Síhissa snillingar.

 

Láta það alltaf koma sér jafnmikið á óvart að kostnaðarþrýstingur leitar út í verðlag.  

 

Aðeins útflutningurinn og einokunarstarfsemi gat borið launahækkanir síðustu kjarasamninga.  Verslun og þjónusta átti ekki annan valkost annan en þann en að velta launahækkuninni útí verðlagið.  

Vaxtahækkanir Seðlabankans þjóna líka sama tilgangi, að hækka verðlag, fyrirtæki sem geta ekki búið til peninga, þau mæta hærri vöxtum með hærra verði.  

Og ekki má gleyma Skattmanni sem vinnur ötula að því að lækka tekjur ríkissjóðs með því að hækka skatta.  Og hækka flutningskostnað, hækka launakostnað, allt leitar út í vöruverðið.  

 

Gömul saga og ný sem aðeins síhissa snillingar fatta ekki.  

Ekki frekar en tölfræðin sem mælir aukinn kaupmátt, hún mælir hann dag frá degi uppávið þó veski launamanna segir aðra sögu.  

 

Ég mæli verðbólguna á mjög einfaldan hátt, á hverju sumri þarf að kaupa nýja fótboltaskó á tvo stráka.  Þeir hækkuðu um 25% milli ára, það er mín verðbólga.  

Ekki óskeikul mæling enda er ég ekki síhissa snillingur.  Eða síljúgandi tölfræði hagstofunnar.

Ég er ekki heldur í sjálftökuliðinu sem fékk skuldir sínar afskrifaðar og er komið á flug í nýrri lánaneyslubólu.  

 

Ég er aðeins venjulegur maður, ekki síhissa heldur sífátækari.  

Og ég er ekki sá eini.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Nei svo sannarlega ert þú ekki sá eini! Ég get ekki betur séð en að ég verði lens eftir eitt til tvö ár ef heldur áfram sem horfir, enda ávallt að naga utan af lífeyrissparnaðinum.

Sandy, 27.6.2012 kl. 16:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sandy.

Svona er Ísland í dag, tvær þjóðir, önnur er farin að eyða, hin rétt skrimtir og má ekki við neinum áföllum.  

Og alltaf erfiðara og erfiðara að ná endum saman.

En gleðjumst, síhissasnillingarnir urðu rosalega hissa í gær, kreppan er búin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 352
  • Sl. viku: 1566
  • Frá upphafi: 1321458

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1332
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband