Eldar loga.

 

En mikið vildi ég að bál hefði kviknað vegna neyð heimilanna en ekki mannlegs hégóma.

 

En gæfa þjóðarinnar, í ógæfu hennar, er að Samfylkingin leiðtogalaus, Jóhanna er aðeins fis í höndum manna eins og Hrannars B. sem leggja orð og stefnu í munn.

Getuleysi Jóhönnu er beittasta stjórnarandstaðan í dag.

Og henni tókst að persónugera alla formenn ASÍ í einni persónu, Gylfa Arnbjörnsson.

Og kveikti við það bál hégómans sem brennur heitast allra bála.

 

Verði henni að góðu.

Kveðja að austan.


mbl.is Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekkert annað fyrir hana að gera núna en að viðurkenna tapað spil og skila umboði sínu inn til Forseta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2012 kl. 11:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mun hanga á völdum eins og henni er sætt á.  Hún er jú bæði þrjósk og frek, og sér ekkert að hjá sér, sem væri frumskilyrði til að maður læri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 12:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skýringin á þaulsetunni er fundin; forsætisráðherrann veit ekki hvert hún á að skila lyklunum. 

Sbr. hennar eigin orð á Alþingi í gær.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 12:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlaut eitthvað að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 13:10

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Og hvað viljið þið fá í staðinn?

Þið eruð eins og óþægir krakkar sem að eruð ógurlega pirruð á því þegar allt í einu þarf að taka upp aga á heimilinu vegna þess að fyrri umsjónarmenn silgdu öllu í strand!

Ég er ekki að verja núverandi ríkisstjórn, langt í frá, en þessi hróp og köll um breytingar án þess að hafa nein svör um hvað á að taka við eru bara fálm í myrkri.

Ellert Júlíusson, 15.12.2012 kl. 13:20

6 identicon

Sæll.

Mér finnst svolítið merkilegt hve lengi Gylfi var að kveikja á perunni. Mér finnst það fréttnæmast í þessu. Einhver fréttasnápurinn ætti að spyrja hann af hverju hann var svona lengi að fatta hve vanhæft þetta lið er. Var Gylfi kannski að vonast eftir sendiherrastöðu?

Ég tek undir með Ásthildi hér að ofan nr. 2, þetta fólk fer aldrei frá völdum sjálfviljugt. Maður vonast til þess að þessir flokkar báðir endir undir 5% eftir næstu kosningar, svo mikinn skaða hafa þeir unnið. Kjósendur þurfa að senda þessum skussum skýr skilaboð.

Nú þarf einnig að opna fyrir umræðuna um hve illa HA forstjóri LV hefur staðið sig: LV og HA tókst að fæla Alcoa frá Bakka en Alcoa hafði lagt 5 ár og 2 milljarða í það verkefni. Einnig tókst HA og LV að fæla fjárfesta frá svo ekkert gagnaver rís á Suðurnesjum. Hvaða samninga hefur LV undirritað sem skila þjóðurbúinu tekjum frá því HA tók við? Eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að hreinsa til innan LV, HA skilur ekki að orkuverð er á niðurleið og því miður borgum við öll fyrir það :-( Henda þarf út allri núverandi stjórn LV sem og forstjóra og aðstoðarforstjóra, verkin sýna merkin og vanhæfi þeirra sem LV stjórna blasir við.

Einnig þarf að lækka álögur á sjávarútveginn verulega sem og heimili landsins og fyrirtæki. Segja þarf upp miklum fjölda opinberra starfsmanna (þúsundum). Minni á að skattar á fyrirtæki voru lækkaðir í þrepum úr 45% í 18% á árunum 1991-2001. Tekjur ríkisins af þeim skattstofni þrefölduðust við þessa lækkun!! Þetta litla dæmi segir allt sem segja þarf, þetta mun koma öllu í gang hérlendis.

Því miður skilja vinstri menn þetta ekki og munu sennilega aldrei gera það :-(

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 13:30

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ellert.

Innlegg minnir mig dálítið sem haft er eftir Neró á banastund hans, hann grét ekki yfir örlögum sínum heldur yfir missi heimsins. 

En hann var einn um þann grát.

Annars er alltaf jafn gaman að sjá hvað þið Eurokratar kannist illa við króann þegar þið komið inná þessa síðu.  

Hvað er að því að segjast vera stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar???  Og verja hana???

Menn eru ekki bitnir fyrir það, allavega ekki hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 14:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stúlkur mínar, væri ekki ráð að slá saman í lyklaskáp handa Jóhönnu, þá vissi hún hvað hún ætti að gera við lyklana.

Munum kjörorðið, "hjálpum henni að hjálpa okkur".

Og klukkum verður hringt um allt land.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 14:48

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helgi.

Bara smá, hefur þú frétt af heimskreppunni???

Það er ekki rosa mikið um nýfjárfestingar í álbransanum núna.

Allavega, við erum sammála um skattana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 14:49

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ellert, það er tvennt ólíkt að vara mann við að vaða beint út í kviksyndið og að hafa á takteinum landakort fyrir hann af öruggari leið.

En væri það samt ekki illa gert að ætlast til þess að fólk þegði ella?

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 15:01

11 identicon

@9:

Nei, álverð er lágt núna en það breytir ekki því að Alcoa var ýtt í burtu af stjórnvöldum, fyrirtækið eyðir ekki 2000 milljónum og 5 árum í eitthvað nema vera alvara. Sama má segja um þá sem vildu reisa hér gagnaver, þeir fóru annað vegna þess að HA og LV höfðu alveg fáránlegar hugmyndir um orkuverð. Það er eins og LV og HA hafi ekki heyrt um mikið framboð af ódýru jarðgasi í USA. Ég er hræddur um að við höfum misst af vagninum, þökk sé HA og LV.

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 15:01

12 identicon

Eldar loga og nú falbjóða þau okkur bjarta framtíð og jafnvel dögun í helvíti, samfylktu útfrymin.

Það er ekkert launungarmál að Borgara/Hreyfingar/Dögun vill klára aðlögunarferlið, þe. aðlagast að fullu og algjörlega öllu reglugerðarfargi ESB áður en þjóðin fær að segja sitt álit ... en ég spyr til hvers þá, þegar aðlögunin, innlimunin, verður algjör? 

Vegna þessa er Dögun hampað í fjölmiðlum 365 og Ríkisútvarpsins ohf., samansúrruðu valdi bankaræningja og samfylkts ríkisvaldsisns.

En mig langar að spyrja hin frjálslyndu innan Dögunar hvort þau séu líka komin með "puntudúkku heilkennið um að sameinast" sem frægt varð hjá einum, jafnvel tveimur frambjóðendum til forseta í sumarbyrjun?  Hvort þau vilji halda aðlögunarferlinu áfram til loka, líkt og Borgara/Hreyfingar/Andreu liðið vill, sjálfu sér sælt í hlandvolgum draum um lattélepjandi snakk með umræðustjóra ríkisútvarpsins, eða ekki?

Hvort er svarið já eða nei?

Svar SAMSTÖÐU er skýrt, að virkja lýðræðið til velferðar okkar og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en  samhliða þingkosningum í apríl 2013, þar sem spurt verði 

Vilt þú að Ísland gangi í ESB?  Já eða NEI.

Svar SAMSTÖÐU er einhuga og dúndrandi NEI, líkt og meirihluta hins óbreytta almennings íslensku þjóðarinnar.

Þess vegna reyna fréttamiðlar 365 og Ríkisútvarpsins ohf. að þegja SAMSTÖÐU í hel,

en hampa froðusnakki Dögunar og Bjartrar framtíðar í settum "fræga fólksins" og gríni þeirra og háði á kostnað almennings, skuldaþræla þeirra.

Framundan er Icesave dómur ESA.  Framundan eru átök um framtíð íslenskrar þjóðar á okkar landi.  Og þá mun reyna á Samstöðu þjóðarinnar gegn auðdrottna valdi ríkis og alríkis hringadrottnanna.  Þá munu vonandi augu daufblindra innan Dögunar sjá að sá flokkur er samfylkt froða, líkt og Björt framtíð "fræga fólksins", sem fjölmiðlar hampa nú. 

No we won´t get fooled again"  NEI, við látum ekki fífla okkur af settum "fræga fólksins" í settunum.

En gleymum því ekki að

"Getuleysi Jóhönnu er beittasta stjórnarandstaðan í dag."  Og samfylktu útfrymin falbjóða okkur nú, það sem er ekki hægt, það sem er getulaust og andstætt lífinu, þau bjóða okkur paradís í helvíti, samfylktu útfrymin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 21:21

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur Örn, ég skal alveg segja þér að ef Dögum væri sú vá sem þú segir hér, myndi ég aldrei leggja nafn mitt við þann stjórmálaflokk.  Þó sumir þar vilji "klára ferlið" sem ég er reyndar algjörlega á öðru máli um, þá er það bara þannig, að meirihlutinn innan Dögunar vill ekki inn í ESB, og þeir sem hafa það að leiðarljósi munu ekki reyna að koma þjóðínni þangað inn, ef meirihlutinn vill ekki.  Þar liggur mismunurinn á Dögun og núverandi ríkisstjórn, sem vill bara inn og ekki ræða málin.  Þannig að það er himin og haf sem aðskilur Dögun og ríkisstjórnina í þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 23:09

14 identicon

Ertu þá að segja okkur Ásthildur að meirihlutinn ráði ekki förinni í Dögun? 

Er það lýðræðisást  Dögunar í hnotskurn, að minnihlutinn ráði för ykkar;

sá minnihluti sem raðar sér í efstu sætin hjá Borgara/Hreyfingar/Frjálslyndu/Dögun

undir slagorði kosningastjórans, klárum aðlögunarferlið, innlimumst og kjósum svo?

Ég fæ ekki betur séð og það er ekki af gleði sem ég bendi þér á þetta Ásthildur mín.

SAMSTAÐA óttast hins vegar ekki meirihlutann, heldur hvetur til þess að hann sé virkjaður,

til lýðræðis okkar sem þjóðar og til velferðar okkar sem þjóðar og það miklu fyrr en síðar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:02

15 identicon

Segi svo bara sem Ómar í pistlinum "ESB ætlar að hremma okkur":

"Hann Birna mun leiða Sjálfstæðisflokkinn, Björt framtíð mun taka froðuna, Samfylkingin fær staðfasta ESB fylgið, VG þurrkast út að kalla, Dögun sér svo um lýðskrumið og hávaðann."

Bendi sérstaklega á, hvað Dögun varðar, "lýðskrumið", að segja elska lýðræðið, en þora svo ekki að virkja það ... og gildir það svo sem um alla þa´flokka sem Ómar nefnir hér að ofan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:11

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég veit ekki til þess að Alcoa hafi kostað svona miklu til þarna fyrir norðan en hér fyrir austan fjárfestu þeir fyrir sirka 6 milljarða á síðasta ári, í svokallaðri kersmiðju, þannig að þeir fjárfesta þrátt fyrir ríkisstjórnina og kreppuna.

En rekstrarstaðan snarversnaði í ár og síðast þegar ég las eitthvað um þá töluðu þeir um mikinn taprekstur.

En þú ert á mjög rangri leið Helgi ef þú heldur að verð skipti ekki máli, mjög rangri leið. Við hrunið vorum við næstum búinn að missa  öll orkufyrirtækin úr höndum okkar vegna of mikillar skuldsetningar þeirra. Óarðbært orkufyrirtæki er einfaldlega í anda Stalíns og allir vita hvernig fór fyrir honum og hans fólki.

Ég man allavega að tveir mætir prófessorar í viðskiptadeildinni, þeir Gylfi Þ og Árni Vilhjálmsson lögðu mikla áherslu á þann lærdóm raunveruleikans að fjárfesting uppá skuld endaði alltaf í gjaldþroti á samdráttarskeiðum.

Það var næstum því búið að gerast hérna, á versta tíma.  

Stóriðjustefnan eins og hún hefur verið rekin hér á Íslandi er Stalínismi, ekki markaðsrekstur, dæmigerð fyrir fólk sem hættir annarra manna fé, og til skamms tíma hefði enginn borgarlegur íhaldsmaður tekið þátt í svona gambli.

Það varð eitthvað skammhlaup hjá sjálfstæðismönnum rétt fyrir síðustu aldamót og andi Stalíns yfirtók vitræna hugsun í flokknum.  

Ríkisrekin stóriðja, risastór einokunarfyrirtæki í anda stærðarhagkvæmni, þetta er bara Stalínsismi eins og hann gerist bestur, enda fór eins fyrir okkur og hjá Sovétinu, kerfið féll.

Ekkert vitrænt á bak við þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 00:17

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur Örn málið er að það eru sumir þarna inni sem vilja virkilega leyfa meirihlutanum að ráða.  Ég hlusta á rök, en um leið veit ég að það sem þetta fólk er að tala um er borin von.  Þessu verður hafnað, og þau munu aldrei reyna að ljúga til um ferlið í því liggur munurinn.  Mörg þeirra eru á móti ESB en vilja og trúa að´það sé eitthvað að semja um, gott og vel, ég þykist vita betur eftir að hafa lesið mér til um skilmálana.  En sér hver maður þarf að halda í sinn draum. 

Þessi ríkisstjórn "aka" Samfylkingin er búin að skemma svo mikið af trausti almennings að það er ógnvekjandi.  Þau munu verða dæmd fyrir það, þegar reykurinn hefur sjatnað og menn fara að spá virkilega í stjórnsýsluna undanfarið. 

Það er einfaldlega sorglegt að horfa upp á þá eyðíleggingu og auðn sem þessi ríkisstjórn skilur eftir, og þær rústir sem hún skilur eftir sig.  Enda er það auðsjáanlegt á þeim skilaboðum sem almenningur er að senda þeim í prófjörum undanfarið.  Þar er þeim gefinn fingurinn, þó þau reyni að látast ekki sjá það´.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 00:20

18 identicon

Á mannamáli:  Dögun er klofin í ESB málinu, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og rétt eins VG.

Í öllum þessum 3 flokkum ráða litlar sérhagsmunaklíkur förinni og þær vilja inn, þær vilja aðlagast ESB og þær ráða förinni, þær eru smalahundarnir og tíkurnar ... sem hóa hjörðinni saman, beinustu leið til slátrunar fullveldis okkar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:21

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég myndi ekki segja það Pétur alls ekki. Vg laug að þjóðinni um að þeir væru algjörlega á móti ESb og fengu bunch  af atkvæðum út á það, gerðu síðan eitthvað allt annað.  Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í málinu satt er það.  Ég átti umræður við frænda minn í Mosó sem er félagi í bæjarrónafélagnu þar sem Ragnhildur Ríkarðs er líka félagi, hann hélt að hún væri ESB andstæðingur, þannig hagaði hún sínum málflutningi.  Dögun tekur ekki afstöðu sem flokkur í þessu máli, en samt sem áður er meirihluti þar fyrir höfnun á inngöngu.  Þar á allt að vera afskaplega lýðræðislegt, og ég bara held að þau verði að njóta vafans.  Því eitt er ég alveg viss um, og þar kemur mismunurinn á þeim og núverandi stjórnvöldum, að þau munu skoða málin hlutlaust, og taka sínar ákvarðanir út frá því, meðan Samfylkingin mun reyna með öllum ráðum og svikum að koma okkur inn.  Og Vg eru kominir á hraðbrautina til ESB  og geta ekki annað en stgutt þa´ð ferli nó matter what.  Þar liggur mismunurinn á Dögun og hinum flokkunum.  Ég er að setja mig inn í sálína á Dögun og sé þar bara heiðarleika, ef ég verð vör við minnstu tilraun til að haga sér eins og fjórflokkurinn þá er ég komin út.  Hef sagt það þeim sem nánastir mér eru og virkilega meina það.  Það veður engin ofan í mig þannig séð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 00:55

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Ég ætla ekki að blanda mér í spjall ykkar Péturs, en þar sem nafn mitt er dregið inní umræðuna þá vil ég aðeins útskýra þær forsendur sem búa að baki mínum harða dómi yfir Dögun.  Sem líklegast er mun harðari en blessuð nytsömu börnin í Bjartri Framtíð fá.  

Ég er ekki að þessu kátínunnar vegna, ekki frekar en þegar ég tók af skarið á sínum tíma og hóf mitt harða andstöðublogg gegn félagshyggjuflokkunum, en þeir stóðu lífsskoðun minni nærri, og ég held að allir mínir gömlu félagar úr stúdentapólitíkinni séu stuðningsmenn þessa óskapnaðar, og sumir beinir gerendur í því sem ég kalla níðingsskap gagnvart þjóðinni.

Ég var mjög lengi að koma mér í gírinn til þess, hafði skammað íhaldið allt mitt líf, en svo voru það alltíeinu fyrrum samherjar sem urðu skotspónarnir.

En sumt verður maður að gera ef maður ætlar seinna meir að geta horft framan í börnin sín og sagt, "ég reyndi mitt besta".

Það er mér ekki meiri gleði að höggva í Dögun þessa sorglegu leif af hugsjóninni um betra Ísland.  Því mikið er þar af góðu fólki sem vill vel.

En Dögun er mesta ógnin við framtíð þjóðarinnar í dag, vegna þess að hún sundrar Andstöðunni gegn þeim öflum sem eru að eyðileggja framtíð þjóðar okkar, og þá í þágu þessara afla. 

Vegna þess að ef okkur tekst ekki að skapa samhenta baráttusveit gegn þessum öflum, þá er allt búið, því ekki mun fjórflokkurinn leiða þá baráttu, þó ég ítreka, að þar sé virkilega mikið af góðu fólki sem vill þjóðinni vel.  En þetta fólk getur ekki hugsað út fyrir hið hefðbundna, það samsinnar sig kerfinu, fer ekki gegn því.  Og fyrst að ógnaraflið hefur lagt undir sig kerfið, þá mun barátta þess aldrei skila árangri.  Eitthvað sem ég held að sé að renna upp fyrir mörgum góðum sjálfstæðismanninum þessa dagana. 

Nýtt afl er því nauðsynlegt og þó hinir dreifðu hópar sem má flokka utan fjórflokksins og eiga fátt innbyrðis sameiginlegt, viti þetta ekki, þá vita hinir þúsund milljarðar það, einfeldnin skóp ekki þeirra auð.  Þetta fólk kann söguna, það þekkir dæmin, það veit hvað það er sem helst ógnar yfirtöku þeirra á landinu.  Borgarastyrjöldin á Íslandi, það er skollin á borgarastyrjöld, er ekki sú fyrsta sem hefur verið háð hér á jörðu síðustu 5.000 árin eða svo.

Þó íslenska andófið sé án sögu og þekkingar, þá er óvinur okkar það ekki.

Í góðri bók, skáldsögu reyndar en skrifuð út frá mikilli söguþekkingu og skilningi á þeim öflum sem tókust á í seinna stríði, og dró út meginþekkingu á þeirri baráttu og heimfærði hana upp á hina klassísku baráttu milli góðs og ills, er orðuð sú hætta sem ég tel mest skaðlega í baráttunni í dag.

"..hættuspil, sem fólst í því að tefja fyrir öllu hjá þér, koma í veg fyrir að þú gætir styrkt varnirnar, ... að deyfa varnaðarhug manna ..., hve ákafur hann var að hefja eltingaleik til norðurs út í bláinn, þegar hættan var mest úr vestri?".

Sérstaklega þetta síðastnefnda eru þingmenn Hreyfingarinnar og Dögun að gera.

Jafnvel þó við sleppum því sem aldrei er gert þegar sótt er að landi og þjóð, að vinna með þeim sem ógna þjóðinni og ætla að skuldaþrælka hana, að þá er stjórnarskráarmálið akkúrat dæmið sem lýst er hér að ofan. 

Gleymum því að sjálf málsmeðferðin er verri en verstu dæmin um handabakavinnubrögð gamla fjórflokksins, og þá er ég að vísa í gjörræðið sem hér var orðið á síðasta áratug, þá er sjálft konseptið, að efna til deilna á stríðstímum, og enn og aftur, við erum að berjast við erlend öfl sem ætla að skuldaþrælka þjóðina um nánustu framtíð, um mál sem varðar ekkert vörnina gegn ógnaraflinu, algjörlega fjarstæðukennt, nema einhver annarlegur tilgangur búi að baki.

Sama hversu brýnt það er að breyta stjórnarskránni, þá er kröftunum ekki dreift í það, hvað þá sköpuð óþarfa sundrung sem aðeins gagnast óvininum, nema að það sé eitthvað ákvæði í stjórnarskránni sem ógnaröflin ætla að nýta sér til að ná fram markmiðum sínum.

Sem er ekki, þvert á móti, aðildarsinnum vantar einmitt ákvæðið að þurfa ekki að bera valdaafsal undir þjóðaratkvæði, með öðrum orðum, helsta baráttumál Dögunar gagnast fyrst og fremst þeim sem ætla að koma landinu í Evrópusambandið í trássi við meirihlutavilja þjóðarinnar.

Þið ágæta fólkið sem er í Dögun, ráðið því alveg hvort þið lokið augunum fyrir hinu augljósa, en það er jafn augljóst fyrir það.  

Svona afglöp í vörn eru ekki nema að undirlagi óvinarins, hvernig sem hann svo fer að því að blekkja ykkur, það er ekki mitt að spá í. 

Þegar þið áttið ykkur á þessu, þá mætið þið einfaldlega í vörn þjóðarinnar og mannið skotgrafirnar.   No hard feelings með það að gera.

Og það kemur að því Ásthildur að augu ykkar opnist, lífið sér til þess.  

Áður en yfir líkur þá ver ærlegt fólk framtíð barna sinna með öllum sínum lífs og sálarstyrk.  

Þetta er langt mál hjá mér Ásthildur, en ég vildi bara segja þetta einu sinni í rólegheitum, stríðið hjá mér hefst ekki fyrr en eftir áramót.  

En þá verður barist við Dögun eins og aðra flokka sem styðja valdið með gjörðum sínum.  Það eru gjörðir sem dæma, ekki orð.  

Eins og ég segi, borgarastríðið er hafið, og það verður barist þar til yfir líkur.  

Og ég lofa þér einu, framtíð barna okkar mun sigra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 01:23

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Ómar, auðvitað berst þú við þá aðila sem þér líkar ekki það er bara eðlilegt.  Ég deili reyndar ekki þessum ótta þínum gagnvart Dögum.  Þekki þar ágætlega til.  Þ.e. a.s. marga sem þar hafa staðið fremst í flokki við að undirbúa flokkinn og koma honum á koppinn.  Þetta fólk er alveg jafn miklis ESB andstæðingar eins og ég.  En stefnan hjá þeim er að fólkið fái sjálft að ráða.  Það eru engar leyniumræður eða makk eins og gerist hjá VG og Samfylkingunni. 

Ég hef einfaldlega litið svo á að með sterkri Dögun fáum við tækifæri sem ef til vill gerist aldrei aftur til að koma okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum svo rækilega hneppt í.  En ég óska einnig þess að Samstaða fái góða kosningu og flest nýju framboðin, því svo sannarlega þarf afl til að rífa valdið af fjórflokknum, sem er búin að hreiðra svo vel um sig í öllum æðstu stofnunum og innviðum landsins, að það þarf kraftaverk til að hreinsa óværuna út.  Fyrirgefðu orðbragðið.  En þetta fólk viðheldur sjálfu sér á kostnað samborgaranna endalaust. 

Það þarf því nýtt fólk og nýja siði til að koma landinu upp úr þessu ömurlega ástandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:33

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Ég dreg það ekki í efa það sem þú segir um upplifun þína af Dögun og að þarna innanborð sé margt gott fólk.  Eins efast ég ekki í eins sekúndu að ef þú telur flokkinn á rangri braut, þá muni þú segja skilið við hann.

Það er þess vegna sem ég sagðist reikna með þér fljótlega í mönnun á skotgröfunum gegn valdinu.

En það er röng orðanotkun hjá þér þegar þú segir "Ég deili reyndar ekki þessum ótta þínum gagnvart Dögum", það er engum ótta til að deila.

Ég óttast ekkert staðreyndir, ég segi frá þeim.

Það er staðreynd að þingmenn Hreyfingarinnar starfa með flokkunum sem eru gerendur dagsins í dag gegn heimilum landsins, eða í því að nauðga þjóðinni inní ESB.  

Það er einnig staðreynd að í drögum stjórnlagaráðs er nauðsynleg breyting á núverandi stjórnarskrá svo sú nauðgun geti átt sér stað.  

Vísan mín í vinnubrögðin, um hvernig valdið sundrar mótspyrnu gegn sér er einnig þekkt söguleg staðreynd.  Þessi hugsun eða aðferðarfræði hefur alltaf verið til, en það getur enginn borið við vanþekkingu á henni eftir að Sesar skrifaði sögu Gallstríðsins frá sínu sjónarhorni.  Þar beitti hann þessari aðferð, þegar hann var innikróðaður með glataða vígstöðu, að einmitt að fá hluta andspyrnuliðs Galla til liðs við sig við að herja á samlanda sína.  Jóhanna leitaði ekki til Hreyfingarinnar fyrr en hún gat ekki lengur treyst á sinn eigin þingmeirihluta.  

Sögulegar samsvaranir er náttúrulega ekki hægt að sanna eins og reglur í stærðfræði, ekki frekar en þú teiknar mynd af fugli sem lítur nákvæmlega út eins og storkur, með reifabarn í gogginum, að þá er ekki hægt að sanna að það sé storkur, en þó þú skrifir orðið fíll undir, þá myndu samt flestir telja sig sjá stork.

Aðferðafræðin sem valdið notar í dag við að sundra mótspyrnu þjóðarinnar með stofnun Bjartrar Framtíðar og Dögunar á sér ótal sögulegar skírskotanir.   Án þess að hugsa mig  mikið um get ég nefnt þér svona 20-30 dæmi.

Þetta er þekkt þegar menn voru að brjóta niður verkalýðshreyfinguna í Bandaríkjunum, Suður Afríkumenn notuðu þessa taktík í Namibíu, sem og þegar þeir mynduðu vopnaða hópa gegn stjórnvöldum í Angóla, Mósambík og víðar þar sem stjórnvöld viðkomandi landa studdu þjóðfrelsisbaráttu Namibíumanna.  

Bretar náðu ekki að leggja undir sig keltneska nágranna sína í Wales, Írlandi og Skotlandi fyrr en þeir náðu tökum á þessu, byrjuðu í Wales, þeir fullkomnuðu síðan þessa aðferð á Indlandi.  

Gyðingaleiðtogarnir sem ráðlögðu trúbræðrum sínum að verjast ekki Helförinni, töldu sig hafa gert samkomulag við þýsk stjórnvöld um að þeim yrði þyrmt, sem gekk ekki eftir.  

Það má minnast á svik aðalsins í Tékklandi á dögum Hússíta uppreisnarinnar, borgarstríðið í Japan á síðmiðöldum, andspyrnuna í Evrópu í seinna stríði, undirróður CIA í Chile, og svo framvegis og framvegis.

Tengslin eru ekki alltaf augljós og stundum vita sagnfræðingar þau ekki fyrr en eftirá.  Það var til dæmis ekki almennt vitað að sömu öflin sem fjármögnuðu uppgang nasista í Þýskalandi, að þau  ýttu undir andvaraleysi Vesturlanda gegn stríðsógninni, 80 milljónir manna dóu en þessi öfl græddu óhemjufé á styrjöldinni.  

En alltaf þegar menn sjá mjög órökrétta hegðun hjá "varnarliði" þá er hægt að rekja þræði frá valdinu sem barist er við, til þeirra sem tóku þessa órökréttu ákvörðun.  Eða mótuðu eða höfðu lykiláhrif á ákvörðunartökuferlið. 

Að svara atlögu amerísku vogunarsjóðanna með handabakavinnubrögðum um nýja stjórnarskrá, er dæmi um slíka órökrétta ákvörðun.  Þó beinn stuðningur við ríkisstjórnina kæmi ekki til, þá er augljóst að sá sem hefur hagsmuni af heimskunni, amerísku vogunarsjóðirnir, þeir eiga leynda þræði sem útskýra þessa brenglun.

En þetta kallast samt að leiða líkur að ákveðnum hlut út frá ótal þekktum dæmum þar sem skýr samsvörun er á milli.

En það þarf samt ekki að vera.

Þó eitthvað hafi aldrei gerst áður, þá gæti það samt gerst.

Og það er ekki hægt að útiloka að sá sögulegi atburður í heimssögunni hafi átt sér stað hér á Íslandi, að ekkert annað en dómgreindarleysi útskýri hina órökréttu ákvörðun.  Að enginn hafi hagsmuni eða fjárhagslegan ávinning.  

Ég ætla ekki að útiloka það, en það skiptir mig engu máli.

Hver sem skýring er þá vinnur Dögun með valdinu, í þágu þeirra sem ætla að skuldaþrælka þjóðina.  

Í stríði skipta orð ekki máli, heldur gjörðir.  Það vinnur enginn óvininn með því að segjast ætla berjast gegn honum, það þarf að berjast,þar sem óvinurinn er, það þarf að verjast atlögum hans þar sem hann gerir atlögur.  

Stjórnarskráin er ekki að ráðast á þjóðina, stjórnarskráin er ekki að skuldaþrælka almenning.

Það er ríkisstjórnin í þágu fjármagns.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 17:02

23 identicon

Björt framtíð og Dögun vilja klára aðlögunarferlið

og þar með afsala fullveldi Íslands til teknó-krata ... að lokum.

Og þú reynir að bera í bætifláka fyrir það fólk Ásthildur.

"stefnan hjá þeim er að fólkið fái sjálft að ráða" ... trúirðu þessu í alvöru  Ásthildur? 

Hvenær?  Þegar aðlögunin er algjör og endanleg? 

Ætlar Gvendur Steingríms og Andrea þá að segja, að nú megið þið fíflin ykkar kjósa?

Nei, Ásthildur nú dugar engin hálfvelgja. 

Að hringsnúast sem auli í kringum trúða hirðarinnar er leiðin til glötunar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 17:19

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gef mér það já að réttlætið muni sigra, og ég trúi því að fólkið sem ég er að starfa með sé það heiðarlegt að það muni vinna með Íslandi þegar á reynir.  Ég vil breyta ástandinu sem hér er, svo sannarlegla og ég tel mig hafa fundið afl til að breyta. Málið er að við þurfum að taka áhættu og treysta einhverjum til að gera rétt.  'Eg hef farið yfir flóruna og skoðað hvað er í boði, og komist að þessari niðurstöðu þannig er það bara.  Ég hef aldrei verið með hálvvelgju og hef reyndar ætlað mér að fá skirari svör um þetta ESB dæmi, það verður gert á landsfundi framboðsins snemma á næsta ári.

En ég geri greinarmun á því hvenær fólk er að tala um lýðræði í svona viðræðum, eða hvort verið er að reyna af öllu afli að koma okkur inn í helsið með svikum og fláræði. 

Ég einfaldlega treysti því að þeir aðilar sem vinna að framgangi Dögunar séu virkilega að vinna að lýðræði og réttlæti öllum til hagsbóta.  Og þar með taka á þeim brýnu vandamálum sem við eigum við að etja sem virkilega þarf að taka á.

Það er verið að vinna að því skipulega og af alvöru og sú vinna verður gerð heyrinkunn bara nú á næstunni. 

Hins vegar mun ég einbeita mér af alvöru í því að kveða þennan Esb draug í kútinn, eins og ég er manneskja til.  Þannig er það bara. 

Sem betur fer er Dögun ekki apparat eins og Sjálfstæðisflokkur, VG, Framsókn og Samfylking þar sem einhver flokksforysta ræður öllu og allir þurfa að dansa með.  Innan Dögunar er hlustað á hvern og einn, þar liggur munurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 22:24

25 identicon

Mikið er það nú gott Ásthildur mín að þú ætlir að spyrjast fyrir um þetta.

En illt þykir mér þó í efni að þú trúir ekki sannleikanum, sem kosningastjóri ykkar ... númer hvað aftur? ... leyfðu mér smá að hugsa Ásthildur mín; sá fyrsti var fjallkóngurinn, sem notfærði sig ykkur með Þorvaldi Gylfa og Lýð, stjórnlagaráðsmönnum Jóhönnu, svo var það hún Andrea Ólafs. áður en hún fór að taka mál af einum þingstól og jú það var sá þriðji, blessaður drengurinn hann Daði Ingólfsson sem sagði það bara umbúðalaust á facebook, að Dögun vill klára aðlögunarferlið, allt til loka, sem þýðir afnám fullveldis Íslands ... að lokum. 

Ég er samt ánægður með að þú viljir spyrja sjálf og kanna málið. 

En mig langar samt til að segja þér Ásthildur mín,

að Andrea Ólafs. sat 1. landsfund SAMSTÖÐU, hún var að máta sig soldið, en það sem vakti eftirtekt okkar sem þann landsfund sátum var að við öll ... nema Andrea (sem fór svo í Dögun, eða var hún kannski skráð í mörgum flokkum þá þegar?)

samþykktum á 1. landsfundi SAMSTÖÐU, að þjóðin skyldi tafarlaust fá að kjósa um það hvort hún vildi að aðlögunarferlið héldi áfram.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 23:30

26 identicon

Sæll Pétur Örn

Hver er eiginlega munurinn á Samfylkingunni og Hreyfingunni frá síðustu áramótum (eða kryddsíldarþætti), eða hvenær hefur þetta fólk í Hreyfingunni eitthvað verið á móti Samfylkingunni frá síðustu áramótum?

Er ekki Hreyfinguin búin að samþykka svo að segja allar tillögur og allt frá Ríkisstjórninni frá hérna síðustu áramótum, halda áfram aðildarumræðum við ESB, fjárlagafrumvarpið og hvað eina eða hvað?  Hvað er Hreyfingin í dag annað en útibú Samfylkingarinnar (eða No. 2) er styður svo að segja Ríkisstjórnina með samkomulagi (eða leyndu samkomulagi) frá síðustu áramótum að telja?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 10:04

27 identicon

Sæll Þorsteinn

Ég sé heldur engan mun á Samfylkingunni og 2 útfrymum hennar Borgara/Hreyfingar/Dögun og Bjartri framtíð. 

Þingmenn þessara 2ja útfryma Samfylkingarinnar eru stuðningsmenn ESB Helferðarinnar

undir stjórn Hrunflokks Össurar og Jóhönnu og Árna Páls undir skinhelgri "velferð" Guðbjarts. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband