Ríkisstjórn sem getur ekki varið hagsmuni almennings.

 

Er hvernig sem á það er litið, slæm ríkisstjórn.

Og það eru alvarlegar fullyrðingar að það sé hægt að rýja allt að 80 milljarða úr Arion banka, og flytja úr landi í boði hinna frjálsu fjárflutninga.

 

Af hverju bregst enginn við þessu??

Af hverju snýst öll umræðan um áformaðar gyðingaofsóknir og hlutdeild Atlanta í vopnaflutningum heimsins??

Ekki að það sé ekki hefð fyrir gyðingaofsóknum á Íslandi, og ekki að það sé óþarfi að Keflavíkurflugvöllur sé notaður til millilendingar í vopnaflugi.

 

En samt, þetta eru smámál miðað við alvarleika hinna 80 milljarða.

Að blóðpeningar þjóðarinnar séu fluttir andmælalaut úr landi í vasa innlendra og erlendra hrægamma.

 

Hver stjórnar þessari umræðu??

Er það forheimska hinna málglöðu??

Eða er það eign hrægammanna á stjórnmálum og fjölmiðlum þjóðarinnar??

 

Það er langt síðan að þeir færðu Samfylkinguna og Vinstrigræna til bókar, en hvað um allt hið sjálfstæða fólk þessarar þjóðar sem snéri niður vinnumenn breta í fjárkúgun þeirra kennda við ICEsave??

Af hverju rumskar það ekki??

Hverra hagsmuna er verið að gæta??

 

Átta menn sig ekki á að hin æpandi þögn við þessum orðum Sigmundar er sama og samþykki?

Viðurkenning á samsekt.

 

Margt grínið er gert að Trump, en hann hefði ekki þagað.

Hann hefði tíst, og tíst þar til hin erlendu ógnaröfl, sem og innlendir samverkamenn þeirra, hefðu í gras lotið.

 

Á þessu stigi er ekkert sem segir að mat Sigmundar, bæði á hinum meinta gróða vogunarsjóðanna, sem og á getu ríkisstjórnarinnar, sé rétt.

En hann færir rök fyrir sínu máli, og rökum þarf að svara.

Með öðru en þögninni.

Því þögnin játar samsektina.

 

Og mikil er reisn hinna sjálfstæðu manna, mæld neðan frá, ef það eina sem þeir geta rætt um eru holurnar í malbikinu í Reykjavík, og það eina sem þeir hafa um þær að segja, er að þær séu bölvaður sósíalismi.

Það skal upplýst hér, að holur eru ekki sósíalismi, þær eru kerfislægar.

Hér fyrir austan hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað í samsteypustjórn í áraraðir, næstum því frá því sem elstu menn muna, og hér eru holur í malbiki.  Óviðgerðar, látnar stækka og stækka, á meðan hið óskilvirka stjórnkerfi blæs út.

Og allir flokkar hafa komið að ríkisstjórn síðustu 10 ár eða svo, og samt er vegakerfið okkar að holuhruni komið.

Svo holur í malbiki eru ekki sósíalismi, og þær eru ekki heldur mál málanna.  Þó vonandi beri okkur gæfu til að kjósa þær burt í næstu kosningum.

 

Hundruð milljarðarnir sem vogunarsjóðirnir, sem ytri dulbúningur fyrir innlenda og erlenda hrægamma, hafa haft út úr þjóðarbúinu frá hruni, eru hins vegar mál málanna.

Því þeir eru vegakerfið okkar, þeir eru þjóðarspítali okkar, þeir eru allt það sem við höfum látið grotna niður frá Hruni.

Og allan þann tíma sem keyptir stjórnmálamenn hafa þjónað þeim, þá var alltaf hægt að leggja á útgönguskatt á ofsagróða, svona miðað við 100% á ávöxtun umfram 100%, og þjóðin væri ekki öreigi í dag.

Með unga fólkið á vergangi leigubraskaranna, með spítala okkar blæðandi, með vegakerfið okkar að hruni komið.  Að ekki sé minnst á alla peninganna sem voru teknir úr velferðinni.  Hve margt fólk í blóma lífsins hefur látist vegna þess að ekki voru til fjármunir í að sinna því, hve mörg ungmenni hafa þjást vegna þess að biðlistinni á BUGL er óendanlegur, eða því sem næst??

 

Öreigarnir þekktust hér á árum áður á klæðnaði og skjóli barnanna, á vosbúð þeirra og sulti.

Og þeir höfðu ekki efni á neinu.

Ekki frekar en við í dag.

 

Hví ræðum við þetta ekki??

Hví ræðum við ekki hvað varð um alla peninganna okkar??

 

Og lærum af þeirri umræðu.

Svo sagan endurtaki sig ekki.

 

Af hverju eru þeir tímar liðnir að heilu leiðararnir, að heilu Reykjavíkurbréfin voru skrifuð um undirlægjuhátt ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir gagnvart vogunarsjóðunum??

Var það sem sagt ekki rangt??

Það er verknaðurinn sem slíkur, voru það aðeins rangir flokkar sem sviku??

Var kaleiknum stolið frá Sjálfstæðisflokknum??

 

Nei, aumt er hið þegjandi fólk.

Aumir eru þeir sem heltu svívirðingunum yfir þau Jóhönnu og Steingrím, en þegja þunna hljóðinu í dag.

Hvar eru allir vandlætararnir hér á Moggablogginu??

Eru þeir orðnir elliærir??, muna þeir Styrmir og Björn ekki lengur það sem þeir skrifuðu fyrir ekki svo mjög mörgum árum síðan??

Eða allir hinir minni spámennirnir??

 

Hvar eru gífuryrði athugasemdarkerfisins??

Hæðnin og aðkastið??

Og sú vissa að það voru þeir, að okkar fólk hefði ekki gert svona.

 

Eru ekkert eftir annað en holur??

Holur í malbiki, holhljómur samsektarinnar??

 

Já, mikil er reisnin.

Neðanfrá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fléttan er öll að ganga eftir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, Gylfi kann þetta ekki.

 

Öllum getur orðið á, og stundum hefnist manni fyrir að lesa fyrirsagnir á hlaupum, og gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.

Ég get svo alveg svarið það að þegar Chamberlain kom heim til London og veifaði friðarplaggi sínu, að þá hefði mér orðið það á, ef ég hefði þá lifað, að hrópa, "Loksins mætti hann Hitler".

Því stundum er eitthvað svo augljóst að maður getur bara ekki ímyndað sér að hlutirnir séu öðruvísi.

Ég hélt til dæmis að Trump fengi 5 % atkvæða í fyrstu forkosningum repúblikana því hann laug oftar en hann sagði satt.  Og bullaði þess á milli.

Og ég hélt að Gylfi vildi verða forseti, áfram.

 

Og virkilega hafði ég rangt fyrir mér um að honum hefði ekki verið tryggður bitlingur, og virkilega vanmat ég vitsmuni hinna ófaglærðu verkalýðsleiðtoga landsbyggðarinnar.

Guðmundur Jaki var lærði bara í skóla lífsins, og fyrirrennari hans, Eðvarð Sigurðsson var sjálflærður, en enginn frýjaði þeim vitsmuna.

Svo er hreyfingin full að fólki sem trúir að Pólverjarnir trúi öllu, sætti sig við allt, og á meðan sé endalaust hægt að arðræna launafólk. 

Ekki að það hafi ekki gengið vel hjá hinu frjálsa flæði innflutnings láglaunafólks fram að þessu, en brunnar óréttlætisins hljóta að þorna upp eina og aðrir brunnar, við langvarandi þurrka óréttlætis og sjálftöku Mammonsdýrkenda.

Það er engin afsökun að benda á að fólk hafi labbað sjálfviljugt upp pýramída Aztekana til að láta skera úr sér hjartað, á öllu eru undantekningar, og fólk lætur ekki endalaust rýja sig inn að skinni.

 

En allavega, öllum verður á.

En Gylfa varð ekki á.

 

Hann bara ofmat stöðu sína.

Kveðja að austan.


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi kann þetta

 

Og veit eins og er að ef hann er ekki rótækari en hinir róttæku, þá eru hans dagar taldir á stól forseta ASÍ.

Það er greinilegt að innlendir og erlendir hrægammar hafa gleymt að bjóða honum feitan bitling, hafa greinlega haldið að Samfylkingin myndi hafa hann í taumi.

 

Núna er víglínan skýr,Samtryggingarflokkurinn, Samfylkingin, Framsókn. VinstriGrænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa misst öll tök á verkalýðshreyfingunni, samfylkingarforysta BHM mun engu breyta þar um.

Gylfi ræðst á ofurlaun, og mun örugglega fá mikinn hljómgrunn.

Ef hann fer næst gegn vogunarsjóðunum og leppum þeirra í ríkisstjórn Íslands, þá á hann sviðið.

 

Því Gylfi kann þetta.

Hann var bara búinn að gleyma þessu.

 

En vaknaði í tíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Gylfi vill 60-65% skatt á „ofurlaun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fjarar undan forseta ASÍ

 

Grasrótin er farin að rumska og hún hefur eignast öflugan talsmann í Ragnari Ingólfssyni, formanni VR.

Fyrir var Vilhjálmur Birgisson Akranesi, löngum talinn síðasti geirfuglinn, en á daginn kom að stofn verklýðsforingja var ekki útdauður.

 

Og grasrótin krefst réttlætis, launa réttlætis, þess réttlætis að geta eignast eigið húsnæði en ekki vera á vergangi leigubraskara, þess réttlætis að þjóðfélagið sé líka fyrir vinnandi fólk.

Og ef Gylfi forseti skynjar ekki sinn tíma, þá er það hann sem endar eins og geirfuglinn, á safni.

 

Þess vegna dugar útspil ríkisstjórnarinnar ekki.

Gylfi þarf meira og hann er í engri stöðu til að semja.

 

Hann þarf.

Og ef hann fær ekki.

 

Þá verður enginn Gylfi á næsta ári til að semja við.

Kveðja að austan.


mbl.is Dugar útspil ríkisstjórnarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hola við holu.

 

Var lýsingin á vegakerfinu í Rússlandi á árunum eftir hrun Sovétríkjanna.

Var kannski táknmynd þess hvers vegna risaveldið féll undan sjálfu sér.

Því ef þú getur ekki viðhaldið vegakerfinu, þá er allt annað í ólestri.

 

Við Íslendingar höfum upplifað fordæmalaust góðæri undanfarin ár.

Ár eftir ár hefur viðskiptaafgangurinn verið á annað hundrað milljarða.

Samt segja stjórnmálamennirnir okkar að við höfum ekki efni á neinu.

Í hvað hafa peningarnir okkar farið??

 

Er það gróði vogunarsjóðanna sem hefur verið fluttur ár eftir ár í beinhörðum gjaldmiðli úr landi?

Eða eru það hinir innlendu hrægammar okkar sem hafa staðið í þeim fjárflutningum??

 

Af hverju hafa frelsi fjárflutninga verið höfuðbaráttumál Sjálfstæðisflokksins en ekki viðhald og endurnýjun samgöngukerfisins.

Hvernig halda menn að það sé hægt að reka nútímaþjóðfélag án þess?

Hve heimskur var sá bóndi talinn sem lifði gósenlífi um haustið því hann át útsæði sitt og slátraði lífgripum??  Hvernig farnaðist honum árið eftir??

 

Hið ömurlegasta í öllu þessu er montið yfir stöðugleikanum, ábyrgri stjórn ríkisfjármála og hágengi neyslunnar.

Svona svipað eins og hjá bóndanum sem notaði lífsbjörgina í veisluhöld.

Át upp framtíðina.

 

Ömurleikinn felst ekki í heimsku þeirra barna sem við höfum falið að stjórna landinu.

Heldur að þeim skyldi vera það falið.

Hvenær yfirgaf brjóstvitið okkur, hvenær breyttumst við í þessi neyslufífl??

 

Við höfum aldrei haft það betra.

Samt höfum við aldrei verið jafn fátæk.

 

Hola við holu.

Leki við leka.

Mygla við myglu.

 

Og flæðandi fé úr landi.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjárveitingarnar duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins meðvirkir taka undir þessi orð.

 

Meðvirkir með misskiptingu, láglaunastefnu, og því þjóðfélagskerfi sem gerir Örfáum kleyft að flytja þjóðarauðinn úr landi á leynireikninga í skattaskjólum.

Á einhverjum tímapunkti þarf að stöðva þessa meðvirkni og henda út því fólki í verkalýðshreyfingunni sem tekur undir þessi orð Samtaka atvinnulífsins.

Það þarf að gera þetta áður ekkert lengur verður til skiptanna, að allt verði runnið í vasa fjármagnsins og þjóna þeirra hjá Samtökum atvinnulífsins, áður en kemur að ákveða kaup og kjör almennings.

 

Topparnir eru búnir að gefa tóninn,.

Hann er langt í frá skynsamlegur, hann er verðbólguhvetjandi, en hann er þeirra tónn.

Hann er þau viðmið sem þeir telja atvinnulífið og ríkissjóð geta borgað.

Annars væru þeir ekki að greiða sjálfum sér þessi laun.

Annars væru þeir ekki að hækka launin svona langt umfram almenna launaþróun.

 

Krafa verkalýðshreyfingarinnar á því að vera toppalaun á alla.

Konur og karla, háa sem lága.

 

Og þeir sem draga lappirnar, þeir eiga að víkja.

Eða verða reknir ella.

Þeir ráða.

 

Tími meðvirkninnar er lokið.

Kveðja að austan.


mbl.is Engar forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvern krefur Bjarni næst svara??

 

Svona í tilefni þess að brátt mun blása um vinnumarkaðinn og því lag að sýna þá samfélagslegu ábyrgð að reyna hamla gegn ofurlaunahækkunum.

Verður það forseti Alþingis, forsætisráðherra, eða hreinlega hann sjálfur.

Kannski hægust heimatökin að byrja á sjálfum sér.

 

Samtal sem gætti einhvern veginn verið svona; "Bjarni, af hverju hækkuðu laun þingmanna og ráðherra svona mikið fyrir um ári síðan??  Já, engar afsakanir Bjarni, það þýðir ekkert að skýla sér á bak við nefnd útí bæ, nefnd sem þú sjálfur skipaði í, og fór beint eftir þeim fyrirmælum sem þú gafst henni.  Og þessi nefnd fer ekki með löggjafarvaldið, þið hafið sett lög á stéttarátök af minna tilefni??

Gerir þú þér ekki grein fyrir því Bjarni hvað áhrif þetta hefur á vinnumarkaðinn, núna vilja allir láglaunahópar fá þingmannahækkun??  Hugsið þið ekkert???  .....".

 

Eigi Bjarni hins vegar ekki þetta samtal við sjálfan sig, þá virkar það dálítil hræsni að hringja uppí Landsvirkjun.

Það er nefnilega þannig með fordæmin, þau virka ekki almennilega ef þau eru sett fyrir annarra manna hönd, og það hvarflar ekki að viðkomandi að fara eftir þeim sjálfur.

Svona svipað eins og þegar foreldrarnir nota símana sína til að senda börnum sínum skilaboð á samskipaforritum um að þau megi ekki vera of mikið í símanum, að þau eigi líka að gera eitthvað annað.

 

Staðreyndin er nefnilega sú að hringekja víxlhækkana toppa atvinnulífsins og toppa stjórnkerfisins eru komin framúr öllum vitleysisgangi, hún lifir sjálfstæðu lífi þar sem annar reynir að ná skottinu á hinum, og sá réttlætir sínar hækkanir með því að hinn sé alveg að ná skottinu.

Og þegar þessir toppar snúa svo bökum saman og tala um hóflegar launahækkanir fjöldans, þá virkar það hreinlega viðrinislegt.

Ekki beint mennirnir sem geta lagt öðrum línurnar.

 

Og þessa hringekju þarf að rjúfa.

Og það er ekki gert með því að taka aðra á teppið.

Heldur með því að taka sjálfan sig þangað.

Sýna þar með fordæmi og leiðsögn.

 

En til þess þarf náttúrulega leiðtoga.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Bjarni krefur Landsvirkjun um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngur og siðmenning.

 

Hafa haldist í hendur frá örófi alda.

Hvort sem það var hjá Inkum í Suður Ameríku, Mayum í Mið Ameríku, Persum eða hinum fornu Rómverjum, þá voru vegir lagðir, brýr byggðar og þannig hlúð að viðskiptum og öflugu atvinnulífi.

Síðan frá náttúrunnar hendi eru það sjórinn, fljótin, vötnin. Og mannshöndin hefur byggt hafnir og grafið skipaskurði á milli vatnsfalla, einn sé elsti, keisaraskurðurinn í Kína á milli Gulár og Yangtze á rætur sínar til 500 fyrir Krist, þá hann hafi ekki verið fullgerður fyrr en í byrjun sjöunda aldar.  Ennþá í notkun, hefur haft ómæld áhrif til góðs á kínverskt efnahagslíf í gegnum aldirnar.

 

Áar okkar þekktu þetta samband, og eitt af fyrstu verkum hinnar nýfrjálsu þjóðar var að leggja vegi, og byggja brýr og hafnir.  Það var þá sem landið komst inní nútímann, samgöngurnar voru forsendan.

Þetta vissu vinstri menn, þetta vissu hægri menn, um þetta var ekki rifist.

Sem reyndar er heldur ekki gert i dag, nema núna er eins og enginn á þingi viti til hvers samgöngur eru.  Vegir og flugvellir eru látnir grottna niður, samgöngur á sjó aflagðar.

 

Hvernig varð þetta svona??

Hvernig urðu menn svona víðáttuforáttuvitlausir og heimskir??

 

Svarið er ákaflega einfalt.

Dag einn fyrir nokkrum áratugum síðan, aflagði borgarlegi íhaldsflokkurinn okkar, Sjálfstæðisflokkurinn kristileg borgarleg gildi, og tók upp trúna á Mammon, og helstu spámenn hans, þá Hayek og Friedman.

Mammonsdýrkendur leggja höfuðáherslu á fjármálaleg verðmæti, þeir rækta þau í kauphöllum og þar skilja þeir gildi greiðra tenginga, og þeir nýta völd sín yfir stjórnmálum og atvinnulífi til að beina sem flestum efnislegum verðmætum samfélagsins í vasa leiðtoga sinna, sem þeir kalla hina Ríku, eða auðmenn í dagsdaglegu tali.

Í trúarjátningu þeirra er skilyrðislaus krafa um stöðugan gjaldmiðil, svokallaðan efnahagslegan stöðugleika, lág laun og lægri laun og svo lægstu laun, þeir skilgreina fólk ekki sem fólk, heldur sem neytendur þegar kemur að því að selja því eitthvað, og kostnað þegar kemur að því að borga þeim lág laun, svo hægt sé að borga því lægri laun og jafnvel lægstu laun til að viðhalda stöðugleikanum.

 

 

Mammonsdýrkendur sjá hins vegar engan tilgang í að eyða fjármunum í hina svokölluðu innviði, en neyðast til þess að einhverju marki til að halda völdum sínum yfir stjórnkerfinu.

Þeir hins vegar hafa lagt blátt bann við að góðæri ferðþjónustunnar skili sér í endurnýjun og viðhald á samgöngumannvirkjum, hagnað þjóðarbúsins, viðskiptaafgangurinn á að fylla töskur þeirra og kistla, ekki nýtast í fjárfestingu í framtíðinni.

Og þar er meinið.

 

Og meðan Mammon er hinn opinber guð þjóðarinnar og henni ber að lúta boðskap spámanna hans, þá grotnar allt niður.

Og verður auðn og myglu að bráð.

 

Ekkert flóknara en það.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðhaldsþörf vegakerfisins brýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklegra að þvottakonan hefði fengið vinnu.

 

Við að hreinsa bletti úr nærbuxum forsetans en að hann hefði hlaupið óvopnaður á móti kúlnahríð.

Því menn sem gaspra svona eru að öllu jöfnu með nóg pláss vinstra megin í brjóstholinu.

Síðan má velt því fyrir sér hvort það sé ekki töluvert ónotað pláss innan höfuðskeljanna þegar menn reyna að réttlæta óheftan aðgang almennings að drápstólum með svona bulli.

Hvað gerir óvopnaður maður gegn drápstóli sem dælir úr sér hundruð kúlna á sekúndu??  Vissulega gekk það vel hjá Clint og Arnold, þeir lifðu til enda í flestum bíómyndum sínum, en það er bara vegna þess að í handritinu er skýrt tekið fram að ljótu kallarnir hitti ekki neitt þau þeir dælum kúlum úr hríðskotabyssum.

Almennir borgarar á stríðssvæðum vita betur.  Þó því miður getir margir af þeim aðeins nýtt þá vitneskju í framhaldslífinu.

Það eru takmörk á allri vitleysu, jafnvel þó menn heiti Trump, og jafnvel þó vinir manns græði formúu á blóði barna okkar.

 

En vegna manna eins og Trump sem með blaðri sínu hafa afhjúpað hið innra eðli þeirra stjórnmálamanna sem þiggja blóðpeninga frá vopnaiðnaðinum til að vernda hið meinta frelsi hans að selja öllum sem óska drápstól, þá er bandaríska þjóðin loksins að rumska.

Því unglingarnir sem risu upp gegn hinum sálarlausu stjórnmálamönnum, þeir láta það ekki duga, heima hjá sér spyrja þeir líka spurninga.  Spyrja eldra fólkið hvernig það geti stutt drápin á jafnöldrum sínum.

Því það vill oft gleymast að það er fólk sem kýs menn eins og Trump til valda, hann er ekki einræðisherra, Bandaríkin eru ekki einræðisríki.

Atlagan að æskunni og framtíðinni er í boði eldra fólksins.

Alveg eins og á Íslandi þar sem það er eldra fólkið sem viðheldur sjálftökunni og spillingunni.

 

Trump fékk tossamiða þar sem á stóð að hann mætti ekki gleyma að sína samúð.

Mörgum fannst það fyndið, aðrir töldu það til marks um plássið sem er ónotað innan höfuðskeljanna.

En fæstir kveiktu að það væri vísbending um víðáttuna sem væri ónotuð í brjóstholinu vinstramegin.  Og þá ekki vegna hins litla hjarta hugleysingjans.

Því aðeins sálarlaus maður þarf svona miða.

 

Enda ætti hver sem er að geta sagt sér það að stjórnmálamenn hægriöfganna sem láta bera í sig fé frá sölumönnum dauðans, ekki bara til að liðka fyrir sölu á drápstólum þeirra á fjarlægri grund, heldur líka í þeirra eigin landi, að þeir hafa ekki sál.

Að þeir sem meina fórnarlömbum múslímskra öfgamanna um landvistarleyfi, en dæla vopnum fyrir tugmilljarða dala í rótina sem fjármagnar og vopnar hina sömu múslímska öfgamenn, að þeir hafa ekki sál.

Og ef menn efast, þá ættu menn að vita stjórnmálamenn hægriöfganna sem þiggja mikla fjármuni frá hagsmunaðilum kolefnisiðnaðarins, með öðrum orðum eru fjármagnaðir afneitunarsinnar gagnvart loftslagsvánni, að þeir vita ekki einu sinni hvað sál er.  Er þeim algjörlega óskiljanlegt hugtak.

 

Spurningin er miklu frekar, hvað með þá sem kjósa þá???

Er líka mikið pláss í brjóstholi þeirra vinstra megin??

 

Veit ekki.

Er ekki hjartalæknir.

Á ekki sónar.

 

En eitthvað er það.

Eitthvað skýrir stuðninginn.

Kveðja að austan.


mbl.is Hefði hlaupið inn í skólann óvopnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkir reyna að endurreisa Ríki Íslams.

 

Því glæpur Kúrda var að vopnast þegar ljóst var hverslags viðrini stjórnuðu þessu leppríki Tyrkja.

 

Kúrdar voru ekki fjármagnaðir til að gera uppreisn gegn lögmætri stjórn Sýrlands, þeir vopnuðust, með stuðningi Obama stjórnarinnar, til að brjóta á bak aftur hina múslímsku miðaldamenn.

Miðaldamenn sem drápu fólk, og seldu eftirlifendur í þrældóm.  Að ekki sé minnst á eyðileggingu þeirra á sögulegum minjum, á öllu því sem fór ekki eftir hreintrúarboðskap klerka þeirra, fjármagnaða og uppfrædda að Saudum.

 

Aðeins ákaflega heimskt fólk heldur að Ríki Íslams hafi sprottið full fjármagnað, mannað erlendum málaliðum, vel vopnum búnum, uppúr engu.

Svona álíka gáfað fólk sem trúir því að tyrkneski herinn hafi reynt að bylta múslímska miðaldamanninum Erdogan, og hann fyrir tilviljun hafi innan við sólahring brotið þá byltingartilraun á bak aftur, og fyrir algjöra tilviljun í viðbót, haft tilbúna nafnalista með tugþúsundum embættismanna hins veraldlega lýðræðis sem hann miskunnarlaust lagði að velli, ofsótti og fangelsaði.

Það er enginn svona heimskur, fyrir utan örfáa vitgranna blaðamenn, jafnvel einn eða tvo hér á Morgunblaðinu, að trúa að velvopnaðir erlendir öfgamenn spretti uppúr engu, og leggi undir sig gífurleg landsvæði bæði í Sýrlandi og Írak, og að bakhjarl þeirra, Tyrkir, hafi bara óvart hjálpað til.

 

Og kannski fyrir utan þessa einn eða tvo hér á Morgunblaðinu, finnst enginn sem trúir að einn öflugasti her Evrópu, þrautþjálfaður í borgarastríði við uppreisnarhersveitir Kúrda, sendi örfá ungmenni, á skotfæralausum skriðdrekum, út á götu, til að bylta ríkisstjórn Íslamista, fjármögnuðum af Saudum, kosinn af ómenntuðum sveitalýð, miðaldafóli sem var æst upp gegn vestrænum íbúum stórborga landsins.

Jafnvel Bakkabræður hefðu vitað betur, en þeir reyndar skrifa ekki Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.

 

Síðan má spyrja hver er ábyrgð Nató á hinum tyrkneskum miðaldamönnum.

Er hún svipuð og vinsamleg samskipti við Saudana sem fjármagna morðæði á saklausu fólki í borgum Vesturlanda.

Hvernig getur hatrið sem æsir fólk til drápa gegn vestrænum gildum, verið bandamaður auðsins sem stjórnar hinum vestræna heimi.

Er það vegna þess að gróði er í ótta, að það er lag að afnema borgaraleg lýðréttindi með tilvísun í hryðjuverk hinna íslamísku öfgamanna??

Hver er þá samsektin, hver er þá hinn raunverulegi glæpamaður??

 

Allavega er það athyglisvert að íslamskir öfgamenn í ríkisstjórn Tyrklands fá að herja á saklaust fólk sem þess eini glæpur var að grípa til vopna gegn Ríki Íslams, og hröktu þau hrakmenni yfir landamærin til Tyrklands.

Sömu hrakmenni sem núna eru send vopnuð til baka undir fána tyrkneska hersins.

Þeir þurfa ekki að lúta vopnahléinu sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu.

Þeir njóta griða hins vestræna samfélags, þeir herja í nafni Nató.

Og þannig séð í boði ríkisstjórnar Íslands.

 

Því við erum ábyrg, því við segjum ekkert.

Vinstrigrænir eru ábyrgir, því þeir halda kjafti.

 

Og svo röfla menn um geðvilling í Fjarskaistan, reyndar ekki að ástæðulausu.

Eða éta upp slúður um mann með typpi sem lenti uppá kant við konur í kerfinu.

Mann sem  varð það á að mótmæla ofríki þeirra og geðþótta.

 

En segja ekkert um harm heimsins.

Þegja, þegar einhver þarf að segja.

Satt og rétt frá.

 

En við hverju var svo sem að búast, þetta fólk seldi allt sálu sína í ICEsave deilunni.

Og þjónar vogunarsjóðunum í dag.

 

Æra þess og reisn er ekki einu sinni In memoryum.

Kveðja að austan.


mbl.is Tyrkneskar sérsveitir til Afrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1633
  • Frá upphafi: 1321525

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband