Kóngur einn dag.

 

Líkt og Egon Krenz forðum sem var leiðtogi Austur Þýskalands í nokkra daga eftir afsögn Honeckers.

Borubrattur taldi hann sig haf rétt til að klára öll þau mál sem kommúnistastjórnin hafði unnið að, eins og gera við múrinn, og hindra lýðræðisumbætur.

En fólkið hafði fengi nóg, og múrinn féll.

 

Í dag upplifum við sömu tilraunina, ekki hjá kommúnistum, heldur hjá ríkisstjórn stórkapítalista sem bað um frið til að klára endurreisn þess  kerfis sem hrundi haustið 2008.

Afnema gjaldeyrishöftin svo auðurinn geti leitað óáreittur í skattaskjól.

Tryggja að hrægammarnir fái allt sitt með rentum.

Einkavæða heilsugæsluna.

Svíkja loforð um afnám verðtryggingarinnar.

 

En þjóðin hefur fengið nóg.

Hún hefur endanlega fengið nóg af braskarakerfinu sem hrundi 2008.

Og hún hefur fengið nóg af stjórnmálamönnum sem sjá ekkert athugavert við óhóflega auðsöfnun og misskiptingu þjóðarauðsins.

 

Siðrofið sem varð við Tortillu upplýsingar var aðeins dropinn sem fyllti risa kerald.

Og núna er sagt hingað og ekki lengra.

 

Múrinn mun falla.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband