Hverjum er ekki sama?

Meira að þeir sem í einlægni trúa á þörfina að ESB aðild, eru farnir að efast um vinnugang og stjórnvisku ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

Vandræðagangurinn og stjórnleysið blasir allstaðar við.  Mestu munar þar um að stærri flokkur ríkisstjórnarinnar, og sá flokkur sem telur brýnt að sækja um ESB aðild strax, jafnvel þó skýran þjóðarvilja vanti til að styðja þá umsókn, að hann er forystulaust rekald.

Það þarf langminnuga til að muna eftir hver stýrir þeim flokki.  Vonandi þjóðarinnar vegna, þá nær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heilsu, og tekur aftur við stjórn Samfylkingarinnar, því núverandi rekald er ekki þjóðinni bjóðandi, hvað þá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar.

Og í Evrópu sjá menn þennan vandræðagang.  Í Brussel hrylla menn sig þegar von er á Össur Skarphéðinssyni í heimsókn, það eina sem hann hefur upp á að bjóða er tóbak í nefið.

En núna í miðri ICEsave umræðunni, þá er umræðan um ESB ekki mál málanna.  

Hin fyrirhuguðu föðurlandssvik eru það hins vegar.

Kveðja að austan.


mbl.is Tölur tefja ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar. Þessi ómerkilega frétt að margra mati er í rauninni stórfrétt. Hér er enn ein staðfesting þess að öflugasti bandamaður Íslands fyrir fullveldinu er enginn annar en esb sjálft. Með sínu stífa regluverki (undanskil bankakerfi) og skriffinnsku þá mun esb ná að lágmarka stuðning hér við innlimun niður úr öllu. Að sama skapi hef ég sagt áður og trúi því enn að aðal stuðningur Íslendinga gegn Icesave nauðunginni mun koma frá hollensku og bresku þjóðunum þegar kynning á okkar málstað hefst í þessum ríkjum, en sú kynning hlítur að vera rétt við það að byrja það er jú búið að hafa heilt ár til undirbúnings. Þú talar um að stuðningsmenn esb aðildar efist um stjórnvisku ríkisstjórnarinnar, hvaða ríkisstjórn? Íslands? Núverandi félagshyggjustjórn sem er langt komin með áætlanir um að rústa grunni að velferðarkerfi Íslands? Nei Ómar, ég veit að það er oft stutt í gamansemina hjá þér en að tala um stjórnvisku og ríkisstjórnina í sömu setningu er tú mutsh eins og þeir segja í útlandinu.

Íslandi allt

Umrenningur, 21.11.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Þetta var nú ekki gamansemi pistilsins.  Ég reikna með að þessi 45% Íslendinga sem styðji þessi Landráð,  telji djúpviturt fólk stjórna landinu.

Tvíræðnin var um að hrylla sig, hvort hrylla menn sig vegna orðavaðals Össurar, eða neftóbaksins, það er lesenda að geta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Umrenningur

Það þarf hvorki orðavaðal né neftóbak, ætli Össur sé bara ekki nóg.

Umrenningur, 21.11.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband