SEK!!!.

 

Það eru ekki allir saklausir í Landsdómsmálinu.

 

Ákæran á hendur Geir Harde var pólitísk frá fyrsta degi. 

Og hún var siðlaus, sekt fólk tók höndum saman og ákvað að ákæra fyrrum félaga sinn og sýkna þar með sig sjálft að öllu því sem fór úrskeiðis í aðdraganda Hrunsins.

Alþingi var aldrei hæft til að ákæra einn eða neinn því meirihluti þess voru þingmenn sem sátu á Alþingi í aðdraganda Hrunsins og báru ábyrgð bæði á lagsetningu og því framkvæmdavaldi sem lét Hrunverja yfirtaka fjármálakerfið og öll megin fyrirtæki landsins.  

Útá krít og í eitt allsherjar gambl.  

Gambl af þeirri stærðargráðu að þjóðin féll þegar þeir féllu.

 

Hið seka fólk hélt að það slyppi með því að ákæra einn mann.  

Að það væri kattarþvotturinn sem hreinsaði Hrunið af æru þess.

Núna er Landsdómur búinn að kveða upp sinn dóm.

Geir Harde er saklaus af öllum ákæruliðum.  

 

Sem þýðir að Alþingi er sekt.

Alþingi útbjó falskar ákærur á hendur einum manni til að frýja sig ábyrgð og til að fyrirbyggja frekari rannsókn á störfum þess, lagsetningu og skipan þess á framkvæmdarvaldi sem brást.

Sú fyrirætlan Alþingis mistókst.

Og á því þarf Alþingi að axla ábyrgð.

 

Við erum ekki lýðræðisríki ef Alþingi Íslendinga boðar ekki þingfund í kvöld eða í fyrrmálið þar sem aðeins eitt mál verður á dagsskrá.

Að þing sé rofið og tafarlaust boðað til kosninga.

 

Allt annað er vanvirðing við þessa elstu löggjafarsamkundu heims sem ennþá er starfandi.

Allt annað er vanvirðing við þjóðina sem hefur mátt þola afglöp Alþingis gagnvart því að Hrunið mikla sé gert upp á heiðarlegan og gagnsæjan hátt þannig að  allar staðreyndir liggi fyrir um hvað gerðist og af hverju, hvaða ítök, hvaða þræðir lágu milli peninga og þings, og allt annað sem máli skiptir og þjóðin þarf að læra að.

Allt annað er vanvirðing við þau fórnarlömb Hrunsins, hin skuldugu heimili landsins, sem Alþingi hefur neitað um réttlæti og leiðréttingu sinna mála.

 

Og það er hina eina réttláta lausn gagnvart fórnarlambi hinnar fölsku ákæru, Geir Harde.

Ákæran á hendur honum er eitthvað sem er ekki gert í lýðræðisríki.

En var gert og er smán Alþingis.

 

Alþingi er sekt, þingmenn eru sekir.

Og þjóðin á ekki að líða þeim að komast upp með það.

 

Nóg er komið af skrípaleiknum samt.

Þessu verður að ljúka.

 

Núna.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála auðvitað eiga þau að segja af sér strax á morgun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Öll 63 og við eigum ekki að leyfa fjórflokknum að hleypa upp umræðunni með því að rífast um  Hver sé sekur og láta hana svo koðna í ekki neitt.,

Þau hafa brugðist þjóðinni við Uppgjör við Hrunið og verða axla ábyrgð.

Annars er þetta ekki Alþingi heldur Skrípaþing.

Og við þjóðin sem kyngir öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 15:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt.  Alveg sammála því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 15:50

4 identicon

Auðvitað er þessi dómur skrípaleikur. Pólitíkin náði inn til Landsdóms. Dæmdur fyrir að hafa ekki haldið "Ríkisstjórnarfund". Hvað með öll símasamtöl við samráðherra sína, alla fundi sem hann hélt með samráðherrum sínum sem sinna áttu sínum málaflokkum. Allt kom þetta fram í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi.

Hvað með tillögur Jóhönnu um að taka upp Ríkisstjórnarfundi og geyma upptökur í 80 ár. Enginn gæti hlustað á ruglið sem þar færi fram. 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Prinsippið er að halda fundi og skrá þá.  Þetta vita allir sem eru með félög og þurfa að standa skil á slíkum.  Að ríkisstjórn Íslands telji sig ekki þurfa að gera slíkt er bara með ósköpum og þarna þarf virkilega að taka á, þess vegna fagna ég þessum úrslitum.  Þetta er álitshnekkir fyrir alla stjórnsýsluna en ekki bara Geir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 16:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthilur, í þessu máli er það hin fullkomnu afglöp.  Og þar með hefði neyð þjóðarinnar fyrst orðið átakanleg. 

Vísa í blogg mitt sem var að hrökkva inn.

Ef við í Andstöðunni feisum ekki staðreyndir, þá er úti um þessa þjóð.

Hættum því að lepja upp úthugsaðar áróðursbrellur manna sem þiggja há laun fyrir að blekkja og afvegleiða umræðuna.

Landsdómur þjónaði öllum flokkum en fyrst og fremst kerfinu.  Það lét umræðuna snúast um algjört aukaatriði málsins, atriði sem engu máli skiptir.  

Og þá er ég að tala um hvað var gert og ekki gert síðustu mánuði Hrunsins.  Það liggur fyrir að Hrunið á sér miklu dýpri orsakir og það eina sem hægt var að gera vorið 2008 var gert.  Neyðarlögin björguðu því sem bjargað varð.

En sköpuðu gífurlega reiði hjá bankamafíunni.

Sem Geir Harde hefur vægast sagt fundið fyrir síðan.

En við eigum ekki að spila með.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 17:12

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Ég telst nú seint aðdáandi ríkisstjórnar Geirs Harde en Geir lét gera það sem skipti máli, neyðarlögin.  

Það má deila um alla hvatningarfundina sem blekktu fyrst og fremst sakleysingja á Íslandi og höfðu alvarlegar afleiðingar fyrir marga sem létu blekkjast og komu fjármunum sínum ekki í skjól úr hlutbréfum og peningamarkaðssjóðum.

En þeir voru einfaldlega part of programmed sem leikið var um allan heim, og er leikið til dæmis af fullum þunga í Evrópu í dag.

En ég var að sjá endursýningu á Silfrinu.  Þar var viðtal við Gunnar Tómasson.  Hann er einn af hagfræðingum lífsins, og kom með góð rök af hverju hina alsráðandi hagfræðiklíka er svona vitlaus.  

En um leið sýndi Gunnar fram á að ekki eru allir gengnir fyrir ætternisstapa heimskunnar.

Við erum ekki alone Eggert, því fer fjarri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 17:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei svo sannarlega eigum við ekki að spila með.  Við eigum þvert á móti að knýja á um að hafin verði raunveruleg rannsókn, sannleiksnefnd á þessu öllu.  Ég fæ klýgju þegar ég hlusta á þessa forsvarsmenn alþingis ræða dettur í hug slím og slepja þeir halda í alvörunni að þetta sé bara búið mál og sitja með sviðnar rassfjaðrir og þykjast góðir ...... getað komið með sín komment verið landsföðurlegir og þóst taka þessu vel.  Þegar öllum er ljóst að þau eru öll í sömu fjandans súpunni, hvert og eitt þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 17:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Þau eru sek, þau eiga að víkja.

Innan um er gott fólk en það góða fólk þarf að láta kjósa sig á þing á öðrum forsendum en forsendum fjármálamafíunnar og skrípaláta.

Þess vegna eigum við öll sem þykjum vænt um þjóð okkar að sameinast um eina kröfu og láta hana hljóma um alla netheima.

Segið af ykkur strax.

Tökum ekki þátt í umræðunni á þeirra forsendum.

Tökum hana á forsendum réttlætis og sanngirnis.

Tökum hana á forsendum þjóðarinnar.

Við viljum uppgjör við Hrunið, við viljum réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.

Við viljum nýtt Alþingi, nýja ríkisstjórn.

Við viljum fólk á þing, og við viljum ríkisstjórn sem stýrir í þágu þjóðar, ekki fjármagns.

Við viljum ekki þennan skrípaleik lengur.

Þið eru SEK.

Segið af ykkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 17:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 17:51

11 identicon

Magnús Sigurðsson:

"Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það

endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.

Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.

Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.

Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.

Sannkölluð "happa þrenna"."

Úr Alþýðubók Magnúsar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:35

12 Smámynd: Elle_

Alltaf jafn sammála þér í málinu, Ómar.  En skil ekki þann næstan að ofan.  Ekki heldur þau sem reka ÚSögu.  Geir var pólitískt dreginn fyrir landsdóm af pólitískum andstæðingum hans.  Punktur.  Það áttu að vera allir, ekki einn maður.  Þú skalt ekki halda að þau víki samt.  Þau víkja aldrei fyrr en þeim verður vikið.

Elle_, 23.4.2012 kl. 18:47

13 identicon

Tek heilshugar undir þessi orð þín Ómar. 

Þau tjá huga okkar margra í dag til þess Vanhæfa alþingis og þeirrar

Vanhæfu ríkisstjórnarsem kaus að fórna einum sauð á altari hræsninnar:

"Þau eru sek, þau eiga að víkja.

Innan um er gott fólk en það góða fólk þarf að láta kjósa sig á þing á öðrum forsendum en forsendum fjármálamafíunnar og skrípaláta.

Þess vegna eigum við öll sem þykjum vænt um þjóð okkar að sameinast um eina kröfu og láta hana hljóma um alla netheima.

Segið af ykkur strax.

Tökum ekki þátt í umræðunni á þeirra forsendum.

Tökum hana á forsendum réttlætis og sanngirnis.

Tökum hana á forsendum þjóðarinnar.

Við viljum uppgjör við Hrunið, við viljum réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.

Við viljum nýtt Alþingi, nýja ríkisstjórn.

Við viljum fólk á þing, og við viljum ríkisstjórn sem stýrir í þágu þjóðar, ekki fjármagns.

Við viljum ekki þennan skrípaleik lengur.

Þið eru SEK.

Segið af ykkur."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:24

14 identicon

Mig langar að varpa fram þremur spurningum til gamalla stuðningsmanna samtryggðs fjórflokksins og bið þá um að velta þeim fyrir sér eitt augnablik í ljósi td. Vafninga, Kögunar, Icesave og Skjaldborgar um bankana og sérhagmunina.  Nú, þegar rúmt 3 og 1/2 ár er liðið frá hruni:

Hefur ykkur virst að foringjarnir fjórir hafi barist af einurð og festu til hagsbóta fyrir öll heimili landsins?  

Teljið þið foringjana fjóra vera trausts ykkar verðir? 

Þola leiðtogarnir fjórir,

Bjarni Ben., Sigmundur Davíð, Steingrímur J. og Jóhanna Sig.

gegnsæi ljóssins?

Ég minni á, að þau sitja öll á núverandi þingi, sem hefur aldrei mælst með minna traust, eða einungis 10% traust þjóðarinnar.  Er þá ekki uppstokkunar þörf og ekki síst hvað varðar foringjana fjóra???? 

Og í framhaldi af þessu skal bent á þetta:

Um vantraust á foringjana fjóra fjallar jónas.is, sá mikli rauðvínskrani,

sem einstaka sinnum mælir þó orð af viti, þá bráir af honum. 

Hér hefur hann greinilega strammað sig vel af af og mælir af viti um foringjana fjóra:

"Misskilji þeir niðurstöður skoðanakannana, byggja þeir hátimbraðar kenningar á sandi. Til dæmis þeim, að formenn Framsóknar og Sjálfstæðis hafi jákvæðar fylgistölur. Svo er alls ekki, þótt fylgistölur Samfylkingar og Vinstri grænna séu enn lakari.

Þegar nánast helmingur hinna spurðu veitir engin svör,

er það ósigur allra fjögurra flokkanna.

Til dæmis er ekki gott í ljósi fyrri blómaskeiða, að Framsókn hafi 8% fylgi. Og 23% fylgi Sjálfstæðis er alveg út af kortinu, engin auglýsing fyrir formanninn."

Mætti ég bæta við:  Það er nú fremur klént fyrir bankastyrkta og ríkisstyrkta fjórflokkana og foringja þeirra að ná ekki að ljúga fleiri fulla, en raun ber vitni.  Svei mér þá,  það er heilmikið í stóran hluta þjóðarinnar spunnið; það mætti halda að sá stóri hópur hlusti mikið á Who og taki undir:  We won´t get fooled again, í samstilltu NO, NO!

Tek svo sem fleiri undir orð Ómars:

Við viljum uppgjör við Hrunið, við viljum réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.

"Við viljum nýtt Alþingi, nýja ríkisstjórn.

Við viljum fólk á þing, og við viljum ríkisstjórn sem stýrir í þágu þjóðar, ekki fjármagns.

Við viljum ekki þennan skrípaleik lengur.

Þið eru SEK.

Segið af ykkur."
 
Við viljum heiðarlegt uppgjör!  Við viljum sanngirni! 
Við viljum réttlæti ... fyrir okkur öll, en ekki bara sérvalda.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:38

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Nei, mér dettur það nú ekki í eina einustu mínútu.  En nú er smá lag til að fá fólk til að skilja hver er munurinn á sauð á leið til slátrunar og fólki sem ver framtíð barna sinna.

En það er ein og aðeins ein ástæða þess að ríkisstjórnin hröklast ekki frá völdum.  Og hún heitir hagsmunir fjórflokksins.

Hann þorir ekki í kosningar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 20:44

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Dett það meira að segja ekki í hug Elle.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 20:45

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það má vera að margur hugsi svona, en skelfilega verð ég lítið var við það.

En það er sjálfsagt skýring þess að ég strögla svona, væri ekki að því ef einhver annar gerði það.

En ofsalega þykir fólki gaman að láta ræna sig, segi það nú bara.

Allavega unir það sátt við ríkisstjórn Hrunverja.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 20:49

18 Smámynd: Elle_

Nei, Gapandiundrandi kominn að ofanverðu???

Elle_, 23.4.2012 kl. 23:52

19 identicon

Ha, hvað meinarðu Elle, ég er hér:-)

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:10

20 identicon

Heill og sæll Ómar

Við erum fleiri en okkur grunar, ég er viss um það.  Græðlingarnar og gróskan er víða.

Það eina sem vantar er almenn samstaða um hugmyndafræði lífsins, því hún er þjóðinni algjör lífs-nauðsyn

svo hér verði sú velferð og hagsæld sem náttúrulegar auðlindir til lands, jarðar og sjávar

ættu og geta nýst okkur öllum til hagsældar, í stað þeirrar vaxandi misskiptingar

sem orðið hefur hin seinni árin og sér í lagi á vakt helferðarstjórnar Jóhönnu, Össurar og Steingríms.

Ekkert hefur breyst frá hruni, nema til hins verra fyrir þá sem lítið og minnst mega sín. 

Megi þau þrjú skammast sín um aldur og ævi!  Þau lofuðu öllu fögru margsinnis, en sviku það jafnoft! 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 03:06

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Pétur, við erum færri en okkur grunar en það er jarðvegur þarna úti fyrir Liljur vallarins að blómstra og ylja þar með huga fólks í norðannepjunni.

Fólk í Andstöðunni upplifir vonbrigði því það trúði svo margt að Landsdómur væri eina von þess um eitthvað uppgjör, að einhver yrði látinn horfast í augun á því sem gerðist.

Það hélt að Hrunverjar gerðu eitthvað ótilneyddir.

Frá því að það vann sigur í Búsáhaldarbyltingunni þá hefur vegferðin verið aðeins ferð í ein vonbrigðin úr öðrum.  Og þeim á aðeins eftir að fjölga.  Því spunameistararnir stjórna öllum þeirra gerðum, með plöntun hér og plöntun þar og fá þannig fólk til að bregðast við fyrirfram ákveðnum áreitum á fyrirsjáanlegan hátt.  

Sem gerir það að verkum að fólk nýtir aldrei þau tækifæri sem eru í stöðunni.

Feisum viðbrögð Andstöðunnar í gær, hún trúir því að Ísland hafi fallið vegna þess að ein fundagerð var ekki skráð.

Hún spyr sig ekki þeirrar lykilspurningar, af hverju fór þetta svona, af hverju sáu ráðamenn okkar ekki að hverju stefndi???

Það vildi enginn láta Ísland fara á hausinn, fall þess var samt óhjákvæmilegt.  

Og það sem verra er, við féllum aðeins á kné, næst þegar við föllum verður ekkert annað tækifærið.  

Aðeins blóðugt stríð skuldaþræla fyrir tilveru sinni.

Og það er ekkert sem við getum gert í þessu Pétur.  

Einbeittur hópur fólks getur það því jarðvegurinn er fyrir hendi.  Það veit ég fyrir víst, ég héldi ekki lestri á langhunda mína nema vegna þess að þarna úti er leitandi fólk sem sér vitleysuna og vill ekki þá framtíð þjóðarinnar sem við blasir.

Og þetta fólk er af öllum stærðum og gerðum, þar á meðal trygglynt flokksfólk gömlu flokkanna.

Hópurinn nær árangri á eigin verðleikum, ekki með skömmum á hina eða sífelldu tali um það sem miður fór, þú færð engan til liðs við hugsjón lífsins með því að glæpavæða þá sem hafa þessa sömu hugsjón en fundu kröftum sínum farveg eftir þeim leiðum sem hið gamla þjóðfélag bauð uppá.

Það er ekkert fallegt við hugsjón sem sífellt lemur aðra til hlýðni eða nær ekki að tala um kosti fólks og samfélaga því hún er sífellt að tala um syndir og meint afglöp þess sem miður fór. 

Og með því að tala um það sem miður fór, þá fókusa menn ekki á það stórkostlega sem þegar hefur gerst.  Og setja því ekki kúrsinn á að verja það og sækja síðan fram til ennþá betra samfélags sem öllum þykir vænt um og vilja tilheyra.

Nei Pétur Örn, það  er verkefni að mynda svona hóp og síðan er það verkefni hópsins að berjast fyrir hinu góða hér á jörð, ekki á himnum eins og sá farvegur sem barátta lífsins lenti í á sínum tíma.

Það er halló að berjast fyrir hinu góða á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.  Það er kool að vera tómur í sinni tómhyggju og hlæja að hugsjón og von.

En eins og stendur í góðri bók þá munu hinir halló erfa lífið og því er kool að vera halló.

Til þess að bylting lífsins eigi sér stað þá vantar aðeins lúðrablásarann, skrásetjarann, herforingjann og smátriðið sem skiptir kannski öllu máli.

Sjálfan hópinn.

Píce of keik  því tilgangurinn og aðferðafræðin er til staðar.

Aðferðarfræði lífsins svo verði líf.

Eða sköpun mannsins, taka 2.  Úr villidýri sérhyggjunnar í siðað fólk samhyggðarinnar.

Svo að þú sérð Pétur að þetta er ekkert mál.  "Hinir" hafa hópa en engan tilgang.

Hópur lífsins hefur allt því galdur lífsins mun sjá honum fyrir lúðrablásara, skrásetjara og þarna úti eru margir herforingjar.

Það eina sem vantar er Kallið.

Á meðan ætla ég að rumpa saman lokaorðum skæruliðabloggs míns.  Það hefur þjónað tilgangi sínum vel og náð meiri árangri en ég gat ætlast til í upphafi með nokkurri sanngirni.

Hamri ég aftur putta á lyklaborð þá verður það fyrir hóp lífsins.  Fyrir lífið.  Í hópi góðs fólks.

Bið að heilsa þarna suður í hringiðuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2012 kl. 08:21

22 Smámynd: Elle_

Lokaorðum skæruliðabloggs?  Haaa, hhhaa, þessi er alltaf jafn-sprenghlægilegur. Hvað varð af ósjálfráðu skrifunum?  Ómar??

Elle_, 24.4.2012 kl. 11:07

23 Smámynd: Ómar Geirsson

There is something out there.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2012 kl. 12:21

24 identicon

Það mætti ætla. af viðbrögðum sjallanna, að niðurstaða dómsins sé persónuleg. Ef ekki persónuleg, þá árás á einhvern flokk!

Svo er ekki.

Þetta er árétting um það hvernig stýra beri Ríkinu samkvæmt stjórnarskrá.

Punktur og pasta.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 00:40

25 identicon

Út úr myrkrinu skaust einhver Jóhann sem mér sýndist vera refs og haukslegur og vinna í stjórnarráði "Ríkisins".

The Deep Throat (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 02:19

26 identicon

Svo hverfðist myrkrið yfir hann, en það var sem glitti í silfurskottu þar nærri.

Litlu síðar heyrði ég rödd Dickie Dick Dickens hvísla:  Djöfulli eru þau spúkí. 

The Deep Throat (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband