ICEsave stríðinu er lokið, með fullum sigri okkar ICEsave andstæðinga

 

Íslensk stjórnvöld hafa loksins tekið til varnar í ICEsave deilunni og hafa því náð að sameina þjóð sína sér að baki í þessari langvinnu deilu sem klauf þjóðina í herðar niður þó aðeins lítill hluti hennar hafi fallið breta megin.

Í greinargerð sinni til EFTA dómsins taka þau skýrt fram að "Innstæðutilskipunin var réttilega innleidd á Íslandi og starfsemi íslenska innstæðutryggingasjóðsins var með þeim hætti sem ætlast var til og almennt gerist í Evrópu."  Grundvallaratriði málsins, að á Íslandi gildi íslenk lög,

Hafi lögin ekki verið í samræmi við evrópska reglugerð þá bar ESA skýr skylda samkvæmt EES samningnum að gera strax athugasemdir við löggjöfina og fá henni breytt.  

ESA gerði það ekki vegna þess að tilskipun ESB var réttilega innleidd á Íslandi og með þeim hætti sem ætlast var til og almennt gerist í Evrópu.

Bara þetta tvennt, að eftirlitskerfið gerði ekki athugasemd og að íslensku lögin voru í samræmi við löggjöf annarra þjóða gerir það að verkum að kæru ESA verður vísað frá dómi.  Verði það ekki gert þá er ljóst að EFTA dómurinn er orðin pólitískur líkt og farsinn kenndur við Landsdóm.

 

Um greinargerð íslenskra stjórnvalda er það að segja að hún virðist algjörlega í samræmi við málflunting Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Lárusar Blöndals frá fyrstu dögum ICEsave deilunnar.

Máltilbúnaður þeirra sérfræðinga utanríkisráðuneytisins sem héldu öðru fram kemur ekki fram í þessari greinargerð. 

 

Það eina sem má setja út á (svona við fyrstu yfirferð) er að í lið 13. vantar að geta að LÍ var með viðbótartryggingu hjá breska tryggingarsjóðnum sem tók við þar sem íslenska tryggingin hætti.  "No or limited" er sagt í handbók breska fjármálaeftirlitsins og er þá átt við að hún taki við ef trygging heimalandsins er engin eða takmörkuð.  Skýrar er ekki hægt að orða hlutina.

Bretum bar því skylda til að greiða þarlendum ICEsave reikningseigendum út sína tryggingu eins og bresk lög og reglur gerðu ráð fyrir.  Krafa þeirra, að fá kostnað breska tryggingasjóðsins endurgreiddan, er því skýlaus brot á breskum lögum og alveg ótrúlegt að íslensk stjórnvöld létu aldrei reyna á það fyrir breskum dómsstólum.

 

Núna þegar hillir fyrir endann á þessu máli þá er ljóst að hinir seku á Íslandi, þeir embættismenn og aðrir sem mötuðu íslensk stjórnvöld á röngum upplýsingum, verða að sæta ábyrgð.  Jafnvel á Íslandi varðar það við lög að ljúga og blekkja ráðherra í þágu erlends ríkis.

Við yfirheyrslur í Landsdómi kemur í ljós hvaða embættismenn þetta voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, og Jóhanna Sigurðardóttir ætti að geta upplýst hverjir afvegleiddu hana eftir að hún varð forsætisráðherra.

Það er eðlilegt að ráðherrar fari eftir þeim embættismönnum sem þekkinguna eiga að hafa og hafa það hlutverk að ráðleggja yfirmönnum sín heilt.

Það er nefnilega misskilningur að ráðherrar viti allt og þeir þurfa að treysta á embættismannakerfið til að upplýsa sig um gildandi lög og reglur.

 

ICEsave málið er lokið hvað EFTA dóminn varðar, ljóst er að íslenskir dómsstólar munu aldrei taka mark á pólitískum dómi þaðan.   En það er engin ástæða til að halda að slíkur dómur verði felldur.

En ICEsave er ekki lokið hvað varðar samverkamenn breta á Íslandi.  Aðstoð þeirra við bresku fjárkúgunina er engu minni glæpur en að hjálpa litháísku mafíunni við að dreifa blásýru menguðum mat í verslanir þar til að íslensk stjórnvöld myndu greiða þeim miskabætur fyrir meintar ólöglegar handtökur á meðlimum mafíunnar hér á landi.

Ég skora á fólk að hlusta á Spegilinn í kvöld, þar vinnur samverkafólk breskra stjórnvalda, og það mun örugglega reyna að tala máli bresku fjárkúgunarinnar gegn skýru lagaáliti íslenksra stjórnvalda.  Nóg rægðu þau niður Árna Pál Árnason, fyrrum viðskiptaráðherra þegar ljóst var að hann hafði skipt um skoðun í ICEsave málinu og fylkja liði gegn fjárkúguninni með skýran lagatexta af vopni.

 

Núna þegar ljóst er að allir stjórnmálaflokkar á þingi hafa komist að þeirri niðurstöðu að skýr lög og réttur er okkar megin í ICEsave deilunni og að um ómerkilega fjárkúgun er að ræða, þá erfitt að ímynda sér hver heldur verndarhendi yfir Sigrúnu Davíðsdóttir við að níða niður þetta lagaálit íslenskra stjórnvalda. 

Það er  mikill misskilningur að fjárkúgarar og samstarfsfólk þeirra hafi málsfrelsi til að koma fjárkúgun sinni á framfæri.  Hvað þá að þau noti ríkisfjölmiðil þess lands sem á að fjárkúga.

Grípi innanríkisráðherra ekki inní, þá hljóta þingmenn stjórnarandstöðunnar að krefjast opinberar rannsóknar á vinnubröðgum Spegilsins, og krefjast þess að viðkomandi starfsmenn sæti ábyrgð samkvæmt lögum um landráð og landráðastarfsemi.

 

Geri menn það ekki þá er ljóst að málsvörn sú sem sagt er frá í þessari frétt er marklaust plagg sem ekki á að nota, heldur að semja enn einu sinni framhjá réttarkerfinu.

Núna reynir á að almenningur og fulltrúar hans á þingi haldi vöku sinni og sjái til þess í eitt skipti fyrir öll að stjórnvöld standi í lappirnar í ICEsave deilunni og geri það sem gera þarf.

Að þau standi á rétti  sínum og framfylgi lögum og reglu.

 

Betur er seint en aldrei í þessri ömurlegu deilu sem aldrei hefði þurft að verða ef strax hefði verið gripið til varnar á þeim grunni sem fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins kveður á um.

Og ég verð að segja, þarna tókst Össur loksins að koma mér á óvart.

Hann er orðinn okkar maður.

 

Velkominn í ICEsave vörn þjóðarinnar, Össur Skarphéðinsson.

Núna er þér margt fyrirgefið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kröfugerð ESA svarað vegna Icesave-málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sem sagt dómari í EFTA-dómstólnum og búinn að kveða upp úrskurð. Gott að vita það!

Pétur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:13

2 identicon

Bull

Jonsi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:20

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Reyndar gerði ESA smávægilega athugasemd við lög um innistæðutryggingar á sínum tíma sem var og leiðrétt með lagabreytingu, en það að ESA hafi gert athugasemd sannar það bara að ESA taldi lögin á Íslandi í fullu samræmi við tilskipunina. Þessi eftiráskýring um að ríkisábyrgð sé á innistæðum vegna rangrar innleiðingar á tilskipun um innistæðutryggingar er bein atlaga að hagsmunum Íslands og gert eftirá til að tryggja annarra landa hagsmuni.

En og aftur kemur í ljós að EES samningurinn var meiriháttar glapræði fyrir Ísland enda mun ESA/ESB ALLTAF taka meiri hagsmuni fram yfir minni hagsmuni.

Eggert Sigurbergsson, 9.3.2012 kl. 16:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, Pétur, vertu ekki svona sár greyjið, ég veit að það er erfitt að vera umkomulaus á vígvellinum þegar foringjarnir hafa skipt um lið.  Komdu bara með þeim í faðm þjóðarinnar og ég veit að þér verður fyrirgefið.

Og landráðafólkinu verður líka fyrirgefið, þegar það hefur tekið út sinn dóm.  Það er heppið að búa á Íslandi, ekki Bretlandi, þar fengi það ekki annað tækifæri til að svíkja, eða nýtt líf með fyrirgefningu þjóðarinnar í farareyri.

Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi, vissu ekki betur, þau voru fóðruðu á röngum upplýsingum.  Þess vegna hafa þau engin lög brotið þó þau muni þurfa að sæta pólitískri ábyrgð, sem heitir kosningar.

En þeir sem fóðruðu ráðherrana á röngum upplýsingum, þeir þurfa axla sína ábyrgð fyrir dómsstólum eins og lög kveða á um. 

Ríkisstjórn skiptir ekki um grundvallarskoðun í máli þar sem í krafti fyrri skoðunar ætlaði hún þjóð sinni að greiða 507 milljarða af almannafé, án þess að eitthvað láti undan.

Lögin hafa ekkert breyst, engar nýjar upplýsingar hafa komið fram í málinu.  Það að halda fyrst núna fram að krafa breta sé lögleysa þýðir einfaldlega að einhver hefur alvarlega logið að ráðherrum og núna þarf ríkisstjórnin að útskýra, bæði fyrir þjóðinni og ekki hvað síst stuðningsmönnum sínum, hvernig þær lygar bar að og afhverju hún kaus að trúa þeim.

Lygin hlýtur að hafa verið mjög sannfærandi.

En já, þú þarna yfirgefni maður á vígvelli þjóðarinnar, þú spyrð hvort ég sé EFTA dómari.  Skil ekki alveg spurninguna.  Benti einfaldlega á að ef EFTA lyti framhjá skýrum staðreyndum málsins, að  "Innstæðutilskipunin var réttilega innleidd á Íslandi og starfsemi íslenska innstæðutryggingasjóðsins var með þeim hætti sem ætlast var til og almennt gerist í Evrópu." þá væri dómurinn pólitískur.

En það var aldrei neitt ICEsave stríð við breta, þeim var aldrei mætt á vígvelli laga og réttar.  Stjórnvöld spurðu einfaldlega "hvað viljið þið" og þá líklegast vegna þess að fólk í embættiskerfinu taldi ráðherrum í trú um að engin lagastoð væri til varnar.

ICEsave stríðið var innanlands, það var almenningur sem reis upp gegn vinnumönnum breta í Háskólanum og á Ruv, að ég tali ekki um á auðfjölmiðlunum.  Og almenningur hafði sigur.

Og stríðinu lauk svo formlega í dag þegar málstaður okkar ICEsave sinna er orðinn málstaður ríkisstjórnarinnar.  Ég get ekki ímyndað mér að nokkur reyni hér eftir að styðja bresku fjárkúgunina.

En þeir verða þá bara svældir út úr holum sínum.

Með samúð og huggun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 16:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jonsi, jonsi, jonsi minn, ææ og óoooó.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 16:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Eggert, en það breytir því ekki að núna, loksins, er þjóðin sameinuð í þessu máli.

Viðbrögðin hérna að ofan er aðeins áfall þeirra sem trúðu og trúðu sínum leiðtogum.

Núna hlýtur góðhjartað fólk að slá saman í áfallahjálparpakka þeim til handa.

Eða það sem meira er, velferðarráðherra að þakka þeim dyggan stuðning við lygi og blekkingar með því að mæla fyrir þeirri þjóðarsátt að ríkissjóður borgi fyrir áfallahjálpina.

Ég er sáttur við þann ICEsave skatt og lít á hann sem lokagreiðslu í ICEsave deilunni.  Ólafur hlýtur að láta frumvarp þar um fara í gegn án þess að vísa því til þjóðarinnar.

En ef hann gerir það, þá mun ICESave skattur loksins fá mitt Já.

Þjóðarsátt er jú einnar messu virði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 16:44

7 identicon

Ástríðupólitíkusinn og meyjarblóminn Jón (#hikk#) Baldvin og Bermúdaskálin DO nauðguðu Íslendingum inn í EES á sínum tíma - með góðri aðstoð stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur - þrátt fyrir tugþúsundir undirskrifta gegn inngöngunni.

Auðvitað eiga Íslendingar að segja sig úr EES og slíta endanlega samskipti við gömlu heimsálfuna.

Opnum westurgluggann!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:51

8 identicon

Þetta er alveg ljómandi fínn rökstuðningur í þessari greinargerð.

Hef sagt það áður, og segi enn að það verður ekkert dómsmál.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:57

9 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi

Ekki vil ég nú taka svo djúpt í árina að telja að stríðið sé unnið en þessi orusta er vissulega unnin og líkur á lokasigri hafa aukist að mun. Össur, Jóhanna, Steingrímur og frú Árni Þór geta enn unnið tjón á vörninni að ógleymdum öðrum minni mannleysum. En vissulega er tilefni til að fagna því að Utanríkisráðherra virðist genginn í lið með sinni eigin þjóð og vonandi að fleiri fylgi á eftir.

Að loknu þessu ferli öllu ættu Íslendingar að hugleiða í alvöru hvort aðild að Efta sé hættuleg fullveldi okkar eða til hagsbóta.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 9.3.2012 kl. 16:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Umrenningur góður, hver á að stýra andstæðingum okkar þegar ríkisstjórnin styður málsstað okkar????

Opinber starfsmaður sem talar gegn þjóðinni í þessu máli, eftir að greinargerð stjórnvalda liggur fyrir, hann brýtur lög, lög um landráð.

Það þarf bara að ákæra hann.

Jú, stríðið er unnið.

EFTA dómurinn, hverjum er ekki sama???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 17:19

11 identicon

EFTA dómstóllinn hefur nákvæmlega ekkert gildi í þessu máli.

Það má hverjum manni vera nákvæmlega sama, hvað hann úrskurðar.

Það sem skiptir máli er að Bretar og Hollendingar hafa ekki stefnt Íslandi, fyrir viðeigandi dómstól, sem er hér á Íslandi.

Þess má geta fyrir þá sorglegu einstaklinga sem vildu og vilja greiða einkaskuldir einkabanka undir stjórn glæpamanna, að Hæstiréttur hefur staðfest gildi neyðarlaganna, og nákvæmleg engar líkur á því að hann snúi við þeim dómi.

Þjóðin á skilið klapp á bakið, að hafa aftrað Samfylækingunni að koma Íslandi á sama gjaldþrotabás og Grikkr eru á, og fleiri evruþjóðir að nálgast. Ólafur Ragnar á svo sitt hrós skilið.

En laukrétt hjá síðuhöldi, þetta mál er búið.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 21:53

12 Smámynd: Einar Karl

Skýtið stríð þetta, sem vinnst með því að halda fyrir augu og eyru. En skál fyrir því!

Einar Karl, 9.3.2012 kl. 22:40

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, Einar minn ekki vera sár.

Varla ert þú að bera uppá íslensk stjórnvöld að þau ljúgi í mína þágu, svo ég geti hlegið á blogginu og sagt, "Sagði ég ekki".

Kommon, þetta eru nú einu sinni þínir menn, sem þú studdir í gegnum þykkt og þunnt.

Og Einar, svo er það grafalvarlegt mál að styðja ekki stjórnvöld í ríki sínu þegar erlent ríki ásælist land eða gæði þjóðarinnar.  

Einhver hjá Leynódeild Haraldar ríkólöggustjóra gæti hlerað og skráð hjá sér. 

En ég skal ekki kjafta, lofa því, tíu upp til guðs.

En það væri nú stórmannlega að játa sig sigraðan og óska manni til hamingju, svona einu sinni.

Með friðarkveðju að austan, hún verður því miður agressívri í fyrramálið, þá verða hnífarnir teknir fram, en í kvöld er friðurinn og róin, en ég á því miður ekkert whiský til að skála með.  

Þökk sé honum Steingrími sem telur það óhollt fyrir okkur fátæklingana að drekka.

En skál í vatni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:12

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki meir um það að segja Hilmar.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:13

15 identicon

Þjóðin 98% - Vinstra setuliðið 2% ... svaka var Össur lengi að tengja ... hann dugir ekki einu sinni lengur sem hirðfífl.

Annars góður pistill Ómar sem jafnan og gaman að sjá hér góða athugasemd, sem jafnan, frá gömlum vopnabróður af eyju-atinu, Sigurð #1: 

"Þetta er alveg ljómandi fínn rökstuðningur í þessari greinargerð.

Hef sagt það áður, og segi enn að það verður ekkert dómsmál."

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 03:40

16 identicon

Einbeittur brotavilji helferðarstjórnarinnar rekur hana fyrr en síðar til harakiri ... djöfulli verða garnaflækjurnar ljótar.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 03:44

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 10:10

18 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Ómar og já til hamingju með okkur sem sáum þetta rugl frá upphafi. Pétur,Jónsi og Einar mega ekki vera svona tapsárir. Menn verða menn meiri að viðurkenna ósigur. Ekki má heldur gleyma eina manninum sem hlustaði á vilja meirhluta þjóðarinnar. forsetanum okkar. Hefði hans ekki notið við, þá værum við vægast sagt í djúpum skít. Kveðja frá Frakklandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.3.2012 kl. 13:20

19 Smámynd: Einar Karl

Eins og ég hef áður sagt þá vona ég innilega að ég hafi hafi haft rangt fyrir mér í mínum skrifum um Icesave, og komi það í ljós þá lofa ég að éta hattinn minn og jafnvel éta hatt Ómars Geirssonar líka í næstu ferð austur!

Ég setti niður nokkra punkta um málsvörn Íslands fyrir EFTA-dómstólnum í morgun. Með þessu er ég að reyna að horfa á og skilja sjónarmið beggja megin borðs. Auðvitað vona ég að "mitt lið" vinni, eða a.m.k. komi sem best/skást út úr þessu, en það er gagnlegt að leggja mat á rök með og á móti, til að niðurstaða dómstólsins komi ekki á óvart.

Sumir segja raunar að þessi EFTA-dómstóll komi okkur ekkert við, ég er ekki sammála slíkum málflutningi.

Með góðri kveðju að sunnan.

Einar Karl, 10.3.2012 kl. 15:56

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Einar, ég skal baka sérstakelga hátt úr piparkökum svo bitinn bragðist vel.

Og já, ég veit að þú munt ekki bregðast þínum mönnum, og þannig á það að vera, menn eiga að bakka upp sitt fólk.

Þar með erum við núna í sama liðinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 18:14

21 identicon

Sæll.

Ágætur pistill hjá þér.

Vert er að hafa í huga að dómur EFTA dómstólsins er einungis ráðgefandi. Ekki bindandi.

Varnarþing þjóða er alltaf í dómskerfi viðkomandi þjóðar. Ef við teljum okkur eiga eitthvað sökótt við yfirvöld í Noregi fer sá málarekstur fram fyrir norskum dómstólum svo dæmi sé tekið. Sendinefndir okkar gerðu þó ítrekaðar tilraunir til að færa það frá okkur og það eitt var nóg til að hafna viðkomandi samningum.

Ef EFTA dómstóllinn reynist ófær um að fara eftir lagabókstafnum verða Bretar bara að gjöra svo vel að höfða mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Verði þeim að góðu. Lárus Blöndal væri kannski tilbúinn að sækja fyrir þá.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 22:37

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Við megum ekki vera vond við Lárus Helgi, hann laut boði flokksins.  Uppúr stendur er vinna hans fyrir þjóð sína, vanþakklát og á tímum þar sem allir vildu borga.

En þetta er málið, það þarf enginn að óttast pólitískan dóm, en hins vegar mætti fagna honum því þá yrði að gera EES samstarfið upp.

Samstarf sem getur ekki virt sín eigin lög er sjálfsdautt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 08:24

23 Smámynd: Elle_

Niðurstaða EFTA dómstólsins verður ekkert bindandi þó nokkrir vildu að svo væri.  Fyrir vinina sem þeir vilja ekki og vildu aldrei styggja.  Tími Jóhönnu og Steingríms ætti að fara að nálgast.  Það ætti ekki að gleyma baráttu þeirra sem voru alltaf ranglætismegin í málinu og hafa enga afsökun og síst ef þeir voru lögmenn eða stjórnmálamenn.

Elle_, 15.3.2012 kl. 12:19

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú samt gaman að hafa þau loks okkar megin Elle, og þeir sem vilja hafa sína Grýlu, þeir mega hafa hana.

Þið ESB andstæðingar ættuð að gleðjast ef EFTA fellur upp ódóm, það útilokar um leið aðild að ESB.

Svo hvernig sem þetta er og fer, þá erum við sem höfðum rétt fyrir okkur frá fyrsta degi, sólarmegin í þessari deilu.

Og ekki er það nú leiðinlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2012 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 94
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 1319986

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband