Sorglegur dagur fyrir Morgunblašiš.

Žaš er sorglegt aš blaš sem taldi sig vera alvöru fréttamišill, geti ekki sagt satt og rétt frį ICEsave mįlinu, nema žegar ellilķfeyrisžegi tjįir sig.

Virtir lagaprófessorar, žau Stefįn Mįr Stefįnsson (ķ félagi viš Lįrus Blöndal, hęstaréttarlögmann), Björg Thorarensen og Herdķs Žorgeirsdóttir, hafa öll tjįš sig um ICEsave deiluna og bent žjóšinni į aš fjįrkröfur breta og Hollendinga byggja ekki į lögum og reglum sambandsins, enda sé um kśgun aš ręša eins og Björg benti į.

En žetta fólk er ķ fullri vinnu sem fręšimenn og kennarar.  Kannski žess vegna hafa blašamenn Morgunblašsins veigraš  sér viš aš banka upp hjį žeim og fį hjį žeim frekari rök.  En samt, žetta mįl varšar lķka blašamenn Morgunblašsins, žeir tilheyra jś žjóš okkar lķka.  

Eša var žeim bannaš aš taka vištöl viš žessa einstaklinga, eša žį vinna aš vandašri fréttaskżringu um lagaóvissur ICEsave deilunnar.  Ašeins viškomandi blašamenn og ritstjóri žeirra vita svariš en aumt er blaš sem žagar yfir lykilupplżsingum ķ stęrsta hagsmunamįli ķslensks almennings frį strķšslokum.  Og enn aumari er ritstjóri sem vķsvitandi fullyršir ķ ritstjóragrein aš ķslenskur almenningur žurfi aš sętta sig viš žrengingar og žjįningar žvķ samkvęmt EES samningnum hafi ķslensk stjórnvöld skuldbundiš žjóšina til aš įbyrgjast skuldir Björgólfs og Björgólfs.  Žetta er sorgleg fullyršing žvķ ritstjórinn vissi betur.

En žegar ellilķfeyrisžegi tjįir sig, žį titrar Mogginn.  Og fer aš segja satt.

Ellilķfeyrisžegar eru bara įgętir eftir allt samann.

Kvešja aš austan.


mbl.is Engin rķkisįbyrgš į Icesave
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur Siguršsson

Er žaš ekki bara ESB įstrķša ritstjórarns og fyrri eigenda (śtrįsarfuglanna) sem hefur žetta ķ för meš sér.   Reyndar sżnist mér stefna blašsins vera aš breytast og ekki kęmi mér į óvart žótt stórbreytingar yršu į ritstjórnarstefnunni innan tķšar !!! 

Siguršur Siguršsson, 13.7.2009 kl. 23:43

2 identicon

Ég vešja į aš blašiš verši komiš aftur ķ fyrra horf innan skamms.  Amk viršist žaš vera aš hreyfast eitthvaš ķ įttina žangaš.

En ritstjórinn er ansi ESB litašur og hikar ekki viš aš nota blašiš ķ įróšri sķnum.

Hrafna (IP-tala skrįš) 14.7.2009 kl. 00:29

3 Smįmynd: Ómar Geirsson

Blessašur SISI.

Ekki veit ég hvaš veldur en fréttamat blašsins hefur veriš stórfuršulegt ķ ICEsave mįlinu frį upphafi.  En žaš er rétt aš breyting viršist vera į stefnu blašsins.  Žaš er hętt aš vera einhliša pįfagaukur rķkisstjórnarinnar.  

En į mešan alvöru umręša um lögmęti ICEsave į sér ekki staš ķ fréttaskżringum blašsins, žį er kaliber blašsins į svipuš plani og Fréttablašsins, og žį er bleik brugšiš.

Kvešja aš austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 00:30

4 Smįmynd: Ómar Geirsson

Blessuš Hrafna.

Žaš vantaši ekki aš Styrmir kunni aš breiša śt bošskap sinn, en hann vissi betur en žaš aš nota fréttir blašsins til žess.  Žaš er til lķtils aš vera meš įróšur ķ blaši, sem enginn les.  Og į sinn hįtt hafši Morgunblašiš trśveršugleika undir stjórn Styrmis.  

Ég hélt aš Ólafur hefši lķka vit til aš greina žar į milli.   En žaš er kannski ofmat hjį mér.

Kvešja aš austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 00:35

5 identicon

Jį, ég er sammįla žér žar.  Fréttamat blašsins hefur veriš stórskrķtiš og žį sérstaklega umręšur og fréttir af Icesave mįlinu. 

En ég leyfi mér aš vona aš blašiš fari brįtt aš horfa til fyrri tķma sérstaklega eftir aš hafa lesiš pistil Óskars Magnśssonar eins eiganda blašsins fyrir ekki svo löngu sķšan.  Žaš virtist amk benda til žess aš honum žętti blašiš vera notaš óhóflega mikiš til aš koma skošunum ritsjórans til skila og einnig įkvešnum fréttamönnum sem hvergi dylja hlutdręgni sķna ķ fréttaumfjöllunum.

Hrafna (IP-tala skrįš) 14.7.2009 kl. 00:42

6 Smįmynd: Ómar Geirsson

Blessuš aftur Hrafna.

Ég hef reyndar séš margt jįkvętt viš Ólaf en eftir aš hann tók viš žį hefur blašiš misst žunga sinn ķ umręšunni, kannski er žaš vel žvķ ég er mjög ósįttur viš ICEsave.  En blašiš į aš vera alvöru blaš og veršur aš vera alvörublaš.  Skošanir fólks innan ritstjórnar Morgunblašsins eiga ekki aš skipta mįli žegar kemur aš grundvallarumfjöllun um jafn mikilvęgt mįl og ICEsave er.

En hinsvegar fyrst flestir eru farnir aš sofa žį ętla ég aš lauma žvķ śt śr mér fyrir svefninn aš ég sakna Styrmis.  Rökfesta hans og skżrleiki ķ framsetningu er eitthvaš sem vantar ķ žjóšmįlaumręšuna ķ dag.  Samanber žessa frétt ķ orš Davķšs.  Žetta hefši veriš frétt ķ október ķ fyrra en ekki nśna.  Okkar virtustu fręšimenn hafa tjįš sig um ICEsave skuldbindingarnar og žeir eru einróma ķ afstöšu sinni.  Engin lög skuldbinda žjóšina til aš greiša žessar įbyrgšir. 

Og Styrmir hefši haldiš žvķ til haga.   Hefši hann veriš ósammįla žeim eša tališ žaš pólitķskt rétt aš semja viš bretana, žį hefši hann tżnt til rök ķ žvķ mįli įn žess aš nota bull eša blekkingar til aš létta sér róšurinn.  Og žaš kallast aš skiptast į skošunum, ekki skiptast į bulli eins og stęrsti hluti fjölmišlafólks į Ķslandi hefur gert ķ žessu mikilvęga mįli.

En ég vona aš ég verši ekki hengdur fyrir žessa skošun mķna.  Ég er vķst ķ Andstöšunni.

Kvešja aš austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 00:56

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 1529
  • Frį upphafi: 1321537

Annaš

  • Innlit ķ dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir ķ dag: 5
  • IP-tölur ķ dag: 5

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband