Loksins viðspyrna gegn taumlausri græðgi.

 

Hefði mátt koma fyrr, til dæmis þegar auðmönnum var leyft að kaupa Ísland fyrir verðlausa pappíra.

Að fólk hefði tekið höndum saman gegn taumlausum Friedmanisma, að fjármagni drottni yfir öllu mannlífi.

En samfélög er hægt að endurreisa, en náttúrspjöll eru óafturkræf.

 

Og því meir sem gengur á ósnortna náttúru, því verðmætara er það sem eftir er.

Og okkur ber að varðveita, höfum við hin minnstu tök til þess.

 

Hraunvinir gera það sem við eigum öll að gera.

Sýna það í verki að þeim er ekki sama, og eitthvað sé þess virði að berjast fyrir.

 

Eins og við gerðum í ICEsave.

Eins og við munum gera þegar Friedmanistar svíkja þjóðin um leiðréttingu á ránum verðtryggingarinnar.

 

Þjóðin er að rumska.

Það eru menn þarna úti sem eru byrjaðir að vekja hana.

 

Við munum eignast samfélag okkar aftur.

Kveðja að austan.


mbl.is Pattstaða í hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lifi byltingin !

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2013 kl. 20:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hún dó aldrei Guðmundur, lagðist aðeins í dvala í sumar, og er að rumska.

Fjárlög dauðans munu vekja hana til lífsins.

Til sigurs.

Og að lokum mun verða sagt, "blessuð sé minning hennar".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2013 kl. 21:35

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Ómar.

Þú ættir að kynna þér hvað er rétt og rangt í þessu máli.

Skoðaðu t.d. teikningu sem Nátúrverndarsamtök Íslands hafa sett á facebook sjá https://www.facebook.com/photo.php?fbid=633305480022144&set=a.567869683232391.1073741825.537891146230245&type=1&theater

og berðu saman við hið eiginlega vegastæði, sjá

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/5939

Það er himin og haf á milli þess sem Náttúruverndarsamtökin kynna og það sem er reyndin í þessu máli. Og það virðist í góðu lagi í þessum málflutningi að ýkja og fara með ragnt mál og alla athygli fjölmiðla fær þessi málsstaður, gagnrýnsislaust.

Ég vil einnig benda á góða grein sem Sveinn Ingi Lýðsson skrifaði um þett amál, sjá http://blog.pressan.is/sveinni/, hér hrekur hann ýmislegt af þeim ósannindum sem hefur verið borið á borð.

En fjölmiðlar gleypa allt sem þeir segja sem eru á móti þessum samgöngubótum og aftur falla þeir á prófinu eins og stundum áður.

Virði það þó við þig Ómar að það er lang austur í fjörðinn fagra og því ert þú fjarri vettvangi.

Gísli Gíslason, 23.9.2013 kl. 22:14

4 identicon

Við skulum muna að Jón og Gunna eru náttúruleg,

og allt sem þau gera með ást og umhyggju,

og er nauðsynlegt, er náttúrulegt og gott. jg

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 10:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Ég skrappa á Seyðisfjörð í sumar, og gisti þar meira að segja í þrjár nætur.  Þar er mikil breyting á áður hrörlegum bæ. Breyting sem virðir bæði sögu og náttúru bæjarins.

Á baka leiðinni í glampandi sólskini, sá ég eina ljótustu sjón sem ég hef séð um ævina.  Héraðið, þetta djásn íslenskra sveita var orðinn einn stór drullupollur.

Vegna taumlausrar græðgi fávísra manna.

Rifjaðist upp fyrir mér grein Helga Hallgrímssonar, náttúrfræðings í Austurglugganum þar sem hann bað sveitinni sinni vægðar, og benti á færa leið, sem að vísu kostaði aðeins meira en leið hinnar taumlausu græðgi, sem myndi bjarga Leginu og Lagarfljóti.

Þennan dag Gísli missti ég endalega þolinmæðina gagnvart Stalínisma og hervirkjum hans.

Jafnvel þó ég sé búandi í fögrum firði sem hefur sloppið við krumlur hans.

Skoðanir mínar á hervirkinu sem vegarlagningin um Gálgahraun er, mótuðust eftir að ég las ítarlegt viðtal Morgunblaðsins við Gunnstein Ólafsson, og síðan þegar ég las andstæð rök við þau sjónarmið sem hann hélt fram.

Líkt og í Kárahnjúkaumræðunni forðum virðast framkvæmdarmenn ekki skilja að rótfesta þessar þjóðar er í landinu okkar og náttúru.

Höggvir þú á þær rætur þá mun festa við Land Cruiser ekki vega upp þar á móti.  Þjóðin verður rekald sem mun kaffærast í straumi tímans, og það í náinni framtíð.

Rökin um verndun Gálgahrauns eru alveg óháð því hvort Árna Finnssyni og félögum takist enn einu sinni að fara rangt með.  Hinsvegar er það ákaflega aumt að kenna fjölmiðlum um ef rangfærslur vaða uppi í umræðunni.  Því sá er aumur sem leiðréttir ekki rangfærslur,  til þess eru notuð orðin "rangt", "rangt", "lygi", og greinargerð þar um komið á framfæri við fjölmiðla.

Það er þitt að meta hvort þú álítur sveitarstjórn Garðabæjar aula upp til hópa, eða svo hrokafulla að þeir nenna ekki einu sinni að koma staðreyndum málsins á framfæri, heldur keyra málið í gegn með jarðýtum í skjóli úrelts stjórnsýsluvalds.

Það vill svo til Gísli að fleiri leggjast gegn þessari óframkvæmd en sveitamenn fjarri alfaraleið.  Mætur sjálfstæðismaður, einn af albestu bloggurum Moggabloggsins, skrifaði þessi orð þann 16.09 á bloggi sínu undir heitinu, "Er verndun Gálgahrauns hættuleg fyrir Garðabæ?".

Þar segir Sigurður meðal annars þetta;

"Ég fæ ómögulega skilið hvers vegna ekki er hægt að koma til móts við okkur sem viljum vernda Gálgahraun. Rökin fyrir vernduninni eru óumdeilanlega mikilvæg og alls ekki að krafist sé einhvers sem ómögulegt er að verða við. Þetta er bara spurning um eitt; hvort stjórnvöld ætli að starf með fólkinu í landinu eða vinna gegn því?

Bæjarstjórn Garðabæjar hefði verið í lófa lagið að gera breytingar á skipulagi sínu og komast þannig hjá tvennu. Í fyrsta lagi að valda óafturkræfum skaða á Gálgahrauni og í öðru lagi að láta skerast í odda með þeim sem vilja vernda hrauni.

Nei, í stað þess er ruðst áfram með jarðýtum og stórvirkum vinnuvélum og látið sem að sjónarmið verndunarsinna séu vond og hreinlega hættuleg fyrir Garðabæ og Álftanes. Þetta er svo vitlaust sem mest má vera. Þessi sjónarmið gera þessi bæjarfélög einungis betri og fallegri. Er hægt að bjóða betur?

Ég er aðeins einfaldur og áhrifalaus Sjálfstæðismaður en mér gremst verulega framkoma bæjarstjórnarinnar og skil hana alls ekki. Það er síst af öllu stefna Sjálfstæðisflokksins að berjast gegn almenningi heldur vinna með sem flestum sjónarmiðum og reyna að leiða mál þannig til lykta að allir geti vel við unað. En að stefna málum í óefni er einfaldlega rugl, stappar nærri því að vera skepnuskapur."

Svona mælir hógvær maður Gísli.

Alvaran er ekki alltaf leiðarljósið í mínum skrifum, en þessum manni er alvara.

Og hann talar um skepnuskap.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2013 kl. 11:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jónas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2013 kl. 11:38

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Ómar, Gálgahraun er friðlýst og vegurinn liggur ekki um friðlýsinguna heldur meðfram henni á mörkum Gálga og Garðahrauns. Svo er verið að verja Gálgahraun ! Við skipulagsvinnu var búið taka mikið tillit til náttúruverndarsjónarmiða, m.a. hætt við veg þvert um hraunið. Það var búið að teikna upp alla merka staði og ekki fer vegurinn yfir það, en hraunvinur héldu því fram að verið væri að fara yfir kjarvalsreiti, þar sem ófeigskirkirja var osfrv. Allt sem ekki stenst.

En ef þú styður þessa lögleysu sem mótmælendur eru með í Hrauninu, þá er það bara svo og það er þrátt fyrir allt gott að á Íslandi getur fólk verið ósammála.

Gísli Gíslason, 24.9.2013 kl. 14:51

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Gísli.

Það er orðaleikur hvort svæðið er kallað Gálgahraun, á mörkum Gálga og Garðahrauns, eða Garðahraun, ekki Gálgahraun.

Það er verið að seilast inná ósnortið svæði sem á að láta í friði.

Það eru ekki rök í málinu að það hafi átt að skemma meir.

Það er ekki rök í málinu þó æst fólk fari ekki rétt með staðhætti.

Lögleysan er þeirra sem beita úreltri stjórnsýslu til að valta yfir fólk og náttúru.

Það kostar ekkert að bíða og fá ágreiningefni á hreint, menn geta bara sagt að það sé töf vegna hrunsins, þau rök eru víða notuð.

Ég skal fúslega viðurkenna að þetta er ekki mesta níðingsverkið gagnvart náttúru landsins, og ef sanngirni væri gætt, og jarðýtum ekki beitt í málsmeðferðinni, þá þyrfti maður líklegast að vera verulega argur til að skeyta orðin níð- við þá gjörð.

En það er það sem umhverfisofbeldismenn fatta ekki, þeir hafa þegar fyllt bikar þolinmæði fólks.  Þeir hafa þegar framið ódæði sem verða ekki aftur tekin.

Það var víðátta Síberíu sem hindraði að Stalínisminn næði að subba hana alla út, ekki skortur á vilja.  Sami vilji er til staðar hér og hann er keyrður í gegn í krafti lítils meirihluta sem beitir stórum minnihluta ofbeldi.

Það er það sem býr til átakalínurnar, hinn algjöri tuddaskapur hins litla meirihluta.

Deyjandi meirihluta, þökk sé rás tímans.

Að lokum þetta Gísli, það er ekki löngun í kvef og blöðrubólgu sem knýr fólk út í Hraun, það er réttlætiskennd.

Að verja það sem getur ekki varið sig sjálft.

Náttúru landsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2013 kl. 17:41

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Þú ferð eins og oftast út um víðan völl og nú frá Seyðisfirði til Siberíu, sem er bara ágætt.

En það gilda landslög í þessu landi. Þetta verk er búið að fara í gegnum alla opinbera ferla. Gálgahraunið er friðað og það er ekki verið að fara í gegnum það. Þetta er spurning hvort að ákveðinn hópur geti tekið landslög og vegabætur í gíslingu. Þetta er ákaflega sorgleg staða að þetta fólk virðir ekki landslög.

Hér er friðlýsingin http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1501 og linkar þar um.

Hér er líka linkur http://www.umhverfisraduneyti.is/media/frettir/galgahraunfridlysing.jpg en síðan þá er búið að slá af Vífilstaðavegs tenginguna til að koma til móts við sjónarmið.

Gísli Gíslason, 25.9.2013 kl. 11:05

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Það er viss viska að halda að fólk sem þú þekkir ekki sækist eftir kvefi og blöðrubólgu.  

Að aðrar hvatir liggi þar ekki að baki.

Þér er nú samt ekki alls varnað þegar þú last ábendingar mínar um rökin að baki viðspyrnu þeirra sem hafa fengið nóg af umhverfisofbeldi.

Sem líða ekki lengur arf Stalíns, allavega ekki í sínu landi.

Það er til sögn hér í bæ að þegar afi þinn og nafni, mætti eitt sinn þegar gamla Björg var máluð, af áhöfninni sem hann borgaði kauptryggingu, og hugðist gera það fram að sumarsíldveiðinni, að hann fannst ekki ganga nógu vel, sem var dálítið skrítið því vikur voru í næstu vertíð, og þar með náði hann sér í pensla, ekki pensil, því tvær hafði hann hendurnar, og fór að mála.

Og málaði yfir allt, þar á meðal það sem átti eftir að skrapa.

Víði völlurinn er tilraun til að útskýra hugmyndafræði þeirra sem eru á móti því sem þú styður Gísli, hvað rekur þá áfram, og af hverju stálin eru svo stinn. 

Hann hefur aldrei hjólað í málefnaleg rök þín, útskýrir aðeins af hverju þau duga ekki í þeirri deilu sem mun kosta Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu nokkur prómil í fylgi.

Hissa mín er að þú skulir nota orðalagið, "eins og oftast " því mig rekur ekki minni til að við höfum oft áður ræðst við á þessum vettvangi.  Ég man eftir því að hafa spurst út í skoðanir þínar á þínu bloggi, vegna þess að ég vildi skilja þær, og þegar þú hafði útskýrt þitt mál, þá tóku vellirnir ekki við.

Ef þú ert að vísa í umræðu sem skoðanabræður þínir í landssölunni áttu á þessu bloggi, þá uppskáru þeir eins og þeir sáðu, þar á meðal fengu málefnaleg rök málefnaleg andsvör. 

Eftir því sem ég best veit.

Og það hefur gilt um þig Gísli vegna þess að málflutningur þinn er þess eðlis.

Hef ekki verið var við það að þú notir 2 pensla og málir yfir það sem ekki á að mála yfir.  Að rökfærslan drífi þig áfram, ekki rökin.

Það þarf innri aga til að vera málefnalegur, þann aga hefur þú.

En maður þarf líka að skilja þegar aðrir brosa að manni, þegar maður endar sem efni í sögn, sem sögð er seinna meir.

Þess vegna ætla ég enn og aftur að vitna í mætan mann, sem að orðfæri og öðru virkar ekki síður á mig en þær rætur sem fóðruðu þig, og  minna á að það er ekki vanþekking sem knýr hann áfram.

Hann málaði vel þó hann notaði ekki tvo pensla.

"Ég er aðeins einfaldur og áhrifalaus Sjálfstæðismaður en mér gremst verulega framkoma bæjarstjórnarinnar og skil hana alls ekki. Það er síst af öllu stefna Sjálfstæðisflokksins að berjast gegn almenningi heldur vinna með sem flestum sjónarmiðum og reyna að leiða mál þannig til lykta að allir geti vel við unað. En að stefna málum í óefni er einfaldlega rugl, stappar nærri því að vera skepnuskapur." 

Þetta er borgarbarn Gísli sem mælir þetta, hann þekkir ekki hinn víða völl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2013 kl. 14:28

11 identicon

Heill og sæll

http://www.herad.is/y02/2013-09-25-net-logur/ 

Fagurt er Lagarfljótið og Seyðisfjörður. Ég átti þessar myndir frá síðustu dögum.

Við skulum leita í ljósið, litina og mála heiminn með ástúð og umhyggju.

Breytum fjármálakerfinu.

Munum hvað Tónas Jefferson sagði.

 Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.

http://www.herad.is/y02/2013-09-25-net-logur/

Ég smellti hér inn nýlegum myndumm af Lagarfljóti og Seyðisfirði.

Á báðum stöðum höfum við virkjað vatnsaflið til góða fyrir mannfólkið.

Nú skapa þessar virkjanir gnægð fyrir fólkið, ekki aðeins á Íslandi,
heldur um veröld alla.

Við notum þessar virkjanir ef til vill í 50-150 ár.

Þessi tími er ekki nema smá ögn í rás tímans.

Ekkert er því til fyrirstöðu að raskið verði fært aftur til "óbeyslaðrar náttúrunar."

Reyndar má fullyrða að ef við færum landið ekki aftur til þeirrar náttúru,
sem verður til eftir 50-150 ár þá gerir náttúran það sjáf,
hugsanlega á lengri tíma.

Eg.25.09.2013 jg

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 15:36

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þínar fallegu myndi Jónas.

Hins vegar er mér það óskiljanlegt að þið Héraðsmenn skulið ekki sjá hvílíkur drullupyttur Lagarfljót er orðið.

Ég fékk létt sjokk þegar ég leit yfir Héraði ofan af Fjarðarheiðinni og sá hvernig þetta áður djásn fallegrar sveitar var orðinn lýtir á landslaginu.

Að sýna landinu sínu virðingu og leggja út í kostnað til að raska ásýnd þess sem minnst á að vera eðlilegur hluti af framkvæmdarferli stórvirkjana.

Reyndar stigu menn stór skref í þá átt með öllum aðrennslisgöngunum, en það átti að stíga það skref til fulls og veita vatninu aftur í Jöklu, ekki í Löginn.

Þá væri skömmin ekki svona mikil eins og hún er í dag.

Umhverfisvernd er ekki andstaða framfara, heldur forsenda þeirra.

Og forsenda lífs til lengri tíma litið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2013 kl. 09:28

13 identicon

Fegurð er í auga áhorfandans. the beauty is in the eye of the beholder.

Ég held að við séum alveg sammála, hér á að koma broskall,

en á aðeins mismunandi stað í tímanum.

Við munum eftir brosinu um blessun í augum Jóns og Gunnu,

þegar þau voru á kafi í slorinu, að salta og bræða síld.

Blessunin var að fá nóg að borða handa sér og sínum,

og sjá fram á að geta ef til vill bráðum eignast íbúð fyrir fjölskilduna.

Við eigum að framleiða vörurnar og þjónustuna með ástúð og umhyggju,

og gera umhverfið sem aldingarð.

Nokkrar viðbótar agnir af íslensku bergi og liturinn aðeins yfir í rautt,

gefur stórkostlegt endurkast og litaspeglun í kvöldsólinni.

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á bökkum Lagarfljóts,

svo að ég tala af reynslunni.

Þú átt að koma með okkur í að eins og segir í vísunni,

"ég skal mála heiminn elsku mamma,"

að færa veröldina yfir í blessunina, ljósið og litina.

 

Þú ert mjög ritfær og er ég að reyna að læra af þér.

Þú sérð aðeins í gegn um fingur við mig,

þótt skrif mín séu ekki fullkomin.

Það er smá leikur í mér eins og kálfunum á vorin.

Setjum vor í huga, og einbeitum okkur í að framleiða vörur

og veita þjónustu sem aldrei fyrr.

Egilsstöðum, 28.09.2013 Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband