Gæfa Fjarðabyggðar er gott fólk.

 

Meðal annars það ágæta fólk sem hefur valist til forystu í sveitarstjórnarmálum okkar.

Við eigum góða arfleið, svo pistillinn dygði ekki til að telja upp, en úr fortíðinni koma upp í hugann nöfn eins og Smári Geirsson, Guðmundur Bjarnason, og enn lengra náttúrubarnið Hrafnkell A. Jónsson.

 

En tilefni þessa pistils sem er svona friðarpistill í lok bloggtarnar, er þessi frétt um Eskfirðinginn, Jens Garðar.

Drenginn sem tengdist inní Alla ríka-veldið, en stækkaði svo mjög að hann varð til gagns fyrir byggð og samfélag.  Forystumaður sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu til margra ára, og verður það lengi enn, nema ef til þess kæmi að Akureyringar tækju hæfni fram yfir hreppapólitík.  Sameiginlegt vandamál NorðAusturkjördæmis, að fjöldi ræður niðurstöðu prófkjara, ekki mannaval.

Fyrir okkur Norðfirðinga var Jens Garðar betri en enginn í baráttu okkar fyrir hinni lífsnauðsynlegu samgönguæð sem Norðfjarðagöng eru, en fyrir samfélagið í heild, og sjávarbyggðir landsins verður að minnast á hlut hans í baráttunni gegn kommúnismanum sem kenndur er við ofurskattlagningu landsbyggðarinnar sem gárungar kenna við veiðigjöld.

Í mörg ár var eins og við værum ekki til, en alltí einu heyrðist rödd gegn þeim byggðareyðingarskatti, það voru auglýsingar í útvarpinu þar sem staðreyndum sjávarbyggða var haldið til haga.

Að baki stóð ungur drengur sem hefur bara stækkað síðan. 

Hans eldmessa var útvarpsviðtal sem nýkjörinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem kostað nörd samþjöppunar eignarhalds í þágu alstærstu fyrirtækjanna fann út 21 staðreyndarvillu og það var blásið út.

En enginn spurði um kjarna þess sem sagt var, sem var alréttur, sannur og heill.

Þá bogna menn eða stækka, en draumur kommúnistanna um 2-3 eða fjögur stórfyrirtæki í sjávarútveginum gekk ekki eftir, lærdómur var dreginn, og loksins eignaðist sjávarútvegurinn á landsbyggðinni sína rödd.

 

Þessu bera að halda til haga þegar sá gírinn er að segja rétt og satt frá um sitt nánasta umhverfi, sem reyndar þaullesnir lesendur þessa bloggs vita, að ég held mig alfarið frá nærumhverfi mínu, nema þegar að Norðfjarðargöng sem þoldu enga bið, voru undir.

Þar höfðum við Norðfirðingar, við Fjarðabyggðarbúar, við Austfirðingar sigur, gegn gjörspillingunni sem rætur á að rekja norður í land.

 

En myndin af Jens, sem myndi vissulega sóma sér vel í hirðsölum Lúðvíks 14. sólkonungs, er kveikjan af þessum pistli, og því fær hann flest orðin.

 

Oddviti Framsóknarmanna í sveitarstjórninni, Jón Björn Hákonarson,  er ekki síður mannaval.

Pabbi minn sagði alltaf þegar hann kom heim úr skólanum (hann var húsvörður í 35 ár í gagnfræðiskólanum sem síðar varð Verkmenntaskóli Austurlands) að hann hefði átt skemmtilegt spjall við Jón Björn, sem þá var að bíða eftir skólabílnum.

Hvorki fyrr eða síðar hafði hann þessi orð um nokkurn nemanda við skólann, þó talaði hann vel um þá flesta ef ekki alla.

Seinna sagði ég alltaf að við yrðum að kjósa Jón Björn, því einhver yrði að taka við af þeim Gumma (Bjarna) og Smára, því það væri svo mikilvægt að einhver gæti haldið tækisfærisræðu, án þess að maður skammaðist sín fyrir ræðuna og byggðarlagið.  Líklegast brenndur af reynslu hinna mörgu leiðinlegra ræðna.

Jón Björn er í dag ritari Framsóknarflokksins og hefur alltaf verið heill í flokknum, og í öllum þeim deilum sem hafa tröllriðið þar rjáfur innanhús.

Þingmannsefni, en eins og Jens Garðar, býr við það ólán að Akureyringar ráða kjördæminu og þar er spurt um búsetu, ekki mannaval.

 

En þá er komið af manninum í Fjarðalistanum, reyndar ekki oddviti flokksins, en er sá sem er með vitið og þekkinguna, húmorinn og þann persónuleika, að það brosa allir í margra kílómetra radíus kringum hann.

Þingmaðurinn okkar, reyndar fyrrverandi en sá sem kom á eftir Lúðvík Jósepssyni(skrifað út frá reynsluheimi Norðfirðinga).

Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, tapari í prófkjöri við hina gjörspilltu, þar á undan skólastjóri Verkmenntaskóla Austurlands, fékk næst bestu einkunn hjá pabba, aðeins Helga kona hans sló honum við og Einari hefði þótt annað skrítið, en eftir Hrun, skólastjóri grunnskólans á Svalbarðseyri, þar sem hann sá hvernig alvöru fólk tókst á við kreppu.

Það sá til þess að fátæk börn fengju líka að borða, mat en ekki nesti.

Þessa visku flutti hann inní sveitarstjórn Fjarðabyggðar, skólamáltíðar eru gjaldfrjálsar í dag. Sem er alvöru mannúð, alvöru félagshyggja. Í millitíðinni var hann góður skólastjóri Nesskóla sem gott var að tala við um alvöru vandamál.

Kátur kallaði Öldungur bæjarins hann, þá nýfluttan í bæinn.

Segir allt sem segja þarf um þennan eðalmann.

 

Gott samfélag er ekki sjálfgefið.

En það er gæfa að tilheyra slíku.

 

Óendanlega gott fólk í leikskólanum, í skólanum, eða annars staðar þar sem foreldri tvíbura hefur reynt á sínu eigin skinni.

Jafnt á gleðistundum sem á stundum erfiðleikana.

 

Og sveitarstjórn okkar er vel mönnuð.

Hún var það.

Og er það.

 

Og stundum á maður að segja frá því.

Segja frá því að ég bý í góðu samfélagi.

 

Og er stoltur af.

Kveðja að austan.


mbl.is Jens Garðar nýr framkvæmdastjóri Laxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flýr siðanefnd.

 

Þó það gefi upp aðrar ástæður. 

 

Því það er pólitísk skítalykt af öllu þessu máli.

Og sú lykt mun loða jafnvel við hið grandvarasta fólk.

 

Það þarf ekki siðanefnd til að fordæma illyrði og skítmælgi, hvað þá klámkjaft og aulahúmor.

Oftast dugar að það renni af fólki og það biður afsökunar, lofar bót og betrun.

 

Í þeim sjaldgæfum tilvikum þar sem slíkt er ekki gert, þá fyrst og síðast er það viðkomandi til minnkunar, og öðrum fordæmi.

Fordæmi sem ber að varast.

 

Ef það er ekki í siðareglum alþingismanna að þeir gæti talsmáta síns, þá er sjálfsagt að setja það.

En slíkt hlýtur aðeins að gilda um störf þeirra á opinberum vettvangi.

 

Í raun kemur engum við hvað hver segir við hvorn annan þegar um einkasamtöl er að ræða.

Hvort sem það er þingmenn, strætóstjórar eða háheilagt fólk siðanefnda.

 

En setji menn þær reglur, sem er yfirdrepsskapur, þá gilda þær fram á við.

Ekki aftur á bak.

 

Og ef hin pólitíska siðanefnd Steingríms og Ástu Ragnheiðar, setur út á hlerað einkatal manna, þá getur slíkt ekki bara gilt um viðkomandi, sem og að það sé skilyrði að gæta bara orða sinna þegar einkasamtöl eru hleruð.

Þá verða aðrir þingmenn að stíga á stokk, og játa, iðrast.

Og þeir sem gera það ekki, -jæja, þeir eru þá bara lygarar.

Þá er um einhverskonar lygapróf að ræða.

 

Ef siðanefnd hins vegar stendur undir nafni, þá tekur hún fyrir framgöngu annarra þingmanna eftir að upp komst um kauða.

Bæði ómerkinganna, sem settu alla á Klausturbarnum undir sama hatt, þó ekki Báru því hún var samkynhneigður kvenkynsöryrki og bar því ekki ábyrgð á tali þeirra sem hún hlustaði á, og dónafólksins sem fór hamförum í dónaskap sínum og lítt siðaðri framkomu.

Væri spurning hvort máli þessa fólks væri ekki vísað til foreldra þeirra.

Til frekari uppeldis.

 

Síðan náttúrulega gengur ekki að einelti sé liðið, slíkt væri slæm skilaboð til skólakerfisins sem heyir hatramma baráttu við það óeðli mannskepnunnar.

Af hverju ættu börn að taka mark á slíku banni þegar þingmenn virða það ekki.

Þeir settu jú lögin.

 

Hvernig sem á þetta er litið, það er ekki gott starf að starfa í siðanefnd Alþingis, og sneyða framhjá ósiðlegri hegðun, eða setja reglu á ósiðlega hegðun, og eiga á hættu að lenda í fári ofstækis og hleypidóma hinna skinheilögu.

Skil að fólk taki afstöðu með fótunum.

 

Ótrúlegt að slíkt skuli ekki fleiri gera.

Ótrúlegt að það skuli manna þessa nefnd.

 

Það gerir fnykurinn

Kveðja að austan.


mbl.is Tveimur skipt út í siðanefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slúðurmiðill.

 

Sem slúðraði og slúðraði og slúðraði.

Og slúðraði.

Sem ræddi við spekinga og spekinga og spekinga um hvort svona drykkjulæti væru siðleg.

 

En spurði þá aldrei hvort það væri siðlegt að ofsækja svona fólk sem hefði orðið á, en beðist fyrirgefningar.

Ekki heldur hina skinheilögu á götunni sem héldu ekki vatni af hneykslun.

Þeir voru ekki einu sinni spurðir í mótmælunum í gær hvort bleyjukaup væru ekki íþyngjandi fyrir þá þessa dagana.

 

Sömu slúðurmiðlar margrödduðu órökstuddar ásakanir á aldraðan kvennamann og spáðu ekkert í hve mörgum hefði orðið í störfum sínum ef flugufótur væri fyrir þeim.

Nei níða skyldi niður manninn því hann var víst að flækjast fyrir áformum keyptra stjórnmálamanna að innleiða orkupakka 3, sem er risaskrefið að orkuauðlindir okkar komist í vasa Örfárra.

 

Níða, níða, níða, --- slúðra, slúðra, slúðra.

Það er sko Meeetooo eða gegnsæi eða eitthvað.

 

En að það skuli ekki vera vottur af skömmustutilfinningu til í þessu fólki!!?!.

Þessi frétt sýnir að svo er ekki.

 

Nú skulu fórnarlömbin selja.

Fórnarlömb þeirra eigin ofsókna.

 

Það skiptir engu máli hvaða slúðurfjölmiðill birti lygafréttina.

Þeir hefðu allir gert það ef þeim hefði boðist það.

 

Hýenan nefnilega glefsar þegar hægt er að glefsa.

Það býr nefnilega í eðli hennar.

 

En hún er dýr og veit ekki betur.

Kveðja að austan.


mbl.is Syni Gunnars Braga brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að hríðfalla.

 

Samkvæmt þessum rökum, núna en ekki eftir 20 ár.

Því það er um hálf öld síðan klukkunni var breytt, og lítill svefn unglinga er ekki nýtilkomið vandamál.

Samt erum við með elstu körlum og kerlingum, og værum elst ef við hefðum ekki fallið í gryfju þeirra kostuðu gervivísinda sem lögðust eins og faraldur á vestræn samfélög uppúr 1970, sem var að henda úti hollustunni, feitu kjöti, smjöri og rjóma, og taka upp neyslu á transfitu smjörlíkisins og sykurbættum fituskertu matvörum.

 

Á þriðja áratug barðist háskólaakademían, læknar, næringarráðgjafar og aðrir sem áttu að vita betur, gegn fitu og létu það á sama tíma gott heita að staðgengill hennar var viðbættur sykur.

Fyrir vikið dó margur fyrir aldur fram og líklegast eru þetta stærstu skiplöguðu fjöldamorð sögunnar.

Þó í harðri samkeppni við ótímabær hjartaáfalla vegna bólgueyðandi lyfja, og núna síðast faraldur morfín lyfja.

 

Enginn læknir hefur beðist afsökunar á þessu, enginn næringarfræðingur hefur beðist afsökunar á þessu,.

Bara hægt og rólega viðurkennt sín mistök með því að breyta ráðleggingum sínum. 

 

Og núna kemur enn einn fræðingurinn með dómsdagsspár sínar.

Spáir faraldri vegna þess að rannsókn sem hann eða kollegar hans gerður í gær eða fyrradag segja til um hann.

En fattar ekki þá einföldu staðreynd, að þó rannsóknin sé ný, þá er ástandið sem er verið að rannsaka ekki nýtilkomið.

 

Maðurinn er ekki gerður til að vaka í myrkri.

Hann er gerður til að sofa í myrkri.

 

Í guðanna bænum látið dagsbirtuna okkar í friði.

Í stað þess að fikta í klukkunni, þá er hægt að byrja vinnudaginn klukkutíma seinna í svartasta skammdeginu, eða nýta birtulýsingu sem vinnur mjög á vandanum.

Eða margt annað.

 

Eiginlega allt annað en að láta fólk lifa í myrkri.

Kveðja að austan.


mbl.is Nauðsynlegt að breyta klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er kostunaraðilinn??

 

Það hlýtur að vera útgjöld fyrir fjárvana fjölmiðla að senda bæði blaðamann og ljósmyndara til að taka myndir af gjaldþroti Klausturmúgæsingarinnar.

Sem er reyndar frétt í sjálfu sér, nema að Mogginn nær ekki þeirri frétt.

Heldur er mætt til að útvarpa úthrópanir örfárra, sem vissulega hafa rétt á sínum skoðunum, en hvaða tilgangi þjónar þetta að öðru leiti??

Fólk er búið að fá nóg af þessu, og fullt af fólki stórskammast sín að hafa látið þessa múgæsingu glepja sig.

 

Samt mætir Morgunblaðið, samt mætir Ríkisútvarpið.

Fáránleikinn er farinn að minna á skúbbið þegar Sigrún Davíðsdóttir var mætt fyrir utan EFTA dóminn með fullt af sérfræðingum sem áttu að útskýra af hverju dómur féll gegn íslensku þjóðinni í ICEsave fjárkúgun breta.

Hún, sem var svo samdauna eigin lygum og blekkingum, sást algjörlega yfir að dómstólar dæma eftir lögum, og Not þýðir Nei.

Og gerði sjálfa sig og þennan meinta hlutlausa ríkisfjölmiðil að algjöru fífli.

 

Vissulega hefur Mogganum ekki ennþá tekist að toppa Sigrúnu, en það fer bráðum alveg að takast.

Og þetta sér allt vitiborið fólk.

 

Nema náttúrulega að það fái borgað fyrir annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Ósátt við Klaustursþingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður líttu þér nær.

 

Það var á vissan hátt spúkí að sjá hvernig athyglisþörf Guðlaugs Þórs birtist í gær þegar hann hringdi í blaðamann Mbl.is og tjáði honum harmþrungnum rómi að Íslendingar liðu ekki framferði stjórnvalda í Venesúela.

Ein og og það væri bráðafrétt eða yfir höfuð það skipti einhverju máli hvað Guðlaugi fyndist um það sorgarmál allt saman þó hann talaði fyrir munn íslensku þjóðarinnar.

Þó var sú frétt aðeins minna spúkí en hliðarfréttin sem upplýsti að ESB vildi að það yrði kosið tafarlaust í sama landi.

 

Ég meina Evrópusambandið af öllu kverúlöntum þessa heims.

Væri því til dæmis ekki nær að virða Brexit vilja bresku þjóðarinnar í stað þess að haga sér eins og naut í flagi í þeim eina tilgangi að hræða Breta til að kjósa upp á nýtt.

Það eru aðeins tvær skýringar á því að það er ekki óeirðarlögregla núna að berja á Bretum í Lundúnum.  Sú fyrri er að ESB flotinn kemst ekki yfir Ermasund, þó Bretar eigi ekki nema á annan tug lítilla skipa, þá á ESB flotinn víst ekkert.  Sú seinni er að ESB á ekki óeirðarlögreglu, og Frakkar geta ekki lánað því sína, hún er upptekin.

En þegar kosið var í Katalóníu, og fólkið vildi burt, þá mætti spænska óeirðalögreglan, enda ekki yfir sjó að fara, og barði mann og annan.  Síðan voru þeir sem voguðu sér að láta kjósa, fangelsaðir.

Það þarf ekki að taka fram að þá kom engin svona fréttatilkynning frá Brussel.

 

Guðlaugur hefur líklegast séð í gærkveldi hvað hann var broslegur, hefur líklegast lesið brandarann frá Brussel, og í miðju hláturkastinu áttað sig á að kannski væru einhverjir þarna úti að hlæja að hans eigin athyglisþörf.

Og ekki gat hann dregið athyglina frá sér með því að kasta skít í Klaustursmálinu, hann er einfaldlega of vel upp alinn til þess.

Svo eina sem eftir var var að gera þarft ærlegt verk.

 

Aftur var hringt í blaðamann Morgunblaðsins, og núna flýtitilkynnt að íslenska utanríkisráðuneytið ætli að beita sér gegn hyskinu sem núna stjórnar Ankara, í krafti atkvæða fáfróðs sveitalýðs sem heldur ennþá að það séu miðaldir.  Og að öll nútímatæknin sem það notar eins og farsímar og sprengjuvörpur, séu gjöf frá Alla, en ekki afleiðing af þróun tímans frá miðöldum til nútíma.

Harmleikurinn í Venesúela er vissulega alvarlegur, en hann er afleiðing því að landið féll í hendurnar á lýðskrumurum sem sögðu það sem segja þurfti til að fátækt fólk kysi það (Trump var ekki sá fyrsti í Ameríku sem beitti þeirri tækni) og hafa síðan notað tímann vel til að rýja landið og landsmenn inn að skinni.  Og lausnin þar eins og allstaðar annars staðar þar sem glæpamenn hafa hreiðrað um sig, það þarf að senda lögregluna á vettvang.

 

Tyrkir hins vegar kusu yfir sig íslamska öfgamenn sem hafa smán saman hert svo tökin á landinu að í dag er öll andstaða þar annað hvort í fangelsi eða flúin úr landi.

Herinn fer svo með báli og brandi um héruð Kúrda, morð og nauðganir eru þar daglegt brauð.

Og ekki hvað síst og verst, þá hefur hyskið í Ankara í nánu bandalagi við ennþá verra hyski í Ryiadh flutt út hina múslímska óöld til Sýrlands svo milljónir hafa lagst á flótta, að ekki sé minnst á öll drápin, nauðganirnar og annað sem verkfæri þeirra bera ábyrgð á.

 

Og Tyrkland er í Nató.

Í sömu heimsálfu eða því sem næst.

Og ekkert er sagt, ekkert er ályktað.

 

Látið eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að miðalda hyski herji á sína eigin þjóð, á nágrannaþjóðir sínar, og sé hinn undirliggjandi þráður sem tengist hryðjuverkum íslamista um allan heim.

Vissulega eru nánustu bandamenn Trump forseta og peningaklíkunnar í kringum hann, Saudar þar megin fjáruppsprettan, en samt, þetta eru allt angar af sama meiði.

 

Guðlaugur Þór á hreint út sagt heiður skilið fyrir þessa fréttatilkynningu sína.

Hún er þörf, hún er tímabær.

Og hún sýnir að það eru fleiri í íslenskum stjórnmálum en skríll sem gjammar á torgum.

 

Þetta er vonandi upphaf af sjálfstæðri utanríkisstefnu í anda Jóns Baldvins.

Þar sem eitthvað er sagt sem skiptir máli.

Þar sem er kjarkur til að segja það sem þarf að segja.

 

Hélt ég myndi aldrei segja þetta;

En áfram Guðlaugur.

Kveðja að austan.


mbl.is Óska upplýsinga um dómara í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu sökina.

 

Þó það sé brotið á rétti þínum.

Því þú ert stjórnmálamaður.

 

Sættu þig við að vera þjófkenndur, hleraður, úthrópaður, niðurlægður.

Því það er barnalegt að krefjast réttar síns.

Þú ert jú stjórnmálamaður.

 

Hvað gungur og liðleskjur myndu þá að lokum stjórna þjóðinni??

Allavega ekki menn eins og Sigmundur, sem er eini stjórnmálamaðurinn sem fyrr og síðar hefur sótt ránsfeng í vasa auðsins.  Bæði bankaskatturinn uppá um 80 milljarða, sem og samningurinn við hrægammanna kennt við stöðugleika, en hann skilaði rúmum 300 milljörðum í ríkissjóð.

Hvorutveggja var alfarið niðurstaðan af hugmyndum og eftirfylgni Sigmundar.

Enda hafa hvorki hrægammarnir eða vinnumenn þeirra fyrirgefið Sigmundi þessa ósvífni að standa á rétti þjóðarinnar, enda er hýenum stanslaust sigað á hann.

Og stuðningsmenn vinnumannanna, sem innst inni eru alveg sammála kröfum Sigmundar, geta heldur ekki fyrirgefið honum, hata hann reyndar allmargir, því hann afhjúpaði þá, ekki vinnumennina því þeir sáu um það sjálfir, hann afhjúpaði hve aum þeirra pólitísk sannfæring væri.

 

Nei við hefðum kannski fólk eins og það sem er í núverandi ríkisstjórn.

Sem er svo auðmjúkt gagnvart Brusselvaldinu, að það lýgur orkupakka Evrópusambandsins inná þjóðina. 

Málstaðurinn er svo aumur að það er ekki einu sinni hægt að segja satt og rétt frá.  Vísa ég þar í kollega minn hér á Moggablogginu, Bjarna Jónsson, sem hefur margoft í greinum og pistlum hrakið hálfsannleik og beinar rangfærslur iðnaðarráðherra og hennar fólks sem telur sig lúta Brussel en ekki Austurvelli.

 

Nei Sigmundur er ekki barnalegur.

Vissulega klaufskur en hann hefur þann manndóm að standa á staðreyndum málsins.

Að einkasamtal var hlerað á ólöglegan hátt.

Og sú hlerun var nýtt í pólitískum tilgangi til að níða niður þingmenn, langtum fleiri en þá sem virtu ekki almennt velsæmi í drykkjutali sínu, og það er engin tilviljun að þeir sem sáu um níðið studdu ICEsave fjárkúgun breta á sínum tíma, þeir sem fyrir urðu er mjög líklegir andstæðingar þess fyrirsjáanlega þjófnaði á sameign þjóðarinnar sem orkuauðlindir hennar eru, og kenndur er við orkupakka 3.

Og ef það er hægt að tala um barnaskap, þá er það hjá því fólki sem fattar ekki hvaða hagsmunir knýja áfram svona úthrópun og svona Fár.

 

Við skulum gera okkur grein fyrir að í siðuðu samfélagi þá biðjast menn afsökunar á tali eins og viðhaft var af sumum þingmönnum á Klausturbarnum, og lofa síðan bót og betrun.

Og siðað fólk meðtekur þá afsökunarbeiðni þó það vissulega getur haft varan á sér gagnvart því að svona hegðun endurtaki sig ekki.

Harmur Klaustursmálsins er því miður sá að það afhjúpaði að það er ekki of mikið af slíku fólki í íslenskum stjórnmálum, íslenskum fjölmiðlum og meðal hinna svokölluðu áhrifavalda umræðunnar í netheimum.

Ekkert sem gerðist á Klaustri jafnast á við þann ljótleika sem síðar varð.

 

Og að lokum þetta.

Það er engin tilviljun að Sigrún Magnúsdóttir segir þetta, hún er að gegna skyldum sínum við flokkinn.

En það þarf ekki sérstaka glöggskyggni til að sjá hvernig Sigurður Ingi greip gæsina eins og hann greip Brútusarrýtinginn á sínum tíma.

 

Það að Mogginn skuli lepja þetta upp vekur hins vegar upp ugg um hvar blaðið stendur þegar orkuþjófnaðarpakkinn kemur bakdyramegin inní íslenska löggjöf.

Hann virðist ætla að feta slóð Björns Bjarnasonar.

 

Afhjúpa sig.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri Grænir pota í lýðræðið.

 

Hæðast að því að klámkjaftur á fyllerí gegni formennsku í nefnd.

Þó er runnið af manninum og hann iðrast.

 

Og hver er glæpur hans miðað við til dæmis forseta Alþingis?

Sem bláedrú samdi við bresku fjárkúgarana að hann myndi ekki halda uppi vörnum fyrir Íslands hönd.

 

Fyrir utan óheyrilega greiðslubyrði, frá 90 milljörðum uppí 110 milljarða á ári, skjalfest í gögnum Alþingis, Seðlabankans og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (svona fyrir lygarana sem afneita þessum tölum), þá afsalaði Steingrímur Joð Sigfússon öllu dómsvaldi til gerðardóms sem Hollendingar og bretar stýrðu.

Og eins og þau landráð væru ekki nóg, þá var ákvæði í ICEsave samningi vinstri stjórnar Steingríms og Jóhönnu, að ef einhver afborgun íslenska ríkisins, eða ríkisstofnana eins og Landsvirkjunar, félli í gjalddaga án þess að vera greidd, og skipti þá engu þó um hana yrði samið, þá félli allt ICEsave skuldabréfið á íslenska ríkið.

Samstundis.

 

Sem er áður óþekkt landráð í allri gjörvallri sögu vestrænna lýðræðisríkja.

 

Það var samt kosið, og lýðræðið hafði sinn gang.

Fyrst að Steingrímur, Katrín, Svanfríður og þau öll hin voru ekki ákærð fyrir landráð, og þjóðin, það er hluti hennar, tók ákvörðun að kjósa þau til áframhaldandi setu á Alþingi, þá eru þessi landráð grafin og gleymd.

Fortíð sem lögð er til hliðar.

 

Þess vegna er það svo aumt, að sjá þennan vinnumannaflokk breta, ráðast að lýðræðiskjörnum þingmönnum.

Og þeirra glæpur er fyllerísröfl.

Sem enginn vissi af nema vegna þess að auðnum langar í orkuauðlindir þjóðarinnar.

 

Landráð annars vegar.

Hlerað fyllerí hins vegar.

 

Lýðræðið sagði okkur að gleyma.

En eigum við að gleyma þegar vinnumennirnir eru aftur komnir í vinnu??

 

Við að svíkja þjóðina.

Við að færa þá einu auðlind sem ennþá er í almannaeigu, í vasa auðs og auðmanna.

 

Það var hægt að fyrirgefa.

En það er varla hægt lengur.

Kveðja að austan.


mbl.is Miðflokkurinn ræður formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þroski alþingismanna verður mældur í dag.

 

Þegar þingfundir hefjast mun reyna á þingmenn hvort þeir séu fullorðið fólk sem getur sinnt störum sínum af heilindum eða hvort þeir séu litlir krakkar sem noti hvert tækifæri til að baða sig í kostuðu kastljósi fjölmiðlanna.

Kostuðu af mönnum sem eiga alla hagsmuni á að brjóta á bak aftur alla hugsanlega andstöðu gegn orkupakka 3 á Alþingi. 

En samþykkt hans opnar allar gáttir fyrir þá til að eignast orkuauðlindir þjóðarinnar því innan ekki svo margra ára mun reglubákn ESB knýja á uppskiptingu Landsvirkjunar og einkavæðingar.

Ásamt því að krefjast að hér verði ekki seld orka á lægri verði en gengur og gerist í Evrópu.

Því það má jú ekki mismuna á samkeppnismörkuðum.

 

Það er engin tilviljun að í fararbroddi þessarar múgsefjunar eru einstaklingar og fjölmiðlar sem herjuðu á þjóðina á sínum tíma í stuðningi sínum við ICEsave fjárkúgun breta og Hollendinga.

Þetta eru vinnumenn auðsins, fólk sem er fyrir löngu búið að selja sálu sína fyrir aur í vasann.

Og það keyrir áfram Klaustursmálið útí hið óendanlega, á meðan einhver spilar með.

 

En jafnvel töframenn geta ekki breytt þroskuðu fólki í börn.

Og börn knýja farsann á Alþingi.

Hvort sem það er meðvituð hegðun, eða þroskinn er bara ekki meiri en þetta.

 

En það verður mælt í dag.

Börn verða talin.

 

Ég spái því að þau verði fleiri en eitt.

Kveðja að austan.


Úrkynjun þjóða á sér margar myndir.

 

Ein er að láta menningarverðmæti sín grotna niður.

Fyrir utan handritin þá eru kirkjur landsins það eina sem við eigum frá fyrri tíð.

Sama hvað sóknir voru fátækar, þá var byggð kirkja, og í þessum kirkjum, ásamt kirkjugörðum, lifir minning liðinna tíma.

 

Við höfum aldrei verið svona rík.

Samt aldrei svona fátæk í anda.

 

Vanræksla og fjárskortur, hvert sem er litið.

Í innviðum, í umönnun, í varðveislu minninganna.

 

Samt eigum við flesta milljarðamæringa heims miðað við höfðatölu.

Hvergi eru hærri vaxtagjöld innheimt af einni þjóð.

Hvergi hafa hærri upphæðir leitað í fjárhirslur auðmana í leyndum skjólum.

 

Líklegast er þessi napri sannleikur vísbendinga um þjóð sem hefur gleymt bæði sið og mennsku.

Kveðja að austan.


mbl.is Sóknir fjársveltar vegna niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 404
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 569
  • Frá upphafi: 1320412

Annað

  • Innlit í dag: 363
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband