Hvernig kemst Jóhanna endalaust upp með órökstuddar fullyrðingar

án þess að nokkur láti hana rökstyðja  mál sitt.  Jóhanna segir að "hefðum við látið reyna á málið fyrir dómstólum er mjög líklegt að við hefðum tapað málinu".

Hvað veit hún um það?   Eru einhver dómsfordæmi hjá Evrópudómstólnum að hann dæmi ekki eftir lögum og reglum sambandsins???????????

Það stendur skýrt í tilskipun sambandsins að aðildarríki EES uppfylli innistæðuábyrgð sína með því að stofna Tryggingasjóð innlána.  Samkvæmt lögum er hann sjálfseignarstofnun með sjálfstæðum fjárhag.  

Það stendur hvergi að ríkið sé í bakábyrgð fyrir sjóðinn.  Fullyrðingar um annað eru lygi.  Og forsætisráðherra Íslands er að ljúga að þjóð sinni og kemst upp með það vegna lydduskapar og vankunnáttu fjölmiðlafólks.  

Ef Jóhann er að segja satt þá er Stefán Már Stefánsson prófessor að segja ósatt.  Og þá ætti fyrir löngu að vera búið að setja manninn af sem prófessor við Háskóla Íslands.  Menn bulla  ekki að þjóð sinni í svona örlagamáli.

En enginn, ég endurtek enginn hefur svarað málefnalegu lögfræðiáliti Stefáns.  Eftir að hann setti fram rökstudda gagnrýni sína á fullyrðingar ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands, þá brugðust þeir við með þeim hætti að þeir sögðu sín lögfræðileg gögn vera trúnaðarmál.

Þau þoldu sem sagt ekki dagsljósið.

Og þeir komust upp með það vegna vanhæfni   og lydduskapar íslenskra fjölmiðlamanna.  Svipa atvinnuleysisins er svo sterk að þeir kyngja öllum sóðaskap sem að þeim er rétt.  Enginn hefur krafið utanríkisráðuneytið um þau gögn sem það hefur í höndum og styður fullyrðingu Jóhönnu að við eigum að borga samkvæmt lögum og reglum Evrópusambandsins.

Og núna í dag kemst hún upp með ítrekuð ósannindi.  Það stendur nefnilega hvergi að Ísland sé í ábyrgð.  

Því ef það stendur einhversstaðar, þá hefði það fyrir löngu verið birt á síðum Morgunblaðsins og kæmi skýrt fram á heimasíðu stjórnarráðs Íslands.

Það er tilræði við framtíð barna okkar að láta Jóhönnu komast upp með ósannindi sín.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sammála þér!

Sigurjón, 7.6.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurjón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 177
  • Sl. sólarhring: 451
  • Sl. viku: 1380
  • Frá upphafi: 1321263

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 1185
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband