"Sjáið þið ekki veisluna"!!

 

Þessi fleyga setning Árna Matt þáverandi fjármálaráðherra er í vitund þjóðarinnar tákn fyrir veruleikafirringu stjórnmálamanna í aðdraganda kosninganna 2007. 

Enginn af þeim ræddi um hina tifandi tímasprengju sem útrásin var eða hin tilbúna þensla hinnar fölsuðu krónu myndi springa. Þeir rifust aðeins um hvernig átti að ráðstafa gróðanum

Þeim var reyndar vorkunn, fræðingar og hagspámenn, hvort sem það var í bönkum eða hjá aðilum vinnumarkaðarins, spáðu hagvexti eins langt fram í tímann og menn greindu í kristalkúlum sínum.

Hagspámenn spáðu reyndar vexti svo seint sem í september 2008, nokkrum dögum áður en allt hrundi. 

 

Hvort þessi orð Ólínu Þorvarðardóttir, "Kreppan er nefnilega búin" verði jafn fleyg skal ósagt látið.  

Þau byggjast á kristalkúluspám hagspámanna og eru alveg fullkomlega eðlileg miðað við þær spár. 

Það var hagvöxtur á síðasta ári og honum er spáð áfram næstu ár.  

Og samkvæmt því er kreppan búin.  Það er einfaldlega staðreynd.  Það er engu logið að kreppan sé búin.

 

Ég er einn af þeim sem tel svo ekki vera.  

Að hagvöxturinn sé sýndarvöxtur sem eigi sér engar raunverulegar forsendur.  Og að spárnar séu ef eitthvað er, ógáfulegri en þær voru hausið 2008.

Ég tel að þær horfi algjörlega framhjá hinni tifandi tímasprengju sem efnahagsmál okkar eru og vanmeti algjörlega óvissuna sem framundan er.

En þetta er mín skoðun og hún styðst ekki við kristalkúlur, aðeins við reynslu fortíðar ásamt þeirri lágmarksþekkingu á hagfræði að vita að þjóðfélag í skuldakreppu þar sem fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki mun ekki vaxa til lengri tíma litið.

Og ég er þeirrar skoðunar að það sé allt að springa í loft upp í hinum stóra heimi.

 

En þetta er bara skoðun, og ætla að ekki að rökstyðja hana meir hér á blogginu því ég er að leggja lokahönd á pistlaröð mína um réttlæti í skuldamálum heimilanna.

Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér og Ólína rétt, gæti alveg unað henni þess.

Ég vona innilega að hún sjái að fólk er engu bætt með ölmusu sem að því er rétt ef aðstæður batna.  Að aðeins réttlæti geti skapað sátt í þjóðfélaginu.

Sátt sem er forsenda þess að þjóðfélagið nái að vaxa og dafna.

 

Og ég veit að innst inni er Ólína Þorvarðardóttir alveg sammála því.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Kreppan er nefnilega búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

toppurinn stendur á brauðfótum.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 13:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, og það úr deigu brauði og mýsnar eru að naga þær.

Gjaldeyrishöftin halda aftur af vogunarsjóðunum að flytja bankahagnaðinn úr landi, skuldabréf LÍ var afborgunarlaust fyrstu hvað 3 árin???, man það ekki alveg.

Aðeins gífurleg erlend lántaka mun halda genginu uppi og það til skamms tíma.  Svo kemur að skuldadögunum.

En áður mun kerfið hrynja innan frá.    Bæði heilbrigðiskerfið vegna vinnuálags og skorts á endurnýjun og fjármálakerfið.  Fólk mun ekki sætta sig við hækkun lána í næsta verðbólguskoti, fyrirtæki hafa ekki rekstrargrundvöll.

Og svo er það evran, sprengjubrjálæðingar við Persaflóann, nefndu það bara.

Jafnvel strúturinn með höfuð í sandinum, myndi skynja að allt væri að hrynja.

En, í dag er hagvöxtur, þýðir ekki að neita því.  En það er ekki ríkisstjórninni að þakka, það er krónunni og Nei-ið í ICEsave.

Hinsvegar má ríkisstjórnin eigna sér það mín vegna ef hún aðeins tekst á við vítahring hinna stigbreyttu skulda.

Og hjálpar heimilum landsins í eitt skipti fyrir allt.

Annars á hún engan tilverurétt, jafnvel þó hagvöxtur mælist 25% á næsta ári.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2012 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1319872

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband