Er siðblinda smitsjúkdómur??

 

Eða hvernig á að útskýra að gegnheilir íhaldsmenn, sem ekki mega vamm sitt vita, og hafa aldrei náð æðstu metorðum innan flokksins vegna þess, reyna að verja hið óverjanlega.

Sigríður Andersen er föst í kviksyndi geðþóttans, eftirá röksemdir hennar halda ekki vatni, og hún hefur fengið á sig dóm fyrir embættisafglöp.

Og ekki í smámáli, heldur grundvallarmáli.

 

Í hvert skipti sem hún opnar munninn, þá stækkar nefið hennar. 

Hún játaði í gær að hafa ekki lesið ábendingar helstu sérfræðinga ráðuneytisins, þar sem henni var kurteislega bent á að hún fremdi lögbrot með geðþótta sínum.

Á sama tíma kveðst hún hafa skoðað málið faglega, og komist að faglegri niðurstöðu.

Þegar það er afhjúpað, þá ber hún við tímaskorti, að samkvæmt lögum hefði hún aðeins haft tvær vikur til að vega og meta niðurstöður matsnefndar, og sá tími hefði verið of knappur til að hún sjálf hefði getað lagt faglegt mat á umsækjendur.

Eins blessuð manneskjan hafi haldið að hún væri matsnefndin, en matsnefndin umræðuhópur á feisbók.

 

Það ömurlegast við þetta mál allt saman, er að Alþingi hafði loksins reynt að setja reglur um faglegan vinnugang, til að losa dómsstólana við þá endalausu tortryggni að dómarar þeirra væru flokksskipaðir, en ekki fagskipaðir.  

Hverjum þjónar sá sem þiggur bitling??

Hvernig hagar sér sá sem veit að hann fær ekki frama, nema að skríða fyrir flokkspólitísku valdi??

En hrokafullur ráðherrann þurfti að sýna vald sitt, að eyðileggja þessa viðleitni til að ná sátt um dómskerfið, til að ná embættisveitingum uppúr hjólförum stjórnmálaspillingarinnar.

 

Og þessi ósköp reyna menn að verja.

Með órökum og hártogunum.

Órökum sem segja að ráðherra hafi rökstutt ákvörðun sína með því að vísa í dómarareynslu, þegar ljóst var að út fór maður með meiri dómarareynslu en flokksgæðingurinn, eða vísa í einhvern kynjakvóta þegar ljóst var að sú meinta faglega röksemd var ekki ein af þeim sem matsnefndin átti að hafa til viðmiðunar.

Hártogunum með því að segja að málið þurfi ekki að rannsaka frekar því öll rök málsins liggja þegar fyrir, og því eigi ekki að gera neitt, að láta ráðherrann komast upp með stjórnsýsluspillingu sína. 

 

Fyrir utan hina ótrúlegu sjálfseyðingarhvöt sem þessi afstaða lýsir, hinn einbeitta vilja til að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins niður fyrir 20%, þá er þessi hártogun einfaldlega röng.

Það liggja ekkert allar upplýsingar fyrir, gögnum er haldið leyndum.

Því það dettur nefnilega engum manni í hug að heimska hafi ráðið gerðum Sigríðar Andersen.

Sigríður er enginn Trump.

Og það er þannig að þegar um óútskýranlega stjórnsýsluákvörðun er að ræða, að þá liggur eitthvað að baki.

 

Og það er rannsakað.

Slíkar rannsóknir hafa fellt forseta í Suður Ameríku, fellt forseta í Suður Kóreu.

Því alls staðar er ákall um siðvæðingu stjórnmála, hið gamla gjörspillta er ekki liðið meir.

 

Ekki meir, ekki meir.

Og Ísland á ekki að vera þar undantekning.

Ekki lengur.

Þeir sem berjast gegn því daga uppi sem nátttröll nútímans, leysa af hólmi hin gömlu steintröll sem hurfu við kristintökuna.

 

Þess vegna eiga vammlausir íhaldsmenn að skunda uppí heilsugæslu, og fá sprautu við siðblindu.

Því aðeins siðblindur maður reynir að verja hið óverjanlega, að verja gjörspillingu gagnvart þjóð sem hefur fengið nóg.

Þjóð sem segir, ekki meir, ekki meir.

 

Og þó siðblinda sé smitandi, þá er til bóluefni gegn henni.

Bóluefni sem heitir óttinn við að missa völdin.

Óttinn við að missa þingsætið.

 

Sá ótti læknar flest.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Pólitískur hávaði og skrípaleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatar Samfylkingin byggðirnar??

 

Eða hvernig á að skýra hinar endalausu aðfarir þessa meinta félagshyggjuflokks að undirstöðuatvinnuvegum landsbyggðarinnar??

Ef það er ekki reynt að koma landbúnaðinum á hausinn, þá skal ganga frá sjávarútveginum í þeirri mynd sem við þekkjum.  Frá margbreytileika yfir í fákeppni ofurfyrirtækja sem hafa öll ráð byggðanna í hendi sér.

Gera fólk að þrælum stórfyrirtækja, gera þjóðina bjarglausa í vasa innflytjenda.

Ganga þannig erinda auðs og auðmanna.

 

Það eru skýringar á samþjöppun auðs í heiminum á hendur örfárra.

Skýringarnar eru ekki bara hugmyndafræði auðsöfnunarinnar, kennd við frjálshyggju.

Því hugmyndafræði dugar ekki ef enginn tekur undir hana, ef engir eru þjónarnir.

 

Það skýrir fjármögnun útrásarvíkinganna í byrjun þessara aldar.

Það skýrir stuðninginn við Evrópusambandið sem hefur fjórfrelsið sem sína trúarjátningu.

Þjónkun og þjónusta.

Eitthvað svo augljóst, eitthvað svo auðskýrt.

 

En óskýrð er sú ráðgáta afhverju þessi þjónn auðsins nýtur stuðnings fólks á landsbyggðinni, er það ein birtingarmynd sjálfskaðaheilkennisins. ?

Að fólk kjósi hana í stað þess að skera sig?

 

Eða af hverju margir útskýra stuðning sinn með því að segjast vera berjast gegn frjálshyggjunni og frjálshyggjuöflunum.

Hvernig fer það saman að berjast gegn frjálshyggjunni, og kjósa yfir sig frjálshyggju??

Er það sjálfsblekkingarheilkennið margfræga?

 

Allavega er þó gott að loks sé kominn fram formaður sem ekki er að fela stefnu flokksins.

Nauðgar ekki hugsjónum jafnaðarmennskunnar til að afla flokknum fylgis.

Og vonandi verður hann sjálfum sér samkvæmur og styður þær hugmyndir að Samfylkingin þurfi að skipta um nafn svo kjósendur glöggvi sig betur á stefnu hennar og hugmyndafræði.

 

Frjálshyggjufylkingin er gott orð.

Kveðja að austan.


mbl.is Í lagi þótt einhver fyrirtæki fari á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður játar vanhæfni sína.

 

Játar að hún hafi ekki einu sinni kynnt sér aðvaranir sérfræðinga ráðuneytisins.

Slík var öll fagmennska hennar.

Enda ákvörðun hennar af ætt geðþóttans, flokkspólitísk.

 

Seta hennar á ráðherrastól er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir.

Afhjúpar einnig veika stöðu Bjarna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.  Því Bjarni á allt undir að þessi ríkisstjórn nái að rífa flokkinn uppúr hjólförum spillingarumræðunnar, umræðu sem er að draga flokkinn til dauða. 

Því þeir öldruðu lifa ekki að eilífu.

 

En seta hennar er fyrst og síðast smán Alþingis.

Og stjórnarandstöðunnar til ævarandi minnkunar ef hún leggur ekki samstillt fram vantraust á ráðherra.

Ásamt því að krefjast opinberar rannsóknar á stjórnsýsluspillingu hennar.

 

Er geðþóttinn skýrður með beinum mútum?

Er geðþóttinn vinargreiði, flokkshygli?

Er geðþóttinn vísvitandi tilraun til að skaða stjórnsýsluna, og veikja dómsvaldið??

 

Í öllum löndum væru svona mál rannsökuð niður í kjölinn.

Líka í veikburða lýðræðisríkjum.

 

Og þau fella stjórnmálamenn.

Ríkisstjórnir.

Það er þær sem reyna að verja ósómann.

 

Og það er liðin tíð að Ísland sé undantekning.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fullmikil túlkun“ á viðvörunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband