Aumingja, aumingja, aumingja vesalings ungmennin í VG.

Alls staðar á byggðu bóli, hefur ungt hugsjónafólk staðið vörð um réttindi og velferð almennings.

Nema á Íslandi.

Þar er ungt vinstrisinnað fólk svo vesælt í hugsun og anda, að það telur til þess vinnandi að fórna velferð og grunnréttindum almennings, ef það er Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Einu hugsjónirnar sem heilabú þessa unga hugsjónafólks ræður við, eru völd, völd þeirra á kostnað þjóðarinnar.

Og réttlæting þess nær ekki að vera lygi, hún er of heimskuleg til þess.

 

"Vert er að minna á það að fyrri ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins bera fullkomna ábyrgð á einkavæðingu bankanna og því algjöra eftirlits- og aðgerðaleysi sem varð jarðvegur stærstu fjárhagslegu hamfara Íslandssögunnar"

 

 

Er hægt að koma meiri bulli að í einni málsgrein sem á að réttlæta svik þeirra og valdagræðgi.

Hvaða glæpur var að einkavæða bankana????  Hvaða vestrænt land rak ríkisbankakerfi árið 2000???  Fólst glæpur Sjálfstæðisflokksins sem sagt í því að gera það sem hafði verið gert í öllum öðrum löndum hins vestræna heims mörgum árum og áratugum fyrr?????

Og var þá forystu VG ókunnugt um þennan glæp, einkavæðingu bankanna, þegar hún barðist við Samfylkinguna um að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007???  Hver deitar glæpamenn????

Og réttlæta ICEsave glæpinn með "algjöru eftirlitsleysi" íslenskra stjórnvalda  eru rök sem standast enga skoðun.  Vita þessi ungmenni ekki að Ísland er aðili að OECD, og OECD hefur eftirlit með fjármálaeftirliti aðildarríkja sinna.  Og ef eitthvað var, þá var íslenska bankakerfinu og íslenskum eftirlitsstofnunum hrósað í skýrslum OECD, hvergi örlaði á þeirri gagnrýni að bankakerfið væri "algjörlega eftirlitslaust".  

Hvaðan hafa VG  liðar þessar upplýsingar???  Frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem bar skylda til að fylgjast með framkvæmd íslenska fjármálaeftirlitsins???  Eða frá þeim erlendum bönkum sem lánuðu íslenskum bönkum yfir 10.000 milljarða, varla hafa þeir lánað til lands þar sem eftirlitið var "ekkert" eins og VG liðar fullyrða.

Sannleikurinn er sá að eftirlit íslenskra stjórnvalda var í fullu samræmi við þær stífu reglur sem ESB setti í regluverki sínu, og enginn, ég endurtek enginn gerði athugasemdir við það eftirlit, fyrr en eftir á.  En það eru ekki rök í máli að vera vitur eftir á.

Og hið meinta "aðgerðarleysi".  Ljóst var að hér hefði betur mátt fara.  En börðust íslensk stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, gegn einhverjum hugmyndum eða aðgerðum, þar sem átti að koma böndum á útþenslu bankakerfisins?????? 

Og varð bara kerfishrun á Íslandi???  Veit þetta unga fólk ekki að bankakerfi heimsins riðaði til falls, eins og það lagði sig???? 

Hvers vegna eru þá íslensk stjórnvöld ein sek???

Og gilda ekki lög og reglur Evrópusambandsins, sem einmitt kveða skýrt á um að einstök aðildarríki eru ekki í ábyrgð fyrir bankakerfi sitt???  Hvað Nýfrjálshyggja er það að breyta regluverkinu eftir á til að bjarga auðmönnum og skuldum þeirra????

Og síðan hvenær urðu Ungir VG liðar að sérstakri deild í Nýfrjálshyggju hins alþjóðlega græðgiauðmagns??? 

En af hverju spyr maður eins og hver annar bjáni?  Ungt fólk sem vill samþykkja ICEsave á þessum forsendum "Það er orðið tímabært að afgreiða Icesave-málið svo þjóðin og fulltrúar hennar á Alþingi geti farið að einbeita sér alfarið að því að byggja upp betra samfélag.“", það er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.  Jafnvel 5 ára gömul börn létu ekki svona vitleysu út úr sér.

Þú byggir ekki upp betra samfélag með því að gera það gamla fyrst gjaldþrota.  Hvað þá með því að afhenda það hrægömmum Nýfrjálshyggjunnar til eignar í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Meira að segja Heimdellingar hafa áttað sig á því, þó er um forn átrúnaðargoð þeirra að ræða.

En þeir eru jú eldri en 5 ára.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Styðja frumvarp um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll kappi.

Það er rétt hjá þér að þessi yfirlýsing ungu kratavinanna er hreint með ólíkindum. Það að þessu fólki skuli yfir höfuð detta svona vitleysa í hug staðfestir fyrir mér að útilokað er að nokkur með sæmilega greind geti hugsað sér að gefa þessum flokki atkvæði sitt, a.m.k. mun þetta fólk aldrei fá mitt atkvæði og get ég nú ekki talist með greindustu mönnum. Því miður þá sýnist mér á öllu að komandi mótmæli verði mun öfgafyllri og heiftúðugri en ég hafði vonast til, þökk sé svona pappakössum.

Íslandi allt

Umrenningur, 29.12.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert snarpur og snjall í gagnrýni þinni, Ómar. Það mætti halda, að þessir ungliðar hafi misst getuna til að hugsa í búsáhaldabyltingunni, og kemur það þó ekki til af því, að þeir hafi verið rotaðir af lögreglunni. Þetta er 100% satt hjá þér: "Hvaða glæpur var að einkavæða bankana???? Hvaða vestrænt land rak ríkisbankakerfi árið 2000???" – sem og sú ábending þín, "að OECD hefur eftirlit með fjármálaeftirliti aðildarríkja sinna. Og ef eitthvað var, þá var íslenska bankakerfinu og íslenskum eftirlitsstofnunum hrósað í skýrslum OECD, hvergi örlaði á þeirri gagnrýni að bankakerfið væri "algjörlega eftirlitslaust"." – Og þetta er bara partur af öllum þeim sterku röksemdum sem þú berð fram í þessari grein. Ég bið leyfis til að vekja athygli á þessum pistli og vitna í hann. Og þakka þér alla þína dýrmætu baráttu á árinu sem er að líða.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sammála ykkur algjörlega. Þetta er alveg ótrúleg yfirlýsing, og hver skyldi vera höfundurinn af henni. Það er ljóst að það er engin heil brú í þessari hugsun þarna á bakvið. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Er í tímahraki, er að undirbúa jólaball með baði og fataskipti strákanna.

En Jón Valur, þér er guðvelkomið að vitna í greinina eða vinna út frá henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 15:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Ómar, búinn að því á Krist.blog.is. En mikill er kraftur þinn, kominn með fjórar nýjar greinar, síðan þú birtir þessa kl. 9:49!

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Ætti kannski að spá betur í uppsetninguna.  En eins og ég sagði Umrenning einu sinni, að þeir sem vilja bylta hinu rangláta kerfi eða hrekja erlend innrásaröfl úr landi, þeir verða eitthvað að leggja á sig.  Til dæmis að lesa athugasemd númer 11 hjá mér, þegar mér verður á að segja eitthvað af viti og fyllstu einlægni, eða þá að lesa kraftablogg mitt eins og það birtist úr puttum mínum.  Les mjög sjaldan pistla mína yfir, það er andinn sem ræður.   Stundum góður, stundum betri, en stundum ekki alveg eins góður.  Eins og gengur og gerist.

En já, ég hef haft lausan tíma í dag, og reynt að nýta hann vel.  Og í fyrramálið ætla ég vonandi að koma frá mér loka, loka, loka pistli mínum um ICEsave, "eigi skal rjúfa friðinn".  Hef margsamið hann í huganum og vill að hann sé lesinn.  

En ef ég næ honum ekki í fyrramálið, þá næ ég honum á afmælisdaginn minn. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 16:54

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Það mætti halda, að þessir ungliðar hafi misst getuna til að hugsa í búsáhaldabyltingunni, og kemur það þó ekki til af því, þau hafa aldrei hugsað sjálfstætt þau eru mötuð ofan frá og hafa verið allann líftíma VG og í ofanálag virðist sem svo að Álfheiður og líklega Steingrímur Joð hafi séð til þess að þau hafi verið hvött/fjármögnuð til þess að halda búsáhaldabyltingunni gangandi og soga venjulegt fólk með sér.

Hver ætli hafi hringt oftast í lögreglustjórann til þess að láta sleppa þeim þegar að þau sum hver voru í haldi löggunnar?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Högni.

Hversu stýrð atburðarrás var í búsáhaldabyltingunni mun vonandi skýrast.  En það var þörf á henni, held ég að flestir séu sammála um í dag.  Líka Sjálfstæðismenn, því þeim leið orðið mjög illa í taumhaldi Samfylkingarinnar.

En þetta fólk á sínar hugsjónir, og þær á ekki að vanmeta.  Enda geri ég það ekki í pistli mínum.  Ég hæðist að hugsjónum þess út í eitt.  Og aumt er þeirra sálartetur að þora ekki að hjóla í mig, stærsti hlutinn af IP tölum dagsins kom þegar Jón Valur vakti athygli á þessum pistli.  Að hundsa hann er yfirlýsing um sekt, sekt sem þau vita af innst inni.

En þessir krakkar hafa verið misnotuð, af sterkum persónuleikum.  Steingrímur Joð er sterkur leiðtogi, og kemst langt með sitt fólk.

En hvað langt???  

Mig minnir að ég hafi lesið í bók eftir Hjálmar R. Bárðarson um barnakrossferðina, sem farin var í árdaga krossferðanna.  Hvort hann hét ekki Pétur sem þar stóð upp á kassa og æsti börnin út í ófærur.  

Og trú þeirra var það mikil, að þau héldu áfram, þrátt fyrir hungur og þorsta, og urðu eins og Bónus kjörbúð fyrir þrælahaldara þess tíma í Austurlöndum nær.  Mjög fá snéru aftur.  Flest voru tekin höndum og seld í þrældóm, eða þá þau dóu úr hungri og vosbúð.

En trúin lifði jafnvel banastundina, en fáar sögur fóru af þeim sem lentu í þrældómi, sjálfsagt hefur vitið sigrað að lokum.  Og hvötin til að bjarga sér tekið við.

En af hverju er ég að rifja upp þessa sögu úr minni mínu.  Jú, mér finnst vera samsvörun þarna á milli.  Þessi börn vilja leggja á sig þrælafjötra ICEsave fyrir trú sína.  Fylgja leiðtoga sínum í blindni, á meðan hann boðar þeim himnaríki á himni, sem heitri Norræn velferðarstjórn, og endurreisn þjóðfélagsins, eða hvað allt þetta bull heitir.

En leiðtoginn heitir ekki Pétur, þar skilur á milli.  Og kannski hét hinn heldur ekki Pétur, þannig að samsvörunin er næstum algjör.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 21:26

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek heilshugar undir þetta Ómar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband