Af hverju er glæpaiðnaðurinn þriðji stærsti iðnaður heims??

 

Hvernig er hinu illa fengnu fjármunum komið í umferð í hinu löglega hagkerfi?

Af hverju njóta glæpaforingjar verndar réttarkerfisins??

 

Svarið við fyrstu spurningunni, er að hin úrkynjaða yfirstétt Vesturlanda tekur skatt eða þóknun við að umbera lögleysuna.

Svarið við annarri spurningunni er að löggiltir endurskoðendur, og fjármálaráðgjafar ýmiskonar, ráðleggja leiðir um völundarhús gráa svæðisins svokallað, þannig að fjártilfærslur verða seint hankaðar miðað við núverandi verndarlöggjöf yfirstéttarinnar.

 

Og svarið við þriðju spurningunni er ákaflega einfalt.

Leigumorðingjar, handrukkar eða hvað sem óþjóðalýðurinn kallast sem viðheldur óttanum og ógninni í glæpaiðnaðinum, er ekki einstaka mikilvægasta stétt hans.

Sú mikilvægasta er lögfræðingar, hvort sem þeir eru starfandi í praxís eða taka á sig launalækkun við að þjónusta í dómskerfinu.

 

Menn geta bara spurt sig hvaða kúnni borgar best?

Og það eru annars vegar hvítflibbaglæpamenn, hvort sem þeir eru löglegir, á gráa svæðinu eða beint í ólöglegri starfsemi, og hins vegar löggiltir glæpamenn, sem hafa tekjur sínar af eiturlyfjasölu, vændi, mannsali, kúgunum eða annarri glæpastarfsemi.

Almennir borgarar hafa ekki efni á lögfræðingi, þeir hafa það.

 

Birtingarmynd þessa yfirráða glæpamanna yfir réttarkerfinu er að það er sjaldgæfara að hvítflibbaglæpamenn séu dæmdir en að það sé hiti og sól á sumardaginn fyrsta.

Og að glæpaforingjar sleppa alltaf, sökum vafa eða hártogunar, og í besta falli eru handbendi þeirra dæmd, ef þau hafa náð að uppfylla einhvern kvóta.  Einhvern tímann heyrði ég að í Bandaríkjunum væri miðað við að leigumorðingi mafíunnar þyrfti að hafa drepið a.m.k. 20 manns til að hugsanlega yrði hann ákærður, þá sakfeldur ef ekki hefði tekist að drepa vitni, eða hræða til að þegja.

Samt sjaldgæft.

 

Fangelsin eru hins vegar yfirfull af burðardýrum, smásölum, eða neytendum.

Að ekki sé minnst á samlokuþjófa, fyllibyttur í umferðinni, eða fólk sem borgar ekki sektir sínar.

 

Hæstiréttur Íslands er ekki undantekning frá þessari reglu, síður en svo.

Hans stærsti sigur yfir skipulagðari glæpastarfsemi var að dæma nokkra auðnuleysingja, það er þá, í Geirfinnsmálinu.  Svo stoltur er hann af þeim dómi sínum, að hann neitaði endurupptöku málsins fyrir þó nokkru síðan, með tilvísun á að játningar, fengnar með pyntingum, lægju fyrir. 

Komst upp með það.

 

Þess vegna kemur þessi úrskurður réttarins ekki á óvart.

Það sem kom á óvart var að héraðsdómur skyldi hafa gegnt skyldu sinni.

Og hundsað höndina sem fóðrar.

 

Það var hið skrýtna í kýrhausnum.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki sterkur grunur um samverknað eða hlutdeild segir lögmaður Jóns Trausta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú spyrð réttu spurningarinnar, hvernig nær Ópíum inn til Íslands ... eyju, úti á ballarhafi ... nema með "leyfi" yfirvalda, leynt eða ljóst.  Ekki hélstu að ríkisbubbarnir á Íslandi, væru að raka saman peninga á pulsusjoppu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 05:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarne.

Hafði ekki alveg hugsað út í það.

En hitt er ljóst að frá því sögur hófust, hefur enginn fjármögnunaraðili, bakhjarl, verið handtekinn og dæmdur. 

Aðeins vinnumenn af ýmsum gráðum.

Þó pistill minn sé vissulega stílæfing því ég nenni ekki að vera eins og fólk er flest, að þá á einhverjum tímapunkti þarf fólk að íhuga, af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.

Og gera svo eitthvað í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2017 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 279
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 1482
  • Frá upphafi: 1321365

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 1277
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband