Hvar er vantraustið Guðmundur?

 

Hvar er hin eðlilega niðurstaða rökfærslu þinnar??

Að bera fram vantraust á ráherra sem er ekki bara dæmdur brotamaður, heldur líka staðinn að beinni lygi að þjóð og Alþingi,.

Fyrir utan þá vanvirðingu að ráðherra telji sig ekki hafa haft nægan tíma til að leggja faglegt mat á umsækjendur, þegar ljóst er að Alþingi setti lög um að fagleg matsnefnd skyldi sinna því hlutverki.

 

Hvert þarf bullið að vera, hver þarf lygin að vera, hve alvarlegt þarf lögbrotið að vera, hve þungur þarf dómurinn að vera, til að kjörnir þingmenn, sem ekki eru samábyrgir gjörspillingunni, leggi fram vantraust??

Er ekki viss samsekt í því fólgin að setja markið það hátt, að engin gjörspilling nái að setja í netið?

Svona ef miðað við gjörðir ráðherra í löndum sem kenna sig við lýðræði en ekki bananalýðræði??

 

Er bara verið að skora pólitískar keilur??

Án nokkurs annars tilgangs??

En að fá atkvæði, en vitandi innst inni að þingmaðurinn hefði varið ósómann en leikfléttur stjórnarmyndunarviðræðnanna hefðu skilað hans flokki í ríkisstjórn??

Er engin æra, eru engin heilindi eftir í íslenskum stjórnmálum?

 

Þá er betra að þegja.

En að benda.

Þegar bendingin afhjúpar hin dýpri rök samspillingarinnar.

 

Vantraust snýst ekki um hvort það sé samþykkt.

Vantraust snýst um að á sé látið reyna hvort Alþingi þekki muninn á réttu og röngu.

Að til sé fólk á þingi sem er ekki samdauna gjörspillingunni.

Og muni bregðast eins við, hvort sem það er í stjórn, eða stjórnarandstöðu.

 

Það er stóra málið.

Því Alþingi fær ekki mörg önnur tækifæri.

 

Á einhverjum tímapunkti fær fólk nóg.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fokið í flest skjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðar lygi ráðherra við lög??

 

Eða erum við svo frumstætt banalýðveldi að þegar ráðherra lýgur að þingi og þjóð, að hann eigi að komast upp með það?

 

Af hverju er Sigríður Andersen ráðherra í kvöld??  Afhverju er ekki borinn upp vantraust tillaga á hana núna síðdegis, og ef hún er ekki tekin til efnislegrar umfjöllunar, að þá gangi stjórnarandstaðan ekki út með þeim orðum, að hún taki ekki þátt í lögleysu peninga og peningaafla.

Eins og menn hafi ekki heyrt getið um hvað startaði frönsku byltingunni á sínum tíma.

Eða hin fleygu orð Jóns Sigurðssonar gegn danska nýveldinu, "Vér mótmælum", hafi verið mæld á kínversku sem hinir fjármögnuðu þingmenn kannast ekki við, því Jón var ekki keyptur.  Enda hóf hann sjálfstæðisbaráttuna með sínum fleygum orðum.

 

Af hverju komst Sigríður upp með að ljúga þessu að þingnefnd í beinni útsendingu??

 

Ef vottur af þessu var réttur, þá bar henni skylda til að greina þingheim frá efasemdum formanna þingflokkanna, sem og að inna þá eftir rökum.

Ekki að grípa til geðþóttans og ljúga til um breytingar sínar.

Hin tilbúna skýring um dómarareynslu féll um sjálfa sig þegar í ljós kom að hún vék úr vegi umsækjenda sem hafði meiri dómarareynslu en einn af þeim sem hún skipaði í staðinn.

Bara þessi ein og sér lygi átti að kosta hana embættið síðasta haust.

 

Og núna bætir hún í; "„Það sem stóð upp úr var að mér varð ljóst að þessi listi yrði aldrei samþykkt­ur á þingi, mér var gert það ljóst.“ Hún hafi því verið til­neydd til að gera breyt­ing­ar. ".

Hverjir gerðu henni þetta ljóst??

Hvað rök höfðu þeir til hliðsjónar?'

Höfðu þeir gert sína eign faglega könnun á hæfni umsækjenda??

Eða réðu pólitískir fordómar för??

 

Eða er Sigríður að ljúga upp á formann Sjálfstæðisflokksins??,. því það er ljóst að hann er sá eini sem hefði getað hreyft andmælum.

Og er þögn Bjarna staðfesting þess.

Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipi ekki vinstra fólk í dómarastöður.!!!!!!!!!!!!!!!!

Og ef svo er, þá upplifum eitthvað sem íslenska lýðveldið hefur aldrei upplifað áður.

Að pólitískar ofsóknir ráði skipa fólks í dómarastöður á Íslandi í dag.

 

Og hver trúir þessu??

Að Bjarni sé eins og Erdogan??.  Að hann standi fyrir pólitískum ofsóknum á Íslandi á 21. öldinni.

Hve lágt er hægt að leggjast til að skíta út samflokksmenn sína??

 

Eða sagði Sigríður satt í þessu tilviki?

Það kemur í ljós í kvöld.

 

Ef hún er ráðherra á morgun.

Þá þarf ekki að efast um hennar orð.

 

En þá mun samsekt annarra blasir öllum við.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

.


mbl.is Var tilneydd til að gera breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að upplifa sjaldgæfan fávitaskap?

 

Sem í öllu sínu veldi gerir Donald Trump að mannvitsbrekku??

Niðurlægjum Sigríði ekki meir en hennar eigin orð gera.  Ímyndum okkur frekar samtal milli ákærða og dómara, þar sem ákærði var dæmdur fyrir að keyra fullur, mjög fullur, þrátt fyrir sannanlegar aðvaranir.

 

"Herra dómari, vissulega var mér bent á að ég væri fullur, og vissulega var mér bent á að drykkja undir stýri varðaði við lög.  En ég veit betur, ég er sjálfskipaður sérfræðingur, og get mælt mig sjálfan án þess að mælingu þurfi til.  Ég vissi að ég var ekki drukkinn, þó ég hefði drukkið, og þegar kona mín varaði mig við, þá hefur hún oft varað mig við áður.  Til dæmis, þá sagði hún að ég hefði ekki átt að vera með kófflótta bindið í veislunni, og þá sem oft áður þá hafði hún rangt fyrir sér.... Herra dómari, þú spyrð hvort þessu sé saman að jafna, annars vegar ráð sem snúa að mér, og hins vegar ráð sem snúa að lögum, og ég segi eins og er, ég þekki ekki muninn.

Svo finnst mér ég miklu hæfari til að meta drykkju mína, en lög og reglur sem annað fólk þarf að fara eftir. 

Ég er jú lögfræðingur og veit miklu betur.

Svo er ég í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engin lögbrot viðurkennd, nema að aðrir en flokksmenn eigi í hlut.

Svo ætla ég að skipa flokksdómara, sem dæmir eftir mínum vilja, og flokksins að sjálfsögðu, en ekki eftir lögum og reglum.

Herra dómari, þú ert rekinn.".

 

Bandaríkin í gær.

Ísland í dag.

 

Í boði Katrínar Jakobsdóttir, Sigurðar Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar.

Kveðja að austan.


mbl.is Þurfti ekki að fara að ráðum sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 816
  • Frá upphafi: 1320663

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 704
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband