Hið frjálsa flæði fjármagns.

 

Einn af hornsteinum Evrópusambandsins.

Þjónar aðeins tvennum tilgangi.

Að gera auðfólki og fyrirtækjum þess kleyft að fela fjármuni sína í skattaskjólum, sem og að auðvelda glæpasamtökum að hvítþvo sitt illa fengna fé.

 

Annar hornsteinninn, hið frjálsa flæði vinnuafls, er úthugsuð svikamylla til að halda niðri launum og réttindum vinnandi fólks.

Í náinni samvinnu við þriðja hornsteininn, hina frjálsu flæði þjónustu.

 

Folloow the monney, eltu hinn fjárhagslega ávinning, og þá sérðu í raun hagsmunina á bak við málskrúðið.

Þess vegna er ekki skrýtið að Sjálfstæðisflokkurinn vill aðild að Evrópusambandinu, þó vegna áþjánar forystumanna flokksins um að halda hjörð eldri flokksmanna góðri, láti duga aðildina án atkvæðisréttar, það er EES samninginn.

 

Hins vegar er vandséður ávinningur íslensks verkafólks á hinu dulbúna þrælahaldi sem hið frjálsa flæði stuðlar að.

Svo vandséður að menn ættu að fylgja slóð peninganna, þefa uppi hina fjárhagslegu hagsmuni sem forkólfar ASÍ hafa af þjónkun sinni við aflandsfólkið.

Af hverju vilja þeir stuðla að fjármagnsflutningum úr landi, af hverju vilja þeir auðvelda glæpahyski að þvo illa fengna fjármuni sína, af hverju styðja þeir nútíma þrælahald?

 

Þetta eru ekki illa gefnir menn, það er ekki skýringin.

Og erfitt er að tengja þetta við hugsjónir af einhverju tagi.

Svo hvað er eftir annað en hið frjálsa flæði af fjármunum úr vasa þess sem græðir á hornsteinunum, í vasa þess sem þiggur?

Hvað annað getur skýrt eldmóðinn við að styðja hina bresku fjárkúgun kennda við ICEsave eða að verðtryggingin er varinn með kjafti og klóm.

 

Svo við minnumst á verðtrygginguna, væri ekki nær fyrir hina svokölluðu talsmenn verkalýðsstéttarinnar að berjast fyrir því að laun væru verðtryggð?

Samtökin sem þeir vinna fyrir kenna sig jú við alþýðuna en ekki fjármagnseigendur.

 

Nei, follow the monney.

Í það minnsta losnum við sífelldar tilvitnar í fræðifroðara kennda við stjórnmálafræði.

Því það er óþarfi að vefa flókin kóngulóarvef útskýringa utan um einfaldan þráð hagsmuna.

Hvað þá að nota einhver óljós tilbúin pólitísk hugtök um hinn tvíhöfða þurs; Þorsta.

Þar sem annað höfuðið heitir Valdaþorsti og hitt Fjárþorsti.

 

Og munum að það er ekki bara eignafólk sem á fjármuni í skattaskjólum.

Hið sama gildir um velborgaða þjóna þess.

 

Kannski er það bara Fjárþorsti sem knýr áfram ESB umræðuna, eins mikið og hún er út úr kú miðað við ástand mála á meginlandi Evrópu.

Sundruð álfa án hagvaxtar, rúinn inn að skinni af hinu frjálsa flæði eignastéttarinnar.

 

Enginn er svona vitlaus, allavega mjög fáir.

En Fjárþorsti spyr ekki um vit.

 

Hann spyr um laun.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Með 910 milljarða í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smá ábending varðandi verðtrygginguna: Það myndi ekki leysa þann vanda sem stafar af skaðsemi hennar að verðtryggja launatekjur. Aðeins tvennt getur eytt skaðsemisáhrifum verðtryggingar: Annað hvort að afnema hana með öllu eða hins vegar að fara alla leið og verðtryggja sjálfan gjaldmiðilinn, íslensku krónuna. Síðarnefndi möguleikinn hefði þann ótvíræða kost í för með sér að þá fengju Íslendingar launin sín greidd í þeim gjaldmiðli sem er stöðugastur og sterkastur á yfirborði jarðar og þyrftu heldur ekki að leita langt yfir skammt eftir honum. Fyrir vikið yrði verðtrygging hverskyns fjárskuldbindinga að markleysu og að því leyti til kæmi það í sama stað niður og ef verðtrygging yrði afnumin.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2017 kl. 12:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég held að þú hafir lagt of mikið í orð mín.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að verðtrygging launa er óráð, líkt og verðtrygging fjárskuldbindinga.

En ef einn hagsmunahópur, fjármagnseigendur nær fram slíkri forréttindastöðu á kostnað annarra hópa, þá er nærtækast hjá hagsmunavörðum launafólks að berjast fyrir sömu forréttindum handa sínum umbjóðendum.

Niðurstaðan hlýtur þá að verða hið gamla kjörorð hjá Skyttunum, einn fyrir alla, og allir fyrir einn.  Öll önnur nálgun er ávísun á samfélagslega upplausn því sá sem ber skarðan hlut, leitar leiða til að jafna hann.

Varðandi upptöku erlends gjaldmiðils, sem leið til að rétta hlut launafólks, þá veistu að innri sveiflur hagkerfisins eru þá alltaf jafnaðar út úr vasa þess.  Með annað hvort stórauknu atvinnuleysi eða niðurfærslu launa, eða einhvers konar blöndu af báðum leiðum.  Fjármagnið heldur alltaf sínu að því gefnu að verðgildi hins erlenda gjaldmiðils rýrni ekki.  En þá dreifist tapið jafnt á fjármagn og laun.

Það er nefnilega ekki hægt að verðtryggja tekjutap.

Valið stendur aðeins um hvort því er dreift jafnt á alla, eða sumir beri þyngri byrðar en aðrir.

Erlendur gjaldmiðill er hins vegar öruggari kostur fyrir eignafólk, en síðast þegar ég vissi þá var forystufólk ASÍ að berjast fyrir launþega, ekki eignafólkið.

Allavega að nafninu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2017 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Ómar.

Mér sýnist við þá blessunarlega hafa þann sameiginlega skilning að verðtrygging launa jafnt sem fjárskuldbindinga sé í báðum tilvikum óráð.

En ég botna ekki í vísun þinni til upptöku erlends gjaldmiðils. Ég var alls ekki að leggja neitt slíkt til í minni athugasemd. Þvert á móti var ég að benda á að albesta lausnin á bæði verðtryggingunni og í gjaldmiðilsmálum gæti verið upptaka innlends gjaldmiðils sem lögeyris, þ.e.a.s. verðtryggðu krónunnar. Enda er hún stöðugasti gjaldmiðill á yfirborði jarðar.

Allar hugmyndir um að taka upp erlendan gjaldmiðil sem lögeyri á Íslandi sem ég hef kynnst eru haldnar óyfirstíganlegum annmörkum og eru í raun algjörlega útópískar. Einkum vegna þess að engri þeirra fylgir nein útskýring á því hvernig sé hægt að framkvæma slík gjaldmiðlaskipti. Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands nemur peningamagn í umferð rúmlega 1.700 milljörðum króna. Ef það ætti að skipta þeim krónum út fyrir jafnvirði þeirra í erlendum gjaldmiðli væri um að ræða 17 milljarða Bandaríkjadollara eða 15 milljarða evra sem þyrfti að kaupa inn til landsins, svo dæmi séu tekin. Fyrst þarf því að svara tveimur spurningum: í fyrsta lagi hvar á að fá slíkar fjárhæðir í erlendri mynt og í öðru lagi með hverju ættum við að borga fyrir þær með tilliti til þess að Seðlabanki Ísland hefur enga heimild til að prenta gjaldmiðla annarra þjóða? Engir þeirra sem hafa borið á borð tillögur um að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi hafa fært fram nein svör við þessum spurningum, sem helgast líklegast af því að þau eru annað hvort ekki til eða þá hitt sem er líklegra, að þau svör leiða hið sanna í ljós sem er að hugmyndin er óframkvæmanleg. Það er nefninlega enginn að fara að gefa Íslendingum jafnvirði 1.700 milljarða króna og jafnvel þó slíkt magn af erlendri mynt væri til sölu þá hefðum við ekkert til að borga fyrir það nema íslenskar krónur sem enginn myndi veita viðtöku vitandi að þær yrðu senn verðlausar við afnám þeirra sem lögeyris. Öðru máli gegnir þó með þá hugmynd sem ég legg til þ.e. að tekin verði upp verðtryggð króna sem lögeyrir, því ekkert útilokar að hægt sé að veita Seðlabanka Íslands heimild með lögum til að prenta hana og gefa út.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2017 kl. 13:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Sorry Guðmundur, var með hugann við annað og aðra athugasemd, las vitlaust á hlaupunum.

En því miður held ég að verðtryggður innlendur gjaldmiðill væri ennþá meira feigðarflan en upptaka þess erlenda.

Það er bara þannig að þegar innkoma þjóðarinnar sveiflast til, þá verður eyðsla þjóðarinnar að gera það líka.

Ef einhver stærð er föst, á tímum samdráttar í þjóðartekjum, þá leitar jafnvægið bara í einhverja aðra.

Og reynslan kennir að þar ber lítilmagninn skarðastan hlutann frá borði.

Því hver tekur málstað hans?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2017 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 344
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 1547
  • Frá upphafi: 1321430

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 1320
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband