Þarf að spila sig fífl til að verja hið óverjanlega?

 

Hvernig getur Birgir Ármannsson látið þetta út úr sér; "„Það er al­gjör­lega ótví­rætt að ráðherra hef­ur rök­stutt til­lögu sína á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða.“"

Heldur hann virkilega að þjóðin sé fífl, eða er hann að tala til kjósenda Sjálfstæðisflokksins?

Er þetta álitið sem hann hefur á þeim??

"Þið eruð heimsk og ég tala við ykkur heimskra manna mál svo þið getið farið róleg í háttinn."!!??!

 

Af hverju segir þingmaðurinn ekki eins og er að ríkisstjórnin er í gíslingu eins manns meirihlutans, að ef hún vill lifa af, þá verður hún að lúffa fyrir geðþótta hægriöfganna, sem finnst fátt skemmtilegra en að veikja almannavaldið, enda stendur slíkt skýrt í stefnuskrá þeirra.

Af hverju biðlar hann ekki til kjósenda sinna og biður þá um skilning, mörg önnur þörf mál séu í farveginum, og þrátt fyrir allt þá horfi til framfara, ekki afturfara??

Eða finnst honum það kannski full mikil lygi, það sé þó betra að hanga á hundsroðinu um málefnalegan rökstuðning ráðherra um að sá sem sé síðastur, sé sá fyrsti, að sá sem er skyldur, sé betri en óskyldur, og sá sem er tengdur sé betri en ótengdur.

Og svo skipar maður ekki bölvaða komma í dómarasæti, allavega myndi Trump aldrei gera slíkt.

 

Það er mikið að í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana.

Mikið.

Flokkurinn er í gíslingu öfganna, og þetta er aðeins upphafið.

Þeir eru rétt komnir á bragðið, búnir með sitt fyrsta test.

 

Kannski hefði átt að velja hinn hæfasta í embætti dómsmála.

Jafnvel þó hann væri mannkostamaður með þann persónuleik að geta orðið formaður flokksins í fyllingu tímans.

Það má jú alltaf slíta einkahlutafélögum, og kjósa uppá nýtt.

 

Allavega er bullið flokknum til vansa.

Og það sem verra er, bullið setur Alþingi niður.

 

Og það eru ekki rök í málinu að vandséð er hvernig það kemst neðar.

Gjörðin er sú sama fyrir það.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birgir Ármannsson er vænn maður, það er sárast þegar þannig menn klikka.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 13:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já reyndar Pétur, það er sárast.

Því þá breytist ekkert, sami stanslausi hagsmunaskíturinn.

Ég held að menn ættu að rifja upp orð Meistarans frá Nasaret þegar hann hreinsaði út hús föðursins, en skipta orðinu faðir út fyrir orðið þjóð.

Og það versta er að fólk kveikir ekki að Sigríður er rétt að byrja, og hún nýtur þessa leiks.

Því hún er í alvöru pólitík, og alltaf samkvæm sjálfri sér.

Hennar hagsmunir, og hagsmunir þjóðarinnar, fara bara því miður ekki saman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.6.2017 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband