Jákvæðar fréttir??

 

Eða er ekki allt sem sýnist??

Eftirá að hyggja þá minnir mig að fyrstu merki hrunsins hafi einmitt verið allskonar hækkanir á hinum og þessum mötum, vonandi rétt beyging fleirtölunnar, og virkuðu þær fréttir eins og öfugur reykskynjari.  Eða hver man ekki eftir súpereinkunn bankanna nokkrum sekúndum fyrir hrun.

 

Síðan má spyrja sig hvað býr að baki, og jú, meint góð staða ríkissjóðs, og það ætti að vera gott mál.

En í heimi sem er markaður af sýnd og blekkingu þá ættu menn aðeins að staldra við og spyrja sig, er þetta svo voðalega góð staða?

Flestir myndu svara neitandi ef þeir lokuðu á þessa orðaræðu fjármálasýndarveruleikans og hugsuðu dæmið út frá rekstri heimili síns, eitthvað sem allir þekkja og allir vilja að sé í lagi.

 

Það vita allir að umframeyðslu má skera niður ef endar ná ekki saman, til dæmis vegna þess að tekjur hafa lækkað því það eru alltaf grunnútgjöld sem þarf að standa skil á. Að fæða, að klæða og borga af húsnæðinu. 

Verði tekjubrestur, þá reynir á grunnútgjöldin, klæði má nýta, hægt er að kaupa ódýrari mat, jafnvel borða minna og jafnvel þarf að reynda að endursemja um lán en þetta eru takmarkaðir möguleikar, það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að skera niður grunnþarfir.

Í neyð þarf þess samt, og dugar jafnvel ekki til.

 

En að skera niður grunnþarfir til að safna í sjóð, gera fæstir, þeir eru kallaðir nirflar, nánasir eða eitthvað þaðan af verra.  Jafnvel þó menn fái einhvern stimpil í banka um að þeir eigi auðveldara með að slá sér lán.

Eins þykir það ekki mikil speki að sýna tekjuafgang með því að sleppa öllu viðhaldi á húsnæði, hvað þá ef menn gera ekki einu sinni við skemmdir eftir óveður eða eld.  Láta sér rústirnar duga sem þakið yfir höfuðið.

Og þeir sem það gerðu, og gengu síðan hróðugir um götur með vottorð um lánshæfi sitt, þeir væru hreinlega taldir fífl, það er ef menn vilja ekki nota orðið fávitar.

 

En þegar stjórnmálamenn okkar gera það við sameiginlega sjóði og okkar sameiginlega heimili, þá eru þeir taldir miklir efnahagssnillingar.

Grunnþarfir eru sveltar, viðhaldi ekki sinnt.

En þeir eru með plagg frá útlöndum og sýna það hróðugir öllum sem sjá vilja.

 

En eru þeir eitthvað skárri fyrir vikið??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Horfur ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þörf ádrepa. Einhvernvegin læðist að manni sá grunur í ljósi reynslunnar að gott lánshæfismat sé undanfari þess að rænt verði innanfrá.

Magnús Sigurðsson, 14.1.2017 kl. 11:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús.

Ég get heldur ekki að gert að sá grunur læðist að mér.

Þetta minnir mig allt á þekktan draugagang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 11:43

3 identicon

Frá einum framhlaðningsmanni til annars ... og þannig séð til allra slíkra ... segi ég þetta enn og aftur:

Í daglegu tali og út um allt er nú mikið rætt um óhjákvæmileika þess að hér verði annað hrun, kannski annars konar hrun, en hrun samt. Það má vel vera að svo fari ... en munum þá að ef almenningur lætur vit sitt fyllast af slíkum hugsunum, þá mun það einungis ýta undir og með því að svo verði.

Og hverjir græða mest á því? Hinir vell-auðugu sem nú þegar setja okkur hinum lögin hafa með því fengið skálkaskjól til að ræna almenning enn meira. Í guðanna bænum hættum að ræða um óhjákvæmileika annars hruns, innan 1-3 ára.

Einbeitum okkur fremur að því að berjast gegn því að hér verði annað hrun, stöndum vörð um hagsmuni íslensks almennings fyrst og fremst, það gerum við best með því að berjast gegn gjörspilltum valdhöfum sem leynast í öllum hinum kerfisbundnu ríkisflokkum, einflokknum samtryggða og samseka.

Sjáum ljósið, þetta er svo augljóst, aðförin að heildarhagsmunum almennings er fyrir löngu hafin en hún er nú komin á sterkustu ofur-stera og nýtur til þess málaliða hjá helstu fjölmiðlum landsins, auk helstu stjórnsýslustofnana landsins, ótrúlegt en satt.

Vaknið, það er svakalegra rán framundan en varð við hrunið. Það er hægara, þyngra, meira og framið af einbeittum brotavilja þeirra sem um véla. Flest þetta grunar mig, flest þetta grunar þig, því er haldið að okkur,

óttinn lamar vitið ... en berstu gegn því

í guðanna bænum, haltu haus, láttu ekki buga vit þitt með "óhjákvæmileikanum" að illa fari,

segðu frekar og trúðu því að við getum sameiginlega, sem þjóð, forðað því að illa fari.

Með kveðju til allra átta

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 16:44

4 identicon

Munum einnig þetta:

Samræðustjórnmálin leiddu til hruns

ásamt þverflokka-pólitískri samtryggingu og spillingu innan all stjórnkerfisins.

Bankavæddir andskotar vaða hér enn uppi og það með bestu aðstoð ríkisvaldsins.

Það er öllu venjulegu, óbreyttu og heilbrigðu fólki augljóst.

Skammaðu ekki hinn samtryggða og samseka einflokk með andlitin 7, það breytir engu.

Höfðingjar einflokksins eru allir á einum og sama málanum

 

Í guðanna bænum, höldum haus, látum ekki buga vit okkar með "óhjákvæmileikanum" að illa fari,

segjum frekar og trúum því að við getum sameiginlega, sem þjóð, forðað því að illa fari.

Það tókst okkur, sameiginlega sem þjóð, í varnarbaráttunni gegn Icesave, sem þjóð.

 

Með kveðju til allra átta

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 16:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Stundum geta skynsöm orð verið það skynsöm að ég botni ekkert í þeim.

Kemur vel á vondann því ég veit eins og er að oft botnar fólk ekki orð í pistlum mínum, tilvísanir í allar áttir og knappur texti í véfréttarstíl, án þess að nokkur véfrétt hafi slæðst með, hvert er maðurinn að fara??

Og engin huggun í því að ég viti það ekki heldur.

En þó veit ég það, og hef fyrri umræðu mér til hjálpar, að eitthvað hér að ofan sé vísað í að ég trúi ekki á nýjar kosningar þegar aðeins einn flokkur er í framboði.

Að ég telji að það þurfi allavega vera tveir flokkar í boði í slíkum kosningum, ef hugsanlega eitthvað eigi að breytast.

En það útskýrir aðeins hluta, um annað má aðeins segja að ég á mikið ólært og þarf að lesa miklu meira til að bæta þar úr.

Sem Pétur minn ég ætla að gera, og mun gera.  Því ég veit að ég þarf þess, og get ekki vikist undan þvi lengur. 

Trump sá til þess, að það sem í flimtingum var haft, og ég var sko ekki barnanna bestur, að það er að ganga eftir.

Og Valið hvarf, aðeins skyldan varð eftir.

Pétur minn, það sem á milli ber, nær ekki efnisþykkt hins sýnilega heims, þegar sjálf alvaran bankar uppá.

Ég veit það, ég viðurkenni það.

Sumt fær maður ekki flúið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 19:51

6 identicon

Við unnum síðustu orustu, við vinnum næstu og líka þarnæstu.

Sá sem keppir ekki við neinn vinnur allar orustur, er utan og handan við.

Vit orðanna skiptir þar mestu máli.

Við lesum okkur til, þjálfum hugann, brýnum efnisþykktina í hnífskarpt blað.

Þú stendur þig vel Ómar, finn það að þú ert að ná fyrri styrk úr síðustu orustu.

Næsta orusta er hafin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 22:37

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur við erum í vinningsliðinu, eða þannig þegar maður horfir í sviðið í dag og sér hvernig ICEsave liðið hefur hreiðrað um sig í stjórnarráðinu.  Og mest áberandi á hliðarlínunni er lið sem er algjörlega í vasanum á auðnum.

Þá er nú skemmtilegra að stríða þar sem enginn er andstæðingurinn, fara sáttur að sofa og vita að maður geti bara farið í pikknikk daginn eftir. Eða blásið til orrustu við allt og ekkert.

Ágætt svo sem ef Svarta pestin væri ekki drepsótt sem engu eirir, ekki einu sinni eylandi í naflaskoðun sleppur lifandi frá henni.

Og stríðið við hana snýst ekki um völd eða hver ræður hverju sinni.  Grámi hennar og sverta sem kæfir öll litbrigði tilverunnar verður ekki lagað með því að hópur manna fari um með málningardollur og reyni að lita uppá nýtt.  Menn hafa aldrei undan, þetta er eins ferðalag um bratta skriðu þar sem allar tilraunir uppá við enda niðurá við. 

Því þetta er ekki barátta hins efnislega, hins áþreifanlega sem við köllum stjórnmál, heldur er þetta stríð hugmyndanna, þaðan kom hið upphaflega smit Svörtu pestarinnar, og það verður aldrei heft nema hugmynd takist á við hugmynd, að fólk viti við hvað það er að berjast við og til hvers það er að berjast.

Vissulega þurftu menn að takast á við afleiðingar kólerunnar sem ógnaði lífi í Lundúnum á þar síðustu öld, huga að sjúkum og reyna finna einhver ráð til að lækna veikina.  En meginsigurinn vannst þegar smitleiðin var fundin og byrgt var fyrir hina sýktu brunna.

Og það er meira en að segja það að slást við Svörtu pestina, ég sá að sá mikli kennimaður, Frans páfi hafði fá önnur ráð í handraðanum þegar leikarinn Leonard DiCaprio ræddi við hann í myndinni Before the Flood, eða fyrir Syndaflóðið, en að biðja fyrir mannkyninu.  Þó getur hann blásið milljónum eldmóð í brjósti, en hafði ekki það að segja sem þurfti að segja til að fólk tæki mark á honum.

Hann þekkir Ógnina, hann þekkir Óvininn, en hann hefur ekki burðinn eða kraftinn til að sameina fólk gegn honum.  Nær ekki að virkja mannúðina og mennskuna sem býr í sálum fólks.

Þetta er vandi skæruliðans í hnotskurn, hann veit hvað á að plamma, en hann veit um leið að þegar hann gerir það, þá skilur ekki nokkur maður í því.  Það er ekki nóg að vita að framhlaðningurinn virki, hann þarf að finna sér samhljóm með öðrum sem plamma í rétta átt.

Ekki að orrusta dagsins skipti ekki máli, en hún er aðeins síendurtekning ef hið marghöfða skrímsli endurnýjar sífellt það höfuð sem af er höggið.  Sá þetta í myndinni Willow, alveg glatað dæmi fyrr en skrímslið sjálft var lagt að velli.

Ekki að það sé val eins og ég hefur áður sagt, hvað þá að þessar hugleiðingar mínar skipti nokkuð máli, ég bara hreinlega nenni ekki að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa í dag, og það sama gilti um síðustu daga, andinn skrapp eitthvað út og hefur ekki látið sjá sig aftur.

Sporin hræða og eitthvað var það um frjálslyndi hinna frjálslyndu eða hvað það er sem þeir kalla þessa Helreið til andskotans.

Þetta er ekki félegt en núna skil ég af hverju höfuðskáld þurfa ritlaun frá hinu opinbera, það er svo að þau lifi af þetta andleysi án þess að svelta í hel.

Best að ég fái mér kaffisopa og reyni aftur.

Harmkvælin hljóta að skila einhverjum línum.

Bið að heilsa suður, sérstaklega öllum góðskáldum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 09:42

8 identicon

Hugleiðingar þínar eru meira virði en allra "höfuðskáldanna" á fóðrum ríkisjötunnar.

Ekki að það ætti að vera svo ... heldur að það er svo og því skiptir framhlaðningsmaðurinn

miklu meira máli en "höfuðskáldin" sem eru hirðskáldin, ákvörðuð og valin af sjálfum sér,

sinni eigin hirð sem stakmengi innan hirðarinnar.

Vissulega reis Einar Már upp eftir hrunið, en hann var sá eini, allir hinir þögðu

og þegja enn, nema til að verja eigið stöðulega vígi ... en ekki til að gagnrýna höndina sem fóðrar þá.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 16:21

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, þetta spjall okkar varð allavega til þess að ég kom frá mér pistlinum sem átti að vera punkturinn yfir i-ið vegna myndun þessarar ríkisstjórnar.

Andinn lét að vísu ekki sjá sig, en puttarnir náðu að hamra saman einhverju með upphafi og endi.

Svo fáum við Trump og svo hækkandi sól og svo vonandi einhver tíðindi úr íslenskum stjórnmálum.

Það leggst alltaf eitthvað til nema það sem kannski skiptir mestu máli Pétur, hópur fólks sem leggur til atlögu við Svörtu Pestina.  Þó hann sé skrifaður í skýin, þá virðist alltaf vera þoka þegar maður gáir til himins til að leita að honum.

Það er rétt að höfuðskáldin hafa brugðist mennskunni, það er eins og andinn hafi yfirgefið þau líka, svo það er eins gott að það er einhver hönd sem fóðrar þau.

En til eru skáld, sem eru skáld, en ekki bara einu sinni skáld.

Kannski blása þau í lúðra, eða yrkja sonnetur um upprisu hins Nýja Íslands, líkt og Steinn gerði á sínum tíma í Rauðum loga.

Það getur bara ekki verið eilífðar draumur fólks að vera bara þjónar, sem smán saman eru látnir missa sig þegar sjálfvirkar vélar yfirtaka störf þess.

Ætlar fólk bara að deyja út, svona sem afskrifaður kostnaður??

Segi eins og Steinn, Hreyfing lífsins, hvar ert þú nú??

Og segi svo ekki meir.

Bið að heilsa Pétur, við heyrumst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1639
  • Frá upphafi: 1321531

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1396
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband