Góður Steingrímur.

 

Nú hringir þú í bretana og segir þeim að málið sé leyst, þrotabú Landsbankans eigi fyrir öllum ICEsave kröfum og því eigi þeir  að hætta að bögga íslenskan almenning.

Aflýstu svo þjóðaratkvæðinu, það gæti lengt ráðherratíð þína um einhverjar vikur.

Jafvel mánuði ef þú ert nógu fljótur að eigna þér heiðurinn að hafa bjargað þjóðinni frá bresku þjófunum.

 

Rök þín gagnvart bretum eru mjög einföld.  

Þú segir þeim að þú hafir lesið það á þessu bloggi að Landsbankinn hafi verið með fulla tryggingu í Bretlandi og breska fjármálaeftirlitið hafi staðfest þá tryggingu og að breski tryggingasjóðurinn hafi greitt hana út samkvæmt reglum þar að lútandi.  Og iðgjöld fjármálafyrirtækja hefðu staðið undir kostnaðinn.

Síðan segir þú breskum stjórnvöldum að þú hafir loksins gefið þér tíma til að lesa reglugerð ESB um innlánstryggingar þar sem stendur skýrum stöfum að tryggingasjóðir eigi endurkröfu rétt á  þrotabú bankans, ekki almenning í því landi þar sem hann var skráður með höfuðstöðvar.

Hitt að almenningur væri í ábyrgð hefði hreinlega verið misskilningur hjá breskum stjórnvöldum.

 

Og þar sem peningur er til í þrotabúinu og reglurnar skýrar um forgang breska tryggingasjóðsins þá sé best að ljúka málinu á þann hátt að ríki Evrópusambandsins þurfi ekki að upplifa íslenska Nei-ið.

Vegna þess að þetta Nei-gæti verið smitandi, líka til Bretlandseyja.  Til dæmis ef Írar tækju upp á að segja Nei við ríkisgjaldþroti vegna banka, þá eru bresku bankarnir fallnir vegna mikilla lána þeirra til írsku bankanna.

Hagsmunir allra er því að hætta við þjóðaratkvæðið og gleyma ICEsave.

Um aldur og ævi.

 

Þrátt fyrir allt Steingrímur, þá komst þú með lausn ICEsave deilunnar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Heill og sæll! Ég hef verið að hlusta á Icesave þátt í kvöld. Þótt         fulltrúar nei-sinna stæðu sig vel í kvöld,langar mig alltaf til að þau bæti við fleiru, eins og t.d. því sem Loftur fékk staðfest (í bréfi) frá Englandi um tryggingar L.Í.  en veit sem er að tíminn leyfir það ekki. Frosti var býsna góður núna og ekki spillti unga stúlkan Lára,held að þau hafi verkað vel á allan almenning. Kveðja

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Elle_

Rök þín gagnvart bretum eru mjög einföld.  

Þú segir þeim að þú hafir lesið það á þessu bloggi að Landsbankinn hafi verið með fulla tryggingu í Bretlandi og breska fjármálaeftirlitið hafi staðfest þá tryggingu og að breski tryggingasjóðurinn hafi greitt hana út samkvæmt reglum þar að lútandi.

Góður Ómar.

Elle_, 7.4.2011 kl. 22:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottastur.  Þetta er alveg rétt.  Vonandi sendirðu honum líka opið bréf í fjölmiðlum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góður :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2011 kl. 23:17

5 identicon

Steingrímur mætti byrja samtalið með að hóta Bretum og Hollendingum, að ef þeir verði ekki góðir þá felli Íslendingar niður það ákvæði Neyðarlaganna sem fjallar um forgang innistæðu-eigenda.

Staðreyndin er auðvitað sú, að forgangur innistæðu-eigenda var einungis gerður fyrir innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi. Það eru hreinar lygara að halda því fram að forgangurinn hafi verið gerður fyrir Íslendinga.

Samtalið gæti Steingrímur endað með hótun um að kæra Bretana fyrir beitingu hryðjuverkalaganna. Sem voru snautlegar þakkir fyrir að gefa Bretunum forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 23:19

6 Smámynd: Einar Karl

Já skrýtið Helga. Enginn í Icesave þættinum sem tók þó einn og hálfan tíma, hvorki í Já eða Nei-liði, minntist á tímamótalögspeki Ómars&Lofts um að öll Icesave deilan sé byggð á tómum misskilningi...

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Einar Karl

"einungis gerður fyrir innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi"

:-D :-D :-D

LOL

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 23:21

8 Smámynd: Elle_

Kemur nú ICESAVE-RUDDINN sem þoldi ekki meðal hans sjálfs í næsta pistli á undan.  Hann heldur að við verðum að vanda orðavalið við föðurlandssvikara eins og flokkinn hans, EVRU-ICESAVE-FLOKKINN.  Vantar ykkur ICESAVE-RUDDUNUM kannski nokkrar lagabækur að lesa í nótt??  Við erum með ICESAVE-LÖG á lager fyrir ykkur.  Æ, verst þið takið ekki rökum og mest af öllu VILJIÐ EKKI RÖK. 

Elle_, 7.4.2011 kl. 23:49

9 Smámynd: Elle_

ORÐSKÝRING: ICESAVE-RUDDI er maður sem ætlar með öllum ráðum og óráðum, kúgun og ofbeldi, lögbrotum og stjórnarskrárbrotum, rökleysu og útúrsnúningum og þvættingi að pína ICESAVE-KÚGUNARSAMNING yfir samlanda sína að ósekju.

Elle_, 7.4.2011 kl. 23:59

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Ég dáist af hugmyndflugi þínu. Að láta þá hugmynd flögra um kollinn á sér að  gimblingurinn frá Gunnarsstöðum(Steingrímur) geti farið tala út úr sér eitthvað af viti.

Nei,Ómar, þetta er draumur og ég skil það mæta vel. Þú er búinn að vera vakinn og sofinni á þinni vakt gegn hnífstungum Alþingis til  Íslensks samfélags. Þú hefur greinilega dottað og dreymt.

Ef þú skoðar málið nánar, þá hefur Gimbillinn ekki heila til þess að sigta út réttu orðin sem hann hefur etið ofan í sig. Eina sem hann getur gert við hæfi, er að hann fari á fund Bretanna og æli öllu því sem hann hefði vilja segja. Þá væri komið á hættuástand í Bretlandi, því við þrifin, þá gætu smitast  vírusinn, sem hefur háð íslenskum pólitíkum yfir  til Bretanna, og því mega þeir ekki við.

Þeir eru a.m.k. að gera rétta hluti í sínu samfélagi til að snúa við efnahagsmálum sínum. 

Þeir eru a.m.k ekki að reiða sig á að fá aura frá okkur íslendingum til að rétta sinn hag. Þeir eru að lækka skatta, lækka byrðar á fólk og fyrirtæki til að koma hagkerfinu sínu í gang. 

Þeir gætu einnig dottið það í hug, að gefa frítt í stöðumæla í London í heilt ár, sem samsvarar meintri ólögvarinni skuld á hendur okkar samfélags.

Nei Ómar. Vaknaðu frá draumnum og ekki óska kúgurum okkar,  það illt að senda  Gimbillinn  frá Gunnarsstöðum, illþefjandi af viðrekstri, vegna gleypigangs sinna  orða síðastliðin tvö ár. 

Við eigum að bera virðingu fyrir okkar óvinum og hnésetja þá heiðarlega með lögum og dómsvaldi, en ekki óþverraskapi. 

Óþveraskapurinn  felst í að senda þeim skítugan sendiboða. 

Eggert Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 01:00

11 identicon

Tær snilld :-)

En til vonar og vara:

Segjum samt X -NEI !

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 01:25

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Akkúrat NEI og látum stjórnvöld og Bjarna Ben hafa það óþvegið á laugardaginn! Eftir helgina þá skúrum við út úr alþingi drulluna sem þar er að festast í stólum ráðherra!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 02:09

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Hafi ekki einhver kveikt þá var ég bara að fíflast, þessi pistill kom af fingrum fram þegar ég hló í huganum um rökfærslu Steingríms, kanína hans úr hatti töframannsins var útslitinn frasi um þennan mekadíl sem var í uppsiglingu hjá þrotabúinu.  Jafnvel Jón Ásgeir var ekki í svona góðum málum í Arcadía dílnum.

Setti þetta aðeins í smá samhengi svo fólk skyldi hvað það er fáránlegt að tala um að ríkisábyrgð upp á 670 milljarða hverfi við eina góða sölu.  Af hverju þá þessi ríkisábyrgð???

Nei, ég held ég fái ekki Steingrím í afmæli strákanna til að sjá um sjónhverfingar, hann er alltof fyrirsjáanlegur.  Ef þetta er það besta sem hann getur gert, þá ætti hann að gefast upp strax, og láta sig hverfa, kallanginn.

En þetta átti aldrei að verða nema tvær setningar, strákarnir biðu eftir mér í pool leik þar sem þeir rústuðu mér eins og venjulega, ég tók svona Já á þá.

En var samt ekki svolélegur.

En takk fyrir mig í dag, og góða nótt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 03:35

14 Smámynd: Dagný

Góður

En í alvöru þá hefði hann sem fjármálaráðherra átt að vera búinn að reikna þetta í út fyrir löngu síðan og standa  með þjóð sinni móti bankabullinu.

Dagný, 8.4.2011 kl. 10:27

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ómar. Hann lét kaupa sig Dagný og það varð honum að falli!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 11:15

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Dagný en fyrst þurfum við sjálf að standa með þjóð okkar.  Það gerum við með þvi að segja Nei, og fylgja svo honum Sigurði niður á Völl og biðja fólkið þar kurteislega að stíga til hliðar.

Það hefur svikið okkur nóg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband