Ljótt að segja.

 

En það er punktur í þessu hjá Trump, sem smækkar ekkert þó Trump sé ábendarinn.

Það er bara þannig í dag, að ef þú ert karl, þá ertu sekur.

Og í huga margra þarf ekki ásakanir til.

 

Við erum í árdaga nýrrar ofsóknaröldu þar sem jafnvel félagi Stalín telst ekki hafa haft snert af ofsóknaræði í samanburðinum.

Og honum tókst næstum því að lama Sovétríkin með ofsóknaræði sínu.

 

Aðeins sá lægsti sleppur við axarhöggin sem höggva alla sem standa uppúr.

Og sá lægsti er aldrei bógur í eitt eða neitt.

Hvernig á hann að takast á við vandamál heims á heljarþröm??

 

Það er mál að linni, og þeir sem æpa að þessir voðalegu glæpir, sem allt sem snýr að kyni er, megi ekki liggja í þagnargildi, þeir ættu að átta sig á að á áður þekktum ofsóknartímum, hvort sem það voru galdraofsóknir nýaldar, múgæsingin í Kína á tímum menningarbyltingarinnar, að ekki sé minnst á geðveiki Stalínstímans, að þá vissi enginn hver var næst ásakaður.

Og hver ásakaði.

Og fyrir hvað.

Það sem var í lagi í gær, var ekki í lagi í dag, og það sem var í lagi í dag, var glæpur morgundagsins.

Og einn daginn er fátt í lagi, og þá mun jafnvel því fækka.

 

Því ofsóknaræði er bálæði, það brennur á meðan einhver er eldsmaturinn.

Og aukinn eldsmatur magnar bálið þar til það lifir sjálfstæðu lífi, líkt og ógnareldurinn sem brenndi tugþúsundir í Dresden á sínum tíma.

 

Og þó þeir sem æpa hæst í dag telji sig óhulta því þeir eru til vinstri, og flestir ljótu karlarnir til hægri, þá kunna hægri menn líka að ásaka.

Og dreifa skít og rógi. 

Eru meira segja nokkuð góðir í því eins og ótal dæmin sanna.

 

Á meðan eigum við aðeins örfá ár þar til siðmenningin hverfur í gin óviðráðanlega loftslagshörmunga.

Og umræðan hverfist um kjaftasögur, margar það gamlar að það er farið að slá í þær.  Aðrar úldnar áður en þær urðu dagsgamlar.

 

Ofbeldi á ekki að þekkjast.

Ofbeldi á ekki að líðast.

En ykkur að segja, þá á almyrkri púrítanismans það ekki heldur.  Leyfum skrattanum að hafa eitthvað í friði, það þarf eitthvað að vera verra í heinsunareldinum er á jörðinni.

 

Og munum að þeir sem hafa hag af þeysireiðinni til Heljar, þeir stýra oftast umræðunni.

Því Örfáir geta grætt mikið af hörmungum hinna.

Af hörmungum okkar allra.

 

Leiksoppar umræðunnar mættu hafa það á bak við eyrað.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir þetta „erfiða“ tíma fyrir unga menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottræfilsháttur Hrunverja þykir frétt.

 

Þeirra sem hirtu gróðann en ætluðust til að almenningur greiddi skuldir þeirra.

Voru það ósvífnir að gera út heilu stjórnmálaflokkana í þeim tilgangi.

Látum Lýðinn borga svo við fáum aftur aðgang að kjötkötlunum.

 

Þeim mistókst reyndar að gera almenning formlegan ábyrgan fyrir skuldum bankakerfisins, en almenningur þurfti svo sannarlega að borga með blóði sínu, svita og tárum.

Stjórnmálaflokkarnir sem þeir gerður út sáu til þess.

Og þeir sáu líka til þess að forgangurinn var að afskrifa skuldir auðmanna og gera þeim kleyft að eignast fyrirtækjanáinn fyrir slikk.

Þess vegna hafa Hrunverjar risið upp eins og fuglinn Fönix, úr ösku hinna tugþúsunda sem sættu Útburði af heimilum sínum, og auðn hinna ótal fyrirtækja sem voru gerð upp því þau skulduðu ekki nógu mikið.

 

Og þeir eru komnir aftur.

Byrjaðir að monta sig.

Í þjóðfélagi þar sem þeir hafa töglin og hagldirnar.

 

En þetta var nú ekki tilefni pistilsins.

Mín fyrsta hugsun þegar ég rakst á þessa frétt, var sú hugsun hvort þeir kynnu ekki að skammast sín.

Fattaði svo að ég vissi ekki hvort sú hugsun átti við blaðið, eða flottræflana.

 

Læt þeirri spurningu ósvarað.

Kveðja að austan.


mbl.is Lýður í Bakkavör keypti eitt dýrasta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband