá sem óréttinum beitti, lætur eins og ekkert hafi gerst.

 

Ekkert þurfti að ræða.

Á engu þurfi að biðjast afsökunar.

 

Það þótti eitthvað svo sjálfsagt að senda þjóðinni reikninginn.

Og níðast á þeim sem veikara stóðu.

 

Sem það er ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trommusláttur, átök og táragas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 1320065

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband