Er íslenska ríkið með tekjur í erlendri mynt???

 

Eða á að feta grísku leiðina í endurgreiðslum á láninu???

Selja almannaeigur og einkavæða almannaþjónustu????

Hvaða vald hafa örfáir menn til að koma þjóðum sínum í skuldaforað sem enginn sér fram úr????  Þeir segja að þessi lán verði svo bara endurfjármögnuð en við sjáum núna hvað er að gerast í Evrópu þegar endurfjármögnin bregst.

Um það forað sagði Írskur prófessor að skuldugum löndum "hafi verið umbreytt í risavaxna vél sem keyri áfram í þeim eina tilgangi að borga kröfuhöfum stjórnvalda og hins gjaldþrota bankakerfis".

Og almenningur er einskis spurður, honum er bara sendur reikningurinn.

 

Er ekki tími til kominn að staldra við og spyrja stjórnvöld spurninga, "til hvers eru þið að taka þessi lán??", "hvernig ætlið þið að borga þau??".

Það erum jú við og börnin okkar sem sitjum í súpunni.

 

Gott foreldri í dag lætur sér ekki duga að fæða og klæða börnin sín, það sínir líka þann manndóm að berjast gegn skuldaþrælkun barna sinna.  Það gerði það í ICEsave deilunni, og það þarf líka að gera það til að hindra að skatttekjur okkar séu lagðar að veði fyrir gjaldeyrisbrask og gjaldeyrisbraskara.

Ef við spyrnum ekki við fótum, þá mun börnin okkar gera það.  Í blóðugri byltingu gegn ræningjum og ruplurum fámennrar auðklíku og handbenda þeirra meðal stjórnmálamanna.

Það sættir sig enginn við líf skuldaþrælsins.

 

Valið stendur aðeins milli þess að við gerum eitthvað, eða við arfleið börnin okkar að helvíti sem þau mun rísa upp gegn.

Í mínum huga er valið skýrt, ég vil að börnin mín erfi mannsæmandi þjóðfélag líkt og ég þáði í arf af kynslóð foreldra minna.  Þess vegna sagði ég Nei við ICEsave, og ég barðist gegn ICEsave.

Næsta orrustan í stríðinu um framtíð barna okkar, er að hindra skatttekjur okkar eru settar að veði vegna gjaldeyrisbraskara.  Að við segjum Nei við AGS og komum leppum sjóðsins frá völdum.

 

Um alla Evrópu er baráttan gegn ógnaröflunum hafin, ógnaröflunum sem eru að breyta velferðarþjóðfélögum Evrópu í sjálftökuvél fámennra auðklíku sem öllu ræður í dag.

Auðklíkan réttlæti völd sín og sjálftöku með því að hún skapaði svo mikla velsæld, og henni var trúað á meðan smjörið draup.  En efnahagurinn var aðeins fúafley sem hafði verið málað fínt og flott með skuldum, það var meira rænt en var skapað.

Þetta var allt blekking, velmegun okkar byggðist á skuldasöfnun.

 

Og þær skuldir á almenningur að borga næstu áratugina. 

Nema hann rísi upp og segi við auðklíkuna, bogrið þið ykkar skuldir sjálfir.  Þið komið þjóðfélögum ykkar í djúpan skít, en þið komið ekki skítnum yfir á okkur, þið skulið sjálfir éta hann.

Við segjum Nei við því að það sé gengið þannig á almannasjóði að þeir geti ekki sinnt menntun og velferð barna okkar.  Eða sinnt sjúkum og öldruðum.  

Skuldir sem eru ekki sjálfbærar, þarf að afskrifa.  Þær verða ekki greiddar með blóði almennings.

 

Þetta eru hinar nýju átakalínur í stjórnmálum í Evrópu, og þessi átakalína hefur verið á Íslandi allt frá Hruninu.  

Þetta var kjarni ICEsave deilunnar.

Og þetta er kjarni baráttunnar gegn skuldsetningu ríkissjóðs í erlendri mynt.  

Og kjarni baráttunnar gegn blóðmjólkun bankanna á almenningi, baráttunnar gegn hinum stökkbreyttum skuldum sem eru að sliga tugþúsunda samlanda okkar.

 

Gott foreldri háir þessa baráttu, gott foreldri gerir það sem þarf að gera til að vernda framtíð barna sinna. 

Gott foreldri arfleiðir ekki börnin sín að baráttunni við ógnaröflin vegna skorts á  kjarki og dug.

Við sigruðum ICEsave, við munum líka sigra AGS og ógilda alla þrælasamninga stjórnvalda við þau Óbermi.

 

Og við erum ekki ein í því stríði.  

Dagrenning nýrrar aldar er að rísa upp um alla Evrópu.

 

Við munum sigra þetta stríð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Undirbýr útgáfu erlendra skuldabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr... Eins og talað úr mínu hjarta... Vel mælt Ómar!

Valtyr Orn Valtysson (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 17:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valtýr.

Ákaflega varð ég hissa þegar ég las innslag þitt, ég á því ekki að venjast að einhver taki undir pistla mínum sem fjalla um ógnir morgundagsins.  Innslögin koma öll þegar ég er í baksýnisspeglinum eða fjalla um vanvitahátt núverandi stjórnvalda.

Svona pistill fær að fljóta með eftir að ég hef óvart lent í að vera lesinn.  Mér til gamans og um leið sem undirbúningur undir alvöru lífsins sem bráðum tekur við.  

AGS lánið er ríflegt ICEsave, sem allir sjá í dag að hefði gert þjóð okkar gjaldþrota.  Samt fær Már að láta eins og hann einn ráði fjöreggi þjóðarinnar og geti skuldsett okkur út í hið óendanlega í erlendum gjaldeyri.  Hann og ráðgjafar hans sönnuðu sig sem algjör fífl í ICEsave deilunni, þjóðin felldi óráð þeirra, en lætur þá áfram um óráð framtíðar.  Líkt og þú takir brenndu eldspýtuna frá barninu sem kveikt óvart í, en lætur restina í eldspýtstokknum vera og afhendir óvitanum stokkinn.

Sama óvit lýsir í hrokanum sem hrjáir marga sem sjá óráð núverandi efnahagsstefnu, þegar þeir fjalla um vanda Grikkja, Íra eða annarra fórnarlamba evrunnar, þá tala þeir um óstjórn eða sjálfsskaparvíti.  Átta sig ekki á að vandi þessara þjóða er afleiðing.

Tilbúinn kaupmáttur evrunnar skapaði skuldasúpu, óhjákvæmilegt þegar gjaldmiðill endurspeglar ekki framleiðslugetu hagkerfisins.  Almenningur ræður þar engu um.  En svona skuldasúpa er viðráðanleg þegar gjaldmiðillinn er innlendur, hann rýrnar og skuldirnar með.  

En slíkt er ekki í boði með evruna, aðeins þrælkun almennings er valkostur ef vanvitarnir halda fast í hana.  Þrælkun sem við könnust svo vel við í formi verðtryggingarinnar.  Samt tala íslenskir andófsmenn um óstjórn jaðarsvæðanna, sjá ekki hinn undirliggjandi vanda.  Eru svo alveg gapandi yfir skilningsleysi samlanda sinna sem fóru ekki illa út úr skuldakreppunni.

Heimskan sem ræður ríkjum má líkja við ávítur breska þingsins gagnvart Churchil fyrir að hafa hallmælt þýskum stjórnvöldum.  Glæpur hans var aðeins sá að lesa upp úr Mein Kampf, þar sem Hitler útskýrði vel hvað hann ætlaði gera minnihlutahópum eða hvernig hann ætlaði að ræna slavneska nágranna austursins.

En það sem blasti við, var ekki orðið, og því var Churchil víttur.  

Það sama gildir um hina sammannlegu ógn gagnvart blóðsugum græðgiskapítalismans, hún er fyrsjánanleg, og þegar boðuð gagnvart þjóðum jaðarsvæða Evrópubandalagsins.  Að ég tali ekki um arðránið og blóðmjólkun á fátækari þjóðum alþjóðavæðingarinnar.  En átökin og uppgjörið, er eitthvað sem mun gerast, óhjákvæmilegt á meðan hinn venjulegi maður sefur sínum Þyrnisrósasvefni.

Og þeir sem benda á það, tala fyrir tómum húsum.  

En hitta einstaka sinnum á hjarta sem hefði mælt það sama.

Ég varð svo hissa að ég samdi langloku því til heiðurs.

Kannski samt vegna fráhvarfseinkenna, langlokur voru aðal míns bloggs þegar ég barðist við vindmyllur.   Og þessi pistill á að fá að standa þar til ESA hefur kveðið upp sinn úrskurð.  Og alltaf villist fólk hérna inn, og eitthvað þarf það að fá fyrir sinn snúð.

Eitthvað sem það les ekki á öðrum bloggsíðum.

Það er styttra í alvöru lífsins en marga grunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2011 kl. 18:45

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi. Ég held því miður að þú hafir rétt fyrir þér í því að uppgjör er óhjákvæmilegt úr þessu og að það sé styttra í það en margur telji. Það kom á verkstæðið hjá okkur feðgum stútungkelling seinnipart vetrar, móðir og margföld amma, hún hélt því blákalt fram að ekkert muni breytast fyrr en blóð fari að renna. Ég verð að viðurkenna að mér brá svolítið við þar sem ég hef þekkt þessa konu mjög lengi og aldrei talið að nokkur svona hugsun væri til hjá henni, síðan hef ég heyrt svipuð ummæli frá öðru fólki á öllum aldri. Það sem ég er að reyna að segja er að þegar maður verður vitni að svona tali hjá fólki sem má ekki vamm sitt vita þá held ég að greining þín á ástandinu sé rétt, að þjóðin eða að minnsta kosti óvenjulega fólkið sé eins og púðurtunna og þurfi aðeins smáneista til að fuðra.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 31.5.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Umrenningur

Es. Breiðuvíkursnild hjá þér í pistlinum hér á undan.

Umrenningur, 31.5.2011 kl. 20:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur, ágætur er hann en ekki sleit hann úr mér hjartað því mér lá ekkert á hjarta eins og þegar ég vildi segja eitthvað og reyndi það sem ég gat.  Slíkt tekur á og maður man eftir því.

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég samdi þennan pistil, sá á undan kom vegna þess að ég vildi vekja athygli á sönnum orðum manneskju í neyð sem hún sendi Jóhönnu Sigurðardóttur í gegnum Morgunblaðið, og ég fékk á tilfinninguna að alltof margir hefðu ekki lesið.  Pistill minn í dag átti eiginlega ekki að vera annað og meira en þessar þrjár upphaflínur, og svo ein í niðurlag.  Svo bara gerðist þetta, Út og suður tók völdin.  Eins og svo oft áður.

En tilgangurinn er enginn, svona dramtík fer fyrir ofan garð og neðan hjá 99,99% lesenda svona bloggpistla.  Þetta er ekki það sem fólk er að hugsa í dag, hvað þá að fólk upplifi baráttuna sína fyrir tilverunni sem hluta af stærri baráttu og uppgjöri sem mun móta framtíð okkar.

En ég hef lúmskt gaman að þessu og ekki skaðar ef einhverjum öðrum líkar.  Eins spáir maður í hvað maður vill hafa sem síðasta pistil fyrir hlé, það er alltaf einhver hreyfing á blogginu þó það sé sofandi, og stundum sé ég það á flettingunum að einhverjir nýir eru að lesa.  Kannski þá einhverjir sem eru að spá og spugglera, og þá út fyrir hina viðtekknu sviðsmynd.

Veit það ekki Umrenningur góður, ég hef ekki græna glóru um áhrif svona bloggs, þá á ég við áhrif fyrir utan að ég á létt með að tjá reiði fólks þegar sá gállinn er á mér.  En ég hef meiri áhuga að við komum í veg fyrir borgarstyrjöld þar sem blóðið rennur.  

Að við tökum aftur upp mennskuna við stjórnun landsins.  Stöndum saman sem þjóð á meðan við vinnum okkur út úr erfiðleikunum.  Og slíkt er ekki framkvæmanlegt á meðan fórnarlömb Hrunsins eru skilin eftir alsnakin á berangri sinna erfiðleika.

En þetta er svo erfitt á meðan maður hefur ekkert áþreifanlegt afl til að styðja.

Og það þarf ekki mikinn neista til að allt springi með ósköpum.  Bæði hér og annarsstaðar.

Veit það ekki, veit aðeins að við sigruðum í ICEsave.

Og ég veit að það er pís of keik að sigra skuldaorrustuna líka, en til þess þurfa allir að draga stríðsvagninn í sömu átt líkt og okkur í hundrað prósent Nei-inu tókst í ICEsave deilunni.  Hef aldrei getað skilið þegar tugþúsundir eiga allt sitt undir sanngjarni leiðréttingu, að HH skuli aldrei hafa tekist að mynda afl sem ekki er hægt að hundsa.

Held einna helst að þeir hafi sleppt öllum söguáföngum í skóla, þekkja því ekki mistakakeldurnar sem gleypa viðvaninga á orrustuvellinum.

Eða eitthvað annað, það er erfitt að úskýra það sem maður skilur ekki.  Og ætla ekki að velta mér upp úr því, það er þeirra sem leiða þá baráttu.

Hér fyrir austan er að koma sumar, strákarnir fá sitt fyrsta sumarfrí frá skólanum á morgun.  Og það var samið um tölvubann, þeir mega aðeins fara í tölvuna í Norðaustan rigningarfýlu (spurning þá hvort um eitthvað bann verði að ræða), og ég á víst að gera slíkt hið sama, nema ég fæ ekki undanþágu í norðaustan áttinni.

Þetta kallast að deila þjáningunni, eitthvað sem ætti að vera leiðarvísir siðaðra þjóða á hamfaratímum.

Kemur vonandi með kalda vatninu hér á Íslandi,, ef ekki þá mega ráðamenn fara vara sig á reiðum stútungskonum.  Ekki vildi ég lenda í þeim.

Bið að heilsa á þær slóðir sem þú vafrar um Umrenningur góður.

Alltaf gaman að heyra í þér.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 1.6.2011 kl. 00:15

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2011 kl. 01:26

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr!

Þjóðverjar vita að orð til alls fyrst og þar ekki gert ráð fyrir verðbólgu nema þá með línulegum vaxtarferli sem getur farið niður: verðlag getur almennt lækkað. Það er vegna þess að verðbólga erlendis  er mæling á vsk. eyðslu meðal Jóns. Millar 10% tekjuhæstu bjarga sér sjáflir og og allir bjarga hinum 10% tekjulægstu.   Mælirinn er kallaður Neytandi-Verð-Vísir : [CIP]gefur upplýsingar um hvað almennar tekjur þurfa að hækka mikið til að tryggja að ekki þurfi að hækka prósentu söluskatts [vsk skapar tækifæri til að borga meiri vexti].

Mæling fer fram að valið úrtak neytenda er látið skila inn inn vsk. kvittunum.

Þar hringir ekki forstjóri Walmart í Hagstofuna og spyr hvor vægi wm þynnts appelsínu safa hafi skilað sér í lækkun vísitölu, daginn áður er hann heldur billjóna dollar vsk afmælisveislu.  Hér þar strax að taka um USA aðferð til að meta verðbólgu gagnvart meðalmanninum 80%.  

Síðan þar að banna reiknlíkön [formúlur] sem gera ráð fyrir verðlagshækkunm almennt sem vaxa eins og x í öðru veldi því slíkiur stefni aldrei niður og fer fyrst hægt af stað og rýkur á endum beint upp í loft.

CIP mælir ekki fasteignaverð, nema þann hluta sem er viðhald með vsk, hjá úrtakinu. 

Hinsvegar í stöndugum ríkjum er ávinningur af því að lána meðal tekjuþega og undir, til fasteignakaupa non profitt, með enga raunvaxta kröfu vextir látnir nægja til að greiða niður verðbólgu framtíðar á fasteignalánum. Bankar verða að hafa slík lántíma veðsöfn til að tryggja lánshæfi sitt fyir skammtíma útlánum [minni lánstími en 5 ár]. Þessi lán eru oft með miklu áhættu vaxtaálagi erlendis og veð fyrir þeim rekstur eða væntingar.  Þess vegna er veð í fasteignum almennings, það sem allir banka í samkeppni reyna að komast yfir.  Hér er logið að Íslendingum að útlendingar geri raunvaxtakröfu á almenn fasteigna lán af eigin húsnæði til 30 til 45 ára.  Eftir 1983 veit engin hvað veðbönd eru almennt.  Þessi vegna var 110% leið samþykkt.  Veðlánsjóður til verðtrygginga í lengri tíma en 5 ár eða 25 ár til 45 ár, er talin Prime ef lán fara ekki úr veðböndum, Sjóður sem veð sjálfur fer þá ekki úr veðböndum.

Lán fer úr veðböndum 60% -80% ef heildar skuld á útgáfudegi er meira en 120% hærri en en útborgaða lánfjárhæðinn að mati USA fasteigna markaðar. Það er ef lán er 100 ein. má heildarskuld ekki vera meira 220 ein.   20.000.000 lán 44.000.000 heildarskuld.

Lán fer úr veðböndum  ef milli fer á hausinn, ef meðalmaðurinn getur ekki greitt afborganir og fær því nýtt lán lengra til að yfirtaka það gamla.

Ég er full viss að eftir að hætt var að afskifra verðbætur og þeim bætt ofan á láninin til hækkunar heildarskuldar, kallað verðtrygginga. Þá var gert ráð fyrir að  60% -80% myndu taka nýlán til að greiða það eldra.  Enda anýja lánsform íbúðlánsjóð hann sérstaklega til að taka yfir eldri lán, og með villandi upplýsingum um að greiðslu væru lægri fyrst en hækkuð síðan, þannig [erlendis] að heildar skuld yrði sú  sama eða minni ef CIP væri notaður rétt. Þá var sagt að ráðgerð verðbólga yxir eins og parabóla. Ef þetta veðlán er til 30 ára þá er það pínulítið lægra fyrstu 5 árinn miðað við CIP verðbólgur í Danmörku, UK, og USA, en 30 % hærra en vertryggt í heildina. Þessi óleglega umframhækkun verður mikið meiri ef verðbólga verður hærri en í stöndugu ríkjunum. USA var með neikvæða CIP verðbógu 2009 og Íraland  líka til að  auðvelda greiðslu af lánum sem þarf ekki niðurgreiða með vaxtabótum. Hrunið erlendis var yfirleitt hjá heim 10% tekjuhæstu sem voru að kaup uppahúsnæði: kaupa nýtt.  

Hér er ekki búið að taka upp þroskaðan almennan lánagrunn fyrir almenning.  Grun sem getur vertryggt 100%.  Vertrygging merkir eitt hjá einstakling en annað hjá veðlánsjóði.

Verðbætur á ekki að skattleggaja, þær fara til hækkunnar veðsafna, á öllum tímum, þetta er um 4,0% af veltu fasteignalána í ríki þar sem 4,0% er að meðaltali á hverju ári næstu 30 ár. Kallast bindiskylda [ég myndi ekki láta skylda mig]. Hér eru afskriftir taldar óþarfar vegna verðtryggingar með lögum [byssuleyfi milla til af féflétta neytendur], tekjur sem ekki hafa skilað vsk. því færðar beint til hækkunar eiginfjár[skuld við eigendur] og síðar ávaxtaðar.  Erlendir fjárfestar dæmu nokkur eigna söfn með 40% veðfalsi [þau voru sögð skila raunvirði á lánstíma 100%]. Eg veit hinsvegar að öll eignasöfn hér eru eins uppbyggð.     Þau skila engu raunvirði í peningum, nákvæmlega það sem og sat er um kauphallar útibúið á Íslandi á Wikipedia frá stofnun þess um aldamótinn.  Hér er ennþá sami óþverra  grunnur? Menn hafa ekkert lært, betra er að lána en fá lánað. Ríkar þjóðir lána fækari.   Ísland getur lánað mörgum þjóðum ftækari, orku og hráefni. Fjárfest í þeirra hráfenu og vörum.  Ríkari ESB ríkin láta engan græða á sér og þrifast á því að græða á fátækari ríkjum.

Júlíus Björnsson, 1.6.2011 kl. 17:54

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus, þetta var mikil lesning hjá þér.

Ætli kjarninn sé ekki sá að menn þekkja ekki muninn á verðhækkunum og verðbólgu.  Eða nenna ekki að mæla verðbólguna, mæla því allar verðbreytingar.  Líkt og eðlisfræðingur væri að mæla varmaaukningu í tilraunglasi og fengi alltaf út mismunandi útkomu eftir hitastiginu úti, eða hvar á hnettinum hann væri staddur.

Þetta vita menn en þeir sem hafa hag á vitlausri mælingu, þeir hafa töglin.  Líkt og þú segir að það er betra að lána á Íslandi en að fá lán.  

Daginn sem almenningur hættir að líta á sig sem skynlausa skepnu sem rekst undan aðstæðum án þess að hafa nokkuð um það að segja, og lítur á sig sem skynsemisveru sem hefur skoðanir og vit, til að meta umhverfið og hvernig eigi að bregðast við aðstæðum, þann dag munu margir ræða við þig um skynsamlega stefnu í í lánamálum.

Verðtryggingin er dauð, því hún náði ekki að tryggja efnahagslegan stöðugleika, auk þess að afleiðingar hennar valda félagslegri ókyrrð.

En hvað skal gera veit nú enginn, þar þurfa ólík sjónarmið skynseminnar að takast á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2011 kl. 12:15

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtryggja væntingar lánadrottins um kaupahækkun skuldnautar, mögr á fram í míman, er ek ábyrgu langtíma sjóðsrekur. Í stöndugum ríkjum er slíkar eignarfærslur kallaðar trúaðbrögð,  og eru ekki teknar sem verðmæti til greiðslu skuldar.

Í stöndugum ríkjum er upphaflegt raunvirði skuldar verðrtyggt á langtíma forsendu að skuldunautur hækki ekki tekjum á greiðslu tímabil, og greiðslur verði skilivísari og öruggari með tímanum. Þetta er kallað á ensku að veð söfnin þroskist [become mature]. Þess vegna gerir sjóður út á veðsöfn sem þroskast.  Samanber langtíma lán veðsöfn [lána]  jafnra greiðslna sem eru langalgengust á alþjóða mörkuðum  til að tryggja innstreymi inn í sjóðin af skilvísum greiðslum til eilífðar.  Þetta er alþjóðalega viðurkenda skilgreining á ábyrgri langíma sjóðstjórnun. Skilgreiningu sem er snúið upp í andhverfu sína hér í framkvæmd. Það getur ekki gerst ef hér væri til stað þekking á langtíma tryggingu á reiðufé, til að fjárfesta síðar í arðbærum rekstri, eða greiða út að hluta til til að komast hjá því að taka okur lán hjá skammtíma áhættu lánadrottnum. Einnig er slík reiðufjár geymslusöfn góð til að mynda varsjóði, vegna  tekjumissis, slíkt er þá ráðgert með skinsemi, en ekki væntingu um að hann verði sem mestur.   

Hér er ekkert ráðgert þar sem grunnur er ekki fastur, heldur er almenningur og eiginlegur rekstur fyrirtæka sem skapa verðmæti [vottast með vsk] í þágu sama almenning arðrændur, og fylltur ranghugmyndum um að hægt sé að leggja að jöfnu, skammtíma áhættu lánastafsemi þar sem veð greiðslugetu er áhætttan og bakveð  [sem má breyta í reiðufé fljótt] eru hverfandi. 

Erlendis er vextir því hærri sem greiðslugetan er tvísýnni, lánstímar líka styttri.    Sú áhætta sem allta er gert ráð fyrir og  er grunnur allra áhættu vaxta síðustu  þúsund ár , það er vegna rýnunar gjaldmiðilisins í ríki greiðenda skuldar.  

Hækkun á neysluverðlagi [neytakörfu greiðenda] getur átt sér stað án þess að heildar tekjur hækki að sama skapi, þá versnar greiðslugeta vegna húsnæðis og þess sem er ekki virðisaukaskapandi [vextir] eða beint arðbært. [Samanber lambær  sem skila að lokum ódýru kjöti, í samaburði.  Fjósið og kýrnar, eru grunnur mjólkur það magn getur verið upp og niður. Nú til dags er þetta orðið mjög óarðbært og staðlað] 

Hinsvegar er gert ráð fyrir að líki standi ekki yfir nema í mest um 20% í einu af lánstíma, og í upphafi verið lánað þannig að lántaki hefði svigrúma til að kaupa hlutabréf í arðbærum rekstri, eða leggja fyrir til geymslu, margar þjóð versla skartgripa í stað þess að leggja fyrir. 

Stöðuleikinn  skerðir markaði skammtíma áhættu lánadrottna, sem gera út á áhættu til að réttlætta raunvirði áhættu vaxta álagsins, kallaðist okur áður.  Þeir græða nefnilega mest ef  þeir hafa rangt fyrir sér, skuldarinn greiddi alla áhættun sem aldrei var til staðar nema í hausi fræðinga lándrottins.

Þess vegna er að markaður og Seðlabankar sem skerist í leikinn, og leiðrétta ómennskar græðgis væntingar lánadrottna, sannarlegar í ljósi upplýsinga um vanskil og gjaldþrot sem skerða lánshæfi alls ríkisins.     Okrarnir eru gerðir dómarar í eigin málum  og enginn með viti hlustar á rétttlætingar þeirra, þá eru við að tala um um vit á því að lána ábyrgt.

Hér þarf að reka sjóði á langtímaforsendu til geymslu fjámagns gegn smá þóknunn, blanda þessu vara og tryggingar kerfi ekki inn í skammtíma og áhættu lánasjóðastarfsemi.

Erlendis þá eru Primsjóðir verðtryggingar sjóðir sem geyma fé en ávaxta það ekki. Eignir þeirra eru Prime AAA+++ veðsöfn.  Láninn 30 ára til 45 ára og greiðast öll niður og greiðslu byrði einstakra lántaka léttis einmitt vegna ráðgerðar verðbólgu.

Erlendis er þessi söfn bak veð vegna fjámögunar minni banka til að lána til skammtíma áhættu lána, þau er oft veitt gegn þóknum  [eru verðbæti vegna þess að þau er örrug verðtryggð]. Margir stöndugir bankar eiga sjálfir slík veðsöfn til geymslu. t.d. vararsjóða, eiginfjár.  Þessi söfn og því bréfinn í þeim [1 veðréttar] er það sem er slegist eru um t.d. í USA, alt er gert til að komast á 1 veðrétti, stela veðum af kaupendum, og plata almenning til að komast yfir veð þeirra.  Veðinn er trygging eða grunn fyrir áhættu klánstarfseminni, sem getur reynst engin áhætta og þá [ekki strax] bókast áhættu vextir gróði. 

Svo mikil er samkeppni um örugg veð að um 80 almennra fasteigna lána [meðalmannsins í auðseljanlegu eignum] er nánsat niðurgreiddu, fylgir verðlagi [verðbóta vextir] og engir raunvextir í framkæmd.  Þetta er réttlætt með t.d.  að lántaki láni inn í söfnu stofnun , taki mikið af skamtímlánum og þetta jafnist út í heildina litið.

Hér er Íslendingum skipulega haldið í væntingar heimi okurliðsins,  sem alhæfa allskonar vitleysu um hvað er er almennt og eðlilegt.  Rök fyrir skammtíma áhættulánstarfsemi eru þau einu sem heyrast, aldrei er talað um veðfölsun,  veðrétti, rástöfunar tekjur eftir greiðslu vaxta og skatta. Ég get fylgst með alþjóða umræðu um þessi mál. Tek sérstaklega eftir hvað er ekki rætt hér og hvað áherslur er settar á það sem er rætt hverju sinni opinberlega. Það sannar fyrir mér að hér er verið að nauðga þjóðinni í krafti rangra upplýsinga: heilþvottur?.

Áhættu vextir vegna verðbólgu eiga að vera samkomulag á útgáfu degi lánssamnings.  Þá er hægt að reika þá fyrirfram.

Hér er sagt það sér ekki hægt af því engin viti hver verðbólga verður á næstu 30 árum. Svar þvið því er auðvelt allir hvað hún má mest vera.

Hér er því hægta miða slík verðbólgu hámörk.   Almenningur þarf ekki að vera hræædur við eru að tala um talvert lægri vexti hér en sæiðust 30 ár.

Allir sem sættast ekki á að verðbólga verði max. 3,5% að meðlatali á 30 árum [á hverju ári].  Eiga ekki að vera í stjórn fyrirtækja, fjármálstofnanna,  sameiginlegra eða einka.

Samkomulag um hámarks verðbólgu næstu 30 ár. Bjargar öllu hér og gerir lög um verðtrygging sem stenst ekki óþarfa. 

Júlíus Björnsson, 2.6.2011 kl. 19:28

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Maður á að rækta sinn eigin garð! Útlendingar gera það ekki hagstæðar eða ódýrar, fyrir letingja og afætur.

Júlíus Björnsson, 2.6.2011 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1536
  • Frá upphafi: 1321544

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1309
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband