Er hægt að affylkingavæða sig??

 

Svona líkt og kristnir bókstafatrúarmenn bjóðast til að afhomma fólk??

Eða er Guðni að lýsa því yfir að fólk eigi ekki að kjósa sig, er hann svona í kosningabaráttu fyrir þá sem standa utan fylkinga.

Eða byrjar hann fyrsta dag kosningabaráttu sinnar með því að ljúga að fólki??

 

Á Ögustundu þjóðarinnar kaus Guðni að fylla flokk örfárra einstaklinga sem beinlínis lugu því til í blaðagreinum, að íslensku þjóðinni væri skylt samkvæmt alþjóðasamningum að borga ICEsave fjárkúgun breta.

Gerði hann það í kjölfar þess að þáverandi forseti, núverandi helsti keppinautur Guðna, hafði sagt að íslenskir bændur og fiskimenn gætu aldrei borið ábyrgð á fjármálasukki auðmanna.

Mótrök Guðna í sömu blaðagrein voru að íslenskir bændur og fiskimenn væru illa haldnir að þjóðrembu, og könnuðust viljandi ekki við undirskrift sína á þeim alþjóðasamningi sem gerði þá ábyrga fyrir skuldum auðmanna. 

Kvaðst Guðni vita þetta því hann væri sagnfræðingur. Íslenskir bændur og fiskimenn væru hins vega ómenntaðir.

 

Þessi orð Guðna, sem reyndar eru endursögð eftir minni, skipaði honum ákveðið í minnihlutafylkingu, sem hann hefur allatíð verið í síðan.

Þegar Ólafur tók af skarið, þá fór hann í aðra fylkingu, sem hann hefur verið í allatíð síðan.

Kallast fylking Ólafs, Þjóðvörn, en fylking Guðna, Þjóðníð.  Reyndar nota Norðmenn annað orð yfir þetta hátterni, en þar sem þeir hafa alltaf vilja eigna sér íslensku handritin, þá er ekki hægt að nota norskt orð þegar gott íslensk orð er til yfir þetta ákveðna athæfi.

 

Þá ónáttúru að taka upp hanskana fyrir erlenda ofbeldisseggi sem reyndu að skuldaþrælka þjóðina með kúgun og fjármálalegu ofbeldi.

Þá ónáttúru að tala niður þjóð sína á slíkri Ögurstundu.

Það er þjóðníð og verður alltaf þjóðníð á meðan einhver frjáls þjóð þrífst hér á jörðu.

 

Um þetta mun kosningabarátta Guðna snúast.

"Hvað ætlar að gera næst góurinn þegar erlend kúgunaröfl sækja að þjóðinni?"

"Hvað gerirðu á næstu Ögurstund hennar".

Það þarf ekki að spyrja hann annarra spurninga.

 

Ef þjóðin tekur svör hans gild, og kýs hann sem næsta forseta, þá er ekkert við því að segja.  Þá er þjóðníð með meirihluta á Íslandi í dag.

Sem er ekki svo sem skrýtið hjá þjóð sem sættir sig við að seðlabanki þjóðarinnar peningaþvær illa fengið fé aflandseiganda svo þeir geti aftur keypt upp helstu fyrirtæki þjóðarinnar, og mergsogið þau að vild.

Eiginlega væri bara eitthvað skrýtið ef annar væri kosinn eins og ítök auðmanna eru í dag.

 

En tíminn mun skera úr hver verður kosinn.

Ólafur er illa lemstraður eftir ásóknina á eiginkonu hans.

Enda vanir menn sem hafa reist þá níðstöng, og hagsýnir, þeir endurnýttu þá sem þeir notuðu í bretavinnunni til að níða niður þjóð sína.

Ekki er að sjá að aðrir komi til greina eins og staðan er í dag.

 

Skiptir svo sem ekki miklu, rænd og rupluð þjóð hefur hvort sem er lítið við sjálfstætt forsetaembætti að gera.

En að aflandseigendur skuli ekki geta boðið uppá eitthvað hæfara eintak er með ólíkindum.

En fyrst að það á á annað borð að gjaldfella forsetaembættið, þá er eins gott að gjaldfella það með stæl.  Næst verður kannski boðið uppá barnastjörnu úr Ísland got talent.

 

Allavega þá eru línurnar skýrar, draugagangur auðklíkunnar liggur fyrir.

Hvort einhver Grettir er til staðar til að kveða niður drauginn kemur í ljós.

Þessu liði mistókst í ICEsave stríðinu, kannski mistekst því aftur.

 

Hver veit, það er alltaf von.

Kveðja að austan.

 

P.S.  Svona til að taka af allan misskilning þá er viðkomandi athöfn sem ég lýsti hér að ofan, þjóðníð, og ég leyfi mér að kalla fylkinguna sem ástundaði hana, Þjóðníð.  En mér vitanlega kalla ég engan þjóðníðing, enda ekki mitt að dæma einstaklinginn, ég er að taka fyrir hóp, sem ég hef ákveðna skoðanir á, sem ég rökstyð, bæði hér og í mörgum öðrum pistlum mínum.  Eins er ég að taka fyrir ákveðna athöfn eða gjörðir, sem ég rökstyð. Íslenskan gæti notað eitthvað mildara orð yfir þessa athöfn, þetta er af gömlum stofni frá þeim tíma þar sem hlutirnir voru sagir tæpitungulaust. 

Ef einhver sem hefur komist niður úr þessum pistli, og kann eitthvað betra orð, þá má hann benda mér á það.  Tek samt ekki við orðinu kvislingur því það er norskt.En það væri gott að hafa eitthvað mildara ef til er, en enga rétttrúnaðarísku takk fyrir. 

Mannamál en ekki ómál.


mbl.is „Forseti standi utan fylkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ómar, það er hægt að RÚV væða þá léttilega með 285 manna hjálparsveit borgaða af opinberum sjóðum landsmanna!

Eyjólfur Jónsson, 5.5.2016 kl. 19:51

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hvar finn ég þessa blaðagrein?

Ólafur Eiríksson, 5.5.2016 kl. 20:15

3 identicon

Ekki minnist ég þessarar blaðagreinar og spyr því einnig, hvar er þessa blaðagrein Guðna að finna?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 20:59

4 identicon

Blessaður Ómar Geirsson,

hér spyrja menn á þræði þínum hvar þeir finni grein Guðna.  Þeim mönnum vil ég svara að Guðni hefur nokkuð fjallað um Icesave og reyndar talsvert mikið, ef að er gáð og það bæði í fyrirlestrum og í blaðagreinum.  Þar er hann mjög hallur undir þá nýju sagnfræði að þjóðveldisöld hafi aldrei verið annað en blekking og allt tal um annað sé byggð á þjóðrembu.  Það orð, þjóðremba, er honum mjög tamt á tungu og vill hann meina að það hafi verið vegna þjóðrembu sem íslenskur almenningur kaus gegn Icesave á sínum tíma.  Í grein sinni "Engin ríkisábyrgð? sem birtist á visir.is 10. mars 2010 kallar hann t.d. neyðarlögin "fuck the foreigners" lög og er greinilega heitt í hamsi yfir því að íslenskur almenningur neitaði að borga Icesave.  Niðurlagsorð þeirrar greinar Guðna eru þessi:

"Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“."

Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 22:42

5 identicon

Þar sem mönnum er svona tíðrætt um Guðna Th. Jóhannesson er ágætt að minnast þess að hefði núverandi forseti ekki verið svona öflugur meðreiðarsveinn útrásarvíkingana hefðum við hugsanlega horft upp á aðra mynd en þá sem birtist okkur með falli bankanna. Tekið úr Rannsóknarskýrslu Alþingis:

"Ólafur sá tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Hann hefur átt frumkvæði að því að opna íslenskum fyrirtækjum leið til ýmissa landa, t.d. Indlands og Katar. Forsetinn hefur iðulega tekið með sér mjög stórar viðskiptanefndir, allt að eitt hundrað manns. Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta."      

Og einnig þetta:    "Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin, Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar."

thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 00:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur.

Ef þetta væri nú bara Ruv þá væri nú flest í lagi, því Ruv er þekktur tapari, tapaði bæði í ICEsave fjárkúguninni, og ekki er stofnunin ennþá búinn að koma landinu í ESB, eða afhenda auðmönnum nýja stjórnarskrá.

Verra með Moggann, en ég er farinn að halda að íhaldsmenn hér á Moggablogginu séu hættir að lesa það ágæta blað.  Láti sér bloggið duga.

Alla vega skil ég ekki að þeir skuli ekki taka eftir aðför Davíðs að Ólafi.

Beinni þátttöku í neðanbeltisárásum þar sem þeir þora ekki í hinn aldraða þjóðhöfðingja, heldur er sú staðreynd að kona hans er auðugur erlendur ríkisborgari, skotspónn þeirra.

Margt er að í þessum heimi, en það er ekki allt Ruv að kenna.

Hinn sameiginlegi flötur er ásókn aflandseiganda í gjaldeyrissjóð landsmanna.

Það eru hagsmunirnir, þar eru fjármunirnir, og það skýrir moldviðrið.

Sem byrgir okkur sýn.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 08:14

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Gúgli frændi sér um þá þjónustu að finna týnda hluti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 08:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Hvað heldur þú að ég muni það, ég hefði vitnað í hana ef ég hefði haft hana við höndina þegar ég henti þessu inn.  Það þarf ekki mikla lesrýni til að sjá að ég legg út af orðum Ólafs um Ísland sem land bænda og fiskimanna.  Það man ég því það var svo flott áróðursmynd hjá kallinum, og kokgleypt af þeim erlendu blaðamönnum sem á hlustuðu. 

Ólafur snéri eiginlega við erlendu pressunni með þessum orðum.

Guðni var hins vegar mjög virkur í Speglinum þegar Speglinum var tíðrætt um ICEsave skuld þjóðarinnar, og hann ljáði þættinum fræðilegt yfirbragð með því að afgreiða mig og mína sem þjóðrembu sem heyktist á að greiða skuldir sínar.

Greinin sem dr. Símon kom svo með hér að ofan, var svo dropinn sem fyllti mælinn.

Þar sem ég veit Pétur að Jónas Kristjánsson innspírar þig mikið enda kallinn vel mæltur, þá langar mig að vitna í hann til að nefna annan vinkil en þjóðrembuna, en þetta hafði Jónas meðal annars að segja um okkur ICEsave andstæðinga;

Greinilegt er líka, að þeir, sem eru betur menntaðir og hafa hærri tekjur eru hlynntari friðarsamningi en aðrir. Ómenntaðir og atvinnulausir eru andvígari og hringja mikið í útvarp Sögu. Mér sýnist líka, að síbyljan í áróðri nei-sinna eigi að höfða til þeirra, sem eru meira fyrir garg en rök. Þess vegna megum við horfa með bjartsýni fram til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“

Einnig að við værum óreiðufólk, já gargandi óreiðufólk.

„Við þurfum að koma því orði á okkur að við stöndum við skuldbindingar eins og Finnar gerðu á sínum erfiðu tímum. Þurfum að koma upp eðlilegu samstarfi við útlönd um öflun lánsfjár til uppbyggingar atvinnuvega. Það gerum við með því að vera taldir áreiðanlegir viðskiptavinir, sem virða almennar reglur um samskipti og samstarf. Við þurfum líka að hætta að vera heimalningar og búrar, sem tala illa um aðrar þjóðir. Við erum ekki mest og bezt í heimi og náum engu fram með frekjunni. Við skulum byrja á að ganga frá IceSave. Það er fyrsta skrefið í átt til heilbrigðra samskipta okkar við umheiminn.“

Þetta er félagsskapurinn sem veitist að Ólafi, vinnumenn þrælahaldarana sem líta niður á bláfátækan almúgann þegar hann sjálfviljugur gengst ekki undir þrælaánauð fjármagns og auðs.

Um þetta snúast kosningarnar Pétur, ekki um persónur heldur hlutskipti okkar í lífinu.

Hvort við séum fólk til að verja sjálfstæði okkar og frelsi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 09:13

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þjónustuna dr. Símon.

Ég var fjarverandi lungað úr gærdeginum og svo atvikuðust hlutir þannig að ég náði ekki að fletta uppí löngu gleymdu gagnasafni.  Þess vegna þakklátur að einhver skyldi passa uppá athugasemdarkerfið á meðan.

Þú minnist á þjóðrembuna hans Guðna.  Þess má geta að hann skrifaði aðra grein sem hefur ekki dottið af veraldarvefnum, en það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég spurði Gúgla frænda um greinar Guðna, að ef það var tilvísun í greinasafn hans, þá kom alltaf meldingin, þessi síða er ekki til lengur, og hún heitir ICEsave og sagan.

Mér er málið dálítið skylt þar sem ég þekkti gamla menn sem hættu lífi sínu við að færa byggðarlaginu björg í bú.  Bátarnir sem sigldu voru úr sér gengin fúafley eftir langvarandi viðhaldsskort kreppuáranna, og þó ekki hefði komið til hættan á loft og kafbátaárásum, þá voru áhafnir þeirra í stöðugri lífshættu.

Þetta er lýsing Guðna á þessum mönnum;

„Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Græðgi skal það heita og við sem minnumst þessara manna með virðingu og aðdáun á hetjuskap þeirra, við erum; ja eins og Guðni segir; "Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum.".

Litið er framhjá þeirri staðreynd að eftirspurn stjórnar framboði, og verðlagningunni á framboðinu.

Íslenski fiskurinn var seldur á uppboðsmarkaði og Bretarnir borguðu það verð sem þeir töldu sig þurfa til að sjómennirnir héldu áfram að leggja sig í lífshættu við að færa þeim björg í bú, því það var gagnkvæmt, Bretar þurftu fiskinn til að svelta ekki, og íslensku sjómennirnir þurftu tekjurnar til að geta réttlætt fyrir fjölskyldum sínum þá stöðuga lífshættu sem þeir lögðu sig í.

Þeir voru ekki hernumdir þrælar sem var skipað til verka, en að kalla athæfi þeirra græðgi, og stolt mitt á þessum köllum, þjóðrembu, það er hroki sem fáum er gefið.

Nema náttúrulega fólkinu sem talar niður þjóð sína til að koma landinu undir stjórn Brussel.

Ekki félegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 09:33

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður thin.

Langt síðan þú varst hér síðast og mér þykir því leitt að þurfa að spyrja þig þessarar spurningar; trúir þú þessu virkilega sjálfur?

Þar sem mönnum er svona tíðrætt um Guðna Th. Jóhannesson er ágætt að minnast þess að hefði núverandi forseti ekki verið svona öflugur meðreiðarsveinn útrásarvíkingana hefðum við hugsanlega horft upp á aðra mynd en þá sem birtist okkur með falli bankanna.

Var það meðreið Ólafs að kenna að bresku bankarnir, traustir bankar, sumir með aldalanga sögu, féllu í okt 2008. Þurfti samstillt átaka breska og bandaríska seðlabankans til að halda þeim á floti.

Eða franska eða þýska bankakerfið sem seðlaprentun evrópska seðlabankans hefur haldið á floti frá því seint á árinu 2009.

Ja miklir menn erum við Íslendingar segi ég bara ef við trúum þessar söguskoðun þinni. 

En ef þú hefðir lesið pistil minn þá hefðir þú hnotið um þessa setningu; "Þegar Ólafur tók af skarið, þá fór hann í aðra fylkingu, sem hann hefur verið í allatíð síðan.".  Sögð til að losna við þessa umræðu.

Tók hana á sínum tíma, nenni því ekki lengur.

Minni bara á að Göbbels reyndi þetta við breska verkamenn, reyndi að rifja upp atburði kreppuáranna, þegar Churchil var ráðherra, og tók þátt í að brjóta á bak aftur verkfall þeirra.  Gott að hann hafi ekki sigað hernum á þá.

En á Ögurstundum ræða menn ekki fortíðina, heldur hvað menn gera til að bregðast við henni.

Þess vegna mistókst Göbbels, þess vegna fær Guðni falleinkunn, því hann vann fyrir erlenda fjárkúgara á Ögurstundinni, en Ólafur fylkti sér að baki þjóð sinni, og var þá betri en enginn.

Þess á að hefna í næstu kosningum, en það var algjör óþarfi að bjóða fram geranda í þágu hinnar bresku fjárkúgunar.

Aðeins úrkynjuð þjóð sættir sig við það, og þá er ég að meina úrkynjuð varðandi sjálfstæði sitt og frelsi, og við fáum úr því skorið á næsta kjördag.

Ekkert flóknara en það thin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 09:46

11 identicon

Blessaður Ómar Geirsson,

hér er grein Guðna sem birtist á visir.is 12.08.2009

Icesave og sagan

SKOÐUN

05:30 12. ÁGÚST 2009

 

     

     

    Guðni Th. Jóhannesson

    Guðni Th. Jóhannesson

    GUÐNI TH. JÓHANNESSON SKRIFAR

    Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist.

    Byrjum á seinni heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið á lofti á Íslandi að þjóðin hafi þolað miklar fórnir til að færa Bretum björg í bú í stríðinu. Íslenskir sjómenn (báðir afar mínir þeirra á meðal) sigldu með fisk héðan þrátt fyrir þá hættu sem stafaði frá kafbátum og flugvélum Þjóðverja og guldu þeir sumir fyrir með lífi sínu. Þessi hluti sögunnar má vissulega ekki gleymast.

    Hlutfallslega létust nær jafnmargir Íslendingar í stríðinu og Bandaríkjamenn og því má líka vel halda til haga. Á hinn bóginn hefur sá misskilningur einnig heyrst að jafnmargir Íslendingar hafi fallið og Bretar. Það eru ýkjur og reyndar mætti allt eins nota tölur um mannfall í stríðinu til að sýna hvað Bandaríkin og Ísland fóru vel út úr hildarleiknum, miðað við flest önnur ríki. Þrátt fyrir ógnir á höfunum hafði líklega engin þjóð í Evrópu það eins þolanlegt í stríðinu og Íslendingar. Mannfall var nær hvergi eins lítið, og efnahagurinn blómstraði. Það gerði hann ekki síst vegna þess að Ísland stórgræddi á fisksölunni til Bretlands. „Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni.

    Þá eru það þorskastríðin. Lítum fyrst á þau í ljósi kröfunnar um lausn Icesave fyrir alþjóðlegum dómstól. Sókn Íslands í landhelgismálum hófst fyrir alvöru eftir þann úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1951 að Norðmenn mættu draga sína fjögurra mílna landhelgi þvert yfir mynni flóa og fjarða. Ári síðar lýstu Íslendingar yfir fiskveiðilögsögu eftir sömu reglum (í stað þriggja mílna landhelgi sem hlykkjaðist eftir strandlengjunni). Þá bar hins vegar svo við að Bretar neituðu að viðurkenna útfærsluna og reyndu að kúga Íslendinga til eftirgjafar. Íslensk stjórnvöld buðu málskot til Haag en því var hafnað í London. Sér var nú hver virðingin fyrir alþjóðalögum í það skiptið. Valdið átti að ráða, ekki lögin.

    Síðan höfðu menn sætaskipti, ef svo má segja. Árið 1958 færði vinstri stjórn á Íslandi fiskveiðilögsöguna í 12 mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Þremur árum síðar samdi ný ríkisstjórn, Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um lyktir þess og lofaði breskum stjórnvöldum að risi enn ágreiningur um útfærslu lögsögunnar mætti skjóta honum til Alþjóðadómstólsins. Leið svo og beið í tíu ár en þá komst önnur vinstri stjórn til valda og færði lögsöguna síðan út í 50 mílur. Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) mótmæltu, vísuðu til fyrri samninga og skutu deilunni til Haag. Nú var komið að íslenskum stjórnvöldum að hunsa alþjóðlegan dómstól og reyndar einnig fullgildan milliríkjasamning. Svona getur sagan því geymt ólík fordæmi. Menn verða heldur betur að velja og hafna, ætli þeir að nota liðna tíð sem vopn í Icesave-deilunni.

    Menn skyldu líka varast að lofa dug og þor íslenskra ráðamanna í þorskastríðunum án þess að leiða hugann að því að samningsstaða þeirra var yfirleitt betri en nú um stundir. Í þorskastríðunum gátu íslenskir valdhafar barið í borðið og haft í hótunum. Alþjóðalög voru að þróast þeim í hag og alþjóðasamfélagið hafði yfirleitt samúð með „litla Íslandi". Svo skipti hernaðarmikilvægi landsins jafnvel sköpum en ætli það yrði ekki bara hlegið núna ef íslenskir ráðamenn berðu í borð og hótuðu að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ganga úr NATO?

    Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum.

    Höfundur er sagnfræðingur.

    Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 10:28

    12 identicon

    Blessaður Ómar Geirsson,

    fyrir utan öll ræðuhöld, fyrirlestra og álitsgjafir Guðna um Icesave og ESB

    og hollustu hans gagnvart erlendum kröfuhöfum og ESB

    sem menn geta kynnt sér með því að afla sér upplýsinga á veraldarvefnum þá læt ég að sinni duga grein Guðna sem birtist á visir.is 10.03.2010:

    Engin ríkisábyrgð?

    SKOÐUN

    06:00 10. MARS 2010

     

       

       

      Guðni Th. Johannesson 
</p><p>Icesave

      Guðni Th. Johannesson Icesave

      GUÐNI TH. JOHANNESSON SKRIFAR

      Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni.

      Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi.

      Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi.

      Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. &#132;Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,&#147; sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins.

      Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, &#132;fu...k the foreigners-lögin&#147; eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli.

      Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra.

      Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda &#150; einhvers konar neyðarréttur &#150; til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að &#132;innlánaflóðið&#147; að utan væri komið &#132;í vinnu&#147; hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. &#132;Við vorum að taka peningana heim til Íslands&#147;, sagði einn þerra svo eftir hrunið. &#132;Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.&#147;

      Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: &#132;það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda&#147;.

      Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið.

      Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 10:43

      13 identicon

      Blessaður Ómar Geirsson,

      svar mitt við spurningu þinni um Guðna Th. Jóhannesson, Er hægt að affylkingavæða sig?, er að ofangreindum ástæðum:

      Nei, það er ekki hægt að affylkingavæða sig, Guðni er afsprengi þeirra fjölmiðla sem hafa viljað puntudúkku á forsetastól.

      Puntudúkkan dugði ekki síðast svo nú stilla þeir upp sinni strengjabrúðu.

      Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 11:45

      14 Smámynd: Ómar Geirsson

      Takk fyrir innlegg þín Dr. Símon.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 14:25

      15 identicon

      Takk fyrir svarið!!

      En núna spyr ég þig á móti:"Þegar Ólafur tók af skarið, þá fór hann í aðra fylkingu, sem hann hefur verið í allatíð síðan"            Afhverju skyldi hann hafa tekið af skarið?  Ætli það sé  vegna þess hversu arfavitlaus hann var búinn að vera að láta útrásarvíkangana plata sig svona gersamlega upp úr skónum, eða var það vegna þess, eins og alltaf, þá hagar hann seglum eftir vindi? Ég skil þig mætavel að vilja sleppa því að tala um fortíð ÓRG en því miður er ekki hjá því komist þegar menn fara að draga fram gamlar greinar sagnfræðingsins. Þá getum við tekið upp gamlar ræður forsetans úr Rannsóknarskýrslu Alþingis:

      "Mánuði síðar hélt forsetinn erindi við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum um tækifæri smárra ríkja á tímum alþjóðavæðingar. Erindið er athyglisvert vegna þess að þar er kenningin um sérstöðu íslenskra athafnamanna tekin að mótast fyrir alvöru. Forsetinn var ákaflega jákvæður í garð alþjóðavæðingarinnar og minntist ekkert á skuggahliðar hennar og gagnrýni á hana eða að eitthvað bæri að varast. Forsetinn talaði um "hagkerfi 21. aldarinnar" sem nýtt fyrirbæri sem gæfi fyrirtækjum frá smáríkjum kost á að verða risastór og smáríkjum tækifæri til að beita sér og leggja heiminum ýmislegt til. Ísland væri kjörið dæmi um slíkt með sinn öfluga sjávarútveg, velferðarkerfi og vel menntað fólk."  

      Ekki var hann hættur, ónei ef eitthvað var þá gaf hann í og hélt áfram:

      "Í október 2003 hélt forsetinn ávarp á fjárfestingarráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þá kynnti hann erlendum þátttakendum í fyrsta sinn kenningu sína um þá þætti sem skiptu sköpum við að tryggja velgengni íslensks viðskiptalífs á erlendri grundu. Þessum þáttum, sem voru sex talsins, átti eftir að fjölga. Í fyrsta lagi nefndi forsetinn að mikil samskipti væru milli manna innan viðskiptalífsins, þvert á fyrirtæki og greinar. Í öðru lagi væri viðskiptalífið mjög árangursmiðað, gengið væri hreint til verks við að leysa verkefnin og minnisblöð og fundargerðir væru ekki að þvælast fyrir. Í þriðja lagi væri íslensk framkvæmdagleði laus við skriffinnskuaðferðir, hugsanlega vegna mannfæðar, en um leið fengju athafnamenn aukið frelsi. Í fjórða lagi væru samskipti mjög persónuleg, þau byggðust á trausti milli manna í fornum anda. Það gæfi færi á meiri hraða við ákvarðanatöku. Í fimmta lagi hefði frumkvöðlahugarfar þróast um aldir við veiðar og landbúnað þar sem frumkvæði einstaklingsins skipti sköpum í baráttu við náttúruöflin. Þetta hugarfar væri nú orðið drifkraftur í nútímaviðskiptum. Í sjötta lagi væri svo sköpunarkrafturinn. Íslendingar hefðu ætíð dáðst að skáldum sínum og sköpun þeirra, krafturinn væri nú "athafnaskáldanna" sem nytu virðingar"

           Frá árinu 2000 fór forsetinn að tala um hvað allir væru frábærir á Íslandi og allt frábært. Við værum flottastir, gáfaðastir og í einu og öllu bestir. Þrátt fyrir ýmsar viðvaranir þá hafði það engin áhrif.

      Menn tala um að sagnfræðingurinn hafi verið með fólki í flokki þjóðníðinga, ef svo er þar sem hann hafði þessa skoðun á ICEsave, hvað má þá segja um forsetann sem seldi sálu sína?

      En það má sleppa því hvernig forsetinn seldi sig en hamast skal á sagfræðingnum þó svo að það sé LÍKA liðin tíð.

      thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 15:43

      16 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður thin.

      Við þessu er aðeins einfalt svar, sjaldgæft að vísu svona í ljósi sögunnar.

      Þú vilt sem sagt meina að sagnfræðingurinn Göbbels hafi haft rétt fyrir sér.

      Fróðleg skoðun, en ég er ekki sammála henni.

      Kveðja að austan

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 16:04

      17 identicon

      Sæll aftur. Semsagt forstinn seldi sálu sína.

      Athyglisvert...........

      thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 16:38

      18 Smámynd: Ómar Geirsson

      Ef þú meinar thin að Churchil hafi selt sálu sína á Ögurstundu til að koma bresku þjóðinni til bjargar, þá er það alveg rétt hjá þér.

      Og þá er það góð sala.

      Eitthvað sem Göbbels skildi aldrei.

      Kveðja að austan

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 16:54

      19 identicon

      ........sálu sína til auðmanna.

      thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 16:56

      20 identicon

      Blessaður Ómar Geirsson,

      nú er svo komið að Guðni skammar aðra frambjóðendur fyrir að hafa skoðanir.  Sjálfur segist hann samt ætla að stunda jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu. Það er einhver undarleg þversögn í öllu hans tali, hálfvolgur og hikandi, hvorki né, en slæmir samt hendi að öðrum frambjóðendum  Í dag á stundin.is er nú birt þessi frétt, eða hvað á nú að kalla þessi skrif á stundin.is um viðtal við Guðna í morgunútvarpi ríkisútvarpsins,

      en tilgangurinn virðist augljós, að fá alla aðra frambjóðendur til að hætta við framboð sitt svo Guðni verði einn í framboði og að:

       

      forseti á að standa utan helstu átaka- og deilumála í samfélaginu og að þau baráttumál sem Andri Snær Magnason hefur sett á oddinn eigi frekar heima hjá þeim sem hugsa um framboð til Alþingis. &#132;Nú vil ég ekkert taka hann sérstaklega fyrir, þetta gæti líka átt við um Sturlu Jónsson og Ástþór Magnússon,&#147; bætti hann við í viðtali viðMorgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 

      Guðni segist sjálfur ekki hafa sett á oddin ákveðin baráttumál, því gerði hann það ætti hann frekar að hugsa til þingkosninga í haust. &#132;Þar er átakavettvangurinn,&#147; útskýrir hann. &#132;Alþingi er vettvangurinn fyrir þá sem vilja berjast fyrir betra heilbrigðiskerfi, auknum jöfnuði, lægri sköttum, hærri sköttum, náttúruvernd og svo framvegis.&#147;

      Guðni Th. tilkynnti um forsetaframboð sitt í gær. Ræðan sem hann hélt við tilefni hefur vakið talsverða athygli en margir töldu að hann væri beinlínis að beina orðum sínum að Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta, þegar hann sagði að forseti ætti að vera kappsamur án drambs, standa við orð sín og hafa ekkert að fela. Guðni segir aftur á móti að sitjandi forseti sé ekki þungamiðjan í sinni kosningabaráttu og að orðum sínum væri ekki beint til hans frekar en annars. Hann vilji reka jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu. 

      Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 17:05

      21 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður thin.

      Göbbels náði aldrei flugi sem málsvari verkalýðsins, og ICEsave þjófarnir náðu aldrei trúverðugleik með því að klína ICEsave Ólafs við auðmenn.

      Eins og fátæklingar hefðu ástundað fjárkúgun í nafni breska heimsveldisins.

      En eins og það er til fólk sem afneitar bæði helförinni og Gulaginu, þá er líka til fólk sem afneitar ICEsave fjárkúgun breta.

      Ég hélt reyndar thin að þú væri ekki í þessum félagsskap, en mér hefur svo sem oft áður skjátlast.

      Og það er bara þannig.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 17:44

      22 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður dr. Símón.

      Silkitunga Guðna kemur úr kjafti Kóbraslöngu. 

      Þegar ég pistla er mér alltaf vandi að hemja mál mitt, mér er sagt að fáir lesi langa pistla, sem til dæmis skýra vinsældir hans Palla, sem passar sig mikið á að pistla ekki lengri pistla en meðalformáli hjá mér er.

      En segir margt, enda einn af mínum uppáhaldsbloggurum, ásamt nafna mínum Ragnarssyni, sem reyndar hefur kjark fyrir fleiri orðin.

      En það sem ég sagði ekki, ert þú að segja, og það mætti halda að þú værir hliðarsjálf mitt. Eitthvað sem mér hefur áður verið borið á brýn.  En bæði ég og þú vitum hið rétta.

      Svo ég segi bara enn og aftur, takk fyrir þín góðu innlegg.

      Þau standa fyrir sínu.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 17:49

      23 identicon

      Blessaður Ómar Geirsson,

      það er óþarfi að þakka mér fyrir athugasemdir mínar, eða innlegg eins og þú nefnir þau.  Þar er eingöngu um að ræða beinar tilvitnanir í forsetaefni fjölmiðlanna.

      Virðingarfyllst

      Dr. Símon Jónsson 

      Dr. Símon Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 18:21

      24 identicon

      Það er ótrúlegt að lesa þetta hjá þér. Sagnfæðingurinn er Kvislingur (þó að þú segir það ekki) og hann sé í liði með þjóðníngum og þjófur á mála hjá breska heimsveldinu og afneiti Helförinni. Það er aldeilis.  Það er ekki furða að þér þyki núverandi forseti vera eins og hvítþveginn barnsrass miðað við lýsingu þína á sagnfræðingnum. 

      Að mati æði margra er hann eins og vindhani sem er núna að fara af hjörunum. Þó svo að þér líki það illa þá er þessi maður handbendi fjármálaafla landsins og hikaði ekki við nota embætti sitt til ítrasta  Sjá Rannsóknarskýrsla Alþingis:   

      "Enn skrifaði forsetinn í þágu Sigurðar Einarssonar, sem hann vísaði til sem vinar síns í síðastnefndu bréfi, nú til manns sem síðar kom við sögu Kaupþings. 22. maí 2008 skrifaði forsetinn til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar og sagði: "As I emphasized in our discussion on Tuesday, there are now three main pillars in the evolution of our growing cooperation: 1. Banking and finance where the negotiations with Kaupthing Bank have a priority role." Forseti Íslands átti samkvæmt bréfinu fund eða samtal við Al Thani sem keypti hlutabréf í Kaupþingi með peningum frá Kaupþingi en það er önnur saga"

      Þetta var gert allt í nafni útrásarinnar, skyldi hann hafa gert þetta bara sisona fyrir vini sína?

      thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 18:29

      25 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður thin.

      Á hvað öld lifir þú?

      Ert þú að fjalla um atburði Sturlungaaldar??, sem ég veit vel að sagnfræðingurinn hefur fjallað vel um.

      Eða ertu í nútímanum?&#39;

      Hefur þú heyrt um ICEsave fjárkúgun breta??

      Hefur þú heyrt um viðbrögð Ólafs annars vegar og Guðna hins vegar??

      Fattar þú kannski ekki að tilvísun mín í Göbbels var til að fá þig til að fatta samsvörun málsins.

      Ertu slíkur meintur bjáni að þú fattar ekki að atburðir fyrir ICEsave fjárkúgun breta og atburðir eftir ICEsave fjárkúgun breta, eru ekki sömu atburðirnir??

      Og viðbrögð Guðna voru ekki viðbrögð sagnfræðings, heldur geranda í málinu, sem til dæmis hefði kostað yfirvinnutíma hjá böðli hennar hátignar, ef hann hefði hagað sér á þennan hátt í Bretlandi, til dæmis gagnvart fjárkúgun Þjóðverja sem hefði verið fylgt eftir með hótunum og fjárhagslegu ofbeldi.

      Hvað er að þér thin?

      Lifir þú ekki í raunveruleikanum??

      Eða þarf allt sem þú upplifir að vera það gamalt að þú lesir um það í sagnfræðiritum??

      Veistu, nú er ég hissa á þér.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 19:13

      26 identicon

      Veistu. Það er sama hvað þú segir og reynir að troða upp á sagnfræðinginn illmælgum, sem ég veit að þú hatar, þá finnst mér (og fleirum) Forseti Íslands hafa sýnt þjóðinni þvílíkan hroka og dónaskap sem hæfir ekki forseta okkar. Það er skiljanlegt að þú berjir höfðinu í steininn og látir sem Hr. Ólafur hafi ekkert gert þar sem þetta er þitt ídol. 

      Og til hvers að kjósa Hr. Ólaf, jú til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni svo hann geti verið áfram "einvaldur". Sem betur fer er hann ekki eilífur, hvað þá Ómar flýja til Noregs? 

      "Það er kannski eitt sem ég þarf að taka fram, og það er útskýring þess að silkitungan er ekki notuð í þessum pistlum mínum um forsetaframboð Guðna Té.

      Aflandseigandafélagið gaf tóninn með rógsherferð sinni.

      Eitthvað sem Guðni gat svarið af sér, og frábeðið sér slík vinnubrögð leikstjóra sinna."

      Af hverju ætti sagnfæðingurinn að vera að verja forsetann með allt niðri um sig varðandi fjármál sín. Forsetinn á að sjá dug í því að svara þessu sjálfur. væntanlega hefur hann farið að hugsa eftir að hann sá Kastljós þáttinn umrædda með spúsu sinni og spurt hana hvort þau ættu neitt svona. Hann er búinn að hafa fjórar vikur til að kanna málið.

      Góðar stundir 

      thin (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 19:45

      27 Smámynd: Ómar Geirsson

      Æ thin minn, mér finnst þú oft hafa betri þegar rökþrotið hrjáir þig.

      Þú gast til dæmis lesið pistilinn á undan þessum þar sem rökin fyrir landráðum Guðna voru tíunduð.

      Jafnvel, lesið athugasemdirnar, því ég viðurkenni fúslega að ég hafði ekki landráðsgrein Guðna til hliðsjónar.  En dr. Símon, hver sem sá heiðursmaður er, hann fyllti út í rammann, og tók af mér efni greinar morgundagsins.

      Því ég vildi fá svona viðbrögð sem þú sýndir, og svo ég tali ekki silkitungu, rekið þau til baka uppí þann enda sem þau tilheyra.

      Guðni laug ICEsave skuldaþrældómnum uppá þjóð sína.  Það er faktur. 

      Fyrir utan það að slík gjörð er landráð, þegar erlend ríki ásælast gæði eða fullveldi sjálfstæðra ríkja (ekki mín söguskoðun, heldur einföld löggjöf allra ríkja sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum) þá dæmdi EFTA dómsstóllinn öll rök Guðna sem fáráð, lygar og ómerkingu.

      Og þú kallar það sagnfræði, og fattar ekki ennþá, að rök Göbbels um gjörðir fyrir árás, gilda ekki eftir árás.

      Þú heldur þig eins og aulinn sem hélt að hann dræpist ef hann sleppti takinu, 5 sentímetrum frá jörðinni, við rökin um Ólaf fyrir hernaðarárás breta (ef þú vilt efast um þessi orð það er orðið hernaðarárás, þá er ég tilbúinn með tilvísun sem gerir þig að ennþá meiri  ???) eins og einhver væri að ræða það tímabil.

      Og þegar þú segir að Ólafur hafi allt niðrum sig vegna fjármála sinna, þá ert þú einfaldlega að leika þig risastóra bjána.

      Þú ert ekki það illa gefinn að trúa þessari múgæsingu.

      Vitni til staðfestingar!, ég, því ég hef svo oft rökrætt við þig, mér til ánægju, og ég held ekki þér til leiðinda, því ég þarf að svara, en þú ekki að koma, aftur og aftur, nema að þú hafir þitt lúmska gaman líka.

      Hættu að láta eins og bjáni hérna thin.

      Þú veist að þetta er ekki síða fyrir þann ágæta hóp netverja.

      Vertu bara þú sjálfur.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 6.5.2016 kl. 20:13

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Um bloggið

      Ómar Geirsson

      Höfundur

      Ómar Geirsson
      Ómar Geirsson
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Nýjustu myndir

      • Screenshot (49)
      • Screenshot (49)
      • ...img_0104a

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (23.4.): 365
      • Sl. sólarhring: 365
      • Sl. viku: 1568
      • Frá upphafi: 1321451

      Annað

      • Innlit í dag: 311
      • Innlit sl. viku: 1337
      • Gestir í dag: 284
      • IP-tölur í dag: 280

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband