Ég trúi á einlægni þína Jóhanna.

Og ég trúi líka þessum orðum þínum:

Þá sagði Jóhanna, að megináherslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum væru tvær: Í fyrsta lagi að koma Íslandi út úr kreppunni eins fljótt og hægt er á grundvelli norrænna velferðargilda og í öðru lagi að koma í veg fyrir að hrun af þessu tagi endurtaki sig.

„Við þurfum að  kveðja ár hrunsins og horfa fram á veginn," sagði Jóhanna. „Þótt margt hafi breyst í hruninu, þá breytist það aldrei að Ísland er og verður land tækifæranna en það er í okkar höndum hvernig þau tækifæri verða nýtt."

En orðum þarf að fylgja athöfnum og því máttu hafa eftirfarandi í huga.

1. Það er bæði rangt og ólöglegt að greiða fjárkröfur breta á hendur íslenskri þjóð.  Það er rangt vegna þess að þú átt ekki  að láta saklausa þjást vegna viðskipta óskyldra aðila, og það er ólöglegt samkvæmt þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.  Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið bannar þessa ríkisábyrgð og eins er Ísland aðili að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem réttindi barna minna til mannsæmandi lífs er tryggð. 

2. Þú skalt senda starfsemin Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úr landi með þeirri frómu ósk að þeir leiti sér hjálpar við mannhatri sínu.  Og ef skuldavandi þjóðarinnar er það mikill að við ráðum ekki við hann, þá skaltu gera eins og aðrir í þeirri stöðu; semdu um skuldirnar. 

3. Boðaðu talsmenn Hagsmunasamtaka Heimilanna á þinn fund og biddu þá um að hjálpa þér að móta skynsamlegar og réttlátar tillögur um lausnir á skuldavanda heimilanna.  Síðan skaltu kalla talsmenn fjármálastofnanna á þinn fund og útskýra fyrir þeim að án þjóðar séu eignir þeirra lítils virði.  Mögli þeir, þá skaltu bara segja þeim að þeir hafi fengið sitt tækifæri, og þeir nýttu það eins og þeir gerðu.  En núna eigi sátt að ríkja hjá þjóðinni.

Jóhanna, þetta er ekki flókið og er allt einfalt í framkvæmd.  En þetta þarf samt allt að framkvæma, því norrænt velferðarþjóðfélag verður ekki til upp úr borgarstyrjöld þeirra sem skulda og þeirra sem eiga.  Og það eru lítil tækifæri í landi sem er búið að veðsetja sínar auðlyndir fyrir skuldum og neyðist til að láta þær af hendi þegar að kemur að gjalddögum.

Jóhanna.  Bankarnir okkar héldu að það væri hægt að reka sig til lengdar á lánum, án þess að þurfa að borga þau til baka.  Í guðanna, ekki falla í sömu gryfju og þeir.

Ef svo er, þá eru orð þín marklaus.

Kveðja að austan.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1321527

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband