Morðingjar ganga lausir.

 

Alþjóðlega samfélgið horfir á.

Vegna þess að drápararnir eru stjórnvald.

 

Í Suður Súdan, í Myanmar, á Filippseyjum og í Sýrlandi, er fólk umvörpum slátrað og enginn kemur því til hjálpar.

Bara það eitt að hafa manndóm að gefa út opinberar ákærur um þjóðarmorð, stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu, myndi hægja á óöldinni því það er ekkert gaman að vera kóngur í ríki sínu en vera handtekinn um leið og menn fara út fyrir landamæri ríkja sinna.

Og ef þeir sem eru samsekir, þeir sem vinna fyrir viðkomandi stjórnvald eru líka ákærðir, þá mun svona óöld smán saman fjara út.

Því þetta er eins og með einelti, það er bara spurning hvað er látið viðgangast.

 

Og smáþjóð eins og Ísland hefur rödd.

Það kostar ekkert að benda á hið rétta.

 

Nýtum þá rödd.

Kveðja að austan.


mbl.is Yfir 100 drepnir frá því í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skaðabótum var hins vegar hafnað".

 

Segir Mogginn í frétt sinni, en lætur ósagt af hverju þeim var hafnað.

Sem var sú staðreynd að dómurinn taldi kröfuna vanreifað, sem er eitthvað fínt lagamál yfir að hún hefði ekki verið nógu vel rökstudd.

Sigríður fékk hins vegar dóm fyrir að hafa beitt geðþótta við ráðningu flokksdómaranna fjóra sem sitja í náð hennar og Sjálfstæðisflokksins.

 

Og það er kjarni málsins, ráðherra hefur ekki lengur það vald að geta skipað vini og vandamenn, trygga flokksmenn eða annað sem hefur ekkert með faghæfni fólks að gera.

Og þó hún í krafti ráðherraræðis hafi þvingað Alþingi til að samþykkja flokksdómara sína, og skipan dómarana sem slík lögleg, að þá breytir það því ekki að geðþótti, órökstudd skipan dómara, varðar við lög.

 

Að reyna snúa út úr því eins og Morgunblaðið hefur ástundað síðustu daga og vikur, breytir ekki þeirri staðreynd, en setur hins vegar niður almennan fréttaflutning Morgunblaðsins.

Í vörn sinni fyrir Sigríði hafa mörkin milli pólitískra skrifa og fréttflutnings máðst út.

Og hvorki blaðinu eða Sigríði nokkurn greiði gerður með slíkum draug löngu genginna flokksblaða.

 

Það er tímaspursmál hvenær Sigríður fellur.

Og það er furðulegt hve margir vilja falla með henni.

 

Eru hægriöfgar þess virði?

Kveðja að austan.


mbl.is Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur fulltrúi unga fólksins.

 

En vitið er ekki meira en það að hún sagði ítrekað þegar vopnaflutningar Atlanta voru í umræðunni, að vopnin sem Saudar voru að kaupa, væru vopn sem notuð væru til hryðjuverka.

Sem sagt að mesti og besti vandamaður vestrænna ríkja, bandamaður sem Trump undirritaði nýlega vopnasölusamning uppá um 100 milljarða dollara, væri að kaupa þessi vopn til að hervæða hryðjuverkamenn.

Sem náttúrulega varðar við íslensk lög að aðstoða við. 

 

En reyndin er sú að það varðar líka við lög að flytja vopn til landa þar sem grunur leikur á að vopnin séu áframsend til átakasvæða.

Sem sannarlega gildir um Saudana, þeir taka beinan þátt í borgarastríðinu í Jemen sem og að vopna uppreisnarhópa í Sýrlandi.

En að fella þann dóm um stríðandi fylkingar í borgarastríðum að þar sé um að ræða hryðjuverkahópa, það lýsir vanviti á háu stigi.

 

Og það er engin afsökun að segjast tilheyra kynslóð sem leggur metnað sinn í að vita ekki neitt um eitt eða neitt.

Ekki ef viðkomandi sækist eftir ábyrgðarstöðu í samfélaginu.

 

Ef útlitið er það eina sem kosið er um.

Hví eru þá ekki dúkkur í framboði.

Eða tölvuteiknaðar heilmyndir.

 

Eða spurt er, hver er að baki??

Hver fjármagnar?

Hver hefur hag af vanþroskanum??

 

Til dæmis þeir sem flytja tugmilljarðana úr landi í skjóli hins frjálsa flæði.

Eða vilja regluverk þar sem auðurinn má allt.

Í nafni frelsisins.

 

Veit ekki.

En fólk fær það sem það kýs.

 

Og útlit er allavega ekki hægt að blekkja.

Kveðja að austan.


mbl.is Verðum að vera brautryðjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleiki á kostnað vinnandi fólks.

 

Þeirra sem hin meintu skítverk vinna, er ekki stöðugleiki þegar fólk getur ekki lengur framfleitt sér á launum sínum.

Og það er rangt að segja að fyrirtæki geti flúið Ísland í skjól misskiptingar og láglaunastefnu annarra vestrænna ríkja.

Því um allan hin vestræna heim er fólk að gera uppreisn gegn siðblindunni og misskiptingunni.

 

Þó vissulega hafi sú uppreisn aðeins skilað sér í valdatöku Trump, þá er staðan í Evrópu aðeins lognið í miðju stormsins.

Fólk sættir sig ekki við þetta lengur.

Það sættir sig ekki við að geta ekki lifað mannsæmandi lífi í þjóðfélögum alsnægtarinnar.

 

Og fólk eins og þessi hálauna forstjóri ætti að skynja sinn vitjunartíma, og í raun þakka að rótæknin sé bundin við hógvært fólk eins og núverandi formann VR.

Því þegar sanngirni þerra skilar ekki árangri, þá tekur alvöru rótækni við.

Þá verða kutar brýndir.

 

Því fólki er ekki endalaust haldið niðri á kjörum þrælsins.

Þannig er það bara.

Um það lýgur ekki sagan.

 

Og annað er blind afneitun.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýnir aðferðafræði verkalýðsfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleiki umræðunnar.

 

Og gjaldþrot hinna róttæku er þessi kæra Samtaka hernaðarandstæðinga á hendur Atlanta.

Til dæmis, ef þeir væru ekki bara í munninum, þá hefði það ekki verið Kveikur sem kom upp um vopnaflugið, heldur fólkið sem telur sig vera á móti.

Á móti her og hernaðarumsvifum.

 

Og ef þeir teldu sig ekki vera á móti, heldur væru í alvöru á móti, þá nýttu þeir sér aðild skoðanasystkina sinna í VG að ríkisstjórn Íslands, til að mótmæla, til að berjast gegn, árásum miðaldafólksins í Ankara gegn saklausu fólki í Kúrdista hluta Sýrlands.

Því Tyrkir eru Nató þjóð, og Ísland er í Nató.

 

Og ef Ísland risi upp, og krefðist þess á vettvangi Nató, að Tyrkir létu að stuðningi sínum við Ríki Íslams, og önnur óaldarsamtök Íslamista, eða yrðu ella reknir úr bandalaginu, þá sæjum við alvöru rödd þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi.

Því þó Guðlaugur ætli gegn Bjarna, og hafi til þess stuðning Morgunblaðsins, sem jafnvel segir frá klósetferðum hans, þá er það þannig að röfl smáþjóðar um atburði í Fjarskaistan, er alltaf röfl.

 

En rökstudd krafa, með tilvísun í stofnsáttmála Nató, er eitthvað sem ekki er hægt að hundsa.  Jafnvel þó allir vopnaframleiðendur heimsins beittu áhrifum sínum til að þagga niður þá rödd.

Rödd smáþjóðar sem hefur áður heyrst, og vegna hennar á smáþjóðin nafna í götum og torgum smáþjóða við Eystrasalt sem þurfti á þeirri rödd að halda.

 

Og það er ekki afsökun fyrir Samtök hernaðarandstæðinga að skoðunarbræður tyrknesku miðaldamanna haldi Gasa svæðinu í herkví ógnarstjórnar sinnar.  Ef það er fólk innan samtakanna sem upplifir árás á Erdogan sem árás á vini þeirra í Hamas, þá verður svo að vera.

Það er ef eitthvað er meint með orðagjálfrinu og kjafthættinum.

 

Og vilji menn ekki í átök við stuðningsfólk hinna íslamísku miðaldamanna, þá er önnur ógn sem steðjar að þjóðinni.

Miklu nærtækari en tekjur íslenskra flugmanna.

Og það er rúningur vogunarsjóða á Arion banka.

 

Og það er ekki afsökun fyrir hið meinta róttæka fólk í Samtökum hernaðarandstæðinga að hluti hrægammanna sé innlendur, og því geti þeir ekki að prinsipp ástæðum ekki mælt gegn landsölunni, því þeir mótmæli aðeins erlendum þorpurum.

Slíkt er aðeins Skálkaskjól við þjónkun á forystu VG sem fyrst var til að selja vogunarsjóðum sálu sína.

 

Allavega, margt er hægt að álykta.

Mörgu er hægt að berjast gegn.

 

En að grípa dægurmál lýðskrumsins, er jafnvel fyrir neðan virðingu Trumps, svona miðað við önnur alvarlegri og meir aðkallandi mál.

Það er eins og ekkert sé eftir að róttækni þjóðarinnar.

Aðeins lýðskrum þeirra sem ekkert hafa reynt á eigin skinni.

 

Það er aumt.

Og aumir eiga að þegja.

Kveðja að austan.


mbl.is Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor Samfylkingarinnar á sér engin takmörk.

 

Og þá er ég ekki að vitna í Loga og þegar hann gerði sig að algjöru fífli með kröfunni að fjármálaráðherra notaði nóttina og helgar til að lesa farmskrár íslenskra flutningsfyrirtækja.

Látum okkur duga að vitna í Gylfa forseta, og styrk hans og kraft að virkja samfylkingarfólk innan verklýðshreyfingarinnar til að styðja stöðugleika ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir, sem felst aðallega í að topparnir fái sjálftöku, og að vogunarsjóðirnir fái að rýja hagkerfið um það sem eftir er að rýja.

Sem staðfestir það, að ef VG hefði fengið minna fylgi, og Samfylkingin meira fylgi, að þá hefði ekkert breyst, nema nafnið á forsætisráðherra, og það tekur lengri tíma að stafsetja Samfylkinguna en VG.

 

Gylfi hafði verk að vinna.

Og vann það vel.

 

Húmorinn er þegar hans fólk kallar á upprætingu siðrofs, virðingarleysi og misskiptinu sem viðgengst hefur í samfélaginu allt frá því að Mammonsdýrkendur lögðu kristni og borgarlegan kapítalisma að velli.

Og Gylfa fólk ályktar herhvöt sem aðeins er hugsuð til að vekja aðhlátur, og jú reyndar til að gera Gylfa trúverðugri í eyrum þeirra sem íslensku ekki skilja.

 

"Mis­skipt­ing og sjálf­taka sér­stakra hópa viðgang­ist á meðan al­mennt launa­fólk hafi sætt grímu­laus­um skerðing­um meðal ann­ars á hús­næðis, vaxta­bót­um og at­vinnu­leys­is­bót­um. Þá hafi per­sónu­afslátt­ur gjör­sam­lega tapað verðgildi sínu og ávinn­ing­ur af áhersl­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar á lægstu laun­in hafi stjórn­völd tekið til baka með skerðing­um sem ekki sjái fyr­ir end­ann á.".

 

En við óvart segjum ekki upp kjarasamningum.

Það gæti nefnilega komið illa við þann stöðugleika sem sjálftakan og misskiptingin byggist á.

 

Það er ekki logið uppá Samfylkinguna.

Ekki eftir að hún nýtti sér veikindi Ingibjargar Sólrúnar haustið 2008 til að selja sálu sína.

 

Vonum hennar vegna að hún hafi fengi gott verð.

Fyrir siðrof sitt og sálarsölu.

Kveðja að austan.


mbl.is Kalla eftir upprætingu á siðrofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar stjórnmálamaður??

 

Hvað fær stjórnmálamann til að gera hávaða úr hugsanlegu gáleysi embættismanna, og klína því á þann ráðherra sem hina formlegu ábyrgð ber??

Látum heimskuna liggja milli hluta, því hvert væri kaosið ef ráðherra væri gerður ábyrgur fyrir öll mistök undirmanna sinna, jafnt viljaverkin sem óviljaverkin.

Spyrjum frekar af hverju eru þetta viðbrögð Samfylkingarinnar eftir fréttir gærdagsins þar sem Kjarninn birti upplýsingar úr leyniskjölum um innra virði Arion banka, sem væru langt yfir bókfærð verð bankans.

Þar sem þetta segir meðal annars;

"Í kynningu sem þeir héldu fyrir nokkra íslenska lífeyrissjóði í janúar, þegar þeir reyndu að sannfæra sjóðina um að kaupa um fimm prósent hlut í Arion banka, kemur fram að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til greiðslu á yfir 80 milljörðum króna út úr bankanum ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið samt 50 milljarðar króna.".

 

Og í ljósi umræðunnar sem var á Alþingi í gær um sölu ríkisins á eignarhluti sínum í Arion banka, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra, sá sem var hugmyndafræðingurinn að þeirri stefnu að fá hluta af ránsfeng banakanna til baka, sagði þetta;

 

"„Þegar vog­un­ar­sjóðir, al­ræmd­ir vog­un­ar­sjóðir jafn­vel, koma með kröf­ur um að snúið sé frá þeim áform­um sem starfað hef­ur verið eft­ir hér und­an­far­in ár, þá treysta menn sér held­ur ekki til þess að mót­mæla því,“ sagði Sig­mund­ur enn frem­ur og bætti við að það væri mikið áhyggju­efni að þjóðin sæti uppi með rík­is­stjórn sem gæti ekki varið hags­muni al­menn­ings.".

 

Nýr Landspítali er metinn á 80 milljarða.

Og menn rífast um hvort ráðherra eigi að lesa farmskrár eður ei.

Hvað fær menn til að rífast sífellt um aukaatriði á meðan þjóðin er sírænd??

 

Í suðrinu hefur þessu verið svarað.

Í Suður Afríku, Suður Ameríku, í Suður Kóreu hafa stjórnmálamenn verið sviptir embættum sínum og í sumum tilvikum lögsóttir, vegna þess að rökin um áunna heimsku, eða meðfædda heimsku er ekki viðurkennd, heldur spurt; hver hafði hag?

Og hvað borgaði hann?

 

Með öðrum orðum spilling.

 

Þess vegna endurtek ég spurningu mína.

Hvað kostar stjórnmálamaður.

 

Að ekki sé minnst á;

Hvað kostar stjórnmálaflokkur?

 

Og svarið er ekki að fyrst við eigum ekki heima í Suðrinu, þá er svarið ekki spilling.

Landfræði hefur ekkert með ósómann að gera.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband