Fjárkúgun er ekki samningar.

 

Að láta undan einhliða kröfum byggðar á ofríki, án tilvísun í lög og rétt, án þess að leyst sér úr ágreining, er fjárkúgun.

Bretar þekkja slíkt mjög vel, IRA fjármagnaði starfsemi sína til fjölda ára með slíkri iðju.

Extortion, outwresting, and/or exaction is a criminal offense which occurs when a person unlawfully obtains either money, property or services from a person(s), entity, or institution, through coercion (þvingun). Refraining from doing harm is sometimes euphemistically called protection. Extortion is commonly practiced by organized crime groups. The actual obtainment of money or property is not required to commit the offense.

 

Skýrar er ekki hægt að orða ICEsave kröfur bretar en með þessari tilvitnun í bresk lög.

 

Og fjárkúgun svarar fólk aðeins á einn veg samkvæmt lögum.

Nei.

 

En ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók þátt í leiknum, hún laug því að þjóðinni að einhliða kröfur breta væru þjóðréttarskuldbindingar íslensku þjóðarinnar samkvæmt EES samningnum.

Þar með var hún samseki, orðin þátttakandi í fjárkúguninni.

Um það féll dómur síðastliðinn mánudag.

 

Samfylkingin sem flokkur, tók þátt í hinum ljóta leik.

Þess vegna á hún að ræða eitt og aðeins eitt á landsfundi sínum.

Hvernig hún sem flokkur getur axlað ábyrgð á glæpum sínum.

 

Þekkt fordæmi frá Ítalíu þar sem gjörspilltir stjórnmálaflokkur Kristilegra íhaldsmanna axlaði ábyrgð, þegar hann var kominn upp að vegg, og ljóst var að hann var sekur um glæp.

Hann lagði sig niður.

 

Samfylkingin ætti að leggja sig niður.

Eða breyta flokknum í góðgerðarsamtök sem einbeita sér að líkna þjáningar þeirra sem liðu vegna stefnu flokksins í málefnum heimilanna.

 

En að halda áfram, kallar aðeins á réttarhöld og sakfellingu.

Og Hraunið.

Kveðja að austan.


mbl.is „Samningaleiðin var ábyrga leiðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Frábær pistill hjá þér.

Það er ekki ábyrgt að samþykkja fjárkúgun og ofbeldi eins og Jóhanna heldur fram, því miður er er engin endir á ruglinu í henni. Enda er hún hættuleg þjóðinni eins og margsannað er.

Sólbjörg, 1.2.2013 kl. 15:40

2 identicon

Þessi ræða Jóhönnu er frábær og allt rétt sem hún segir. Einnig gleður mig að þú sjáir réttilega að við vorum kúguð og áttum enga raunverulega valkosti í upphafi Icesave málsins, "segja nei" hefði augljóslega þýtt þjóðargjaldþrot strax árið 2008. Í staðinn vannst okkur tími sem hefur styrkt okkur og á endanum skilað fullnaðarsigri. Nú hrópum við ferfalt húrra fyrir styrkri ríkisstjórn þessa lands og forsetanum, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRRRRRRRAAAAAAAA!!!!

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 16:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sólbjörg.

Sveinbjörn, ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að ef þú hefur ekki annarlegra hagsmuni að gæta, að þá er það alvarleg siðblinda að mæla fjárkúgun þjóða bót.

Svipað eins og að sjá ekki rangt við framferði Rauðu Kehemrana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 17:14

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar, og fyrirgefðu ef ég segi eitthvað ósæmilegt, þú hendir því þá bara.

 En þannig er að sá sem gefur eftir af því sem honum ber, víkur af götu réttlætisins, sá hinn sami svíkur hina sem á eftir koma.  Það er vegna þess að fordæmi eru notuð til að fara eftir. 

Fordæmi okkar sem stóðum staðföst og ótta laus í þessum fáránlega Icevae stormi er til gaggs fyrir þá sem á eftir koma.  Auðvita ætti að lögsækja Jóhönnu Sigurðardóttur vegna þessa máls en ég held að hún sé ósak hæf. 

Þar eru aðrir á bakvið sem ætti ekki að lögsækja vegna kostnaðar og tafar, heldur lemja með klubbum fyrir að notfæra sér þverlynda, sýnsjúka og  einfalda konu til að ráðskast með fjör egg þjóðar.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2013 kl. 17:25

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Kjarnyrt íslenska er ekki bönnuð hér Hrólfur.

Kannski ekki alveg sammála þér með eftirmálana, en glæpir gegn þjóðum eiga ekki að líðast, þó samlandar okkar eigi í hlut.

Fremji menn landráð, þá fremja menn landráð, og þurfa axla ábyrgð þar á.

Samfylkingin getur hins vegar gert það upp við sig hvort hún vilji verða bönnuð sem glæpasamtök líkt og Vítisenglar, eða lagt sig niður sjálf.

Annað er ekki í boði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 17:40

6 Smámynd: Sólbjörg

Sveinbjörn, það vannst aðeins tími vegna þrautseigra andstöðu þjóðarinnar, forseta Íslands og ötulla þingmanna og einstaklinga sem létu ekki brjóta sig niður. Ríkistjórnin hafði ekkert annað í hyggju en að samþykkja ólesna samningi aðeins bretum og hollendingum í hag. Þessi ríkistjórn á engan þátt í sigri okkar en tek undir með þér ferfalt húrra fyrir forsetanum.

Sólbjörg, 1.2.2013 kl. 18:44

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góður Ómar sem og endranær...

Halldór Jóhannsson, 1.2.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 113
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 818
  • Frá upphafi: 1320665

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband