Þekktur nafngreindur einstaklingur.

 

Er ásakaður um að vera kynóður, og ekki sá fyrsti.

 

Hvort ásakanirnar séu sannar eður ei, þá er það því miður satt að margir karlmenn eru ákaflega "þreifnir" í merkingunni að þeir nota hvert tækifæri ti að þreifa á hinu kyninu.

Og ef þessu á einhvern tímann að linna, þá þarf að segja Nei, og segja frá þegar þetta gerist.

 

En ekki seinna með þeirri aumu afsökun að viðkomandi hafi selt sig fyrir hlutverk eða stöðu eða annað sem fólk notar til að réttlæta að það kyngdi áreitinu og ofbeldinu.

Það er reginmunur á svona ofbeldi og því ofbeldi sem beinist af þeim sem geta ekki varið sig, sökum aldurs, fötlunar, neyslu eða hvað það er sem gerir fólki ókleyft að verjast ofbeldinu.

Og þegar lærðar konur vísa í eitthvað sem þær kalla ólíka valdastöðu, eins og viðkomandi einstaklingar hafi verið í vistarböndum eða ánauð, að þá er ekki til í raun stærri réttlæting á þeim gömlu fordómum að konur séu veikara kynið og eigi þar að leiðandi að fá sértæka meðferð, eins og þeir geti ekki varið sig sökum aldurs, æsku eða fötlunar.

 

Þetta er slúður, ekkert annað, feisum það.

Það getur hver sem er ásakað hvern sem er.

 

Mig langar að rifja upp það sem ég las á vísindavefnum í gær um gyðingaofsóknir á Spáni;

"En aðrir múslímar og Gyðingar völdu þann kost að vera kyrrir í landinu og taka kristna trú. Spænska krúnan efldi Rannsóknarréttinn til að hægt væri að fylgjast með því hvort þessir nýkristnu Spánverjar væru í raun og veru trúskiptingar. Það dugði til að fara á bálköstinn í helstu þjóðarskemmtun Spánar á þessum tíma, brennuhátíðum rannsóknarréttarins, ef nágranninn hélt því fram að „trúskiptingurinn” neitaði að borða svínakjötsbita sem honum var boðinn, en hvorki sanntrúaðir Gyðingar né múslímar neyta svínakjöts. Að lokum var búið að útrýma öllum sem grunaðir voru um gyðinglega eða múslímska siði og þá fór að duga að vera fjarlægur afkomandi Gyðings eða múslíma til að fara á bálköstinn; skemmtunin varð að halda áfram."

Og það er hægt að rifja upp hvernig ástandið var í Austur Þýskalandi á sínum tíma, þegar fólk var jafnvel farið að ásaka náungann sem fyrirbyggjandi ráðstöfun, svona til að draga úr líkum á að verða sjálft ásakaðað.

 

Spyrja má hvort allar ásakanir séu slúður, eru þær ekki sannar??

Og örugglega eru þær það að stórum hluta, kynofbeldi hefur greinilega gegnsýrt ýmsa kima samfélags okkar.  En þó einkenni þess sé að stærri hluta kynferðislegt gagnvart konum, þá beita karlkyns ofbeldisseggir líka kynbræður sína ofbeldi, hroki, hæðni, lítillækka, einelti, háðsglósur og líka líkamlegt ofbeldi ef viðkomandi rís gegn ofbeldisseggnum.

Ofbeldi er rangt, og það á að segja Nei við því.

Það á að skila skömminni til ofbeldismannanna, hrekja þá út í horn, fá þá til að leggjast í hýði.

 

Og ofbeldi er ekki kynbundið, það er eins og að konur fatti ekki að á fyrri tímum voru fáar konur í þeirri stöðu að geta beitt ofbeldi, nema þá gegn sínum nánustu, sem þær hafa gert samviskusamlega samkvæmt félagslegum rannsóknum.

Eðli málsins vegna voru flestir ofbeldismenn í áhrifastöðum karlmenn, og fyrirtækjamenning hefur ýtt undir ofbeldishegðun þeirra. 

Í dag er þessi munur óðum að þurrkast út, konur eru komnar til að vera, og miðað við fjölda þeirra í háskólum, til að taka yfir.

Og kvenkyns yfirmenn beita ofbeldi útí eitt, séu þær þannig linntar.

Eða er einhver sem heimskur í dag að trúa því að einelti sé bara bundið við stráka??

 

Slúður, að segja frá sem gerðist, ásaka án þess að viðkomandi geti á nokkurn hátt varið sig, er hugsanlega réttlætanlegt til að stöðva gerendur dagsins í dag, til að hjálpa núverandi fórnarlömbum þeirra.

Ég held að fáir gráti Weinstein, hvílík skepna í mannsmynd, en á sér fjölda bræður og systur, kallast siðblindingjar, sem terrorista heilu vinnustaðina.

Stundum þarf að gera fleira en gott þykir að stöðva slík skrímsli, en þá þarf fólk að hætta að kynbinda ofbeldið, Harry Weinstein óð líka yfir kynbræður sína á skítugum skónum.  Karlmenn verða líka fyrir ofbeldi, fyrirtækjasjálfsmorð það er sjálfsmorð þar sem viðkomandi bregst við ofbeldi á vinnustað með því að svipta sig lífi, eru ekki bundin við konur.

Langt í frá, í Japan allavega eru karlmenn þar í miklum meirihluta.

 

Eins má segja að ef það á að stöðva óeðli innan ákveðinna fyrirtækja, eða atvinnugreina eins og menningar og lista, og það óeðli hefur ekki látið undan nútímanum og breyttum viðmiðum hans, þá er fátt í stöðunni en að fólk taki sig saman og nafngreini verstu skrímslin.

En að nota orðið karl, eða karlmenn yfir þá, sem heita herra X eða Cosby, lyfjanauðgarar eða þaðan af verri ómenni, er alltaf skot í fótinn.

Er orðið valdatæki sem nýtur sér meint ofbeldi, eða sannarlegt ofbeldi, til að koma höggi á, skapa úlfúð, skapa sér valdstöðu.

Og er eitthvað ómerkilegra en það að nýta sér ofbeldi einstaklings til að ná sér niður á hópi fólks.  Eða hafa rasistarnir bara rétt fyrir sér þegar þeir kveikja í íbúðablokk hælisleitanda því þeir fréttu af því að innflytjandi hafi nauðgað konu á skemmtistað?

 

Slúður og slúðurblöð hafa alltaf fylgt menningu okkar.

Heilu fjölmiðlarnir lifa á slíku eins og Sun í Bretlandi.

Aðrir telja sig ábyrgari, og gera greinarmið á slúðri og frétt. 

Með öðrum orðum þá sannreyna þeir slúðrið.

 

Morgunblaðið var einu sinni svona fjölmiðill.

Morgunblaðið er ekki lengur svoleiðis fjölmiðill.

 

Og það er miður.

Kveðja að austan.


mbl.is „Kvöld eftir kvöld fór ég heim og grét“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 99
  • Sl. sólarhring: 407
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 1320651

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband