Fallegt fólk, á sál og sinni.

 

Safnaði fjármunum til aðstoða nágranna okkar við að takast á við náttúruharmfarir.

 

Í heimi þar sem miðaldra karlmenn hafa kosið yfir heimsbyggðina árásargjarna ofbeldisstefnu, hvort sem það er í USA eða í öfgahreyfingum kennda við Islam, þá er svona fólk, í allri sinni fegurð, líkt og ljósgeisli sem lýsir upp hinn ömurlega raunveruleika 21. aldar.

Öldin, sem átti að gefa mannkyninu frið og gæfu, var yfirtekin af miðaldra karlmönnum sem telja stríð og ofbeldi, kúgun og ofbeldi, ofstæki og ofbeldi, vera lausnin sem tryggir að þeir verði síðasta kynslóð jarðar sem átti valkost um betri heim.

Heim sem gat þróast, heim sem gat tekist á við vandamál, heim sem gat skapað frið og velsæld í þessum heimi sem við deilum öll.

 

En það fór eitthvað úrskeiðis, líkt og gerðist á fjórða áratug síðustu aldar.

Þá sögðu þeir sem dauðann upplifðu í skotgröfum fyrra stríðs, ekki meir, ekki meir.

En drengirnir sem léku sér að tindátum, og upplifðu aldrei hel stríðsins, þeir hópuðust kringum lýðskrumarann sem bauð þeim hatur og heift, fordæmingu og ofbeldi.

Bara misheppnir að fá að kjósa þann náunga, en í öðrum lýðræðisríkjum þá vantaði þeim þetta afl til að fá útrás fyrir testósterónhormóna sína.

 

Svo fór það sem fór, með dauða og ofbeldi og ótal nauðgunum saklausra kvenna.

Og kynslóðin á eftir sagði aldrei meir, aldrei meir.

Og friður ríki í 80 ár.

 

Næsta kynslóð á eftir, lét miðaldra karlmenn með yfirfullan pung af testósterón hormónum, yfirtaka stjórnmálin.

Yfirtaka hið vestræna lýðræði.

Og sagan hefur byrjað sitt endurtekningarferli.

 

Þá eru sagðar sögur að góðu fólki.

Ein sú saga var sögð í dag.

 

Fögur saga sem var knúin áfram af fallegu fólki.

Sem vill vel, vill láta gott af sér leiða.

Vill fagran heim.

Vill það góða sem býr í okkur öllum.

 

Svona sögur eru helstu óvinur þeirra miðaldra karlmann sem helið kjósa fyrir börnin sín.

Þeir virkja óttan og fordómana, þeir vilja átök og stríð.

Svo kemur bara gott fólk sem segir, okkur þykir vænt um náungann.

Við viljum vel.

 

Það er stríð í gangi.

Milli mennskunnar og illskunnar.

 

Fallegar sögur eru helsta vopn mennskunnar í dag.

Þær segja að við erum gott fólk.

Að heimurinn er góður.

 

Þó hinn fordæmandi lýðskrumari, þó hinn ofstækisfulli miðaldamaður séu meir áberandi, þá eru þeir líkt og sprengistjarnan, aðeins leiftur á himinhvolfinu sem fjarar út.

Fallega fólkið er hins vegar eins og sólin.

Það skín, og það skín.

Löngu efir að sprengistjarnan hefur runnið sitt skeið á enda.

 

Og líkt og sólin þá nærir það lífið.

Meira er ekki hægt að gera.

 

Og er í raun það eina sem þarf að gera.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Afhentu Færeyingum söfnunarfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband