Sjálfsskaparvíti Sigmundar ætlar engan endi að taka.

 

Honum virðist vera fyrirmunað að horfast í augun á sínum eigin misstökum.

Og reynir að hlífa sig á bak við eiginkonu sína og fjölskyldu. Sem örugglega hafa ekkert sér til saka unnið, en afleikir Sigmundar hafa dregið illþyrmilega inní umræðuna.

 

Grundvallarmistök Sigmundar voru að eiga þetta félag í skattaskjóli.  Skiptir engu hvort hann telji skattaskjólið ekki skattaskjól vegna þess að fullir skattar hafi verið greiddir af félaginu.  Ef svo var, þá er óskiljanlegt að félagið skuli ekki vistað í landinu sem Sigmundur stjórnaði, í gjaldmiðlinum sem hann hefur lagt svo ríka áherslu á að haldi sjálfstæði sínu.

Þessi mistök ein og sér gera hann ófæran um að gegna stöðu forsætisráðherra.

 

Önnur misstök var að selja eignarhlut sinn á 1 dollar, daginn fyrir reglubreytinguna um hagsmunaskráningu þingmanna. 

Slíkt bendir alltaf til að menn séu að fela eitthvað.  Og viðurkenni það sjálfir með gjörðum sínum.

 

Þriðju mistökin voru að halda að hann þyrfti aldrei að svara hvorki fyrir feluleikinn og aflandsfélagið.  Slíkt er alvarlegur dómgreindarskortur sem vekur upp spurnir um almenna hæfi Sigmundar til að gegna embætti forsætisráðherra.

 

Fjórðu mistökin er síðan viðbrögð hans eftir að aflandsfélagið kom í umræðuna. 

Það þarf ekki að reka það ferli, en með hverjum degi var ljósara að Sigmundur höndlaði ekki embættið undir álagi.  Hann skyldi ekki að hann þyrfti að útskýra málið á opinberum vettvangi, hann sá aldrei ástæðu til að biðjast afsökunar, eða sýna á nokkurn hátt iðrun yfir gjörðum sínum.

Eðlilegar aðfinnslur taldi hann ofsóknir, eðlileg fréttamennska var pólitísk aðför í hans huga.  Og svo framvegis.

 

Síðan hefur hann aðeins gert illt verra.

Og er ennþá að.

Eins og hann eigi engan vin eða ráðgjafa sem geta róað hann, og fengið hann til að skilja að nú eigi hann að draga sig í hlé, frá öllum embættum.  Safna kröftum, og þegar um hægist, að veita viðtal og útskýra sín sjónarhorn, sínar gjörðir.

Þessi einstæðingsskapur er átakanlegur.

 

Sigmundur Davíð hefur margt gott gert, hann ver ferskur andblær inní stjórnmálaumræðuna, og hann sannarlega gaf Framsóknarflokknum nýtt líf.

En í dag er fallinn, og hann virðist ætla að taka Framsóknarflokkinn með sér í fallinu.

Gera flokknum ókleyft að ná vopnum sínum fyrir komandi kosningar.

 

Það er mál að linni.

Það þurfa allir að þekkja sinn vitjunartíma.

 

Líka þeir sem ennþá sitja.

Kveðja að austan.


mbl.is Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðséð að það eru einhver öfl á bak við tjöldin sem eru með persónulegar að forsætisráðherra og eiginkonu hans eins og sjá má á leiðréttingu blaðagreinar sem var birt sem áreiðanleg heimild úr erlendu sorpblaði, til að láta þau hjónin líta illa út.

Ef núverandi stjórnarflokkar ættla að halda áfram í ríkisstjórn þá verða Ólöf Nordal og Bjarni Ben að segja af sér ráðherraembættunum og Bjarni verður að segja af sér þingmennsku. Annars verður enginn friður í stjórnmálum landsins næsta árið.

Helst mundi eg vilja þingrof og kosningar innan 45 daga samkvæmt Stjórnarskrá. þá hljóta Sjóræningjarnir að stýra landsmálum næstu 4 árin Birgitta og Helgi Hrafn sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra er augljós niðurstaða úr þeim kosningum, Sjóræningjarnir er jú með yfir 40% fylgi og kanski ná þeir yfir 50% fylgi í kosningunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 17:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð damantekt Ómar. Og sammála Jóhanni, nú þarf að hreinsa til og fá nýtt borð með nýjum kosningum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 18:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ég held að það séu engin öfl þarna að baki, þetta er meira svona að það leiði eitt að öðru, og það endaði svo í djókinu um forsetafrúna.

Hins vegar þarf ekki að efast að svona atlögum er stýrt, eða réttara sagt að það er kynnt undir.  En það þurfti ekki að leggja mikið á sig við kyndinguna, Sigmundur sá sjálfur um að bera eldivið á bálið.

Ég játa að ég yppti öxlum fyrstu dagana því þetta voru peningar konu hans, og ég er ekki fyrir persónugeringu stjórnmálanna a la Ameríka.

En svo fór ég stórlega efast um Sigmund, og það ferli má rekja í bloggpistlum mínum undanfarið, ég spáði að þetta endaði með ósköpum, en sá samt ekki þessi ósköp fyrir. 

Hvorki alvarleika blaðamannafundarins, sem og taugaáfall Sigmundar eftir það.

Þetta er átakanlegt allt saman, og þá er ég að meina hinn persónulegi harmleikur málsins.

Sem síðan afhjúpar getuleysi annarra stjórnmálamanna til að takast á við krísur af þessari stærðargráður.  Það átti aldrei að láta málið fara í þennan farveg, það átti fyrir löngu að vera búið að ræða við Sigmund, og ekki hætta þeim viðræðum fyrr en afsögn hans, og ráðherraskipti lág fyrir. 

Þá hefði kannski ríkisstjórnin lifað af, en núna er hún dauð.

Og já, kannski fáum við Pírata, kannski sigra auðmennirnir endanlega.

En martröð um framtíðina réttlætir ekki hið óafsakanlega í núinu.

Sjáum hvað setur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2016 kl. 21:52

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Ásthildur, það þarf að kjósa.

Og vonandi fáum við alvöru uppgjör í kjölfarið.

Og réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2016 kl. 21:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2016 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband