Vegir kosningajólasveinsins eru órannsakanlegir.

 

Núna ætlar hann jafnvel að spá í að hætta að svíkja helgasta vé flokks síns eins og Hjörleifur Guttormsson kallaði andstöðuna við ESB.

Látum það vera, harmleikur VinstriGrænna er ekki mitt mál.

Það fyndna er, sem fékk mig til að brosa þegar ég las þessa frétt, og er skýring þess að ég varð að pikka inn þennan pistil, þó óskin um að fá að halda jól án verðtryggingar hafi átt að vera lokaorð dagsins, er hinn algjöri veruleikaflótti Árna Þórs.

Og þá á ég ekki við þá blekkingu að halda að það finnist svo hrekklaus sál sem trúi honum og fyrirgefi honum svikin, heldur að hann hafi eitthvað um eitthvað að segja eftir kosningar.

 

Það er innihaldslaust blaður að halda að hann geti lagt ferlið til hliðar fyrir kosningar, þetta er jú eina mál Samfylkingarinnar.

En að halda að álit hans um hvað gæti gerst eftir kosningar, eins og hann muni hafa eitthvað um það að segja, það er svo broslegt, það er svo barnalegt, því hans hlutverki er lokið.

Svikarar eru alltaf aðeins einnota, sá sem notaði þá til að svíkja, hefur ekki lengur nokkuð gagn af VinstriGrænum, þeim er hent á öskuhaugana eins og hver annar einnota varningur.

 

Fjármagnið vill í ESB, fjármagnið mun mynda stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Og einhver leikflétta mun sjá til þess að landsmönnum sé talið í trú um að eina ráðið til að hindra þjóðargjaldþrot sé náðarfaðmur Evrópusambandsins.

Líklegast mun einhver ölmusa fylgja þeim faðmi.

 

En Árni greyið, hann Árni greyið, hann er búinn.

Enda einnota.

Kveðja að austan.


mbl.is Ferlið jafnvel lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það verður grátur við öxl Steingríms J eftir næstu kosningar og þar hæðst mun Árni þór gráta sá lúmski ræfill..

Vilhjálmur Stefánsson, 6.12.2012 kl. 23:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Erum við ekki vond Vilhjálmur að hlakka yfir gnístran tanna tapara,? Annars, að öllu gamni slepptu,er að rifja upp hve manneskjan er klók og klár,að brynja sig fyrir óvægnum almanna dómum. Er rétt að byrja að grípa niður í kilju að nafni:,, Af ást til heimsins,, um kreppu,stjórnmálaheimspeki, alræði og illsku,eftir Hannah Arendt. Hún er í hópi stjórnmálaheimspekinga 20.aldarinnar,fædd í Þýskalandi. hef nægan tíma í vinnunni að lesa og þetta er áhugavert.

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2012 kl. 01:43

3 Smámynd: Sandy

Já ég heyrði því fleygt að þegar væri búið að tala í bakherbergjum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að mynda stjórn eftir kosningar,samkvæmt mínum upplýsingum þá er Framsókn ekki eins vinsæl til samstarfs. Í mínum huga væri það alveg stór makalaust ef Sjálfstæðismenn vildu yfir höfuð starfa með Samfylkingunni eftir kosningar, eftir útreiðina sem Geir fékk frá þeim flokki, jafnvel þó Jóhanna hafi látið sem hún hafi ekki viljað taka þátt í öllu því ferli.Svo spurningin er hvað kjósum við í næstu kosningum.

Sandy, 7.12.2012 kl. 04:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega hrollvekjandi umræður hér.  Please ekki Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2012 kl. 09:24

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Vilhjálmur, ætli vinnueftirlitið geri ekki kröfu um að starfsmönnum Sorpu verði útvegaðar eyrnahlífar við störf sín á haugunum.

Eymdarvæl útburðarins er þreytandi til lengdar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 09:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Helga við lesum margt þessa dagana.  Ég er að dunda mér að glugga Nýja Testamentið, og þá guðspjöllin til að lesa mér til um Byltingu lífsins, og þá Samstöðu sem skapaðist hjá venjulegu fólki að sumt væri þess virði að tala um, að hafa skoðun á og útbreiða.

Er að því vegna þess að þetta er eina dæmið sem við höfum trú fólks sem reyndi að skapa nýjan og betri heim.  

Öflin sem takast á eru þau sömu en í þetta sinn verðum við að fara alla leið, að gera lífinu kleyft að lifa af.

Og það mun verða þegar við viðurkennum að allt líf hefur rétt til lífs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 09:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sandy.

Það sem  gerist eftir kosningar, eins og fylgi flokka er í dag,  fer eingöngu eftir því hvað fjármagnið telur sér fyrir bestu.

Það sem við erum vitni að í dag eru mismunandi gerðir að leikriti sem hefur allt einn tilgang, að tryggja algjör ítök fjármagnsins yfir þjóðlífinu.

Taktu eftir því hverjir forðast eins og heitan eldinn að tala um snjóhengjuna eða leiðréttingu á skuldum heimilanna, nema með þá almennu orðalagi þar sem ekki örlar á tillögum sem hægt er að taka afstöðu til, og þá sérðu um hvað stjórnmálabaráttan á Íslandi snýst um.

Og ég skal lofa þér því að draumstjórn fjármagnsins fer með landið í ESB.  

Það ferli er langt komið, endahnútur þess verður eftir kosningar.

Ekki nema að fólk hætti að kjósa flokka, óháð því hvað þeir segja og gera, og ákveður að kjósa með framtíð barna sinna.

Sem ég er ekki alveg farinn að sjá gerast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 10:08

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Bænir duga skammt ef ekki fylgja þeim athafnir.

Hið dauða fjármagn verður ekki sigrað nema með samstilltu átaki lífsins, eitthvað sem fólk er fyrirmunað að ná saman um í dag.

Og þess vegna munt þú ekki verða bænheyrð.

Nema???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 10:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk ég ætla að grípa þessi þrjú ???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2012 kl. 12:10

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Ásthildur, það er vonin sem heldur í mér lífinu, það er að segja sem bloggara gegn auðráninu og auðþjófunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 12:52

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér líka.  Ég held að þetta fólk geri sér enga grein fyrir þvílíkri ánauð þau hafa skapað fólki með framferði sínu lygum og óheilindum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2012 kl. 13:13

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hata flokksræðið sem er að drepa okkur með einkavinavæðingu og spillingu í allar áttir! Trúi því bara ekki að þessir tveir flokkar Sjáfstæðisflokkur og Samfylking taki saman eftir næstu kostningar guð hjálpi okkur aftur :(

Sigurður Haraldsson, 7.12.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband