Bylting veikara kynsins.

 

Er bylting rógburðar og slúðurs.

Dylgna og hálfkveðinna vísna.

Gerir geðsjúklingana sem knúðu áfram galdraofsóknir síðmiðalda að heilbrigðu fóli með ekki mjög svo skerta dómgreind.  Þeir höfðu jú einhverja trúarsannfæringu til að meðtaka róginn sem var beint gegn fólki sem einhverjum var illa við.

 

Sorglegri endurtekning sögunnar.

En ekki sá aumasti.

 

Aumast af öllu er þegar konur, búnar að berjast í árhundruð fyrir jöfnum rétti og viðurkenningu hins meinta sterkara kyns, svo engum vafa var undirorpið að kynin væru jöfn, nema að vera skyldi að vel kvæntur maður veit alveg hver ræður, að þær afneita baráttu formæðra sinna og;

Væla.

Skæla.

Segjast vera aumingjar, sem þurftu að selja sig til að komast áfram í hinum meinta karllæga heimi.

 

Eins og þær vissu ekki að Nei þýðir Nei.

Að í dag, er sá aðeins kúgaður sem lætur kúga sig.

Vanvirða þannig allar konurnar sem sögðu Nei, og bitu frá sér.

Snéru niður ofbeldismanninn, snéru niður ofbeldissamfélagið.

Eða gengu hnarreistar af vettvangi, töpuðu ekki fyrir ofbeldismenningunni, heldur þeim aumu sem seldu sig fyrir ávinning.  Heiðruðu þar með elstu atvinnugrein sem kennd er við kvenfólk.

 

Það tók vestræna siðmenningu tvær aldir að losa sig við hrylling slúðurs og rógbera, geðsjúklinga og ofsamanna, sem engu eirðu, hvort sem það var vegna geðóra þeirra eða valdafíknar.

Þar sem nútíminn er hraður, og ruglið og rógurinn er berskjaldaður á víðerni mannlegrar skynsemi, að þá má vona að þetta rugl gangi hraðar yfir.

Til dæmis að menn spyrji hinar vælandi konur, "af hverju sögðu þið ekki Nei, kynsystur ykkar gerðu það".

Eða fólk átti sig á að það er ekki bara frjálshyggjan sem er ættuð úr neðra, samfélag rógs og dylgna er samfélag sem aðeins skemmtir skrattanum.

Þar sem engin efri mörk er á fjölda ásakana og áburðar því engu skiptir hvort hann er réttur og rangur.

 

Og það eru ekki hin meinta lágmenning, samfélagsmiðlar sem fóðra ruglið og ruglandann, það eru fjölmiðlar sem telja sig vera alvöru, þeir gefa ruglinu vægi.

Ruv er líkast til aumast, þar hafa menn náð frama með beinni kynferðislegri kúgun á klárum konum og ekki þurft að sæta ábyrgð gjörða sinna.  Um það er ekki fjallað, sjálfsagt talið meiri ómenning að skíta á aðra en sjálfan sig.

 

Og er kynofbeldi eina ofbeldið sem er fordæmalegt??

Af hverju tekur Mogginn ekki viðtal við ritstjórann og ræðir við hann ýmsar ásakanir sem nafnkunnir einstaklingar, og þá undir nafni en ekki dylgjum eins og hjá fyrrum borgarstjóra og alþingismanni Samfylkingarinnar, hafa borið uppá hann.

Eða er það bara frétt að dreifa skít annarra???

 

Þetta er hryllilega aumt.

Við erum hryllilega aumt samfélag.

 

Við getum ekki tekist á við neitt eins og fólk.

Við getum ekki gert upp neitt eins og fólk.

 

Í allri þessari kynumræðu ættum við að gera okkur grein fyrir að ofbeldismenning hefur gegnsýrt vestrænt samfélag.

Það upphefur hinn siðblinda, það upphefur ofbeldismanninn.

Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta lið er hlutfallslega miklu algengara á æðri stjórnunarstigum.  Og sagan veit að ofbeldis og ofríkismenning var normið fyrir ekki svo margt löngu.  

Þekkt er sagan af forstjóranum sem drullaði yfir millistjórnandann á framkvæmdarstjórnarfundi, hann fékk útrás á verkstjóranum, sem aftur níddist á verkamanninum, sem fór heim og lamdi konuna, sem aftur öskraði á soninn, sem lamdi hundinn.

Og hundurinnskyldi ekki neit í neinu.

Sá ekki samhengið.

 

Í dag sjáum við ekki heldur samhengið. 

Erum þó ekki hundar.

 

Vitum ekki að ofbeldismenn beita umhverfi sitt ofbeldi, óháð kyni.

En kyn ræður um margt beitingu ofbeldis þeirra.

 

Þekkt er að nauðga konum og dætrum til að ná sér niður á karlmönnum sem veita mótspyrnu eða halda uppi andófi.

Þekkt er að nota kynferðislegar tilvísanir til að halda niðri kvenfóli, en lítillækkun og háði gegn karlkyni.

Eftir stendur, að ofbeldismaðurinn notar þau meðöl sem hann telur virka best.

Og kvenkyns ofbeldisfólki fjölgar í beinu hlutfalli við aukin áhrif kvenna í atvinnulífi og stjórnmálum.

 

Og samfélagið mun aldrei ná tökum á ofbeldi ef það er svo grunnhyggið að kyngreina ofbeldi, og ofbeldisfólk.

Hvað þá ef það lætur dylgjur og rógburð ráða för.

 

Sú frétt sem mér ofbauð í þessu allsherjarrugli, er samt frétt sem gæti kveikt vonir.

Það vill svo til að mikill meirihluti kennara eru konur.

Og vonandi ekki allar grenjandi, eða rógberar.

 

Þær geta tjáð lífskoðanir sínar og lífsviðhorf.

Sýnt að þeim sé bæði treystandi til að ala upp syni, sem og að kenna drengjum.

Með því að hundsa rógberann á þann hátt að hann fái aðeins eitt atkvæði, sitt eigið.

 

Það er erfitt að fara gegn hópsálinni, ruglinu og ruglandanum.

En þess virði.

Það kveður mýtuna um veikara kynið í kútinn.

 

Ekki til að vera sterkara kynið.

Heldur til að vera kvenkynið.

 

Sem er einstakt.

Kveðja að austan.


mbl.is Formaður KÍ geti ekki notið vafans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur sögunnar.

 

Um þá samfélagstilraun frjálshyggjunnar kennda við fjórfrelsið, mun ekki vera fagur.

Samnefnari hins lægsta þar sem sá sem býður lægstu kjörin, lélegasta aðbúnaðinn, verður ofaná í hinni grimmu samkeppni alfrelsisins.

Nútíma þrælahald, réttnefnt Þrælabandalag.

 

Um alla Skandinavíu, og víðar, vaða uppi verktakar sem nýta sér það lægsta sem í boði er, ráða til skamms tíma í gegnum starfsmannaleigur, til lengri tíma á lægsta hugsanlegum taxta, eins og lýst er í þessari frétt, og bola heiðarlegu fólki, heiðarlegum fyrirtækjum burt af markaðnum.

Vissulega löglegt, en bara vegna þess að siðablindan setur lög og reglur.

Og dómsstólar Evrópusambandsins bakka upp óhæfuna.

 

Í norskri skýrslu um EES má þetta lesa;

 

" EES-skýrslan sýnir hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóðavinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES. Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs fylgdi Hæstiréttur ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar um hafnarverkamenn. Nokkur verkalýðsfélög krefjast þess nú að Noregur yfirgefi EES."

 

Kjarasamningarnir sem hafa verið hemillinn eru smán saman að víkja fyrir hinu algjöra frelsi.  Þróunin er aðeins mislangt komin. 

 

Og lengst er hún komin í löndunum við Miðjarðarhafið þar sem saman fer mikill straumur ólöglegra innflytjenda og erfið samkeppnisstaða vegna hágengis evrunnar (fyrir Suður Evrópu en velmegun Norður hlutans skýrist af lágu gengi evrunnar).

Í sumar fengum við fréttir af raunverulegu þrælahaldi þar sem fólk við landbúnaðarstörf var látið erfiða langan vinnudag fyrir smánarleg laun, það sætti ofbeldi, og ætlast var til að konur veittu kynlífsþjónustu á nóttunni gegn því að þær og fjölskyldur þeirra héldu vinnunni.

Saksóknarar reyna að hamla gegn þessu, núna nýlega voru framkvæmdarstjórar tveggja af stærstu matvælafyrirtækjum Ítalíu kærðir fyrir nútímaþrælahald, og að bera ábyrgð á ótímabærum dauða verkafólks.

En lögfræðihjörð þeirra mun frýja þá ábyrgð, það eitt er öruggt.

 

Því svona ósómi er ekki kveðinn í kútinn nema með löggjöf og samfélagsvitund um rangindi lífskjara sem byggjast á þrælkun og kúgun náungans.

Samkennd sem Evrópusinnar eru gjörsneyddir af.

Í bili er það gæfa þjóðarinnar að þeir eru utan ríkisstjórnar, en fyrr eða síðar þarf almenningur að taka afstöðu til EES samningsins, og þá vankanta sem á honum eru.

Viðskiptafrelsi versuð hin dauða hönd fjórfrelsisins.

 

Því EES samningurinn er í raun miniaðilid að Evrópusambandinu.

Og því bein lygi hjá núverandi stjórnarflokkum að segja að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina,.

 

Við erum í raun þar inni.

Fáum bara ekki að mæta í kokteilboð.

Og höfum engin ímynduð áhrif.

 

En sitjum uppi með ósómann.

Kveðja að austan.


mbl.is Ófaglærðir reisa húsin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 783
  • Frá upphafi: 1320630

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 678
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband