"Mikill sigur fyrir Trump".

 

Segir Mogginn þegar hægri öfgarnar, sem repúblikanar hafa skipað í hæstarétt Bandaríkjanna undanfarna áratugi, staðfesta ferðabann hans.

Svona svipuð frétt ef Morgunblaðið hefði slegið því upp á forsíðu, að ríkisstjórn þjóðernissósíalista hefði unnið mikinn sigur þegar meðlimir Hvítu Rósarinnar voru dæmdir til dauða á sínum tíma fyrir undirróðurstarfsemi.

Sem Mogginn gerði reyndar ekki, enda stjórnað þá af borgarlegum íhaldsmönnum, sem virtu kristileg gildi og borgaraleg lýðréttindi.

En Þjóðviljinn sló því hins vegar upp vígreifur á sínum tíma þegar Hæstiréttur Sovétríkjanna dæmdi Bukharin og félaga fyrir andbyltingarstarfsemi í Moskvuréttarhöldunum 1936-1938.

 

Eins og einhver hafi átt von á öðru í þessum þremur tilvikum.

Því galdurinn við rétta niðurstöðu, er að byrja á að skipa "sína" menn í dómarasæti, og eftir það þarf valdklíkan ekki að efast á nokkurn hátt um niðurstöðuna.

 

Sem aftur minnir á Sjálfstæðisréttinn, sem átti að heita Landsréttur fyrir nokkru.

Eða þar til að hægriöfginn nýtti sér geðþóttann til að breyta honum í flokksdómstól.

 

Aðeins þeir sem eru samdauna alræðinu, hvort sem það er fjármagns, öreiganna eða ofstopans, telja þetta frétt.

Slá þessu upp sem frétt.

 

Aðrir, þar á meðal kristilegir íhaldsmenn, borgarlegir íhaldsmenn, harma, og vara við enn einu alræðinu sem er í uppsiglingu.

Langar að vitna í einn mætan, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, í föstum pistli hans síðasta laugardag;

 

"Í samfélögum sem byggjast á lýðræðislegum stjórnarháttum eru frjálsar umræður eitt af því mikilvægasta til að halda við og þróa þá stjórnarhætti. Og allar aðferðir, sem eru notaðar til að afvegaleiða slíkar umræður eru hættulegar lýðræðinu.

....  Um leið og hinn almenni borgari finnur að það er ekki allt með felldu skapast jarðvegur fyrir menn eins og Donald Trump. Ný samskiptatækni veldur því að stjórnmálamenn geta nú átt bein boðskipti við borgarana og þurfa ekki á aðstoð hefðbundinna fjölmiðla að halda til þess. Um það er að sjálfsögðu ekkert nema gott að segja en það þýðir auknar kröfur á hendur fjölmiðla um að þeir fylgi hinum kjörnu fulltrúum eftir og gangi úr skugga um að þeir fari með rétt mál.

Hin lýðræðislegu samfélög okkar tíma standa á einhvers konar krossgötum um þessar mundir. Við þurfum að finna leiðir til þess að hin nýja samskiptatækni verð til þess að efla lýðræðið og frjálsar umræður fólks en verði ekki notaðar af óprúttnum pólitískum ævintýramönnum til þess að afskræma lýðræðið.

Adolf Hitler hafði hæfileika til að ná til fólks eins og glöggt kom í ljós í Þýzkalandi á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Að hluta til gerði hann það með því að setja miklar sýningar á svið, þar sem hann lék aðalhlutverkið.

Donald Trump er búinn að vera í miklu aðalhlutverki í Washington frá því að hann flutti í Hvíta Húsið. Hann hefur náð athyglinni frá degi til dags með ótrúlegri ósvífni, sem hefur leitt til þess að hann hefur verið aðalfréttin nánast dag hvern. Til hvers getur það leitt?".

 

Þegar við bætum við alræði hugmyndafræðinnar yfir dómsstólum lýðræðisríkja, hvar enda þau?

Til hvers getur það leitt??

 

Þegar varfærnir menn, sem fullyrða frekar van, en of, og enginn getur sakað um vinstri mennsku eða lýðskrum af neinu tagi, leita að líkindum sögunnar, og benda á þær í opinberum skrifum, þá er full ástæða til að staldra við.

Líkindin milli núverandi stjórnarhátta hægri öfganna í Bandaríkjunum, og þess sem sagan þekkir, og var svo hræðilegur að hann má ekki nefna, er öllum ljós sem einhverja þekkingu hafa á sögunni, og búa yfir lágmarksdómgreind, og ályktunarhæfni.

Ég tók þessi líkindi fyrir í 2-3 pistlum, fyrst eftir valdatöku Trumps, og var ekki einn um það, en það er frétt þegar að rótgrónir íhaldsmenn byrja að impra á hinum sömu staðreyndum.

Þegar þeir geta ekki lengur þagað, alveg eins og það var ekki hægt að þegja á fjórða áratug síðustu aldar, þó sá sem gagnrýndur var, var hægri sinnaður í meira lagi, var í heilögu stríði við vinstri menn, sérstaklega bolsévika Sovétsins, og ríkti yfir einu af hinu fornu stórveldum Evrópu, miklu menningarríki og gömlum bandamanni.

 

Því það er ekki hægt að þegja þegar hægriöfgar ógna tilveru mannsins.

Hvorki þá, eða núna.

Og við eigum ekki heldur að þegja yfir vaxandi ítökum þeirra á Íslandi.

 

Þetta er óværa sem á að uppræta.

Sem á hvergi að líðast.

 

Það er annað hvort hún eða siðmenningin.

Ekkert þar á milli.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ferðabann Trump leyft að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband