Blóðpeningar.

 

Hætta ekki að vera blóðpeningar, þó ríkið sé stór eignaraðili í Landsbankanum.

Og hirði arðgreiðslur.

 

Ríkisbanki átti að hafa forgöngu um siðlega hegðun eftir Hrun, að skila til þrautpíndra viðskiptavina sinna þeim afslætti sem hinn nýi banki fékk frá þrotabúum hins gamla.

Setja þannig fordæmi, sem hefði neytt hina banka til svipaðra aðgerða, eða þeir hefðu hlotið hinn þyngsta dóm þjóðarinnar, skógargöngu eða útlegð úr mannlegu samfélagi.

 

Ógæfufólkið sem á því bar ábyrgð, steinþegir í dag þegar annað siðleysi er í uppsiglingu, því sök bítur sekan.  

Og fyrir vikið eru torgin laus við pottaglamur.

 

Samsektin er tryggasti þjónn auðsins.

Hún tryggir þögnina, hún tryggir áframhaldandi siðleysi og rupl.

 

En við sem þekktum sið þá, og þekkjum sið í dag, megum aldrei gleyma uppruna þessarar arðgreiðslu, úr hvaða vösum hún var dregin.

Við þögðum ekki þá, og við megum ekki þegja núna.

 

Því þögnin er bandamaður auðsins.

Í skjóli hennar fær hann friðinn.

 

Við erum kannski ekki mörg, núna eftir að samsektin lagði undir sig hinn almenna sjálfstæðismann, gleymd er hans barátta gegn hrægömmum og öðrum fjárníðingum.

Og við erum kannski ekki raddsterk því mótmæli voru ekki okkar iðja hér á árum áður, líkt og hjá hinum samseku fyrrum félögum okkar til vinstri sem sviku þjóðina um leið og leiðtogar þeirra komust í ríkisstjórn.

 

Við erum bara við.

Fólk með samvisku, og fólk með siðferðiskennd.

 

Eins ólík og við erum, þá eigum við eitt sameiginlegt.

Lífið sem þarf að vernda.

 

Við erum rík þjóð.

Höfum samt aldrei verið svona fátæk.

 

Börnin okkar gista vergang leigu og vaxtaokursins.

Innviðir samfélags okkar grotna niður.

 

Það er verið að ræna börnin okkar framtíðinni.

Og aðeins við fáum því breytt.

 

Með því að taka afstöðu.

Með því að láta í okkur heyra.

 

Í dag.

Og á morgun.

 

Þannig verjum við lífið.

Þannig verjum við okkur sjálf.

 

Því það er ekkert val.

Það er ekkert val.

 

Og innst inni vitum við það öll.

Kveðja að austan.


mbl.is Greiðir 24,8 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver verður að segja það, bankaráðshyskið álíka siðlaust og ríkisbankastjórinn Birna "kúla" ... sjálfskömmtunar pakk.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 00:39

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fjárfesta í gulli fyrir arðinn, og það sem allra fyrst.

Á 7 ára fresti springur uppkeyrslan í spilavítiskauphöllunum. Það verður enn stærri sprengja núna, heldur en 2008.

Gull er eina vörnin gegn innistæðulausum mattadorpeninga-bönkum sem eru að fara að renna sitt svig niður á við. Það voru nefnilega ekki innistæður fyrir brotabroti af síðustu uppkeyrslu. Tölvurnar eru töfraleiktæki fyrir þá sem hafa spilafíkn og græðgi að leiðarljósi í ákvarðanastjórnum banka, lífeyrissjóða og spilavítiskauphalla. Þar til töfraleiktækjabólan springur framan í spilafíklana og yfir allt heimssamfélagið.

Búum okkur undir það meðan við höfum enn örlítið ráðrúm. Og ekki bara á Íslandi.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir við að reyna sitt besta, til að sjá við vitleysunni í stjórnlausri spilavítisvitleysunni. Auðvitað erum við öll meir og minna samfélags samsek, fyrst við gagnrýndum ekki stjórnlausa græðgina sturluðu fyrir 2008. En það er óþarfi að þegja þunnu og ógagnrýnu hljóði núna líka.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2017 kl. 01:04

3 identicon

100 prósenta hækkun til fyrrverandi ríkissáttasemjara og til eins af höfunduþ skýrslu RNA sýnir blygðunarlausa skynhelgi og hræsni ríkisvaldsins og allrar íslenskrar stjórnsýslu. Orð Styrmis Gunnarssonar úr þeirri skýrslu troða þó enn marvaðann ... það er ekkert.. bara sjálfskömmtunar græðgi ... þwtta er ógeðslegt samfélag. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 01:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur fyrsti.

Ein ástæða þess að sjálftökukerfi auðsins lifir af allar atlögur almennings, er sú að okkur hættir alltaf til að persónugera það i þjónum þess, í stað þess að ráðast á kerfið sjálft.

Það var gert eftir Hrunið 2008, og það er ástæða þess að sjálftökukerfið gat endurskapað sig eins og Borgarnir forðum.

Og svo ég vitni áfram í þá ágætu Star Trek seríu, þá hafðist ekki sigur á þeim djöflum fyrr en kjarni veldis þeirra var eyðilagður, þá var ekkert neitt lengur til að endurskapa.

Trekkarnir vissu hvað þeir sungu.

En íslenska þjóðin greinilega ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2017 kl. 09:06

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það er mikið rétt hjá þér að við sem, hristum höfuðið í gullgrafaraæðinu mikla í aðdraganda Hrunsins en sögðum fátt, erum samsek, því þetta varð vegna þess að við sátum hjá.  Mörg okkar voru meira að segja svo barnaleg að trúa að Steingrímur Joð meinti allavega eitt orð af gagnrýni sinni á fjármagnið og sígróðafíkn þess.

Og yfirbót okkar getur aðeins falist í því að þegja ekki núna.

Og sérstaklega að láta ekki nýja lukkuriddara villa okkur sýn.  Fá okkur að halda í austur, þegar það þarf að verjast í vestri. 

Og við eigum að vita að hinir gömlu stuðningsmenn ICEsave fjárkúgunar breta vinna ennþá beint eða óbeint fyrir hrægammanna.  Við eigum að hafa það í huga þegar við lesum Stundina, eða aðra þá miðla sem þessir málaliðar fjármagnsins halda úti til að halda hjörðinni úti í meinlausu andófi gegn síráninu.

Við eigum að nota vit okkar og skynsemi til að sjá hverjum þeir þjóna, og hvað þeir vilja í raun.

Völd, völd handa sér og sínum.

Ekki betra samfélag, ekki réttlátt samfélag.

Þeirra samfélag.

Ekki okkar.

Okkar hins venjulega fólks sem viljum fátt annað en frið til að ala upp okkar börn, og reyna að skapa þeim mannsæmandi lífskjör, í samfélagi þar sem þeim er tryggð menntun, heilsugæsla, og þeirra bíði fjölbreytt atvinnulíf þar sem hæfileikar þeirra fái að njóta sín.

Við biðjum ekkert annað en að fá frið fyrir síráni og sírupli hinna Örfáu, sem hafa makað krókinn á kostnað fjöldans í gegnum árþúsundin.

Það er mál að linni, og það skal linna.

Við erum rík þjóð, við eigum gnótt mannvænlegra barna.

Það er skylda okkar að koma þeim til manns.

Í þjóðfélagi sem er fyrir alla, sem byggir á réttlæti og heiðarleika, ekki lögmálum frumskógarins.

Þannig borgum við sektina fyrir samsekt okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2017 kl. 10:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur þriðji.

Ég held að Styrmir hafi verið í einhverju annarlegu ástandi þegar hann mælti þessi orð, svona eins og maður er í lyfjamóki með 40 stiga hita.

Þegar bráði að Styrmi, þá man hann ekki lengur það sem hann sagði eða það sem hann skrifaði.

Er einn af þessum aumkunarverðum öldungum Sjálfstæðisflokksins sem horfir þegjandi á síránið þegar það er í boði hans eigin flokks.

Hefur aldrei getað horfst í augun á sinni eigin ábyrgð í uppgangi frjálshyggjunnar, þessar hagtrúar sem hið Svarta fjármagn kostaði til valda á Vesturlöndum fyrir um 30 árum síðan.

Vælir svo einstaka sinnum yfir afleiðingum engisprettafaraldurs fjármagnsins, en hefur aldrei kjark til að stíga skrefið gegn því kerfi sjálftöku og auðráns hinna Örfáu, sem helríður vestrænum samfélögum.

Svíkur ekki bara flokkinn sem ól hann, flokk þeirra Bjarna eldri og Ólafs Thors, heldur líka afkomendur sína, börnin, framtíð þeirra.

Því helreið liggur alltaf til Heljar.

Sama hvað öðru er haldið fram.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2017 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband