Leyndin nærir spillinguna.

 

Og vinnumenn aflandseigandanna verja þessa leynd með kjafti og klóm.

Þeir ráðast á boðberann, þeir fordæma uppljóstranir, og þeir smækka vandann niður í litla agnarögn með því slá því fram að toppurinn á ísjakanum sé ísjakinn sjálfur.

 

Leynd verður ekki til að sjálfu sér, forsendur hennar eru eins og Guðrún Johnsen benti réttilega á í Kastljósviðtali nýlega; "Hún sagði það þó ljóst að ef stjórn­mála­menn eru studd­ir af auðjöfr­um sem hafa efn­ast á því að fara á svig við lög­in væri hætta á því að reglu­verkið væri sett upp þannig að „þess­ir gern­ing­ar“ væru gerðir lög­lega".

Þetta er allt löglegt segja stuðningsmenn þessara sömu stjórnmálamanna.

 

En leynd er mannannaverk, og leynd er hægt að leggja niður eins og lífvænleg námslán, eða rétt allra til heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Það er ekki bara þannig að stjórnmálamenn geti aðeins sett lög sem koma illa við fátækari hluta almennings, það er líka hægt að setja lög gegn óeðlilegri auðsöfnun fárra á kostnað fjöldans.

Það er hægt að afnema lögin sem gera hið illkynja athæfi fjárglæframanna löglegt.

Og munum að það er ekki hávaðinn sem dæmir andstöðu stjórnmálamanna, heldur tillögur þeirra, gjörðir, lagasetning. 

 

Akaash Maharaj bendir réttilega á þá réttarúrbót sem afhjúpar leyndarhjúpinn;

 

Rík­is­stjórn Íslands gæti sagt að öll huldu­fé­lög sem eru skráð ann­ars staðar og eig­end­ur og stjórn­end­ur hafa ekki verið skráðir megi ekki stunda viðskipti á Íslandi, eiga eign­ir á Íslandi eða kaupa fast­eign­ir,“ seg­ir Maharaj.

 

Þeir sem gera hans tillögur að sínum, eru þeir sem er alvara með andstöðu sinni gegn hinum illu áhrifum spillingar og leyndarhjúps í íslensku efnahagslífi.

 

Sumt er einfalt.

En er ekki framkvæmt ef vilji er ekki til staðar.

Kveðja að austan.


mbl.is Tími leyndarinnar liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þesi hugmyndafræði er algerlaga á pari við það sam var að gerast í Austurþýksalandi seinnipart 20 aldarinnar. Næsta vers er að lok landamærunum til að koma í veg fyrir að íslendingar komi sér í einhverja vitleysu í útlöndum, þeir gætu husanleg orði ríkir eða eitthvað þannig án þess að þu vissir af því, Það væri alveg hræðilegt.

Guðmundur Jónsson, 29.4.2016 kl. 10:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þó þú hafir ætlað að vera kaldhæðinn, þá hittir þú naglann á höfuðið.

Það er enginn eðlismunur á auðmannkapítalisma þar sem örfá stórfyrirtæki ráða öllu, og ríkiskapítalisma Austur Þýskalands þar sem örfá stórfyrirtæki réðu öllu.

Hvorug tveggja stjórnað af fámennri klíku sem hafði alræðisvald, í báðum tilvikum er vegið að borgarlegum kapítalisma þar sem einstaklingurinn og fyrritæki hans drífa áfram efnahagskerfið.

Og afleiðingarnar þær sömu.

Skelfilegar.

Nema að auðmannakapítalisminn hefur náð á 30 árum sem Sovétinu tókst aldrei, að koma heiminum á heljarþröm.  Allstaðar blasir við átök og upplausn.

Síðan deili ég með þér skoðun að það er hræðilegt að til skuli vera fólk sem heldur að eina leiðin til að verða ríkir, sé í gegnum fjármálabrask, spillingu og sníkjulíf á samfélagi.

Það er eins og borgaralega byltingin í París og Nýja Englandi hafi aldrei átt sér stað.

Að sníkjulíf lénstímans hins nýja hafi tekið við að sníkjulífi lénstíma hins gamla.

Að aldrei hafi verið til borgarastétt eða borgarlegir stjórnmálamenn.

Að draumur Stalíns hafi ræst svona frá dauða hans.

Nei Guðmundur, ég er sammála því að þú upplifir martröð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2016 kl. 10:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lausnin er ekki að banna allt. Lausnin er að skilja að vald auðsins er takmarkað og þú ræður sjálfur við hverja þú gerir viðskipti. Heimurinn er fullur af peningum, þér ætti að vera sama,  mér er sama. Þegar Kínverjinn kom og vildi kaupa Grímstaði var nóg að segja nei ekki satt.

Guðmundur Jónsson, 29.4.2016 kl. 12:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég hélt að ég yrði aldrei svo gamall að upplifa bernskuminningar mínar þegar grafalvarlegir menn tjáðu sannfæringu sína um vald fólksins gegn alræði stórfyrirtækja.

Eða eins og enskukennarinn minn sagði í gamla daga, sannfærður Maóisti, lýðræðið er hjá fólkinu.

En ég varð svo gamall.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2016 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband