Í landi Mammonsdýrkenda

 

Eru ekki til peningar til að sinna undirstöðum samfélagsins.

Peningaskorturinn blasir allsstaðar við, hvort sem það er hjá löggæslunni, í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu eða í umönnun aldraða eða daggæslu barna.

Skiptir ekki máli hverjir stjórna, hvort það er hjá ríki eða borg.

 

Eða svo ég vitni í viðtal við Martin Wolf (aðstoðarritstjóri Financial Times) síðasta fimmtudag;

 

Elítan í viðskiptalífinu lítur út fyrir að vera spillt og veruleikafirrt og hefðbundnu flokkarnir virðast ekki geta boðið upp á neitt annað en niðurskurð um fyrirsjáanlega framtíð.

 

Niðurskurður hvort sem það er góðæri eða hallæri.  Hvort sem það er hægri eða vinstri, nýir flokkar eða gamlir.

 

Það vantaði ekki fögur fyrirheit hjá hugsjónafólkinu sem bauð sig fram fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, og ekki vantaði velviljann og bjartsýnina.

Það vantaði aðeins fjármuni og úrræðin.

Og gjaldþrot hugsjónanna opinberaðist þegar hætt var að gefa gamla fólkinu almennilega að éta.

Þetta fólk hefur ekki lengur neinn rétt á að gagnrýna íhaldið, framsókn, eða neinn annan þann flokk sem spjótin hafa beinst af undanfarin ár, þegar á reyndi þá var það í engu betra, jafn úrræðislaust, jafn meðvirkt þjóðfélagi Mammons.

 

Og um þetta munu stjórnmál næstu ára snúast, hefur einhver kjark til að fara gegn fjármálaelítunni, gegn vaxtaokrinu og fjármálabraskinu??

Hefur einhver kjark til að segja að fólk sé verðmætara en gjaldmiðill.

Að fjárfesting í gróandanum og gróskunni skili velmegun og velsæld en niðurskurður er ávísun á hallæri fjöldans þó vaxtartölur sýni einhverja eignaaukningu hjá hinum ofurríku.

Hefur einhver kjark til að fara gegn arðráni og þrælahaldi alþjóðavæðingarinnar, til dæmis með því virkja lög um þrælahald og glæpi gegn mannkyninu.

Hefur einhver kjark til að berjast fyrir grænu og sjálfbæru samfélagi og marka þar með braut fyrir lífvænlegri framtíð barna okkar?

 

Og svo má lengi telja.

En núverandi kerfi er gjaldþrota, og það er beina brautin til heljar.

Því svarta pestin er verri drepsótt en Svarti dauði var á sínum tíma.

Mammon er guð heljar en ekki lífsins.

 

Og það þarf fattarinn að skilja áður en leiðin til lífsins lokast endanlega.

Við höfum ennþá val, og valkosti.

Það er náðargjöf sem okkar kynslóð var gefin.

 

Nýtum hana.

Svo næsta kynslóð eigi líka val.

 

Stærri Gjöf er ekki hægt að gefa börnum okkar.

Gefum hana.

Kveðja að austan.


mbl.is Þurfa að senda börnin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gódan daginn Ómar.

Tek undir hvert einasta ord hjá thér.

Vel sagt og svo rétt.

M.b.kv.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 10:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2016 kl. 13:19

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vel mælt, Ómar. Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.9.2016 kl. 23:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk, og takk fyrir innlitið Halldór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2016 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband