Lýðræðinu er ógnað.

 

EFTA dómurinn var ekki bara dómur í ICEsave, hann var líka dómur yfir því fólki sem ætlaði að borga bretum ICEsave án þess að leita fyrst með málið til dómsstóla.

Hann er dómur yfir dómgreindarleysi þess, og hann er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Íslands sem alla tíð tók undir lagarök breta um greiðsluskyldu íslensku þjóðarinnar, og vísaði þá í EES samninginn.

Það út af fyrir sig er næg ástæða fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að segja af sér.

 

En síðan varðar öll framganga hennar í málinu við þau ákvæði hegningarlaga sem taka á óeðlilegri samvinnu við erlend ríki eða erlent vald og kennt er við landráðakafla hegningarlaganna.

Slíkt lætur sjálfstætt ríki aldrei líðast og núna þegar allar réttlætingar stjórnvalda eru fallnar um sjálft sig, þá verða ráðaherrar í ríkisstjórn Íslands að sæta ábyrgð.  Að það sé réttað yfir þeim samkvæmt íslenskum lögum um hinn meinta glæp sem blasir við að þeir hafa framið.

 

Við erum að tala um samning þar sem dómsvaldi var útvistað, erlend ríki fengu yfirstjórn fjármála ríkisins, og  þjóðin var skuldbundin til að greiða í beinhörðum gjaldeyri upphæðir sem engin sjálfstæð þjóð getur staðið undir.

Til að kóróna landráðin voru eigur íslensku þjóðarinnar lagðar að veði, og í skuldabréfinu var gjaldfellingarákvæði sem komu til framkvæmdar ef einn gjalddagi á einu skuldabréfi ríkisins, eða ríkisfyrirtækja, fór fram yfir eindaga.

Þetta er fyrsta samkomulagið sem ríkisstjórn Íslands samþykkti án þess að hafa hugmynd um kvað hún var að skrifa undir.

 

Núna þegar ríkisstjórnin, stendur dæmd fyrir þjóðinni, þá lætur hún eins og ekkert hafi í skorist.  Eins og landráð séu dagleg brauð, eins og skuldaþrældómur þjóðar sé ekkert til að æsa sig yfir.

Firringin er algjör, ósvífnin að sitja áfram á sér engin fordæmi í samanlagðri lýðræðissögu Vesturlanda.

Ef við það er unað, þá er Ísland ekki lýðræðisríki, og ljóst að þau erlendu öfl sem reyndu fjárkúgunina, hafa tögl og haldir í stjórnkerfi landsins. 

Þá er ljóst að Ísland er ekki lengur sjálfstætt ríki.  

 

Þjóðin hlýtur að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þjóðin hlýtur að krefjast þess að lög gildi um glæpi stjórnmálastéttarinnar eins og aðra sem brjóta lög landsins.

Þjóðin má ekki þegja, ekki núna, annars eru örlög hennar ráðin í þrælanámum vogunarsjóðanna.

 

Ef  ekki á að sjóða upp úr verður forseti Íslands að grípa inní.

Nýta það vald sem stjórnarskráin felur honum á neyðarstund þjóðarinnar, og setja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur af.  

Og skipa utanþingsstjórn flekkslaus fólks sem ekki kom nálægt ICEsave fjárkúgun breta.

Hlutverk hennar er að tryggja að farið sé eftir lögum landsins og réttað sé yfir öllum gerendum ICEsave fjárkúgunarinnar.  

Og boða til kosninga.

 

Annað er ekki í stöðunni.

Forsetinn á ekkert val.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Eigum ekki að leita sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, það þarf að kenna fólki að svik við stjórnarskrá og svik við þjóðina eru landráð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 14:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Um leið og þetta ferli ríkisstjórnarinnar ryfjast upp,finn ég aftur gömlu bræðina svella innra með mér.þótt í gleði minni í morgun væri ég til í að gefa upp sakir. En svona sveiflast tilfinningarnar með mann. Auðvitað er það skylda að draga þetta fólk fyrir landsdóm,þau voru ekki mikið að finna til með þeim kúguðu og sýndu almenningi þessa lands hroka og yfirgang. Samfagna svo úrslirunum.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2013 kl. 14:23

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála, sökudólgarnir vera geymdir en ekki gleymdir og fyrir landsdóm með hyskið.

Magnús Sigurðsson, 28.1.2013 kl. 14:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Nú liggur von þjóðarinnar hjá Ólafi.

Þeir sem sviku, og reyndu að stela þjóðarauðnum, eigna sér nú sigurinn, og kvetja til enn einnar sáttar um sín svikabrögð.

En það þarf að hvetja Ólaf.

Þögn er stuðningur við Steingrím og Jóhönnu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 15:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
   1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
   1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
   1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
   1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
   1)L. 82/1998, 25. gr.
94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]4)

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 15:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

10. grein

Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum.

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 15:19

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Til Hamingju Ómar !! til hamingju íslenskur almenningur,

Hef ekki meir um málið að segja að svo komnu máli, bíð "eftirskjálftanna" þeir koma, hvaðan og hve margir og sterkir, er ekki gott að segja.

MBKV að utan

Kristján

Kristján Hilmarsson, 28.1.2013 kl. 17:19

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristján, þeir koma, þeir koma.

Því fólkið sem seldi, það seldi vogunarsjóðunum líka.

Og núna er lag að hrekja það frá völdum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 17:29

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

sæll Ómar sem íslenskur rikisborgari getur þu ekki akaert thetta lid til saka fyrir landrad?

ef svo er mun eg gladur hjalpa vid fjarmognu tho svo ad eg geti eki gefid mikid

Magnús Ágústsson, 28.1.2013 kl. 17:38

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei því miður Magnús, ákæruvaldið er í höndum innanríkisráðherra, þar á undan dómsmálaráðherra. 

En ég hef sagt hingað og ekki lengra.

Ég þegi ekki lengur.

Og ætla ekki að horfa aðgerðalaus á yfirtöku vogunarsjóðanna.  

Ég mun verjast, þó í fámenn verði.

Það er allavega þá góðmenni.

Takk fyrir tilboð þitt, það er svona sem einstaklingurinn getur lyft Grettistaki, það er þannig sem hann sigrar valdið.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 520
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 1320571

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 633
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband