Hvenær hætta vogunarsjóðirnir að fjárfesta í nýjum framboðum??

 

Á fyrstu vikunum eftir Hrun fjárfestu vogunarsjóðir í afskrifuðum skuldum erlendra lánadrottna bankanna.

Í því markmiði að hagnast, hagnast gífurlega á fjárfestingu sinni.

Þeir sáu tækifæri í þjófatækinu, verðtryggingunni, sem myndi sjálfkrafa sjúga til sín allt eigið fé heimila og fyrirtækja, ásamt því að taka til sín lungann af framtíðartekjum launafólks og fyrirtækja.

Fyrir lítinn pening ætluðu þeir að eignast heila þjóð, atvinnulíf hennar, eignir, framtíðartekjur.

 

Til að svona fjárfesting gangi eftir þarf tvennt að koma til, það þarf að tryggja sér yfirráð í stjórnkerfinu, og það þarf að hindra uppreisn skuldaranna.

Eitthvað sem Economic Hitmen, efnahagsböðlar sérhæfa sig í eins og John Perkins afhjúpaði svo eftirminnilega í bók sinni um slík ómenni og böðla fjármagnsins. (sjá link í athugasemd).

Efnahagsböðlar sérhæfa sig í undirróðri, að skapa sundrungu, að hlutlausa andóf með því að skapa offramboð af því, eða gera það sem segir í góðri bók, þegar ógnin kom úr vestri, þá var vörnin send í austur.

 

Óhætt er að segja að böðlunum hefur tekist vel til á Íslandi.

Andóf skuldara er sundurtætt af frampoturum eða fólki sem gætir hagsmuna stjórnmálaflokka sem styðja skuldaánauðina.  

Andófsflokkurinn sem náði inná þing í síðustu kosningunum, dagaði strax upp í deilum um ekkert, og þingmenn hans enduðu síðan sem stuðningsmenn kerfisins, og ríkisstjórnarinnar sem stóð vörð um rán þjófatækin, verðtrygginguna og gengislánin.  

 

Og það úir og grúir af framboðum, um allt og ekkert.

Nema eitt.

Það er ekkert framboð um réttlæti, og um vörn þess þjóðfélags sem við áttum og fóstraði okkur og börn okkar til mannsæmandi lífs.

Til að gæta sanngirnis þá skal það tekið fram að HægriGrænir komast næst því að vera slíkt framboð.

 

Það eru framboð um alls konar góð málefni, en í pakkanum er alltaf eitthvað eitur sem fælir aðra frá, einhver sérviska, eða hreinlega tillögur sem eru til að gera vont verra, vanhugsaðar og vitlausar þegar nánar er skoðað.

Slíkt er ekki tilviljun, að skapa bull og vitleysu, sundrungu og deilur, er eitt helsta fingrafar efnahagsböðla og kemur upp um tilvist þeirra sem annars er svo vel falin sjónum almennings.

 

Samt finnst manni að einhvern tímann sé komið nóg.

Að það sé takmörk fyrir öllum fíflaskap.  Að það sé ekki endalaust hægt að finna fólk sem telur það brýnast á Íslandi í dag, að það bjóði sig fram um sjálft sig.

Það var sök sér að hafa Þorvald með í kaupunum á Dögun, en að kosta til sér framboð um Þorvald Gylfason, stuðningsmann hinnar efnahaglegu ógæfu sem Íslendingar eru í í dag, það er tú much.

Jafnvel þjóð í skuldaánauð á ekki að þurfa að þola allt.

 

Það eiga að vera takmörk fyrir því háði og spotti sem vogunarsjóðirnir bjóða fórnarlömbum sínum uppá.

Það er enginn að snúast gegn áformum þeirra, fjárfesting þeirra í verðtryggingunni er trygg.

Bjarni og Árni munu díla þetta allt eftir kosningar.

Þjóðin er ekki að fara rísa upp, hún er þæg á færibandinu á leið í sína lífstíðar skuldaánauð.

Það er óþarfi að hæða hana svona og spotta.

 

Segi því eins og Steinn Steinar af öðru tilefni.

Það er komið nóg, það er komið nóg.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Lýðræðisvaktin stofnuð formlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband