Þökk sé ríkisstjórn vorri.

 

Og ekki hvað síst þeim Árna Páli og Steingrími, þrotlaus barátta þeirra við Fernisúlfinn skilaði óbreyttu mati, líkt og ICEsave hefði aldrei átt sér stað.

Það er ótrúlegt hvað það skilar miklu að geta notað skattfé þjóðar til uppbyggingar og velmegunar, í stað þess að styrkja fjárvana ríkissjóði Bretlands og Mini mini.

En það þurfti einhver að segja Moodýs þetta, og svikalaust sögðu Árni Páll og Steingrímur frá öllu því góða sem af því hlaust að sleppa við ICEsave klafann.

Og þó seint sé, þá vil ég þakka þeim fyrir.

Þeir stóðu sig þegar á reyndi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óbreytt mat hjá Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahahahahahaaha

Sigurður (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 19:36

2 identicon

Veit nú ekki hvort við séum sloppin við eitt eða neitt. Það á nú eftir að koma í ljós.

Og hvað málaferlin eiga eftir að kosta og að hafa hér allt í frosti á meðan.

En við vonum það besta.

Einar (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 19:40

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Gullfiskaminnið er samt við sig. Hvernig hófst þessi hörmung upphaflega Ómar ?

hilmar jónsson, 20.4.2011 kl. 20:00

4 identicon

 Einar, það beið fólk í röðum eftir því að kæra Icesave samninginn, ef hann yrði samþykktur.  Þessi samningur braut í bága við 40,41,72 og 77 gr. stjórnarskrár og var auk þess á skjön við fullveldisákv. stj.skr.

 Þar að auki var hann brot á lögum um innistæðutryggingar og einnig á Eu reglugerðinni.

 Þanneg að það er mikill misskilningur að já hefði verið einhver endahnútur, og því síður að dómstólaáhætta væri eitthvað minni.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 20:07

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hilmar slappaðu nú af þetta er afstaðið og farðu nú í það að standa með þjóðinni þinni.

ICESAVE er skilgetið afkvæmi hinnar tæru snilldar Landsbanakaglæponana í skjóli forystufólks Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins !

Stöndum nú saman ef "jáið" hefði sigrað þá hefði ég sætt mig við það og staðið með þjóðinni í að vinna úr þeirri niðurstöðu.  En sem betur fer þá vann Neiið við ICESAVE ekki naumt heldur afgerandi og því eigið þið já sinnar nú að taka höndum saman með okkur hinum, þannig að þjóðin geti staðið saman í að vinna okkur útúr erfiðleikunum og til sóknar fyrir land okkar og þjóð.

Sundurlyndisfjandinn hefur tröllriðið þessari þjóð undanfarið aðalega vegna ESB umsóknarinnar og alls þess svikaferils sem hefur sundrað þjóðinni og eyðilagt þessa ríkisstjórn sem annars voru bundnar svo miklar vonir við.

Gunnlaugur I., 20.4.2011 kl. 20:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir höfðu með sér greinargerð frá In-Defence.  Það var nú allur galdurinn. Annars var þetta bara ein af mörgum hótunum. Skyldu þeir eigna sér 10% lækkun skuldatryggingarálags daginn efti kosningu?  Þetta eru sannir riddarar spýtusverð og pottlok á haus.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2011 kl. 21:06

7 identicon

Og enginn endir seður ennþá á öllu ruglinu og sennilega langt i hann ennþá !.Biðum og sjáum eftir páska þegar kjaraviðræður byrja aftur og fl maðkar sem eru  i mysunni   fara á stjá  !! Og Rikisstjórnin hefur alveg seð um það sjálf að eyðileggja sig og mun halda þvi áfam   ! 

ransý (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 21:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Sigurður gerði ágætan útdrátt úr pistlinum en öllu gamni fylgir alvara, og hvað sem hver segir, þá brugðust Árni Páll og Steingrímur við á allt annan og heilbrigðari hátt en Jóhanna og co gerðu til að byrja með.

Og hvað sem hver segir, þá er það þakkarvert, það var hægt að halda áfram að tala niður landið og landshagi.  Líkt og fréttastofa Ruv gerir við hvert mögulegt og ómögulegt tækifæri.

Þegar lágkúran ræður för í almannafjölmiðli, þá má þakka þeim ráðherrum sem hefja sig upp úr henni og tala máli þjóðar sinnar.

Jón Steinar, þeir gátu alveg haft með sér gömlu ræður sínar.

Hilmar, þetta byrjaði með Friedman upp úr sjötíu, og þessi meinsemd sigraði hugmyndastríðið um og uppúr 1985, og gjaldþrot þess blasir við öllu hugsandi fólki.  Og ætti að blasa við þér, og það mun gerast, trúðu mér.

Einar, hvaða málaferli?????  Þau síðustu sem ég man eftir var fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, og það er svo langt síðan, að ég man ekki hvort það var vegna 50 eða 200 mílna landhelginni.  En þau málaferli vógu ekki þungt í ríkisreikningum, það man ég.

Þorsteinn, Einar á ekki við raunveruleg málaferli, heldur einhverja huglæga ógn um að bretar myndu slá öllum Hafnfirðingum við og hefja fyrstu málaferli sögunnar þar sem fjárkúgari kærir fórnarlömb sín fyrir lögmætum dómssólum en ekki æðsta ráði Mafíunnar.

Gunnlaugur, þjóðaratkvæði löghelgar ekki glæp og rangindi, eins og Þorsteinn bendir réttilega á, þá hefði staðfesting þjóðarinnar á ICEsave samningnum, aðeins staðfest glæp, sem hefði verið kærður, samstundis.  Og þá hefðu púkar eins og ég fyrst fitnað.

Og að lokum, stríðið er ekki búið á meðan rógberar ríða röftum í útlandinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 21:22

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð ransý.

Hvaða stjórnmálamenn í dag styðja EKKI hörmungaráætlun AGS????

Ég veit að þeir eru í miklum minnihluta á þingi, og skoðanakannanir benda til þess að þeim fjölgi ekki mikið ef til kosninga kæmi.

Meðan stjórnarandstaðan dýrkar óvininn, þá skulum við þakka fyrir vanhæfa ríkisstjórn, aðgerðarleysi hennar felur alltaf í sér vissa von, von um breytingar á Helfarastefnu AGS.

Hverjir styðja til dæmis heimilin????, svo ég spyrji um grundvallarhlut mennskunnar.

Á meðan þjóðin styður ekki sjálfa sig, þá er þessi stjórn það skásta sem við höfum, því hið algjöra vanhæfni og getuleysi er skömminni skárra en geta til vondra verka.

Jóhanna er betri  en engin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 21:29

10 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ef einhver á sérstaklega heiðurinn af því að koma réttum upplýsingum á framfæri við matsfyrirtækið Moody's, þá er það  forseti Íslands. Það gerði hann strax, daginn eftir kostningarnar, tæpitungu laust í gegnum stóra Bloomberg-"hátalarann" og skammaði þá í leiðinni. Hann lagði áherslu á að B&H fengi þrotabúið uppí Icesave-kröfurnar sem stæði betur en áhorfði í fyrstu. Nákvæmlega þetta tilgreinir Moody's sem eina meginástæðuna fyrir óbreyttu mati sínu nú, í stað þess að standa við hótun sína um að lánshæfismat ríkissjóðs Íslands færi í ruslflokk ef Íslendingar höfnuðu Icesave.  Sennilegast er þó að hótanir Moody's hafi verið innantómar frá upphafi.

Þar sem NEI varð ofaná neyddust ráherarnir SJS og ÁPÁ auðvitað til að banka uppá hjá Moody's og lýsa því yfir að allur hræðlsuáróður íslensku ríkisstjórnarinnar og JÁ-kórsins í heild, hefði fyrst og fremst verið til heimabrúks og allt í plati.   Fyrir þetta sjálfsagða framtak ráðherranna á ekki að þurfa að þakka sérstaklega. Þeir eiga ekki að reyna að skreya sig með stolnum fjöðrum og vonandi að maður þurfi ekki að heyra þá grobba sig af þessari Mood'ys-heimsókn.  

Daníel Sigurðsson, 20.4.2011 kl. 21:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Svo allrar sanngirni sé gætt, þá var inntak fréttarinnar, sem ég tengdi við, aðeins um þá ákvörðun Moodýs að gera ekki neitt í kjölfar ICEsave höfnunarinnar.  Það fylgdi henni ekki nein eignun frá stjórnarliðum, kæmi mér reyndar ekki á óvart að þeir myndu reyna á morgun, en enn sem komið er þá veit ég ekki til þess að þeir eigni sér þessa ákvörðun Moodys.

Tengingin við Árna Pál og Steingrím er alfarið mín, hvort hún sé með réttu eða röngu.

Svo má líka velta því fyrir sér hvort ég sé að skopast að þeim eður ei.

En ég dreg allavega ekki úr því að þeir gátu tæklað málin á annan hátt, tekið svona eina létta Jóhönnu á aðstæður og gefið Ruv enn eina fréttina fyrir húsbændur þeirra Ruv-ara.  En þeir gerðu það ekki, og við eigum að meta það sem vel er gert. 

Nóg er klúðrið samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 21:45

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott að sjá þig á vellinum aftur Ómar ! er einnig búinn að lesa kveðjuna til ESB fulltrúans Uffe E.Jensen hér á undan, bæði hann og Lykketoft hrökkluðuðst frá formannsembættum í sínum flokkum eftir skammarlega útreið í kosningum, en eru innstu koppar í búri hjá ESB núna, "Say no more" jú annars, Uffe vann sér einnig til frægðar að standa ekki með þjóð sinni í skopteikningamáli Jyllandsposten á sínum tíma, hætti hér með að tala um þá kumpána.

Varðandi lánshæfnismat Íslenska ríkisins í "ólgusjó" heimsfjármála, gleymist stundum að nefna að allt slíkt er afstætt gagnvart hvort öðru, þannig að hið litla hagkerfi Íslands vegur ekki stórt í dag, þó annað hafi kannski verið upp á teningnum fram að hruni, og er núna bara eins og korktappi í öldum hinna stærri, þessvegna hefur Já eða Nei við Icesave ekkert að segja, né hafði, til eða frá um lánshæfinismatið, en aftur á móti allt að segja um eigið efnahagslíf og með NEI við Icesave III til hins betra.

En það hindraði auðvitað ekki áróðursmaskínuna í að draga upp hræðslumynd af skelfilegum afleiðingum NEI, sem aftur svo sýnir sig að ekki hélt vatni, en mín vegna mega þeir félagar fá þakkir frá þér og öðrum fyrir frammistöðuna þarna úti, þó ekki væri nema fyrir jákvæðan tón gagnvart eigin þjóð og landi svona til tilbreytingar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2011 kl. 21:47

13 identicon

Svo fer sem fer.

En það lítur alvarlega svo út að heimsendaspár Já-liðsins séu að fjúka út í haf, og að NEI-ið sé tekið nokk alvarlega sem skoðanlegt fordæmi á alþjóðagrund.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 22:19

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, það var nú Lykketoft sem hreyfði við mér, ég hélt að ég væri orðinn ónæmur þegar ég gat hlustað á Sigrúnu Davíðsdóttir tala um meinta greiða þeirra Browns og Darlings að borga út ICEsave til að létta á mótmælum við íslensk sendiráð.

Eiginlega hlustaði maður á nýja lægð í ICEsave áróðri Ruv og ég ákvað að láta kjurt liggja. 

Svo kom mottan á Lykketoft, og ég gat ekki þagað.

En fyrir utan útrásina sem ég fékk við puttaglamrið, þá er inntak pistils míns alveg rétt, þjóð sem trúir á rétt síns málstaðar, hlustar ekki þegjandi á slíkan rógburð.  En við erum líklegast ekki alvöru þjóð, heldur svona gamni eitthvað.  Og látum menn komast upp með lygar sem tæki dómara innan við mínútu að dæma ómerkar.

Þetta hér að ofan er svona lokal húmor að hætti húsins vegna ákveðinnar hegðunar ráðamanna okkar sem er ekki hægt annað en að brosa að, og gantast með.  Miklir erum vér kapparnir sem lögðu risann Golíat sagði einn eldri sveitungu pabba sem hafði líklegast aldrei út fyrir fjórðunginn komið en var hafsjór af ýmsum hetjusögum úr fjarlægri löndum.

En sögurnar voru sagðar til gamans, og það vissi sögurmaður best sjálfur.

En ríkisstjórnin og Seðlabankinn virðast trúa sínum eigin áróðri um mikilvægi sitt, og það er vel, gera ekki neinn óskunda að sér á meðan, eins og ég réttilega viðurkenni.

En það er með Moodýs eins og Garðar Hólm, útlönd voru þeirra frægðarvöllur, að sögn.

Og ef einhver vill trúa, þá er trúin öllum heimil.

Líkt og ég hef heimild til að gantast út í eitt þegar sá gállinn er á mér.  

En ég myndi safna liði og lögsækja rógberana hvar sem þeir finnast, og kveða þannig ICEsave drauginn í kútinn í eitt skipti fyrir öll.  En við Íslendingar erum draugaelsk þjóð, þykjum vænt um okkar drauga, og gerum því allt sem gera þarf, annað en það sem virkar til að kveða draugsa niður.

Og meðan umræðan snýst um drauga, þá dagar lifandi fólk uppi með skuldir sínar og vonleysi.  En hver hugsar um lifandi fólk þegar góður ICEsave draugur er annarsvegar????

Svona látum við stjórna okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 22:39

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Logi.

Var nokkuð til að fjúka á haf út????

Eða getur ímyndun fokið????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 22:40

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað málaferlin eiga eftir að kosta...

Fyrir það fyrsta eru málaferli afskaplega ólíkleg því Bretar og Hollendingar hafa engan hag af því að fá skulbindandi og fordæmisgefandi niðurstöðu um ríkisábyrgð, hvort sem er JÁ eða NEI. En ef svo ólíklega fer verður hinsvegar hægðarleikur að dusta rykið af hinum óundirrituðu samningum, bæði Svavars og Buchheits, og reikna upp kostnaðinn sem af þeim hefði hlotist. Við skulum alveg treysta því að pólitískir andstæðingar vinstriflokkanna muni gera slíkan samanburð á komandi misserum.

NEI-leiðin hefur frá fyrsta degi verið 26 milljarða í plús og um næstu áramót tvöfaldast sú tala ef fram heldur sem horfir.

Þeir sem eru ekki búnir í sinni kosningabaráttu fyrir JÁ-leiðinni verða héðan í frá einfaldlega að sýna mótreikning ef þeir ætla að ibba sig eitthvað upp á dekk.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2011 kl. 22:49

17 identicon

Ómar Geirsson...Lilja Mósesdóttir..afþví hún er betur gefin, betur lesin og hreinlega gáfaðri en allir hinir, og þar að auki veit hún nánast allt sem hægt er að vita um AGS og hefur djúpa alvöru þekkingu á málinu. Og auðvitað Birgitta Jónsdóttir, IMMI byltingarkonan mikla, afþví hún er framsýnn eldhugi langt á undan sinni samtíð, þó misskilin sé, sem og aðferðir hennar.

að tjaldabaki (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 04:31

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Vonandi verða málaferli, og þau kosti mjög mikið, og þá vegna þess að allir þeir lúsablesar í áhrifastöðum sem hafa síljúgandi haldið því fram í fjölmiðlum að íslenska þjóðin standi ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt EES, verði eltir uppi og látnir sæta ábyrgð, sanna orð sín eða dæmdir ómerkingar ella.

En þau málaferli sem Einar glaptist  til að trúa, þau munu ekki kosta túkall, því það sem er ekki nema sem einhver Grýlusaga í hugarheimi hræðslupúka, það kostar ekki krónu.  Ímyndun er ókeypis.

Ennþá, allavega, enginn mógúlinn búinn að fá einkaleyfi á henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 07:38

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Að tjaldabaki!, kann ekki að skrfia grettuna sem koma á andlit mitt þegar ég las þína dúpvitru athugasemd, en hljóðin voru einhvern veginn svona, "immmmmmmmmm".

Verður að láta þetta duga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 07:41

20 identicon

Sæll.

Ég hef ekki nokkra trú á að til málaferla komi.

Gefum okkur að dæmt verði, þvert á það sem í tilskipunum ESB segir, að ríkisábyrgð sé að tryggingasjóðnum. Hvaða afleiðingar hefur það? Sá dómur myndi skylda öll ríki í Evrópu til að bera ábyrgð á öllum bönkum innan sinna landamæra og slíkt er ógerlegt. Ég veit ekki betur en mörgum bönkum sé haldið á floti með lánum frá ECB vegna þess að þeir standa illa. Það sjá það allir að ríkið á ekki að bera ábyrgð á gjörðum einkabanka eða einkafyrirtækja enda geta flest ríki það ekki jafnvel þó þau vilji. Írar vildu það og þurfa að borga fyrir þennan vilja sinn með háum sköttum, stöðnun og atvinnuleysi í mörg ár ef ekki áratugi. Þetta val þeirra sýnir vel að rangt er að láta ríki bera ábyrgð á útlánum banka. Sem betur fer áttuðu íslenskir kjósendur sig á þessu þrátt fyrir stöðugan áróður fræðinga, krata og fjölmiðlamanna um að allt færi hér í klessu ef við gengjumst ekki í ábyrgðir fyrir tryggingasjóðinn.

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 08:11

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Alveg rétt Helgi, rangan dóm væri aldrei hægt að einangra við Ísland, aðeins mjög auðtrúa trúaðir óttast það sem ekki er og mun ekki verða.

En rógbera á að hundelta og draga fyrir dóm.

Og hía á þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 10:59

22 Smámynd: Elle_

Hvað fær nokkurn mann til að óttast dóm í máli þar sem lögin eru okkar megin?  Maður þarf að vera ansi fáfróður eða slappur að trúa svona lygaþvælu þeirra sem hefðu hagnast á að gera okkur að ICESAVE skuldurum.  Og kannski losna við rannsókn.  Lygara og rógbera í svona grafalvarlegu máli á sannarlega að hundelta og draga fyrir dóm, Ómar.   

Elle_, 21.4.2011 kl. 19:48

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Gleðilegt sumar Elle.

Kveðja að austan,

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 23:15

24 Smámynd: Elle_

Ómar, kúgunarmálið er ekki búið þó veturinn sé búinn, ekki með ætlað kúgunarlið enn laust og í stjórn. 

Elle_, 22.4.2011 kl. 00:02

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, nei Elle, vissulega ekki.

En ég væri samt út í fótbolta með strákunum ef það væri ekki grenjandi gróandi.  Þjóðin er sátt við hitt, og lítið við því að gera, svona á meðan ekkert áþreifanlegt er til að bomba á.  

Gamli maðurinn, sem er fyrirmynd mín, í fjöllunum í SuðAustur Frakklandi, hann bombaði ekki með veiðriflinum á þýska skriðdreka, nema þegar hann sá þá.  Og það gátu liðið mánuðir á milli að þeir ættu leið framhjá fjallshlíðinni sem hann hafði grafið sína skotgröf.  Eðli málsins vegna þurfti stríðið að koma til hans, ekki öfugt þar sem hann var einn, gamall og lúinn og hafði ekki vopnbúnað í opna orrustu.  

Hans eini styrkur var ódrepandi vilji til að sætta sig ekki við kúgun og ofríki.

Það var ekki fyrr en unga fólkið skyldi að hans stríð var líka þeirra stríð, að andspyrnan þarna í fjöllunum varð ógn við þýska hernámsliðið.

Sá skilningur er næsta skrefið í baráttunni Elle, hann kemur innan frá, það býr hann enginn til fyrir fólk.  Hvað mig varðar, þá þarf ég ekki að bíða eftir honum, ég hef hann.  Og manna mína skotgröf.

Hvað aðrir gera er þeirra mál.

En eins og gamli maðurinn fór að sinna skepnum og búi þegar enginn var óvinurinn innan skotfæris, þá fer ég að sinna mínu.  Það er ekki nóg að vita að óvininum í landinu, hann þarf að vera innan færis.  Opið stríð er ekki í boði, það vantar herinn.

Og meðan þjóðin vill gömlu valdaklíkuna og AGS, þá er Jógríma það langskásta sem í boði er.  Þegar stefna er röng, og ill, þá er best að sá sem ekkert getur sjái um framkvæmd hennar.

Sjáum svo til hverju gróandinn skilar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband