Tyrkland er einræðisríki.

 

Hugmyndafræðilega af sömu rótum og miðaldaríki Persaflóans, og samtökin sem tóku boðskapinn of bókstaflega, og við könnumst við sem ISIS.

Það er ekki svo langt síðan að tyrknesk stjórnvöld lokuðu fjölmiðlum og lögsóttu blaðamenn sem afhjúpuðu tengsl þeirra við ISIS, hvernig vopn og liðsauki flæddi óhindrað frá Tyrklandi, og til baka kom olía og annað sem fjármagnaði hryllingsherferð samtakanna í Sýrlandi og Írak.

Þá horfði Nató í hina áttina, sem í raun segir allt um leyndarþræði hagsmunanna, og þegar Erdogan og miðaldaklíkan í kringum hann datt í hug að setja á svið valdarán, þá var sú sviðsetning nýtt til að útrýma öllum pólitískum andstæðingum, á ekki síður skilvirkari hátt en hjá Stalín 1936-1938.

Og hryðjuverkastimplinum dælt í allar áttir.

 

Vissulega hafa voðaleg hryðjuverk verið frami í Tyrklandi, en þar sem spor alræðisstjórna hræða, þá er það í vægast sagt grunsamlegt, að fólk sem er fært um að skipuleggja flóknar árásir á almenning, að það skilji eftir öll skilríki í aðsetrum sínum, ásamt nafni og kennitölum allra sem áttu að vera viðriðin hið meinta hryðjuverk.

Ennþá grunsamlegra, þegar andlegir bræður tyrknesku miðaldamannanna, sem hefðu aldrei náð að leggja undir sig svona stór landsvæði í Sýrlandi og Írak án stuðnings tyrkneskra stjórnvalda, byrja allt í einu að ráðast á höndina sem fæddi þá og veitti þeim skjól.

Það er vitað að þegar tyrkneski herinn fór fyrst yfir landamæri Sýrlands undir yfirskininu að berjast við ISIS liða, að þá var sprengjunum beint að Kúrdum sem herjuðu á ISIS.

Sagan þekkir mörg svona dæmi um yfirskin en trúgirnin virðist ekki þekkja til þeirra.

Það er af sem áður var að þeir þóttu skrýtnir sem átu allt orðrétt upp eftir áróðri Göbbels.

 

Það er því miður að þessum hryðjuverkastimpli hefur verið klínt á alla sem tengjast andspyrnu Kúrdíska minnihlutans, líka þeirra sem hafa algjörlega starfað á löglegan hátt inna laga og reglna tyrkneska lýðveldisins.

Sem og þeirra sem andhæfa einræðinu, og andhæfa þeim beina vilja að færa klukkuna aftur á bak um 100 ár, að breyta lýðveldinu aftur í trúarveldi.

Allir settir undir sama hatt, og líkt og Stalín afgreiddi alla mögulega og ómögulegu andstöðu við sig sem gyðingalegt samsæri í þágu Þjóðverja. 

Hin algjöra mótsögn, sem hugsandi fólk sá í gegnum, og hugsandi fólk á líka á sjá í gegnum þá mótsögn að miðaldamenn séu í baráttu við miðaldamenn.  Og allir sem tengjast lýðræðinu eða nútímanum á nokkurn hátt, séu í bandalagi við þessa meintu miðalda andstæðinga miðaldamannsins Erdogans.

 

Og hugsandi fólk á að spyrja sig, af hverju líður Nató framferði tyrknesku einræðisstjórnarinnar, af hverju líður það sviðsett valdarán, og í kjölfarið ofsóknir á hendur tugum þúsunda meintra stjórnarandstæðinga, þar sem fólk er svipt atvinnu, mjög margir fangelsaðir, og alltof margir pyntaðir.

Ofsóknir sem þjóna þeim eina tilgangi að ganga af tyrkneska lýðræðinu dauðu.

 

Það er sem betur fer einn vestrænn stjórnmálamaður sem hamlar gegn einræðistilburðum Erdogans.

Og hann er sem betur fer kanslari Þýskalands.

 

Annars væri uppgjöfin algjör.

Kveðja að austan.


mbl.is Merkel: Tyrkir misnoti ekki alþjóðastofnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já Ómar, Tyrkland er einræðisríki.  

Og nú ráða hershöfðingja-haukarnir öllu í Washington, því miður.

Allir sem eitthvað setja sig inn í málin hafa nú áhyggjur af kúrdísku þjóðinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 22:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.8.2017 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 733
  • Frá upphafi: 1320580

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 637
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband