Spillingarbælið Alþingi.

 

Er í okkar boði.

 

Það erum við sem kjósum aftur og aftur síbrotafólk, sem lofar bót og betrun, fyrir hverjar kosningar, og svíkur ítrekað þess á milli.

Þetta er fólkið sem stjórna okkur sér og sínum til hagsbóta.

Þetta er eins og kommúnistar fortíðar sem rændu og rupluðu eigum fólks, og komu á alræði Örfárra, neyddu fólk til að vinna hjá Örfáum stórfyrirtækjum, og réttlættu völd sín með einhverju orðagjálfri um frelsi og jafnræði.

 

Hve lengi ætlum við að líða þetta spillingarbæli?

Að 30% fólkið sem með lygum og blekkingum, laug sig til valda, að það ráðskist með allt og alla.

Þetta er fólkið sem á ekki krónu í neitt, á mestu velmegunardögum þjóðarinnar, en margar krónur í vasa sína og sinna.

 

Hvenær ætlum við að andæfa, að rísa upp í eitt skipti fyrir öll og losa okkur við þessa kommúnista nútímans?

Sjáum við ekki hvað er að gerast?, að það er æ minna af þjóðarkökunni til skiptanna, til okkar, en æ stærri hluti hennar fer í vasa hinna Örfáu og vinnumanna þeirra.

Að fjárskorturinn er tilbúið vandamál, að hann er mannanna verk, vegna afráns hagkerfis sem byggt er á hagbábiljum frjálshyggjunnar.

 

Hvenær ætlum við að upplifa okkur sem fólk?, sem manneskjur, en ekki sem sinnulaus neysludýr, sem sýna þau einu viðbrögð við spillingunni að vona að Costco opni aðra búð.

Hvenær ætlum við að skilja að það er engin framtíð án innviða, án menntunar, án manngæsku?

Og þegar spillingarbælið grefur undan þeim hornsteinum, þá grefur það undan því sem okkur er kærast, sjálfu lífinu sem við ólum og sórum að vernda.

 

Það er eitthvað mikið að þegar fólk ver sig ekki.

Ver ekki framtíð barna sinna.

Lætur spila með sig óendanlega út í eitt.

 

Þetta á ekki að vera svona.

Þetta þarf ekki að vera svona.

 

En völin og kvölin er okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is „Alveg augljós flokkstengsl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband