Húrra segir Exelinn.

 

Hjá innheimtustofnun hins alþjóðlega fjármagns sem engin landamæri virðir, og hefur hvergi skyldur, og greiðir hvergi sanngjarnan skatt.

Húrra segir fólkið sem heldur að velmegun þjóða byggist á aurnum, vexti hans og varðveislu.

Að ef varðveislumenn aursins, og eigendur hans hafi það gott, þá hafi allir það gott.

Og ef aur er safnað í hirslur, og sé látinn vaxa þar og dafna, aðgerðarlaus, fyrir blóðpeninga almennings og fyrirtækja hans, að þá hafi hagkerfið það gott.

Sé í sterkri stöðu.

 

Samkvæmt þessari hagspeki þá er það nirfillinn sem er bústólpi.

Á hrörlegri jörð hans, þar sem viðhaldi húsa og tækja hefur ekki verið sinnt, kannski ekki vandamál með tækin því þau voru ekki endurnýjuð og eru minningin ein, þar sem afrakstur bústofnsins er enginn því hey eru rýr, bæði að magni og gæðum, og ekki er eytt í þann óþarfa sem heitir kjarnfóður, að þá er hans staða sterkust í sveitinni.

Því þegar hann tók við blómlegu búi af föður sínum, þá gaf búið vel af sér, enda vel húsað og búið góðum tækjum. Og þó allur afrakstur væri tekinn og falinn í kistum og öðrum læstum hirslum, þá er það eðli hrörnunarinnar að hún þarf tíma til að leggja allt í rúst.

Nirfillinn var því ríkur af fé, þó allt væri að hruni komið, og síðustu skepnurnar í andaslitrunum, börnin löngu flúin að heiman því þar var ekki vært.

Samkvæmt exelnum var því staða hans sterk.

En framtíðin engin.

 

Exelinn hugsar ekki og niðurstaða hans er niðurstaða þess gáfumennis sem fóðrar hann á forsendum.

Gáfumennis sem sér styrk í fjársveltu menntakerfi sem er forsenda hagvaxtar morgundagsins.

Sem sér styrk í vegakerfi sem er að hruni komið vegna áratugar vanrækslu auk þess að nýframkvæmdir eru aðeins brot af því sem þarf að tryggja eðlilega endurnýjun.

Sem  sér styrk í heilbrigðiskerfi þar sem flaggskipið, þjóðarspítalinn er orðinn af mygluspítala auk annarra bygginga sem halda brátt hvorki vatni eða vindi.

Í þjóðfélagi þar sem unga fólkið getur ekki lengur eignast sitt eigið húsnæði og er ofurselt leigumarkaði fjárbraskara.

 

Þetta gáfumenni hefði ekki þótt gáfulegt hér á árum áður þegar fólk vissi að lífið var saltfiskur, það eitt er víst.

Og jafnvel í dag ættum við ekki að vera það miklir einfeldningar að vita ekki að auðsöfnun nirfilsins, er skammtímaauðsöfnun.

Það er engin framtíð í henni fólgin, og þú étur ekki aurinn, sérstaklega þegar hann er geymdur í hirslum hinna Örfáu sem engar skyldur hafa, og enga ábyrgð bera á gagnvart því samfélagi sem gerði auðsöfnun þeirra kleyft.

Jafnvel það sem eitt sinn var kallað heimskra manna ráð ná ekki yfir slíka einfeldni.

 

En hún hefur samt einn kost.

Hún sigtar út.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Telur hagkerfið í sterkri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessari skýrslu er þó varað mjög við vogunarsjóðunum sem keypt hafa Arion banka.  

Um það þegja íslenskir blaðamenn, sem munu fá falleinkunn í næstu áfallaskýrslu RNA, taka tvö.

Og einnig er rætt þar um pólitísk tengsl FME, sem ekki eru sögð af hinu góða, enda skipuð af Engey ehf

og öllu Garðabæjarslekti Nóró klínikkurinnar í Múla hverfinu nærri þeim stað sem Síðumúlafangelsið stóð eitt sinn. 

Því er þessi skýrsla ekki jafn jákvæð og íslenskir blaðamenn með sífellda falleinkunn gefa í skyn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 14:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það er ekki þannig að mestu bjánar segi ekki eitthvað af viti annað slagið. 

En þeir sem mæra þessa skýrslu, þeir sigta sig út.

Til að einfalda lífið fyrir okkur hina.

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2017 kl. 17:08

3 identicon

Nei, flóknara er það ekki og falleinkunn í farvatninu ef fer sem horfir.  

Sem sagt:  4 eff í því sem segir í setningunni á undan :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 1320054

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband