"Íslend­ing­ar hafa það betra í dag".

 

En fyrir Hrun, og hver getur mótmælt því??

Þegar bólu er hleypt út í gengið, hvort sem það er vegna offjölgunar ferðamanna, meka síldveiði sjöunda áratugarins, eða veislufylleríið sem kom á meðan stríðsgróðanum var eytt, þá hefur fólk það gott.

Fólk hafði það líka gott í aðdraganda Hrunsins, þegar arfaheimsk vaxtastefna Seðlabankans hélt uppi gengi krónunnar.

Í raun höfum við það svo gott að það kvartar því sem næst enginn, nema þá einna helst gamalmennin, margsvikin, en þeim er engin vorkunn, núverandi ríkisstjórn situr í þeirra umboði.

 

Það hafa það allir gott þegar gróðanum er eytt jafnóðum, og ekkert er fjárfest, ekkert lagt til hliðar fyrir áföll framtíðarinnar.

Benni frændi og allir hinir bjálfarnir í Engey ehf, monta sig stórum á því að þeir borgi niður skuldir, og leggi þannig í haginn fyrir framtíðina.

En góð skuldastaða skiptir engu máli þegar allt er rotnað og grotnað.

Hér á árum áður fannst ekki það fífl á byggðu bóli sem sleppti nauðsynlegu viðhaldi á bátnum, til að greiða niður skuldir. 

Því einn daginn sukku slík vanhirt skip, og góð skuldastaða veiddi ekki fisk.

 

Hægt að fá lánað, vissulega, en þar með var frelsið fyrir bí.

Þegar kreppir að eru lán bein leið í skuldaánauð. 

Eitthvað sem sagan kann ótal dæmi um.

 

Benni frændi og allir hinir bjálfarnir ættu að spyrja sig einfaldrar spurningar.

Ef staðan er svona góð, af hverju grotnar allt niður??

Af hverju er þessi hróplega misskipting sem æpir á allt og alla?

Af hverju, þegar þjóðartekjurnar eru í óþekktum hæðum, af hverju getur þá ungt fólk ekki lengur eignast þak yfir höfuðið??

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

 

En Benni frændi og hinir bjálfarnir í Engey ehf spyrja ekki svona spurninga.

Til þess þarf vit, sem guð er misörlátur á.

 

En við hin?

Af hverju látum við þetta góðæri líða hjá án þess að byggt sé upp og búið í haginn fyrir framtíðina??

Maður skyldi ætla að bjálfinn væri ekki okkar afsökun.

En hver er hún þá??

 

Þetta er ríkisstjórn 30% fólksins, plúss atkvæði þeirra sem létu lýðskrum Bjartra framtíðar og blekkingar Viðreisnar spila með sig.  En fólk lætur ekki spila með sig oftar ein einu sinni.

Eftir stendur elliær gamalmenni og molbúar sjávarbyggða eins og Vestmannaeyjar, Ísafjarðar, Snæfellsnes og Eskifjarðar.  Fólki sem er svo vant því að taka ofan til að fá vinnu, að það hefur tekið ofan í næstum 100 ár, og gráglettni kjördæmisskipunarinnar hefur gefið því ofurvægi svo ríkisstjórnin situr í skjóli molbúaháttar þess.

En þetta er minnihluti, algjör minnihluti, það er eðli molbúaháttarins að hann getur aldrei orðið stór hluti af hverri þjóð, því þá deyja þær út eins og Dúdú fuglinn forðum sökum heimsku.

Enda þarf gamla menn til að muna nöfnin á þessum byggðarlögum, en þau hafa samt það vægi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur 3 auka þingsæti.

Þess vegna leitar auðurinn í vasa hinna Örfáu og innviðirnir eru ein rjúkandi rúst.

 

En hvaða þjóð lætur molbúanna vera örlagavaldinn sem eyðir grósku og fögru mannlífi?

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einu sinni 20% flokkur á höfuðborgarsvæðinu.

Af hverju rís fólk ekki upp á afturendann??

Og segir; "Vér mótmælum öll!!"

 

Íslenska þjóðin hefur aldrei verið ríkari en í dag.

Samt aldrei fátækari.

 

Því allt er látið grotna.

Ekkert er byggt upp, ekkert er fjárfest í framtíðinni.

 

Sem þýðir aðeins eitt.

Norður Kórea er handan hornsins.

 

Ekki vegna þess að við neituðum að borga fjárkúgun breta kennda við ICEsave.

Heldur vegna þess að við kusum yfir okkur auðnuleysingja frjálshyggjunnar.

 

Sem hafa það eina markmið.

Að gera okkur fátækari.

En hina Örfáu ofurríkari.

 

Hrunið er handan hornsins.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ástandið orðið betra en fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað það væri miklu betra, ef allir hefðu það miklu verra.

Það er vont að vera kommi í góðu árferði.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 17:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Sleppi nú alveg B-orðinu í andsvari mínu, hvað þá að ég rifji upp gleðina miklu þegar dýralæknirinn, sem reyndar er ágætur dýralæknir skilst mér, sagði; "Sjáið ekki veisluna???".  Í kjölfarið varð reyndar gleðistund kommana, yfir 70% af fyrirtækjum landsins lentu undir náðarfaðm bankanna, og allt eigið fé var samið úr þeim sem stóðu, hin voru gerð upp.

Þú sem sérfróður um komma Hilmar, ættir nú að vita að aðeins Lénin hafði betra hlutfall í aðförinni að einkaframtakinu.

Nei Hilmar, ég ætla að rifja upp fróðlegan þátt um hallir á Spáni, og ástæðu þess að ríkið, það er við sem erum ekki hluti af hinum Örfáu, tók að sér viðhald flestra þeirra.

Það var nefnilega þannig að á 19. öld þá átti sér mikil samþjöppun á titlum hjá háaðlinum, svo að ein fjölskylda átti þær flestar. 

Þessi fjölskylda var ekki fjölmenn, en hún var rík, og í raun hafði hún alla burði til að viðhalda arfleið sinni.

Nema í þættinum var viðtal við forkunnarfagra frú, sem bar alla titlana, beinn erfingi föður síns, vel búin, en frekar skartlaus. 

Hún var eiginlega öreigi, hún átti titlana, átti skyldurnar, en átti ekki tekjurnar.

Þær voru horfnar, faðir hennar var glaumgosi, lifði stórt, eyddi eins og enginn væri morgundagurinn. 

Og yfirgaf þetta líf, því sem næst eignalaus maður.

En hann var ekki kommi, hafði það bara gott í sínu árferði. 

En næsta kynslóð hafði það ekki gott, auðlegðinni var sóað, án þess að nokkuð væri lagt til hliðar fyrir framtíðina, ekkert fjárfest, ekkert byggt upp.

Aðeins sóað, aðeins eytt.

En Hilmar, þessi maður var ekki bjálfi, og hann var ekki kommi.

Hann lifði aðeins fyrir daginn í dag, og gaf skít í framtíðina.

En framtíðin dó ekki með honum, hún erfði skuldir, og útgjöld, en tekjurnar voru horfnar.

Svona líkt og var í Sovétinu í den.

Enda dó það að lokum.

Þeir eru víða kommarnir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.6.2017 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 1253
  • Frá upphafi: 1321136

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband